Helgarpósturinn - 06.08.1987, Blaðsíða 33
svo að við getum verið þar um helg-
ar og í öðrum fríum. Þar eru góðar
reiðleiðir meðfram Þjórsá og Hvítá.
Eg á þrjú börn, en það er aðeins það
yngsta sem er með mér í hesta-
mennskunni. Hún er átta ára og
mjög áhugasöm um hestana og er
bara nokkuð góð miðað við aldur.
Hún hefur verið í þessu með mér frá
fimm ára aldri og líkar vel. Svo á ég
tík og þetta er tilvalin hreyfing fyrir
hana.“
Hvað skyldi Hjördís svo fá út úr
þessu og skyldi þetta vera þess virði
að eyða öllum þessum tíma og
vinnu í hestana.
„Það sem er hvað ánægjulegast
við þetta er þegar maður finnur að
sambandið við hestinn er orðið gott
og sú vinná sem maður hefur lagt í
þetta fer að bera árangur. Þetta get-
ur tekið upp undir eitt ár og er alveg
þess virði. Svo er það líka ánægjan
að vera úti við hvernig sem viðrar.
Manni líður svo vel á kvöldin þegar
maður er búinn að vera úti í reiðtúr."
D
LJessi Bjarnason leikarí er vel
þekktur fyrir störf sín sem slíkur en
einnig er hann mikill hestamadur.
„Mér finnst nú ekki ad ég geti talid
mig vera hestamann, ég er bara í
þessu fyrir sjálfan mig og engan
annan. Ætli ég hafi ekki byrjad fyrir
svona um tuttugu árum og hefveriö
ad dútla í þessu sídan."
„Hestarnir veita mér mikinn fé-
lagsskap og þetta eru vinirnir sem
aldrei bregðast. Ég get röflað við þá
endalaust, þulið yfir þeim rullurnar
mínar og sagt þeim allt án þess að
þeir svari mér eða reiðist. Þegar
maður er í útreiðartúr er heldur
enginn sími þannig að maður fær að
vera alveg í friði á meðan á túrnum
stendur.
Ég á sumarbústað uppi í Grafningi
og þar rétt hjá eru hestarnir í haga
á sumrin og ég fer um hverja helgi
til þess að fara á bak. Ég ríð mikið
um nágrennið og minn uppáhalds-
hringur er sá sem ég kalla Herdísar-
hringinn og liggur í gegnum Rauð-
hólana. Þetta nafn kemur til af því
að á þessum slóðum á Herdís Þor-
valdsdóttir leikkona sumarbústað.
Ég fer yfirleitt aldrei neinar langar
ferðir þó ég tali mikið um að fara
eina góða einhvern tímann. Það er
svo mikið vesen að fara í margra
daga ferðir, maður þarf að hugsa
um matarbirgðir og hafa nokkra
hesta til reiðar.
Að mínu áliti er þetta ekki dýrt
sport. Eiginlega er þetta með ódýr-
ari íþróttum sem maður stundar að
mínu áliti, það er að segja ef maður
miðar við laxveiði eða skíði svo eitt-
hvað sé nefnt. Auk þess sem hest-
arnir eru alltaf til staðar árið um
kring. Maður þarf ekki að bíða eftir
einhverjum sérstökum árstíma til
þess að geta farið á bak. Ef maður er
skíðamaður þarf maður að bíða eft-
ir snjónum og ef maður er laxveiði-
maður er bara hægt að stunda það
á sumrin.
Eins og ég sagði áðan er ég ein-
göngu að þessu fyrir sjálfan mig og
fer aldrei á hestamannamótin enda
veldur það yfirleitt vandræðum þar
sem ég er þekktur fyrir mín störf og
hættir fólki þá til að horfa meira á
mig en hestana þegar ég birtist.
Enda eru hestarnir mínir engir mikl-
ir gæðingar sem hægt er að nota í
sýningar, en þeir duga mér vel.“
Gudmundsson er
birgdastjórí hjá Vita- og hafnamála-
stofnun og hefur verid hestamaður
frá unga aldri. „Ég gekk í Fák árid
1938 og hefverid i því félagi alla tíð
síðan. Ætli ég hafi ekki byrjað að
fara á hestbak um fermingu og
fyrsta hestinn fékk ég þegar ég var
um það bil 18 ára og hefég átt hesta
alla tíð síðan. Fyrstu árin keppti ég
á hestunum en þegar stríðið kom
var mikla vinnu aö hafa, svo mikla
að unnið var nótt og dag þannig að
hestarnir urðu svolítið útundan. Ég
átti samt alla tíð hesta en það var
ekki fyrr en upp úr 1970 að ég fór að
sinna þessu aftur af einhverri al-
vöru.
Það sem mér finnst skemmtileg-
ast við þetta er að ég er að umgang-
ast skepnur sem ég ólst upp með. Eg
er að vísu uppalinn í Reykjavík en
það voru alltaf ýmis húsdýr hér í
bænum. Það er svo gaman að um-
gangast þessar skepnur, moka und-
an þeim, gefa þeim og kemba og
hirða á allan hátt. Hestar hafa
karakter það er engin spurning og
þeir þekkja mann alltaf aftur. Ég hef
aldrei orðið þreyttur á því að hirða
um þá jafnvel þótt ég hafi verið að
þessu í svona mörg ár. Ég þarf svo
ekki að fara á hverjum degi uppeftir
á veturna því að sonur minn og ég
erum saman með hesthús og við
skiptumst á um að fara. Einnig för-
um við oft báðir. Þegar ég var að
byrja var þetta fjölskyldusport og á
vissan hátt er þetta það enn. Dóttir
mín býr uppi í sveit og hennar fjöl-
skylda er á kafi í hestarækt þannig
að þetta er orðin hennar atvinna.
Þar sem fjölskyldan er í þessu líka er
þetta ekki svo dýrt fyrir mig því ég
hef hestana í haga á sumrin hjá dótt-
ur minni og einnig fæ ég hey hjá
þeim á haustin þannig að öll fjöl-
skyldan hjálpast að sem eðlilegt er.
Aðstaðan í kringum hesthúsin hjá
Fák og í Víðidal er til fyrirmyndar og
víða eru góðar reiðgötur. Svo er það
auðvitað reiðhöllin nýja þó svo að
ég komi ekki til með að nýta hana.
Ég hef aldrei farið í mjög langar
ferðir og eru þær lengstu líklega um
tveir eða þrír dagar. Mest eru þetta
bara stuttir útreiðartúrar. Annars er
ég nýbúinn að fara upp eftir allri
Þjórsá og var það ansi góður túr. Ég
hugsa að ég fari ekki í neina lengri
túra, maður gerði það frekar þegar
maður var ungur. En ég ætla aldrei
að hætta þessu. Ég held þessu áfram
eins lengi og ég get.“
>9
Kostar jafnt og pakki
á dag
v
HELGARPÓSTURINN 33