Helgarpósturinn - 22.12.1987, Síða 20

Helgarpósturinn - 22.12.1987, Síða 20
BÓKMENNTIR Kartöflukankvísi Steinunn Sigurdardóttir Kartöfluprinsessan Iöunn 1987 „Kankvís stíll Steinunnar Sigurð- ardóttur, málgáfa og myndsýn, nýt- ur sín hvergi betur en í ljóðum henn- ar.“ Þannig hefst sölurollan á bak- hlið bókarinnar og ég stoppa ósjálf- rátt við. Kankvís, skemmtilega margrætt orð, samt er merkingin eitthvað svo víðs fjarri. Orðið ilmar af undirborðskímni og virðist nokk- uð fjörlegt á litinn. Þó gæti það merkt eitthvað allt annað. Kankvís. Seyðandi? Myndsýn stendur hins vegar opinbert að merkingu og er lýsandi fyrir Ijóð Steinunnar. Þau spretta sprelllifandi þrívíð upp af síðunum og kjassa mann til að hugsa. Og merkja. Eg er margradda um merkingu orðanna vegna þess hve orð Stein- unnar eru þung af merkingu um leið og þau falla saman í heildarhljóm. Henni tekst að skapa stemmningu og heim hugsana með undrafáum orðum, rétt eins og góður málari krussar pappann hnitmiðað fáum dráttum svo úr verða heimur og hugsun. Um leið gerir hún kröfu til lesandans að hann lesi vandlega hægt, kreisti safa úr hverju orði og mettist aftur og enn. Til þessa nýtir hún formið. Ljóðin eru uppfull af auðum línum. Bil milli orðaklasa eru jafnáberandi og klasarnir sjálfir. Og trikkið virkar. I ljóðunum vella ást og efi. Er ástin bara blossi og búið? Óendurgoldinn kærleikur sem kastað er á glæ eða tilbúningur frá grunni? Svör eru að sjálfsögðu engin, dagleið skógarins ókunn og ást gengur forgengileik- anum á hönd. Vonin felst kannski í þránni, þránni eftir ást og eilífleika, hringrás lífs. Þetta er sérlega áber- andi í kaflanum Tvö þúsund stein- um. þar sem hún gengur lengst hverfur hún alveg inn í miðjutón al- heimsnaflans, lesandinn tapar átt- um og víðari skírskotun vantar. Talandi um hringrás lífs verður stutt í náttúruhringinn, öflin og árs- tíðirnar. Ljóðin eru náttúrunni merkt og einmitt í því verða þau rammíslensk. Oft eins konar nátt- úruaflaljóð. Skammdegið, rigningar, snjófjúk og stormar. Og annað er áberandi; óbilandi líf skín ætíð í gegn. Vorið bræðir veturinn og á miðju sumri í dal verður stafalognið meira en dularfullt, allt tekur vid sér og starir alveg bit. Stundum jaðrar við þjóðernisnostalgíu líkt og í Veru- stödum. Svo eru gullkorn þar sem allt verður eitt; náttúran, landið, maðurinn, ástin og efinn. Og vonin er ávöxtur efans. Heilsárs morgunljód: Morgunninn lofar gódu án þess aö láta nokkuö uppi um daginn sem íer i kónd. Þaö er mannlegl aö binda uomr viö hnöttinn rauöa þegar hann gœgist Iramundan Ijallslindi. Kolringlaöur afsyfju, glóandi af áhuga um leid Þaö er í eöli okkar aö undrast áframhald skýhnoöranna á óskipulegri lerö milli höfuöátta þvers og kruss. Á htxtöa leiö þeir eru. Ónýt spurning. Viö fylgjum þeim eltir. Tíminn er áleitinn í ljóðum Stein- unnar, hverfull og óræður. Tíma- skekkjur eru svo góður þriller að mér er næst að halda að Steinunn sé vel með á allsherjarályktun árs- þings evrópskra femínista frá í fyrra, þar sem Kristeva, Moi og Eagleton voru aðaltöffararnir og tíminn í að- alhlutverki. Nema kvenrithöfundar hafi skyndilega vaknað upp í hrauk af sama vonda draumnum þess efn- is að heimurinn sé allur að falla á tíma. Hvað um það, Steinunn gerir hugmyndinni gott. Ljóðið A suður/eið með myrtda- smið er sérkapítuli. Þó Steinunn skýli sér á bak við fjarlægan mynda- smið