Helgarpósturinn - 22.12.1987, Side 7
„...þegar forráðamönnum þessa mesta stórveldis hnattarins fannst vá fyrir dyrum, ef þessi litla stúlka frá íslandi kæmist í gegnum nálarauga landvarn-
anna," sagði Sigurður Nordal í minningargrein um Nínu 1968.
Mulningsvél McCarthys reyndi aö mala Nínu Tryggvadóttur
Nína. Nína Tryggvadóttir, stelpa
fœdd á Seyöisfiröi 1913. Flutti til
Reykjavíkur og gekk í Kvennaskól-
ann. Hneigd til aö teikna. Frœndi
hennar Asgrímur Jónsson sagöi
henni til. Foreldrar frjálslynt borg-
aralegt fólk i íhaldssömu umhverfi,
sem þó lögdu engar hömlur á
þroska stúlkunnar sinnar:
,,Eflaust hefdu þau kosid aö ég
veldi mér eitthvad hagnýtara, fœri í
húsmœdraskóla, en þau lögdust
aldrei á móti því að ég lœrdi ad
mála, hjálpuöu mér eftir megni."
Hvernig átti þau að gruna, að
samkvœmt skeytum frá ameríska
sendiráðinu á Islandi haustið 1948
yrði Nína sett í fangelsi í landi frelsis-
ins, stíað frá nýfundnum ástvini sín-
um og neydd til að setjast að erlend-
is um 5 ára skeið.
Eins og sjómönnunum tjáum við
listinni ást okkar á tyllidögum, en
þess utan viljum við helst ekki kann-
ast við þetta lið, sem sækir hennar
sjó.
Það er vakið máls á því þessa dag-
ana, að „vissir aðilar séu að velta sér
upp úr því að sverta minningu lát-
inna manná'. Hér munum við ekki
velta okkur upp úr neinu, heldur
segja staðreyndir, hverjum, sem þær
koma betur eða verr.
Nína var ekki einangruð. Nína var
í hópi þeirra boðflenna, sem sátu í
Unuhúsi lon og don í góðu yfirlæti
og húsráðendum að meinalausu.
Margir þeirra voru kommúnistar.
„Þá sátu allir spekingarnir við kaffi-
borðið og skeggræddu um bók-
menntir, listir og heimsmál. Þetta
var um minn tíma: músík, listir,
ljóðalestur, kaffi og meira kaffi...“
sagði Nína í viðtali við Matthías
Johannessen. Öllum ber þeim þó
saman um að Nína hafi verið
óflokksbundin og ópólitísk nema í
þeirri veru, að hún hafi haft skoðan-
ir á hlutunum, hverjum og einum út
af fyrir sig. „Það, sem gildir, er að
þora, fara allar leiðir, líka ófærur,"
sagði hún sjálf. „Hún var stundum
merkilega þrjósk," sagði Halldór
Kiljan Laxness í samtali við greinar-
höfund sl. sunnudag.
FLJÚGANDI FISKISAGA
Nina leitaði víða fanga. Eftir langa
dvöl í ýmsum Evrópulöndum dvald-
ist hún í New York 1943—46 með
ferðastyrk frá menntamálaráði upp
á vasann. Þar stígur hún sín fyrstu
spor til alþjóðlegrar viðurkenning-
ar. Hún fer heim og heldur sýningu.
Næstu tvö árin „vann Nína fyrir sér
með kennslu í þremur barnaskólum
samtímis, en sem fyrr er hún á hrak-
hólum með vinnuaðstöðu. Hún mál-
ar í hálfbyggðu húsnæði þar sem
hún flytur sig úr einu herberginu í
annað, eftir því sem vinnunni miðar
áfram. Það er líka á þessum árum
sem hún, vegna húsnæðisleysis,
snýr sér að því að skrifa og mynd-
skreyta barnabækur og á árunum
1946—48 koma út eftir hana þrjár
bækur: Sagan af Svörtu gimbur,
Kötturinn sem hvarf og hin örlaga-
ríka Fljúgandi fiskisaga".
