Helgarpósturinn - 06.08.1987, Page 21

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Page 21
Módir Korta Meyja og er fyrsta skáldsaga hennar. Nína er eins og mönnum er kunnugt einkum þekkt af Ijóðagerð sinni og leikritun og er þá skemmst að minnast hins um- deilda sjónvarpsleikrits Líf til ein- hvers sem sýnt var um síðustu ára- mót. Það ieikrit vakti upp fádæma deilur og umtal og eftir því sem fréttir herma er skáldsagan Móðir Kona Meyja allt eins líkleg til að vekja upp hörð viðbrögð og snarpar umræður. OG enn frá Forlaginu. Þeir eru á kafi í kvennabókmenntum þar og utan þeirra skáldsagna sem koma út hjá þeim eftir konur sendir útgáfan einnig frá sér bók um breytinga- skeid kvenna og hefur hún hlotið nafnið Á besta aldri. Höfundar hennar eru þær Þurídur Pálsdóttir óperusöngkona og Jóhanna Sveins- dóttir, matkráka HP og fyrrum blaðakona hér á bæ. Þuríður var einnig á bókamarkaðinum fyrir síð- ustu jól, þegar viötalsbók við hana varð ein af metsölubókunum. Jó- hanna er heldur enginn nýgræðing- ur því hún skrifaði ákaflega umtal- aða bók fyrir einhverjum árum sem hét því skemmtileg: nafni íslenskir elskhugar. HELGARPÓSTURINN 21 Gunnlaöarsaga og er aðeins önnur skáldsaga höfundarins, hin fyrri, Leigjandinn, kom út fyrir tæpum tuttugu árum og vakti þá mikla at- hygli og eftirtekt eins og menn muna. Síðan hefur Svava haldið sig mestmegnis við smásöguformið og á því sviði birt eftir sig sögur sem tal- ist hafa með því magnaðasta sem hér hefur komið út. Það hefur og spurst að þessi skáldsaga sé ekki síð- ur athygli verð og jafnvel sé um meiriháttar viðburð að ræða í bóka- útgáfu. Bók Nínu Bjarkar heitir DJASS Engill horföu heim Þegar Miles Davis réð til sín trommarann Tony Williams vorið 1963 urðu margir undrandi — ekki síst vegna þess að pilturinn var að- eins sautján ára. En eins og fyrri daginn vissi Miles hvað hann var að gera. Tony svíngaði með ágæt- um og litríkur trommusláttur hans dýpkaði rýþma Daviskvintettsins. Tony var með Davis er hann end- urskóp túlkun sína á gömlu stand- ördunum, allt EiSP-skeiðið og í upp- hafi raftímabilsins, en þegar Bitches Brew var hljóðrituð hafði Jack DeJohnette leyst hann af hólmi. Tony stofnaði eigin rafsveit, Lifetime, þar sem m.a. John McLaughlin og Jack Bruce spil- uðu. Þar var bræðingurinn alls- ráðandi eins og að líkum lætur. Nú hefur Tony sent frá sér nýja skífu; Tony Williams: Civilization (Blue Note/Skífan). Hún er í ætt við gömlu Blue Note-skífurnar hans og nýboppið ríkir þar öðru ofar. Það er gaman að Tony hefur snúið heim að nýju — back to the roots, segja djassgaurarnir. Með Tony á þessari skífu leika Wallace Roney á trompet, Billy Pierce á tenór- og sópransaxófón, en hann blés í Háskólabíói með Art Blakey 1982, Mulgrew Miller er á píanó og Charnette Moffett á bassa, en hann má finna á plötum Marsh- alisbrœdra. Hljóðfæraleikurinn ailur er pottþéttur en ofar öllu rík- ir trommuleikur Tony — ekki að hann steli senunni heldur er hann undir yfir og alltíkring með sterka sveiflu og myndríkar hugmyndir. Símbalasláttur hans er sá nettasti sem heyrist og sá eini af trommur- um eftirstríðskynslóðarinnar er kalla má jafningja Tony Williams er Jack DeJohnette. Hann er trommari Michaels Brecker á nýju djass og sú stemmning fer ekki forgörðum þó Brecker mundi EWl-rafblásturstólið. Undanfarin ár hafa nöfn þeirra Michaels og Tonys ekki freistað hörðustu djassgeggjara af bopp- skólanum, en þessar skífur verða þeim eyrnakonfekt. Og þeim sem aðeins hafa lagt eyrun við raf- væddum sveitum þeirra munu þær opna nýjan heim. ÍSLANDSDEILDIN Heiti potturinn í Duushúsi held- ur fullum dampi. Um verslunar- mannahelgina léku Skátarnir þar og nú á sunnudagskvöld ætlar Ellen Kristjánsdóttir að syngja djass með Eyþóri Gunnarssyni og félögum. Ellen er vaxandi djass- söngkona eins og þeir þekkja er heyrt hafa hana með Stórsveit Ríkisútvarpsins. Hún hefur sungið í Heita pottinum einu sinni áður og var þá sneisafullt. Blús djamm nefnist skífa er hljómsveitin Centaur hefur gefið út. