Helgarpósturinn - 22.12.1987, Page 14
Mark Fenger Chapman, sendiherra hennar hátignar
Bretadrottningar á íslandi, er danskur í aöra ættina og á
skyldmenni hér á landi. Hann er í Hp-viötali.
Gríp í útsaum
þegar mér leidist
„Eg bid þig ad fyrirgefa hvad ég er kvefaður," sagði hann afsakandi.
„Petta er raunar enskt kvef, sem ég varð mér úti um þegar ég skrapp síðast
heim. Veturinn hérna á Islandi hefur verið svo óskaplega mildur að maður
getur ekki kvartað. Hvað þá síðasta sumar. Það var yndislegt! Enda notuð-
um við hjónin tœkifœrið og fórum vítt og breitt um landið ykkar."
Mark Fenger Chapman sendiherra hafði tekið
á móti mér á skrifstofu sinni í breska sendiráð-
inu við Laufásueg. Þetta er ein af þessum glæsi-
legu byggingum í Þingholtunum, sem maður
tekur eftir. Innan dyra er hins vegar allt með af-
ar einföldu sniði. Húsgögnin líka flest komin þó
nokkuð til ára sinna og bera það greinilega með
sér. Meira að segja bréfabakkarnir á skrifborði
sendiherrans voru úr tré og höfðu augljóslega
þjónað fjölda forvera hans í starfi.
En hver er hann, sendiherrann sem nú vermir
gamla stólinn við Laufásveginn?
,,Ég er reyndar ekki fæddur á Bretlandi og ein-
ungis breskur í aðra ættina. Móðir mín er nefni-
lega dönsk. Hún hitti föður minn, þegar hún
kom sem ung stúlka til Englands og settist þar á
skólabekk. Hún var í með föðursystrum mínum
í skóla og þær buðu henni að dveija hjá sér yfir
jólin. Þar hitti hún bróðurinn, sem var á fyrsta
ári í Cambridge-háskóla, og þau urðu ástfangin.
Giftingin fór þó ekki fram fyrr en mörgum árum
síðar, vegna þess að hinn danski afi minn var af-
skaplega lítið hrifinn af því að dóttirin giftist út-
lendum manni, þegar nóg var af myndarlegum
Dönum heima fyrir!
Ástin sigraði hins vegar að lokum, þau gengu
í hjónaband og bjuggu lengi á Kýpur, þar sem
faðir minn var skógræktarmaður. Ég fæddist
sem sagt á eyju og bjó fyrstu æviárin í miklu fjall-
lendi, svo það er margt kunnuglegt fyrir mig hér
á íslandi. Áður en ég varð tíu ára hafði ég verið
í þrjú ár með móður minni í Suður-Afríku. Þjóð-
verjar hertóku nefnilega Krít, sem er tiltölulega
skammt frá Kýpur, og þá voru konur og börn
flutt burtu. Við komum svo aftur, þegar ár var
eftir af heimsstyrjöldinni, og í stríðslok var ég
síðan sendur í skóla til Bretlands — þá tíu ára
gamall. Þetta var einkaskóli með heimavist og
þó ég saknaði auðvitað foreldra minna vissi ég
að þetta varð að vera svona. Það var ekki um
annað að ræða. Pabbi og mamma bjuggu er-
lendis, en þau vildu að ég fengi mína menntun
í Englandi.
Þessu hefur verið farið á sama hátt með syni
mína þrjá. Við hjónin höfum vissulega saknað
þess að geta ekki haft þá hjá okkur, en það var
þeim fyrir bestu að skipta ekki um skóla á
þriggja ára fresti, þegar við flyttum á milli landa.
Með þessu móti voru þeir alltaf í sama umhverf-
inu, með sömu kennara og sömu vini ár eftir ár
í stað þess að þurfa að skipta sífellt um og læra
ný tungumál á hverjum stað. Því er hins vegar
ekki að neita, að þeir hafa oft saknað okkar —
og við þeirra. En auðvitað hafa þeir alltaf verið
hjá okkur í jóla- og sumarleyfum. Núna er elsti
sonurinn kvæntur og vinnur hjá tölvufyrirtæki
á Bretlandi. Hann er 27 ára. Sá í miðið stundar
nám í arkitektúr í Edinborg, en sá yngsti er í
menntaskóla.
KARLMENN ÚR GÖMLU
HÁSKÓLUNUM Á UNDANHALDI
Áður en ég fór í utanríkisþjónustuna hafði ég
gegnt herskyldu, sem nú hefur reyndar fyrir
löngu verið afnumin, og verið sendur til Nígeríu.
