Helgarpósturinn - 06.08.1987, Side 34
saga eftir hinn kunna breska rithöf-
und Jeffrey Archer en hann hefur
skrifað meðal annars bækurnar Kain
og Abel og Fyrstur meðal jafningja
(First Among Equals) auk þess sem
hann er fyrrverandi varaformaður
breska íhaldsflokksins. Það er Ragn-
heiður Vigfúsdóttir sem þýddi sög-
una en lesari er Halldór Björnsson.
Sunnudagur 9. ágúst kl. 20.40.
Ekki til setunnar boðið. Umsjón
með þessum þætti hefur Inga Rósa
Þóröardóttir en hann er frá Egils-
stöðum.
Laugardagur 8. ágúst.
Það er þátturinn Fram að fréttum
sem er á dagskrá klukkan 11.00 sem
heillar en hann er í umsjá frétta-
manna útvarpsins. Það er eins gott
að maður verði vaknaður. Hinn þátt-
urinn sem heillar mig er einnig á dag-
skrá á laugardaginn og þá fyrir
kvöldfréttir. Það er þátturinn Við
grillið og er það Helgi Pétursson sem
verður kokkur að þessu sinni. Það er
aldrei að vita nema Helgi bjóði upp á
lappneska rétti enda munu þeir vera
færir kokkar þar.
BYLGJAN,
Það sem er athyglisverðast á dag-
skrá Bylgjunnar er að nýr stjórnandi
er kominn að Reykjavík síðdegis og
er það enginn annar en Stefán
Benediktsson fyrrverandi þingmað-
ur Bandalags jafnaðarmanna sem
tekur við af Hallgrími Thorsteinssyni
og verður fróðlegt að fylgjast með
frammistöðu hans á þessum vett-
vangi. A
FM 102,2
Dagskrá Stjörnunnar er komin í
eðlilegt ástand eftir verslunar-
mannahelgina og allt umstangið
sem henni fylgdi. Það eru engir nýir
og spennandi dagskrárliðir á dag-
skrá og sama fólkið er við stjórnvöl-
inn og endranær. Það er einna helst
að hægt sé að benda fólki á að hlusta
á tónleikana sem eru á dagskrá á
fimmtudagskvöldið eins og venju-
lega en það er hljómsveitin Pretend-
erssem gleðureyraðá milli 23.15 og
00.15.
DAGSKRÁRMEÐMÆLI
Föstudagur 7. ágúst kl. 22.40
Ást í Þýskalandi (Eine Liebe in
Deutschland). Hún gerist í stríðinu
þessi og eru aðalhlutverkin í hönd-
um Hönnu Schygulla og Pyotr
Lysac. Myndin fjallar um pólskan
stríðsfanga sem verður ástfanginn
af þýskri konu og lýsir myndin sam-
bandi þeirra.
Laugardagur 8. ágúst kl. 21.25.
Fundið fé (Blue Money). Bresk
gamanmynd sem fjallar um leigubíl-
stjóra sem finnur tösku fulla af pen-
ingum í bíl sínum. Eins og venjulega
eru það einhverjir vafasamir náung-
ar sem eiga peningana og hafa þeir
mikinn áhuga á að endurheimta þá.
Aðalhlutverkið er í höndum Tim
Curry. Á eftir gamanmyndinni verða
hláturkirtlarnir hvíldir og tauga-
spennan tekur við. Myndin heitir
Leiktu Misty fyrir mig (Play Misty
For Me) og segirfrá ungri stúlku sem
verður yfir sig ástfangin af plötu-
snúði og svífst einskis til þess að
krækja í hann. Það er enginn annar
en Clint Eastwood sem leikur snúð-
inn eftirsótta og merkilegt nokk ferst
honum það bara vel úr hendi.
Sunnudagur 9. ágúst kl. 20.55.
