Helgarpósturinn - 30.07.1987, Síða 36
Ett af síðustu embættisverkum
Sverris Hermannssonar í emb-
ætti menntamálaráðherra var að
setja Vénýju Lúðvíksdóttur í stöðu
yfirkennara við Víðistaðaskóla í
Hafnarfirði. Þessi stöðuveiting ráð-
herrans fyrrverandi hefur valdið
nokkurri óánægju og furðu hjá
skólamönnum þar syðra. Mál er
þannig vaxið að skólastjóri skólans,
Hörður Zóphaníasson, fékk
launalaust leyfi í eitt ár og þá var yf-
irkennarinn, Loftur Magnússon,
settur skólastjóri í fjarveru hans.
Staða yfirkennarans var þá auglýst
laus til umsóknar og voru um hana
tveir umsækjendur, fyrrnefnd Véný
og Magnús Jón Arnason. Kenn-
araráð skólans mælti með að
Magnús fengi stöðuna og í skóla-
nefnd bæjarins fékk Magnús 3
atkvæði en Véný 2. Ráðherrann
kaus hinsvegar að virða óskir
skólamanna að vettugi og ráða
Vénýju. Hinsvegar hafa raddir þess
efnis heyrst að ástæðan fyrir því að
Magnús fékk ekki stöðuna hafi verið
sú að hann er alþýðubandalags-
maður og sem slíkur situr hann í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar og er að
auki formaður bæjarráðs. . .
M
Bl ■ afsteinn Vilhelmsson, út-
varpsstjóri Stjörnunnar, hefur sagt
upp störfum, og eftir því sem HP
helgi!
Þú átt
þaö skilid
SS pizzahosi i)
Grensásvegi 10, 108 R.
S: 39933
kemst næst er ástæða uppsagnar-
innar ágreiningur um dagskrár-
stefnu útvarpsstöðvarinnar. Stjörnu-
menn leita nú nýs útvarpsstjóra og
er talið líklegast að Björgvin Hall-
dórsson söngvari hljóti hnossið. . .
H
■ ■ ornfirðingum bætist nýtt
bankaútibú í safn sitt með haustinu.
Fyrir er Landsbankinn með útibú
á staðnum, en nú er ákveðið að
Samvinnubankinn, framsóknar-
mönnum væntanlega til mikils
gleðiauka, opni útibú á staðnum í
haust. Útibússtjóri verður Edvard
Ragnarsson, núverandi gjaldkeri
KASK (Kaupfélags Austur-Skaftfell-
inga). Edvard þessi kemur úr stórum
systkinahópi. Bræður hans eru m.a.
rallkappinn Jón Ragnarsson og
fréttamaðurinn vinsæli, Ómar
Ragnarsson. ..
yrir nokkru var kveðinn upp
dómur í Félagsdómi þar sem úr-
skurðað var að boðað verkfall gildi
jafnt fyrir þá sem eru í viðkomandi
verkalýðsfélagi og þá sem standa
utan þess. Þessi dómur var kveðinn
upp í deilu Stéttarfélags verk-
fræðinga og fulltrúaráðs Félags
ráðgjafarverkfræðinga. Á verk-
fræðistofunum er málurn þannig
háttað að flestir verkfræðinganna
eru jafnframt hiuthafar. Á einni
stofu geta þannig bæði verið félagar
í Stéttarfélagi verkfræðinga, menn
sem fengið hafa inngöngu í Félag
ráðgjafarverkfræðinga, sem er fé-
lagsskapur eigenda stofanna og
einnig verkfræðingar sem standa
utan við bæði félögin, þar sem það
er átta ára biðtími eftir að fá inn-
göngu i Félag ráðgjafarverkfræð-
inga. Stéttarfélagið gerði þá kröfu
að allir verkfræðingar sem vinna á
stofunum yrðu að hlíta boðuðu
verkfalli, hvort sem þeir ættu hlut í
stofunni eða væru í Félagi ráðgjafar-
verkfræðinga, meðal annars vegna
þess að þeir tækju allir laun sam-
kvæmt taxta stéttarfélagsins. Full-
trúaráðið sem væri hinn raunveru-
legi samningsaðili væri skipað af
stofunum, en ekki almennum félög-
um í Félagi ráðgjafarverkfræðinga
Úrskurður Félagsdóms féll á þann
veg að þeir verkfræðingar er stæðu
utan við bæði félögin yrðu að hlíta
verkfallsboðun stéttarfélagsins.
Þetta er í fyrsta skipti sem dómur á
Norðurlöndunum kemst að slíkri
niðurstöðu. Einn dómenda, Jón
Þorláksson, vildi ganga lengra og
skilaði sérákvæði. Þar segir hann að
allir verkfræðingar á stofunum, ut-
an stjórn þeirra og þeir sem sæti
eiga í fulltrúaráði, eigi að hlíta boð-
uðu verkfalli. . .
SESins og kunnugt er fékk Jón
Sigurðsson, dóms-, kirkju- og við-
skiptaráðherra, 6 mánaða leyfi frá
Þjóðhagsstofnun um síðustu ára-
mót, þegar hann ákvað að skella sér
út í pólitíkina. Þórður Friðjóns-
son hefur gegnt starfi forstjóra
Þjóðhagsstofnunar síðan. Leyfi Jóns
rann út í lok júní, en nú heyrist að
Jón hafi fengið leyfið framlengt um
2 mánuði. Menn velta því fyrir sér
hvort þessi ákvörðun standi í ein-
hverju sambandi við endurskoðun á
starfsháttum Þjóðhagsstofnunar. . .
GEFÐU ÞÉR ^
GOÐANTIMA.
ÁÐUR EN ÞU FERÐ ÚRIANDI.
Gjafir og glaðningur til vina,
ættingja og viðskiptavina
erlendis.
Afþreyingarefni fyrir ferðina.
hefur um áraraðir glatt íslendinga erlendis.
Reyndar eru íslensk matvæli löngu orðin annað
ogmeira en „þjóðlegsérviska“. Lostæti á borð við
hangikjöt, reyktan lax, kavíar og íslenska osta
hefur ósjaldan skákað dýrindis réttum
á borðum útlandanna.
eiga alltaf vel við.
Það er sama hvert tilefni ferðarinnar er eða
við hvern þú átt stefnumót á erlendri grund.
íslenskt handverk ergjöf sem gleður.
Glæsilegar gjafír við fíest hugsanleg tækifæri.
Einstök landkynning sem gaman er að fletta
með áhugasömum lesendum.
Blfið og
011
íslenskum fréttum. Tímarit og bækur til aðlesa
á leiðinni og í ferðinni.
nýjustu dagblöðin með glóðvolgum,
■
Flugstöd Leifs Eirfkssonar, Keflavíkurflugvelli.
íslenskt sælgarti
nýtur mikilla vinsælda handan hafsins.
Þér er óhætt að hafa talsvert magn meðþér -
það verður fíjótt að hverfa (stingdu strax undan
eftirlætistegundinni þinni.)
36 HELGARPÓSTURINN