karlkyns, sem virðist stjórna ferðinni, er hún sjálf myndasmiður- inn mestur. Ljóðið er heil og skemmtileg mynd, bílferð suður með landi til fundar við landslags- brjót í mjólkurleitri þoku á ættar- mót í kirkjugarði. Hreint yndisleg mynd. Steinunn skapar hér sterka frumíslenska stemmningu mannlífs og kvengerir náttúruna nauðalíkt því sem Thor leikur sér ítrekað að Grámosa sínum. Vel að merkja, þok- an er áleitin í báðurn verkum, klæð- ir landið huliðsklæðum, dregur ein- faldar línur þar sem litir renna sam- an líkt og í málverki Georgs Guðna og huldufólk rétt sloppið í hvarf. Ó margl býr i þokunni í landinu. Madurinn meö þrífótinn reynir aö ná því. Mœöurnar pompa niörúr þokuþakinu. Pœr huga aö sínu meö lömbin. Ár hvert eru afkvœmin ný. Þannig er Steinunn sífellt með hug- ann við hringrás lífs og náttúru, sterk og myndræn endurtekning. Móðurumhyggja skín oft í gegn og ljóðin verða óður til mjólkurkýrinn- ar miklu. Er ekki kartaflan erkitýpa alls þessa? Freyr Þormóðsson Klassískur Indribi Keimur af sumri eftir lrtdriða G. Þorsteinsson. Ritdómur eftir Sigurð Hróarsson. Reykholt 1987. Það kemur ekkert á óvart í þessari bók. Sögusviðið er norðlensk sveit og sögutíminn er millistríðsárin — ofanverð sennilega. Þetta er mjög klassískt indriðskt. Söguþráður bókarinnar er ekki viðburðaríkur, yfirborðið er slétt. Hér eru ekki útmálaðar forsíðufrétt- ir, hér er enginn drepinn, hér er ekki teflt um örlög mannkynsins. Hér er brugðið upp lifandi myndum af hetj- um hversdagsins, fólki sem vinnur störf sín án þess að streða, fólki sem segir fátt og ekkert merkingarlaust, fólki sem kann tökin á umhverfi sínu, skynjar samræmi sköpunar- verksins í fjöllum sínum og fiðrild- um, en er þó alveg jafn gersamlega vanmáttugt gagnvart almættinu og örlögunum og við hin sem þurfum sálarfræði og aðra afruglara til að tapa ekki áttum. í þessu felst mikill sannleikur um manninn og verð- leika hans; vegsemd þess að vera stór ræðst ekki af mannvirðingu og metorðum, og enginn stendur öðr- um nær guði. Allir eru berskjaldaðir en mikilfenglegir þó í eigin brjósti. Með yfirveguðum vinnubrögðum kunnáttumannsins og smekkvísi listamannsins segir Indriði okkur fallega sögu átakalaust og af mikilli væntumþykju með'persónum sín- um. Þetta er í senn ástarsaga og þjóðfélagslýsing, og þó hvorugt. Við kynnumst ungum mönnum með fiðring í útlimum og framtíð í vænd- um, ungum ástleitnum stúlkum með óbeislaða náttúru, jarðbund- inni ekkju úr sveit og enn jarð- bundnari fjósasmið, málaðri konu úr kaupstað, fagurgalandi þingpresti íhaldssömum, fláráðum óperu- söngvara burtfluttum, pólitískt þenkjandi bændum með stórt hjarta og umburðarlyndum frúm, hesta- mönnum, byssumönnum, drykkju- mönnum og draugum; stoltu fólki sem bæði sigrar og er sigrað í einka- lífi sínu, ástum, draumum, veru- leika, striti, stjórnmálum og eilífri glímu við guð og gerandann. Allt eru þetta skýrar og vel skap- aðar persónur, trúverðugár og sann- færandi. Spennan í bókinni — því nóg er að gerast við nánari skoðun — felst auðvitað í því að lesandinn finnur til svo sterkrar samlíðunar með öllu þessu fámælta og yndis- lega mannlega fólki, að hann blóð- langar að fylgja þeim eftir til sögu- loka, taka þátt í lífi þeirra, leiða fólk- ið varfærnislega gegnum þær að- stæður sem höfundurinn kýs að galdra fram. Kynnast viðbrögðum fólksins við aðstæðunum og með- taka með þeim