Helgarpósturinn - 22.12.1987, Qupperneq 9
Matarskattinum mótmælt.
Boðskapur stjórnarinnar er 7% launahækkun á árinu — en á Vestfjörðum vilja
menn hækka lægstu launin um 5—7% áður en rætt er um almennar launa-
hækkanir. Af rausn sinni hefur ríkisstjórnin boðist til að falla frá söluskatti á
„neyslufisk almennings" eins og forsætisráðherra orðar það svo smekklega.
ÞREIFAÐ
I ÞÖGN
„Flestir vita ekkert, en þeir sem vita segja
ekkert,“ er sagt um stööuna í samningaþreif-
ingum aöila vinnumarkaöarins.
í gær var haldinn útifundur ýmissa launþegasamtaka
gegn matarskattinum svokallaða, en skattur þessi er tal-
inn helsti Þrándur í Götu nýrra kjarasamninga. Samning-
ar flestra launþegasamtaka verða lausir um áramótin, en
lítið hefur enn gerst yfir kaffibollum viðræðuaðila, sem
hafa í höndunum þá stefnumótun ríkisstjórnarinnar að
laun hækki um 7% á næsta ári.
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND JIM SMART
Þeir aðilar sem HP ræddi við um
stöðu samningamálanna voru var-
kárir í yfirlýsingum sínum eða töldu
sig hreinlega ekki vita hver staðan
væri! Einn viðmælenda blaðsins í
launþegahreyfingunni sagði þannig
hreint út: „Flestir sem ég hef haft
samband við vita ekkert, en þeir
sem vita segja ekkert.“
Mest er þó talað um hækkun
lægstu launa og í því sambandi eru
málefni fiskverkafólks efst á baugi.
Um helgina var haldinn fram-
kvæmdastjórnarfundur hjá Verka-
mannasambandinu, en þar urðu
menn bara sammála um að biðstaða
ríkti. í þeim óformlegu viðræðum
sem VMSÍ og VSÍ hafa staðið í hefur
verið rætt um hvernig tryggja megi
kaupmátt launa án þess að verð-
bólgan æði af stað. Fulltrúar VMSÍ
voru boðaðir á fund ríkisstjórnar-
manna og sagt að til að liðka fyrir
samningum kæmi til greina að
hætta við söluskatt á fisk. VMSI-
mönnum þótti þetta engin tíma-
mótamarkandi yfirlýsing.
Þeim, eins og fleirum, hefur orðið
starsýnt til Vestfjarða, þar sem Al-
þýðusamband Vestfjarða hefur átt í
viðræðum við vinnuveitendur með
hagsmuni fiskverkafólksins í for-
grunni. Þar um slóðir voru menn
með frumkvæðið í tilrauninni með
hópbónus og að sögn Péturs Sig-
urdssonar, forseta ASV, eru við-
ræðuaðilar sammála um lykilatriði í
stöðunni: Vinnuveitendur eru sam-
mála um að laun fiskverkafólks séu
of lág, en viðsemjendurnir hafa sýnt
skilning á því að staða fiskvinnsl-
unnar til leiðréttingar á þessu sé
nokkuð slæm „vegna verðlagning-
arinnar á gjaldeyrinum, sem síðan
skilar sér að litlu leyti til okkar
svæðis á ný, heldur fer í að halda
bákninu uppi“.
Að öðru leyti ræða menn fyrir
vestan um svokallaða „holufyll-
ingu", þ.e. að „verðbæta" laun þeirra
sem orðið hafa eftir í launakapp-
hlaupi síðustu 15 mánuða með
5—7% leiðréttingu áður en hafist er
handa við að brúa hið almenna bil,
það er rætt um orlofslengingu, einn
yfirvinnuflokk að dagvinnu lokinni,
að matartíminn á laugardögum og
sunnudögum verði borgaður ef
hann fellur inn í vinnutímann og
fleira.
En það þýðir ekki að einblína á
Vestfirði. „Við komum ekki til með
að gera samninga sem eru allt of
mikið í blóra við það sem aðrir gera
í landinu. Það ætti að vera hægt að
samræma kröfurnar, þótt skipulagið
virðist vanta til þess," sagði Pétur.
Og víst er að talsmenn ánnarra sam-
banda en VMSÍ innan Alþýðusam-
bandsins virðast orðnir nokkuð
óþolinmóðir gagnvart einstefnunni
í kringum fiskverkafólkið. Einn við-
mælandi HP sagði þannig hreint út
að forystumenn samtaka iðnverka-
fólks og verslunarfólks hefðu af
þessu áhyggjur og væru sammála
um að VMSI væri einum of leiðandi
í viðræðunum. Hitt er annað mál að
þessir aðilar eru að ræða samninga-
atriði sem ekki virðast á skjön við
meginlínuna. Þannig er efst á blaði
hjá samtökum verslunarmanna að
stytta bilið á milli taxtanna og raun-
verulega greidds kaups, að tryggja
kaupmáttinn og að verðbólgan fari
ekki á skrið á ný. Mismunurinn virð-
ist helst fólginn í þvi hvort einhverj-
ar umframhækkanir komi til fisk-
verkafólks.