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta blússkífa, sú fyrsta er út er gefin á Islandi. Hún var tekin upp læf helgina 23.-4. maí og ber þess merki. Þeir drengir hafa leik- ið mikið á pöbbum allskonar og njóta sín vel þar. Stuðmenn og keyrslupiltar. Lögin eru hvert úr sinni áttinni: Sonny Boy William- son, Willie Dixon, Jimi Hendrix og John Mayall meðal höfunda og svo eru tvö lög er Louis Jordan gerði fræg: Choo Choo Ch'boogie og Caledonia. Það má segja að styrkur og veikleiki skífunnar speglist í Sigga söngvara: söngur hans afleitur en munnhörpublást- ur með ágætum. Góð skífa í partý- um en varla til alvarlegrar hlust- unar fyrir blúsgeggjara. BLINDFLUG heitir skáldsaga eftir Ómar Halldórsson, sem Al- menna bókafélagið er að senda frá sér í október. Þetta er þriðja skáld- saga höfundar, hinar fyrri hétu Hversdagsleikur og Þetta var nú í fylleríi. Sú fyrrnefnda kom út á veg- um ísafoldar þegar höfundur var aðeins 19 ára en hann hafði þá lokið við hana þremur árum áður. Það var reyndar ekki fyrsta bókin sem út kom eftir Ómar, því hann gaf út Ijódabók, Horfin ský, aðeins 15 ára, einnig á vegum ísafoldar. Þetta var nú í fylleríi vakti nokkra athygli þeirra sem hana lásu þegar hún kom 1982, þó þeir væru reyndar ekki margir. En nú er semsagt vænt- anleg ný bók frá hendi Ómars og heitir eins og fyrr er getið Blindflug og gerist að hluta til í flugvél; og flugferð er einskonar rammi sög- urnar. Sögupersónan situr og rifjar upp ýmis atvik úr fortíðinni meðan flugvélin flýgur, væntanlega Blind- flug. FORLAGIÐ verður að því er fréttir herma með tvær afar forvitni- legar skáldsögur nú þegar haustar og nær dregur jólabókaflóðinu. Hér er um að ræða tvær af okkar þekkt- ari skáldkonum, annars vegar Svövu Jakobsdóttur og hins vegar Nínu Björk Árnadóttur. Bók Svövu heitir Brecker leitar aftur til upprunans, segir Vernharður m.a. í umsögn sinni um plötu saxófónleikarans Michaels Brecker. Stemmningar án orða Á ljósmyndasýningu Lofts Atla Nú síddegis, nánar tiltekid kl. 18.00, opnar Loftur Atli Ijósmynda- sýningu í Menningarstofnun Banda- ríkjanna v/Neshaga. Þetta er 4. einkasýning Lofts en hann hefur fengist viö Ijósmyndun sem áhuga- mál og atvinnu meira og minna undangengin 10 ár, lauk prófi sem offsetljósmyndari 1986 og síðast/ið- inn vetur stundaöi hann nám við Pratt Institute í New York. Loftur hlaut listamannastyrk Ful- bright-stofnunarinnar haustið 1986 og hann sagði að það hefði komið sér skemmtilega á óvart, bæði vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sem styrkurinn var veittur og hann sagðist hafa átt á því frekar von að hann yrði veittur til listamanns í hefðbundnari listgrein því ljós- myndin væri á krítísku stigi sem list- grein hér á landi. Loftur sagði einnig að Bandaríkjamenn væru komnir yfir þetta stig að velta því fyrir sér hvort Ijósmyndunin væri listgrein og þar væri mestur vaxtarbroddur í Ijósmyndun sem stendur. Mikill fjöldi safna og sýningarsala fyrir ljósmyndun væri þar kominn og Ijósmyndararnir sjálfir leituðu stöð- ugt nýrra leiða til útfærslu á