Að sögn Auðar Laxness gaf Ragn-
ar í Smára allar þessar bækur út til
að drýgja tekjur Nínu, en svo ein-
kenniíega vill til að á eintaki Auðar
er álímdur miði, sem kveður sjó-
mannadagsráð standa að útgáfunni,
en í öðrum eintökum af bókinni er
enginn útgefandi tilgreindur. Ekkert
útgáfuár er tilgreint á bókinni, en
samkvæmt bók Hrafnhildar Schram
um Nínu var hún gefin út 1948. Að
auki gaf Nína ásamt mörgum fleiri
ungum listamönnum mynd í happ-
drætti Þjóðviljans sama ár.
En í ársbyrjun 1948 fær Nína boð
um að koma aftur vestur til New
York og sýna hjá Neumann í New
Art Circle og hefur ekki efni á að
hafna slíku boði. Hún sýnir 19 mál-
verk, slær í gegn og selur allar
myndirnar.
Þessa sýningu sótti listmálari og
læknir, þýskur að uppruna, heims-
þekktur vísindamaður í öllu því,
sem snertir blóðrás og æðakerfi.
Hann hafði flúið veldi nasista 1935
og sest að í Bandaríkjunum eftir
tveggja ára dvöl í Sviss. Með þeim
tókust ástir um haustið og gengu
þau í hjónaband um páska 1949. En
brátt dró ský fyrir sólu. Síðla árs
1949 fór Nína heim til íslands að
sækja föggur sínar. „Hún er þá köll-
uð upp í sendiráð Bandaríkjanna og
skýrt frá því, að henni sé meinað að
snúa aftur til Bandaríkjanna," sam-
kvæmt bók Hrafnhildar Schram.
Auður Laxness segir að Nína hafi
komið til sín eftir þessa yfirheyrslu
og sagt, að hún hefði sagt þeim til
syndanna. Hvernig þorðirðu það,
þú, sem þarft að komast til Banda-
ríkjanna innan skamms. Ég læt eng-
an segja mér fyrir verkum, sagði
Nína og kvaðst hafa sagt viðmæl-
anda í sendiráðinu hreint út að hún
fengi ekki skilið hvernig flatfiskur
yrði að herstöð.
ELLIS ISLAND
Þar sem Nína hafði fyrir gilda
vegabréfsáritun freistaði hún þess
samt að fljúga með Pan Am-flugfé-
laginu til New York, en var þá sett í
einangrunarbúðir innflytjenda á
Ellis Island og mátti dúsa þar í raun-
verulegri fangelsisvist í margar vik-
ur áður en hún var send til baka til
íslands.
„Þessi tími er enn ljóslifandi fyrir
mér,“ sagði Alcopley, eftirlifandi
eiginmaður Nínu, í símtali við HP sl.
sunnudagskvöld. „Ég hringdi i Pan
Am-flugfélagið og fékk þær upplýs-
ingar að þriggja tíma seinkun væri á
vélinni. Þegar ég kom á þeim tima
var vélin löngu lent og Nína hafði
verið flutt á Ellis Island. Ég talaði við
alla sem minnstu líkindi virtust hafa
til að fá þessum úrskurði breytt. Ég
man að yfirmaður vegabréfaárit-
unardeildar sagði mér að þetta væri
tilgangslaust. Einn vinur hans hefði
lent í mulningsvél McCarthys grun-
aður um kommúnisma og nú þyrði
hann ekki einu sinni lengur að tefla
við hann skák.“ Nína var gerð brott-
ræk og Alcopley fékk að verða
henni samferða í leigubíl til flugvall-
arins. Meðan hún var í fangelsinu
hafði hann fengið að koma í heim-
sóknir og færði henni þá gjarnan
teikningar frá vinum hennar. Hann
sagðist minnast þess, hve Nína hefði
verið hrædd um að yfirvöld tækju
þessar abstrakt myndir fyrir leyni-
legar orðsendingar og að vinir
þeirra mundu fá bágt fyrir.
Að beiðni eiginmanns síns reyndi
Nína næst að komast inn í Bandarík-
in gegnum Kanada en varð frá að
hverfa.