Sem fyrr segir verða samningar
lausir um áramótin, en það eru ekki
fyrst og fremst þau tímamót sem
setja þrýsting á viðræðurnar. Sam-
kvæmt heimildum HP horfa menn
fremur til þess að opinberir starfs-
menn fá hækkun í janúar og febrúar
og talið mikilvægt að tekið verði
mynduglega á samningamálunum
áður en of mikið misræmi myndast
við þau tímamörk, sem yrði þá að
taka inn í æ erfiðara dæmi, og þá
yrðu enn sem komið er hjáróma
raddir um aðgerðir háværari.
ERLEND YFIRSÝN
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Vígbúnaðinum kennt um vand-
ann í bandarísku hagkerfi
Svarta mánudaginn 19. október í haust varð verð-
hrun á kauphöllum heims, sér í lagi þeirri í Wall Street.
Dagana áður hafði sýnt sig, að samkomulag sjö helstu
iðnríkja um að vinna saman gegn stórfelldum gengis-
sveiflum, kennt við höllina Louvre í París, þar sem fjár-
málaráðuneyti Frakklands hefur aðsetur, var runnið
út í sandinn.
leiðsluiðnaði var 4,3% á ári ára-
tugina 1950 til 1970. Á árabilinu
1970 til 1984 var meðalframleiðni-
aukning 1,4% árlega. Árið 1978
var vélakostur bandarísks málm-
smíðaiðnaðar eldri en með nokk-
urri annarri iðnvæddri þjóð.
Y firburðasamkeppnisstaða
Hervæðingarkostnaðurinn er tvöfaldur, bæði beinn og óbeinn. Karnorku-
eldflaug í byrgi sinu í Warren-flugherstöðinni i Wyoming.
Þá tvo mánuði sem síðan eru
liðnir hefur ríkt óvissa á peninga-
og verðbréfamarkaði. Bandaríkja-
dollar hefur haldið áfram að
lækka og hefur misst nær tíunda
hluta af verðgildi sínu gagnvart
öðrum helstu gjaldmiðlum á þessu
tímabili. Fjármálamenn eru orðn-
ir langeygir eftir að stjórnir iðn-
veldanna sjö láti til sín taka og eigi
sameiginlegt frumkvæði til að efla
á ný traust i alþjóðafjármálum og
viðskiptum og draga úr óvissu.
Hafa margir í þeim hópi spáð, að
verði ríkisstjórnirnar of svifasein-
ar muni nýtt kauphallarhrun
skella yfir með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum.
Mánaðartogstreita milli þings
og ríkisstjórnar Bandaríkjanna
um ráðstafanir til að draga úr fjár-
lagahalla þar í landi skýrði töfina
á aðgerðum. Hallabúskapur
Bandaríkjastjórnar er að allra
dómi helsta orsök jafnvægisleysis
og óvissu í heimsviðskiptum. Ráð-
stafanir til að draga úr hallanum
eru óhjákvæmileg forsenda fyrir
að viljayfirlýsingar bandarískra
stjórnvalda séu teknar alvarlega.
Nú er í höfn áform um að lækka
hallann á ríkissjóði Bandaríkjanna
um tæpa fimmtíu milljarða dollara
á tveim árum. Þá ætti stjórnum
sjöveldanna, Bandaríkjanna, Bret-
lands, Frakklands, Ítalíu, Japans,
Kanada og Vestur-Þýskalands,
ekki að vera margt að vanbúnaði
að láta til sín taka. Vænst hafði
verið fundar fjármálaráðherra
þessara ríkja. Svo er að sjá að af
honum verði ekki í bili, heldur
verði látið nægja að gefa út yfirlýs-
ingu til vitnisburðar um nýja
stefnumörkun sjöveldanna.
Búið hefur verið í haginn fyrir
slíkt frumkvæði með ýmsum ráð-
stöfunum, einkum i Vestur-Þýska-
landi, en Bandaríkjastjórn hefur
lengi sakað þá vestur-þýsku um að
fylgja of aðhaldssamri stefnu í fjár-
málum og halda þannig hagvexti
niðri. Nú hafa vextir á vestur-þýsk-
um fjármagnsmarkaði verið lækk-
aðir nokkuð og lánsfé sem sveitar-
félögum og fyrirtækjum þeirra
stendur til boða til nýfram-
kvæmda verið aukið um rúma
tuttugu milljarða marka.
En enn sem fyrr er það afstaða
Bandaríkjastjórnar sem mestu
ræður um efni og áhrif væntan-
legrar sjöveldayfirlýsingar. Eftir
því sem næst verður komist vill
James Baker, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, að megináhersla
verði lögð á aðgerðir til að sam-
ræma efnahagsstefnu og draga
þar með úr ójafnvægi í heimsvið-
skiptum. Er þar að sjálfsögðu átt
við gífurlegan halla á utanríkisvið-
skiptum Bandaríkjanna en sam-
svarandi afgang á viðskiptareikn-
ingum Japans og Vestur-Þýska-
lands við önnur lönd.