mynd- um sínum. Hann sagði að sjálfur hefði hann snemma reynt að skapa sér persónulegan stíl og hefði í upp- hafi hneigst að tilraunaljósmyndun með hugmyndafræðilegu ívafi og mikilli eftirvinnslu. Það væri þó ekki reyndin með þessa sýningu, því eftirvinnsla þessara mynda væri engin því hann hefði horfið frá henni í seinni tíð og reyndar hefði fleira breyst, t.d. varðandi landslags- myndir sem hann hefði ekki getað hugsað sér að fást við áður fyrr. ,,Það eru að vísu engar landslags- myndir á þessari sýningu en núna finnst mér ég geta nálgast viðfangs- efnin út frá öðrum reynsluheimi og líka hreinum formalisma." Hann sagði ennfremur að við Pratt Institute væri mikil áhersla lögð á formalisma og strúktúr í myndbygg- ingu og það hvernig lýsing og litir, eða tónar, kölluðu fram form eða teikningu innan myndflatarins þar sem lögmál ljósmyndarinnar sem sjálfstæðs miðils væru í öndvegi. ,,Enn sem fyrr nota ég þó mest sam- spil tilviljunar og sköpunar sem hornstein myndgerðarinnar í túlk- un á bæði ytri og innri veruleika. Loftur sagðist grípa augnablik sem „Ljósmyndin er á krítísku stigi sem listgrein hér á landi." á vegi hans yrðu enda hefði augna- blikið endalausa möguleika. Það gæti verið allt frá 1/2000 úr sek- úndu upp í eitthvert varanlegt ástand sem væri óskilgreint í lengd. Stundum reynir maður líka að gera eitthvað úr engu eða þá að reyna að snúa vélinni inn á við til að sýna karakter og tilfinningalega upplif- un, lýsa þannig ákveðnu ástandi eða stemmningu. Myndirnar á þessari sýningu eiga að spila saman og skapa stemmn- ingu án orða, því ég get ekki lýst henni með orðum, heldur nota ég myndmálið. Þess vegna er yfirskrift sýningarinnar Myndir án orða.“ Alls eru þrjátíu myndir á sýningu Lofts, teknar í Bandaríkjunum, Mexíkó og hér heima, bæði svart/hvítar og litmyndir. Sýningin verður eins og fyrr segir opnuð í dag ogstendurtil 17.ágúst og er opið frá 9—20 virka daga og 14—20 um helgar. KK. skífunni hans. Hún heitir einfald- lega Michael Brecker (MCA Impulse/Steinar) og er — þó ótrú- legt megi virðast — fyrsta skífan er hann sendir frá sér undir eigin nafni. Sveitirnar Breckerbrœður og Steps Ahead hafa verið uppi- staðan í plötuspilun hans ásamt öllum stúdíódjobbunum með liði sem spannar djassmeistara á borð við Charles Mingus og Herbie Hancock og poppara eins og John Lennon og Eric Clapton. Steps Ahead er rafsveit í bræð- ingsstíl um þessar mundir og eins og Tony Williams leitar Brecker aftur til upprunans á þessari skífu. Hann fékk eldskírn sína í harð- boppsveit píanistans Horace Silv- ers og getur því blásið flesta um koll — þó er nýboppið ekki nærri eins sterkt á þessari skífu og Tony- skífunni — en Coltrane skín alls staðar í gegn. Maður minnist meistarans í Village Vanguard þegar undurfagur blástur Breck- ers í ballöðu hans Sea Glass skell- ur á hljóðhimnunum. Það er gam- all félagi Breckers, Don Grolnick, sem hljóðstýrir skífunni ásamt saxófónleikaranum. Hann hefur einnig samið tvo ópusa, gítarleik- arinn Mike Stern einn og Brecker tvo, síðan sameinuðust þremenn- ingar um lokaópusinn, Orginal Rays. Seinni ópus Breckers er ekki síður Coltranelegur og upphefst á Brecker/De Johnette-dúói í Col- trane/Elvin Jones-stíl. Með Brecker á þessari skífu er einvalalið. DeJohnette er áður nefndur, á píanó Kenny Kirkland, er mikið hefur verið með Marshalisbræðrum, gítaristi er Pat Metheny og bassaleikari Charlie Haden. Osamstætt lið kann einhver að hugsa, en það er öðru nær: þeir kunna allir sinn

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.