lærdóminn sem slík viðkynning veitir. Þetta er hnitmiðuð og gagnorð bók, vel stíluð og leiftrandi af húm- or. Einkenni frásagnarinnar er að segja aldrei allt, gefa flest í skyn og flýta sér hægt. Keimur af sumri er þó enginn bókmenntaviðburður, þetta er engin loksins-bók. Til þess þarf bæði að segja eitthvað nýtt og á nýjan hátt. En þá þarf líka eitthvað nýtt að gerast. Sigurður Hróarsson Frásagnargáfan er list Að breyta fjalli eftir Stefán Jónsson útg.: Svart á hvítu. Ut er komin bernskuminninga- saga eftir Stefán Jónsson fyrrver- andi alþingismann og útvarps- mann. Bókin heitir Að breyta fjalli og segir frá uppvaxtarárum höfund- ar á Djúpavogi fram til fermingar, en dregur nafn sitt af því hvernig faðir hans breytti Búlandstindi með grjóti og einni ákavítisflösku. Stefán skrifar þessar bernsku- minningar ,,án nokkurra vilyrða um sannindi"; hann tínir saman minn- ingar um æsku sína eins og hann man hana í dag og má vera að skeiki þar smáatriðum á stöku stað. En slíkt kemur ekki að sök við lestur bókarinnar því frásagnargáfan er slík að unun er að. Mannlífið á Djúpavogi kreppuár- anna er aðalviðfangsefni Stefáns og hvergi gefur hann sinni eigin per- sónu mikilvægi fram yfir það meg- inefni. Menn og málefni í plássinu eru í forgrunni og lýsir Stefán þeim af mikilli elsku en leiftrandi af hlýrri kímni og góðlátlegu skopi. Mannlýs- ingar margar hverjar eru óborgan- legar. Nefni ég þar aðeins til Maríu nöfnu hans og frænku á Húsavík. Það er mikill munur á hlýju skopi og því að gera grín. Slíkt gerir Stefán hvergi. Næmni hans fyrir hinu skoplega í mannlífinu er bundin svo sterkum tengslum við væntum- þykju og virðingu fyrir viðfangsefn- inu að lesandanum fer að þykja ótrúlega vænt um þetta fólk sem flest er löngu gengið, og sakna þess mannlífs sem sagt er frá, þó ekki hafi það verið velferðarsamfélag í líkingu við það sem gerist á okkar dögum svo ekki sé meira sagt. Ekki lætur Stefán sjáifan sig sem barn fara varhluta af frásagnarað- ferð sinni og skopast óspart að sjálf- um sér og hinum ýmsu bernsku- brekum. En hrædd er ég um að ein- hverjir af okkar hámenntuðu upp- eldisfræðingum fái fyrir hjartað við lesturinn, þegar Stefán er að segja frá veiðitilraunum sínum og veiði- ferðum með aðskiljanleg vopn i vasa eða á öxlinni í frumbernsku. Ég tala nú ekki um þegar hann farg- aði hrossinu rétt innan við ferm- ingu. Sögur Stefáns af mannlífinu á Djúpavogi á þessum árum eru marg- ar hverjar engar skemmtisögur þó skemmtilega sé frá þeim sagt. Fá- tæktin, baslið við að afla matar ofan í tug barna á svo til hverju heimili, menntunar- og kjarkleysið sem oft er fylgifiskur fátæktarinnar — allt þetta var ráðandi í bernskusamfé- lagi höfundar. En fjölbreytni mann- lífsins var síður en svo minni þá en nú og þegar þessi ótrúlega frásagn- arlist fer um hana höndum fá fá- tæktin, smáplássið og baslið á sig einhvern rómantískan blæ. Ætli mætti ekki segja að sá sé eiiji galli bókarinnar, ef lesandinn er að leita að blákaldri raunsæislegri lýsingu, að hinn angurværi rómantíski blær slái glýju í augu velferðarlesandans. En það gerir sennilega ekkert til því Stefán fer heldur ekki í grafgötur með að oft hafi þetta verið erfið til- vera. Það er líklega bara spurningin um að missa ekki sjónar á því í gegn- um skemmtilega frásögnina. Ég get nú ekki sagt að ævisögur eða minningabækur séu mitt uppá- haldslestrarefni, en