Þessi framsetning gefur til
kynna, að enn þyki Baker sem
Bandaríkjadollar hafi ekki fallið
nóg, ella yrði áfram rætt í sameig-
inlegri yfirlýsingu um aðgerðir til
að hindra gengissveiflur, eins og
gert var í Louvre-yfirlýsingunni.
Efnahagsmálafréttaritari breska
útvarpsins BBC telur sig hafa
heimildir fyrir, að Baker vilji
gjarnan sjá dollarann falla niður
fyrir 110 japönsk jen, eða um 10%
í viðbót við það sem þegar er orð-
ið.
Starfsbræður Bakers eru ekki
hrifnir af slíkum fyrirætlunum
þeirra sem stjórna bandarískum
fjármálum. Áður en dollarinn tók
síðustu dýfuna fyrir rúmri viku
áfelldist franski fjármálaráðherr-
ann Bandaríkjastjórn fyrir að nota
sér stöðu dollars á alþjóðlegum
peningamarkaði á ótilhlýðilegan
hátt. Edouard Balladur komst svo
að orði á ráðstefnu um evrópska
einingu, að dollarinn væri kominn
niður fyrir eðlilegt verðgildi og
viðleitni Bandaríkjastjórnar til að
halda honum vanmetnum jafngilti
viðskiptahömlum gagnvart
Evrópuríkjum. Kallaði Balladur
vanmetinn dollar „efnahagslega
og viðskiptalega ógnun" við
Evrópu, sér í lagi vegna þess að sú
gengisskráning bætir samkeppn-
isstöðu nýiðnvæddu ríkjanna í
Suðaustur-Asíu, sem láta gjald-
miðla sína fylgja Bandaríkjadollar
langleiðina niður á við.
En Baker getur bent á það á
móti, að viðskiptahalli f^andaríkj-
anna reyndist setja nýtt met í
október. Hann komst þá upp í 17,6
milljarða dollara, sem jafngildir
175 milljarða árshalla. Fór við-
skiptahallinn langt fram úr spám
og bera tölurnar síður en svo vott
um að bandarískir útflytjendur
hafi getað notfært sér lággengið
gagnvart keppinautum á alþjóð-
legum markaði.
Seymour Melman, prófessor í
iðnverkfræði við Columbia-há-
skólann í New York, segir nýlega í
New York Times, að mein banda-
rísks atvinnulífs sé að bandarískt
hagkerfi sé orðið annars flokks
miðað við helstu keppinauta í
Vestur-Evrópu og Asíu. Vöxtur
framleiðni í bandarískum fram-
Bandaríkjanna á alþjóðamarkaði
er farin forgörðum, segir Melman,
og um leið hefur lífskjörum lands-
manna hrakað. Um langan aldur
greiddi bandarískur iðnaður
hæsta verkamannakaup í heimi.
Árið 1980 voru verkamannalaun
hjá sjö þjóðum komin fram úr
þeim bandarísku.
Melman er kunnastur fyrir rit
sín um samhengið milli herkostn-
aðar og framleiðni í atvinnulífinu.
1 greininni í New York Times dreg-
ur hann saman niðurstöðurnar af
rannsóknum sínum. Þær eru á þá
leið, að útþensla hergagnaiðnað-
arins sé orðin alvarlegur dragbítur
á bandaríska hagkerfið. Ahrifa-
mesta ráðið til að leysa vandann
sem við blasir sé að skera niður
hervæðingarkostnaðinn svo um
munar.
Hergagnaframleiðendur þurfa
ekki að hugsa um kostnað, segir
Melman, þeir fá greitt í Pentagon
eftir reikningi. Nú hafa 35.000
bandarísk fyrirtæki með höndum
verkefni fyrir landvarnaráðuneyt-
ið samkvæmt beinum samning-
um, og undirverktakar þeirra eru
yfir 100.000. í stað þess að þurfa
að keppa í framleiðni og vörugæð-
um á markaði er þessi stóri hluti
iðnaðarins kominn á opinbert
framfæri, og það dregur niður allt
hagkerfið og frammistöðu þess.
Ein meginástæðan til að Banda-
ríkin hafa dregist aftur úr keppi-
nautum sínum ; . að dómi Mel-
mans, hve stór hluti af rannsókna-
og þróunarstarfsemi fer fram í
þágu hervæðingarinnar. Frá lok-
um heimsstyrjaldarinnar síðari
hefur tvöfalt meiri mannafli og
vélakostur starfað við vopnaþró-
un en við allar aðrar rannsóknir
og tilraunastarfsemi samanlagt.
Bandaríkjastjórn þarf líkt og sú
sovéska að létta vígbúnaðarbyrð-
ina til að bæta hagkerfið, segir
prófessor Melman.
HELGARPÓSTURINN 9