Allt er vænt sem vel er grænt. Það
er alveg tilvalið að horfa á þennan
þátt þegar menn eru búnir að skófla
í sig fjallalambinu fræga en hann
fjallar um nauðsyn þess að borða
grænmeti í stórum stíl. Það erSigrún
Stefánsdóttir sem sér um þáttinn.
STOD TVO
Fimmtudagur 6. ágúst kl. 22.10.
Eldur í æðum (The Burning Bed).
Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu
1984 með Farrah Fawcett í aðalhlut-
verki. Þetta er mynd byggð á sann-
sögulegum atburði og segirfrá konu
einni sem þarf að lifa við barsmíðar
eiginmanns síns. Þegar hún leitar
eftir aðstoð hjá ættingjum og vinum
vilja þeir ekkert blanda sér í málin.
Yfirvöld voru líka treg til aðstoðar og
að lokum fer svo að hún grípur til ör-
þrifaráða. Þessi mynd var mjög um-
töluð þegar hún var fyrst sýnd í
Bandaríkjunum og hlaut mikið lof
gagnrýnenda.
Föstudagur 7. ágúst kl. 23.50.
Á faraldsfæti (Three Faces West).
Þaö er enginn annar en sjálfur „Cleastwood" sem leikur
aöalhlutverkiö í laugardagsmynd ríkissjónvarpsins og
aldrei þessu vant leikur hann ekki hörkutól í leit að
hefndum heldur bregöur hann sér i hlutverk plötusnúös
sem sætir ofsóknum ungrar stúlku.
Á fimmtudaginn verður sýnd á Stöð tvö mynd um lú-
barða eiginkonu sem á einskis annars úrkosta en losa sig
viö manninn sinn á óvenjulegan hátt þegar henni eru all-
ar bjargir bannaöar. Þaö er Farrah Fawcett sem leikur
húsmóöurina.
Það eru tvær gamlar kempur sem
fara með aðalhlutverkin í þessari
mynd, þeir John Wayne og James
Coburn. Myndin segir frá fjölskyldu
sem flýr Þýskaland Hitlers og sest að
í Bandaríkjunum en þar fær hún ekki
að vera í friði.
Laugardagur 8. ágúst.
Dagskráin er nokkuð góð eftir
fréttir og er það enginn annar en
Bubbi Morthens sem ríður á vaðið.
Þetta er viðtal við hann og einnig
flytur Bubbi nokkur lög. Þar á eftir
koma fjórar myndir í röð og ætla ég
að mæla sérstaklega með tveim
þeirra. Örið (The Scar) segir frá
glæpamanni sem uppgötvar tvífara
sinn og er sá virtur sálfræðingur.
Hann reynir að notfæra sér þessa til-
viljun í vafasömum tilgangi. Aðal-
hlutverkið er í höndum Paul Henreid
og Joan Bennett. Síðasta mynd
kvöldsins er svo myndin Landamær-
in (Border). Jack Nicholson fer með
aðalhlutverkið og leikur hann landa-
mæravörð sem gegnir skyldum sín-
um við landamæri Bandaríkjanna og
Mexíkó. Ýmis atvik koma upp sem
verða til þess að hann þarf að velja á
milli föðurlandsins, tryggðar í starfi
og mannlegra tilfinninga. 'Þessi
mynd er bönnuð börnum.
©
Laugardagur 8. ágúst kl. 22.20.
„Kínverska styttan". Þetta er sn
ALLT ER VÆNT SEM VEL ER GRÆNT
Á sunnudagskvöldið verður
Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður
með þátt í Ríkissjónvarpinu sem
fjallar um grænmeti og neyslu
þess. „Það er ætlunin að reyna
að fjalla um grænmeti á jákvæð-
an og örvandi hátt,“ sagði Sig-
rún. „Ég fæ til liðs við mig tvo
kokka, þá Hilmar B. Jónsson og
Brynjar Eymundsson. Þeir
munu búa til gómsæta grænmet-
isrétti, t.d. forrétti, og einnig
verður sýnt hvernig má skreyta
mat með grænmeti. Ég mun
einnig ræða við bændur og nær-
ingarfræðing og gerð verður
grein fyrir því hvaða grænmeti
er hægt að rækta hér með góð-
um árangri. Við erum í þessum
þætti að reyna að fá fólk til þess
að borða meira grænmeti enda
er víst ekki vanþörf á því, við
stöndum nágrannaþjóðum okk-
ar langt að baki hvað þetta varð-
ar.