þessi'bók Stef- áns Jónssonar fer beina leið í virð- ingarstað í hillu minni því þar á hún óumdeilanlega sæti. Ingunn Ásdísardóttir TÓNLIST STRÁX - Face the Facts ★★★ Ég verð víst að játa að ég átta mig ekki á því hvert „Strax" stefnir í tón- listarsköpun sinni. Er „Face the Facts“ gerð fyrir íslenska áheyrend- ur eingöngu eða er hér um að ræða verk sem hugsað er fyrir alþjóðleg- an markað? Ef um er að ræða plötu sem gerð er fyrir innlendan mark- að, þá er ég nú þeirrar skoðunar að textarnir hefðu átt að vera á ís- lensku en ekki ensku. Einfaldlega vegna þess að Jakob Magnússon og þó sérstaklega Valgeir Guðjónsson setja saman mun betri texta á móð- urmáli sínu en ensku. Sé þetta hugs- að fyrir alþjóðlegan markað verð ég að lýsa efasemdum mínum um að tónlist þeirra nái að slá í gegn er- lendis. „Face the Facts" er ekki slæm plata. Lögin eru ekki verri en gerist og gengur í útlöndum og hljóðfæraleikur og söngur er góður. Hins vegar eru nú starfandi í heim- inum hundruð flokka og söngvara í sama gæðaflokki og Strax-hópur- inn. Þar er líka starfandi mikill fjöldi flytjenda sem eru að fást við svip- aða hluti og þau eru að gera. Það er hljóðgervlapopptónlist. Tónlist „Strax" virðist mér að mestu sprottin úr bandarískum jarð- vegi og má víða heyra svipaða hluti og Nile Rogers og Bernard Edwards (Chic) hafa verið að fást við sem upptökustjórar. Þá er blástur, sem að vísu er að mestu gerviblástur framkallaður með hljóðgervlum, oft á tíðum mjög í anda Earth Wind & Fire-hornaflokksins, og einkennist af stakkató-frösum. Nánast öll séreinkenni Röggu sem söngkonu, Jakobs sem hljómborðs- leikara, Þórðar sem gítarleikara og meira að segja Valgeirs sem laga- smiðs hafa verið þurrkuð út. Upp hefur verið tekinn þessi alþjóðlegi útvarpsstimpill sem mér finnst bara einfaldlega ekki hæfa þessu fólki nógu vel. Öll vinnubrögð við gerð þessarar plötu eru hin fagmannleg- ustu en tónlistin höfðar bara einfald- lega ekki neitt sérlega til mín. Svo einfalt er það nú. Laddi — Ertu báinadverasvona lengi? ★ til ★★★★★ (allt eftir því hvernig skapi þú ert í) Ég held að í augum flestra íslend- inga sé Laddi ekki lengur Laddi eða Þórhallur Sigurðsson, heldur Eirík- ur Fjalar, Dr. Saxi, Skúli rafvirki, Hallgrímur ormur og hvað þeir nú heita þessir karlar. Allar þessar persónur koma einmitt við sögu á plötunni „Ertu búinaðverasvona lengi?" sem var að koma út og þessi huldumaður, Laddi, er skrifaður fyr- ir. Það eiga þessi skyldmenni flest sameiginlegt að þau eru skemmti- leg og það er líka eins gott því varla getur þessi piata þeirra talist tónlist- arlegt afrek. Þetta er bara einföld þriggja gripa tónlist og laglínurnar eru sumar hverjar nánast mjög kunnuglegar. Með öðrum orðum lögin eru sum hver fengin að láni úr hinum ýmsu áttum. En þó að Laddi sé ekki mikið tónskáld þá semur hann óneitanlega smellna texta sem eru og eiga fyrst og fremst að vera gamanmál. „Ertu búinaðverasvona lengi?" er grinplata. Meira að segja góð grín- plata og það er það sem skiptir öllu máli þegar skífur sem þessi eiga í hlut. Alvarleg tónlistargagnrýni á ekki við hér. Gunnlaugur Sigfússon ve/s£ cuf //ír4’itócJ//f á.ce//css?... . J/}t e./'t/ A /7 /s 4ey+/ Js/y? J>\ía~f \S/'s/ <Bt /7 /7 Jbmcf eJ:k/ ? Ja~, SVo/Oa~ ís sn y>a. </ Jo // Ja >- f y 6> /7 y //vefju/n <$é/i Sé ekÆi Scu/770- ? 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.