Að herþjónustu lokinni fór ég í háskóla, en ég held
að utanríkisþjónustan hafi orðið fyrir valinu hjá
mér, vegna þess að ég var orðinn vanur því að
vera mikið á ferðalögum um heiminn. Þetta var
sá lífsmáti, sem ég hafði áhuga á. Þar að auki
hafði ég mikinn áhuga á utanríkismálum og
hafði lagt stund á sagnfræði, svo þetta var eðli-
legur vettvangur fyrir mig að leita á. Mér hefur
alltaf fundist heillandi að kynnast mismunandi
þjóðfélögum með mismunandi stjórnkerfi. Það
er óskaplega gaman að afla sér þekkingar á inn-
viðum ólíkra samfélaga.
Ég hef unnið í mörgum löndum, bæði í Evr-
ópu, Asíu og Afríku, en síðast var ég í Haag í
Hollandi. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem ég
gegni sendiherrastöðu. Þar fyrir utan hef ég líka
unnið í ráðuneytinu í London og starfað við eftir-
iit með starfsemi sendiráða vítt og breitt um
heiminn. Helsti ókosturinn við þetta líf er sá, að
maður þarf sífellt að vera að flytja og koma sér
fyrir í nýju umhverfi. Maður eignast góða vini á
hverjum stað, en þarf síðan að kveðja þá og það
getur verið erfitt að halda vinskapnum við, þeg-
ar jafnvel heilu heimsálfurnar skilja fólk að. En
við reynum! Það er líka galli að geta ekki lifað
eðlilegu fjölskyldulífi og hitta bara börnin sín í
skólaleyfum.
Meirihluti yfirmanna í utanríkisþjónustunni
hefur eflaust hlotið menntun sína í einkaskóla,
en þetta er ört að breytast. Það koma sífellt fleiri
til starfa, sem verið hafa í ríkisreknum skólum.
Árið sem ég byrjaði voru líka allir nýju starfs-
mennirnir karlkyns, en nú eru konur helmingur
byrjendanna á ári hverju. Og fólk með háskóla-
gráðu frá Oxford og Cambridge er heldur alls
ekki jafnáberandi og áður.
Imynd okkar í utanríkisþjónustunni er
kannski sú, að við séum allir íhaldsmenn í
stjórnmálum, en það er langt frá því að vera svo.
Þarna eru menn með afar mismunandi skoðan-
ir. Ég tók t.d. við af einum í ráðuneytinu fyrir um
25 árum, sem nú er talsmaður Verkamanna-
flokksins í utanríkismálum á breska þinginu.
Það hafa margir starfsmenn utnaríkisþjónust-
unnar orðið þingmenn, bæði íhaldsmenn og
vinstrisinnar.
FÓLK MISSIR ATVINNUNA EF
ÍSLENSKI FISKURINN BERST
EKKI Á LAND
Starf sendiherra er fólgið í því að vera fulltrúi
hennar hátignar, Bretadrottningar, og bresku
ríkisstjórnarinnar. Það er því í mínum verka-
hring að koma á framfæri við íslensku ríkis-
stjórnina afstöðu Breta til málefna, sem snerta
báðar þjóðirnar. Sömuleiðis er það skylda mín
að sjá til þess, að breska ríkisstjórnin viti um af-
stöðu íslensku ríkisstjórnarinnar til ýmissa
mála. Þetta er mín meginskylda, en auðvitað á
ég líka að gera mitt besta til að viðhalda al-
mennt hinum góðu tengslum og þeirri vináttu,
sem ríkir á milli landanna. Það starf getur verið
margþætt. T.d. með því að stuðla að því að ís-
lendingar fái tækifæri til að kynnast Bretlandi —
og öfugt. Þarna getur verið um að ræða vísinda-
menn, listamenn, stjórnmálamenn, kennara og
fleiri stéttir. Tengsl milli landanna eru ótrúlega
mikil. En það verður að halda þeim við og helst
auka þau.
Ég legg mig eftir því að kynnast stjórnmála-
mönnunum ykkar, ýmsum aðilum hjá hinu
opinbera og mönnum í viðskiptaheiminum. Og
þegar ný stjórn tekur við fer ég í nokkurs konar
kurteisisheimsóknir til ráðherranna til þess að
leggja grunn að kynnum við þá. Þar með erum
við ekki alveg ókunnugir, ef við þurfum að eiga
einhver viðskipti síðar. Sendiherra getur ekki
bara setið á skrifstofunni alla daga! Þá væri
hann að bregðast skyldum sínum. Maður verður
að fara út á meðal fólks og kynnast þjóðfélaginu
öðruvísi en með lestri dagblaða.
Eg er t.d. búinn að heilsa upp á þá hjá Lands-
virkjun og fræðast heilmikið um orkumál ykkar.
Og ég hef heimsótt orkuver til þess að fá hug-
mynd um hvernig þetta fer allt fram. Sú þekking
kemur sér auðvitað vel, þegar upp koma hug-
myndir um að ísland flytji orku út til Bretlands!