ENGINN GAT
Þá fór Alcopley heim til íslands og
reyndi að fá stuðning til að létta af
ferða- og dvalarbanni Nínu í Banda-
ríkjunum. Áður hafði hann leitað á
náðir Thors Thors sendiherra og
Hannesar Kjartanssonar, ræðis-
manns í Bandaríkjunum. Nú leitaði
hann til Bjarna Benediktssonar.
Enginn gat fengið neinu áorkað. Þá
segist Alcopley hafa komist í kast
við fyrirlitlegasta og auvirðilegasta
mann, sem hann hafi fyrirhitt á æv-
inni, Gibson að nafni, vararæðis-
mann í bandaríska sendiráðinu hér,
sem hafi verið sá embættismaður,
sem um mál Nínu fjallaði. Gibson
þessi hefði síðar komið sér í slíkt
klandur við íslendinga, að tekið
hefði verið upp i ríkisstjórninni að
vísa honum úr landi, en Bjarni
Benediktsson lagst á móti því á
þeim forsendumj að til slíkrar að-
gerðar hefðu Islendingar aldrei
gripið gegn diplómat áður.
Öll sund virtust lokuð. Nína
bauðst til að skilja við Alcopley, svo
að hann gæti óhindrað haldið áfram
vísindaiðkunum sínum. En hann
ákvað að berjast til þrautar. Hann
fékk starf í París og þar dvöldu þau
um fimm ára skeið, 1952—1957.
Þegar leið að lokum þess tímabils
hafði McCarthy verið afhjúpaður í
Bandaríkjunum sem auvirðilegur
svindlari, sem með neti samstarfs-
manna sinna hafði gert álíka svindl-
NÍNA TRYGGVAUÓTTIIt
Fljúgandi fiskisaga, barnabók Nínu;
svo sannarlega flaug fiskisagan en
varla eins og Nína hafði ímyndað sér.
urum kleift að falsa sakir á ýmsa
keppinauta um starf og stöður. Yfir-
maður vegabréfadeildar Bandaríkj-
anna gerði sér sérstaka ferð til Paris-
ar og bað Nínu afsökunar fyrir hönd
embættis síns og Bandaríkjastjórn-
ar. En þá hafði Alcopley þegar ráðið
sig til London, þar sem þau dvöldust
tvö og hálft ár. í árslok 1959 sækir
Nína loks um vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna og nú tók hálftíma
að afgreiða hana. Martröðinni var
lokið.
KOMIST Á HREINT
Ég spurði Alcopley, hvort honum
fyndist sem blaðasnápur væri að
„rótast í hlutum til að sverta minn-
ingu látinna manna"?
„Mér finnst tími til kominn að
þessir hlutir komist á hreint," svar-
aði hann. „Það er rúmlega hálft ár
síðan ég sótti um að fá afrit af upp-
runalegum skjölum og bíð enn eftir
að þau verði leyst úr leyndarbönd-
um. Mér var ekki kunnugt um að
skjöl af þessu tagi hefðu borist til ís-
lands. Viltu vera svo vænn að senda
mér það, sem þú hefur undir hönd-
um?"
Vonandi er þá þeim harmleik að
ljúka, sem hafinn var með skeyti til
bandarísku vegabréfaskrifstofunn-
ar og J. Edgars Hoovers forstjóra
FBI, og byggt á orðasveimi og
kjaftasögum. Þá, sem því komu af
stað, hefur tæpast grunað, hve
mulningsvél McCarthys malaði
hægt, fínt og örugglega og að hún
yrði ekki stöðvuð eftir að einhver
festi ermi sína í tannhjóli hennar. Nú
erum við reynslunni ríkari.
Heimildir: Símtal við Alcopley, eiginmann
Nínu; Samtal við Halldór og Auði Laxness;
simtal við Viggó TVyggvason, bróður Ninu;
„Nína í krafti og birtu", eftir Hrafnhildi
Schram; leyndarskjöl frá sendiráði Bandarikj-
anna á islandi.
HELGARPÓSTURINN 7