áá
ÚTVARP
Með eins gleraugu
SJÓNVARP
eftir Friðrik Þór Guðmundsson
Sadismi fyrir börnin
Útvarp, þessi skemmtilegi miðill, iíður
fyrir það að flestir útvarpsmenn hafa kom-
ið sér upp sams konar gleraugum. í gegn-
um þau sjá þeir fyrir sér þarfir hlutstenda
og af því gleraugun eru öll með sama styrk-
leika virðast þeir allir hafa það sama fyrir
augunum. Eða eins og Vilmundur Jónsson,
landlæknir, sagði einu sinni suður í Kefla-
vík, þegar hann þurfti að fá mann til að
skrifa undir samning sem hann var ekki
sáttur við: „Taktu gleraugun mín, þú sérð
hlutina þá í réttu ljósi.“ Og viðkomandi
skrifaði undir.
Ríkisútvarpið, útvarp allra landsmanna,
eins og þeir kjósa að kalla sig þegar eindagi
afnotagjalda er í nánd, auglýsti sig sérstak-
lega fyrir verslunarmannahelgina. Og eins
og aðrir sem hafa eitthvað að selja auglýsa
þeir það sem talið er að almenningur
kaupi.
Þeir auglýstu lifandi verslunarmanna-
helgi. Slagorðið sjálft gefur tilefni til orða-
leikja og stríðni, að ekki sé talað um plast-
pokana, sem þeir dreifðu, og á er prentað
hið spaklega slagorð „Mundu mig...“ Hvort
tveggja barnalegt og flatt rétt eins og hlust-
endur séu fífl. En í auglýsingunni leggja
þeir áherslu á „hressa þætti" og virðist efn-
ið allt vera gírað inn á þennan tuttugasta
part þjóðarinnar, sem kýs að vera úti við og
í bíl um þessa mestu ferðahelgi sumarsins.
Uppskriftin er einföld: Símaviðtöl og létt
popp-lög.
Ég hef ekki séð auglýsta þætti eins og
þátt Friðriks Páls Jónssonar, sem yfirleitt er
góður, eða spjailþætti Ingu Rósu Þórðar-
dóttur frá Egilsstöðum, fyrirtaksþætti seint
á kvöldin. Bæði reyna að spjalla við venju-
legt fólk, sem hefur eitthvað að segja frá —
fólk sem miðlar af reynslu sinni og tekur
þátt í útvarpsleiknum á eigin forsendum.
Þetta kjósa þeir hjá Ríkisútvarpinu að aug-
lýsa ekki. Raunar skil ég ekki af hverju.
Menn virðast eiga erfitt með að lesa í línu-
rit. Verslunarpoppið nær aldrei meira en
tæplega tíu prósenta hlustun, ef marka má
tíðar hlustendakannanir. Og skiptir þá
engu hver stöðin er.
Ríkisútvarp á að gefa tóninn í útvarps-
málum. Ekki elta uppi smáfyrirtæki í út-
varpsrekstri og ef menn þjást af vanmeta-
kennd, þá eiga þeir að gera eitthvað í mál-
inu og ekki auglýsa vanmetakenndina með
„mundu mig-plastpokum“. Við gerum
meiri kröfur til Ríkisútvarpsins. í sjálfu heit-
inu felst að RUV er skylt að miða við marg-
brotið samfélag — fjölbreyttan hlustenda-
hóp og því ættu forráðamenn stofnunar-
innar að leggja frá sér gleraugu „popp-
stöðvanna" og virða fyrir sér útsýnið frá
öðrum punkti. Ríkisútvarpið á ekki að
skoða heiminn úr kjallara borgarvirkisins.