Við gerum nú ekki mikið af því að senda til
London þýðingar á íslenskum blaðagreinum, en
ég reyni auðvitað að fylgjast með því helsta í
fjölmiðlum með aðstoð kollega míns, sem er vel
að sér í íslensku. Síðan sendum við skeyti, ef eitt-
hvað sérstakt er um að vera. fsland er, m.a.
vegna legu sinnar, mikilvægur hlekkur í Nató og
þess vegna er það mikilvægt fyrir ríkisstjórn
mína að kynnast viðhorfum íslendinga til
bandalagsins og veru hersins á Keflavíkurvelli.
Viðskipti við‘ Island eru okkur líka mikilvæg,
t.d. vegna fiskkaupa okkar. Þetta snertir jú at-
vinnu fjölda fólks á austurströnd Bretlands og
það veldur mönnum áhyggjum, þegar eitthvað
bregður út af eins og í verkfallinu í fyrra. Það
missa margir atvinnuna ef íslenski fiskurinn
kemur ekki á land. Tengslin við ísland eru okkur
þess vegna afar mikilvæg — á fleiri en einn hátt.
Það er einnig í mínum verkahring að aðstoða
Breta, sem þurfa á hjálp að halda, er\ hér á landi
búa líklega um 3—400 breskir þegnar. Þeir þurfa
ekki að láta skrá sig hjá okkur, svo talan er óná-
kvæm. Flest þetta fólk er gift íslendingum og
hefur aðlagast þjóðfélaginu. Við myndum sem
sagt engan sérstakan og aðskilinn kjarna hér á
landi. En þegar endurnýja þarf vegabréf eða láta
skrá fæðingu barns kemur fólk auðvitað hingað
í sendiráðið.
MAMMA VAR HÉR í HEILT
SUMAR FYRIR SEXTÍU ÁRUM
Það er svolítið skemmtilegt að segja frá því, að
fljótlega eftir að ég kom fyrst til íslands komst ég
að raun um að ég á hér ættingja. Mér til mikillar
undrunar! Það var Þórður Einarsson, sem nú er
sendiherra í Svíþjóð, sem uppgötvaði þetta.
Hann hafði séð, að ég bar ættarnafnið Fenger,
og spurði mig hvers vegna í ósköpunum breski
sendiherrann hefði danskt eftirnafn. Þegar ég
hafði útskýrt það fyrir honum að þetta væri
móðurnafn mitt sagði Þórður að ég ætti ef til vill
skyldmenni hérna. Mér fannst það auðvitað frá-
leitt, en það kom síðan í Ijós að Fenger-ættin á
íslandi er, þegar allt kemur til alls, skyld móður-
ætt minni.
Þetta verða önnur jól okkar hjóna hér á ísl-
andi, þar sem við komum til landsins fyrir rúmu
ári. Maður finnur vissulega meira fyrir hátíðinni
hér en t.d. í hitabeltinu. Þar getur verið erfitt að
komast í jólaskap. Það tilheyrir einhvern veginn
hátíðahöldunum að úti sé dimmt og kalt! Annars
hef ég eiginlega enga reynslu af „venjulegum"
íslenskum vetri. Veðurguðirnir hafa verið mér
afskaplega hliðhollir þann tíma, sem ég hef
dvalið hér. Síðastliðið sumar var t.d. alveg dá-
samlegt og eina sumarfríið, sem ég tók, notuð-
um við til að ferðast um ísland.
Ég hafði aldrei komið til landsins áður en ég
varð sendiherra, þó mig hefði lengi langað til
þess. Móðir mín kom hingað sem ung stúlka fyr-
ir sextíu árum og hún hafði sagt mér mikið um
ísland. Hún var hér heilt sumar og bjó þá hjá vin-
konu sinni, Helgu Sigurðardóttur, sem síðar
varð vel þekkt fyrir matreiðslubækur sínar. Þær
höfðu verið saman í skóla í Danmörku og vin-
skapur þeirra hélst allt fram til þess að Helga dó
úr krabbameini fyrir um tuttugu árum. Eitt af
mínum fyrstu verkum eftir komuna hingað var
einmitt að efna loforð, sem ég gaf móður minni,
en það var að leita uppi eftirlifandi ættingja
Helgu Sigurðardóttur.
Landið reyndist vera mjög svipað því, sem ég
hafði gert mér í hugarlund. Þó var það eiginlega
enn fallegra en ég bjóst við. Það líður ekki sá
dagur, að ég hrífist ekki af náttúrunni hérna —
sjónum, landslaginu og himninum. Sérstaklega
himninum. Loftið er svo tært hérna og það gerir
birtuna svo sérstaka. Að vísu sakna ég trjágróð-
urs; enda sonur skógræktarmanns... Þess vegna
hafði ég alveg einstaklega gaman af því að
koma í Hallormsstaðarskóg á ferð minni um
landið sl. sumar og ganga þar um með Jóni
Loftssyni skógarverði. Hins vegar hafði ég held-
ur ekki gert mér grein fyrir því hve mikið er af
blómum og plöntum hérna. Blómunum tekst að
festa rætur á ótrúlegustu stöðum. Jafnvel í grýtt-
um fjallshlíðum. Svo kom fuglalífið mér líka á