Mér finnst sem dagskrá Stöðvar tvö
hraki. Mér sýnist á öllu að dagskrárdeildin
kaupi „pakka" frá Bandaríkjunum sem
inniheldur sambland af margvíslegu efni
sem Kanar hafa verið ginkeyptir fyrir.
Sömu Kanar og gagnrýna t.d. skandinav-
ískar myndir og segja þær einkennast af
þunglyndi sitja starfir fyrir framan væmn-
ustu kvikmyndir veraldarsögunnar. Ég bíð
spenntur eftir að sjá í dagskrá Stöðvar tvö
kvikmynd sem gæti heitið Táradalur. Þetta
gæti verið hinn dæmigerði söguþráður:
Einstæð og hreyfihömluð móðir vangefins
barns gerist kennari og á vingott við nem-
anda sinn. Faðir barnsins er blindur og yfir-
gaf fjölskylduna eftir að hafa kynnst mál-
lausri stúlku. Sú á í miklu sálarstríði vegna
systur sinnar, sem liggur í dái eftir bílslys
sem hún lenti í í geðshræringu eftir að hafa
gerst leigumóðir og látið barn sitt frá sér og
sá eftir. . .
í pakka þessum er að finna gamla og
vonlausa framhaldsþætti á borð við Flugu-
menn og Lúsí Ball. Eitthvað má þó finna í
þessum þáttum til að réttlæta sýningu
þeirra. Ekki er hins vegar með nokkru
móti hægt að finna snefil af réttlætingu
þegar kemur að fjölbragðaglímunni —
Wrestling. í upphafsþáttunum var piltsgrey
fengið til að reyna að lýsa því sem þar fór
fram, en fljótlega var gefist upp á því og
reynt að þýða í staðinn. Að vísu eru slags-
málin í glímu þessari sett á svið að mestu
leyti og því allt í plati, en ofbeldið er á hinn
bóginn yfirþyrmandi og með eindæmum
sadískt. Kannski má finna einhverja ribb-
alda sem hafa gaman af þessu og hygg ég
að þeir myndu þá glaðir bíða til klukkan
eitt eftir miðnætti og horfa á skepnuskap-
inn þá. En af einhverri óskiljanlegri
ósmekkvísi kýs Stöð tvö að sýna viðbjóð-
inn síðdegis á sunnudögum — á besta tíma
barnanna. Þetta er mér hulin ráðgáta.
Sem betur fer er ekki allt alvont sem í
pakkanum er og því hika ég enn um sinn
við að selja afruglarann. Þannig sat ég sem
límdur yfir réttarhaldsþáttunum um
Oswald og morðið á Kennedy. Þar tókust
tveir af færustu lögfræðingum vestursins á
um hvort Oswald væri hinn raunverulega
seki tilræðismaður eða hvort fleira héngi á
spýtunni. Ekki kom sektarúrskurður kvið-
dómsins á óvart þótt verjandi Oswalds
væri hreint afburða góður í „hlutverki"
sínu. Þessir þættir voru ef til vill svona góð-
ir þar sem um raunveruleikann var að
ræða, ekkert handrit var til. „Söguþráður-
inn“ var samt ótrúlega spennandi, enda
eru lygilegustu sakamálin þau sem raun-
verulega gerast.
Á hinn bóginn var þýðingin á þáttum
þessum afleit og var t.d. ekki haft fyrir því
að hafa nöfn vitna rétt heldur þýtt eftir eyr-
anu. Sem er ekki einsdæmi því þýðingar á
Stöð tvö eru á köflum hreint hræðilegar og
óskiljanlegar. Hvernig er t.d. hægt að þýða
'Thursday sem miðvikudagur?
34 HELGARPÓSTURINN