Helgarpósturinn - 22.12.1987, Side 24
sem sáu forsætisráðherra, Þorstein
Pálsson, í Nærmynd Jóns Óttars
Ragnarssonar hafa eflaust undrast
hve bragðlaus þátturinn var. Ekki
mun vera við Jón Óttar að sakast í
þessu sambandi. Þegar að vinnslu
þáttarins kom, undir öruggri stjórn
Elínar Þóru Friðfinnsdóttur, og
klippa átti forsætisráðherra til, þá
mættu á Stöð 2 tveir hörðustu
stuðningsmenn Þorsteins og tals-
menn ,,frjálsrar“ fjölmiðlunar í land-
inu, Kjartan Gunnarsson, formað-
ur útvarpsréttarnefndar og fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
og Jónína Mikaelsdóttir, aðstoð-
armaður forsætisráðherra. Þau
héngu yfir klippingu þáttarins á
annan sólarhring til að tryggja að
ráðherrann ungi segði nú ekki
meira en hann gæti staðið við og að
það væri innan marka þess sem for-
maður Sjálfstæðisflokksins get-
ur leyft sér. Vöktu þessir „yfir-
frakkar frelsisins" nokkra athygli
í sjónvarpsstöðinni ungu. . .
U _
Pálsson af störfum hjá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga fyrir
aldurs sakir. Hann hefur verið yfir-
maður verslunardeildar SÍS. Það
vekur athygli að enn hefur ekki ver-
ið gengið frá ráðningu eftirmanns
Hjalta. Ein skýring mun vera sú skv.
heimildum HP að Guðjón B. Ólafs-
son, forstjóri SÍS, hefur ekki komið
í gegn skipulagsbreytingum á versl-
unardeildinni, eins og gert var ráð
fyrir að hann myndi beita sér fyrir.
Önnur skýring mun vera sú, að nú-
verandi aðstoðarforstjóri SÍS, Axel
Gíslason, sem hefur verið nefndur
sem eftirmaður Hjalta Pálssonar,
mun ekki vera ginkeyptur fyrir því
að taka við starfinu vegna halla sem
verið hefur á deildinni undanfarið.
Samkvæmt heimildum HP er búist
við verulegum breytingum á versl-
unardeild SÍS á næstunni og að þá
fyrst verði gengið frá ráðningu for-
stöðumanns. ..
v
W ið höfum áður greint frá því
að nokkrir „máttarstólpar" úr at-
vinnulífinu og Sjálfstæðisflokkn-
um hafi leitað fyrir sér um stuðning
við fyrirtæki Davíðs Schevings
Thorsteinssonar vegna þeirra
ógangna sem hann rataði í vegna
sól-gossins. Um er að ræða hluta-
fjáraukningu í fyrirtækjunum. Nú
hefur okkur borist til eyrna að mála-
leitan þessi hafi m.a. borið þann ár-
angur að Eimskip, BM Vallá og
jafnvel Hekla hf. hafi ákveðið að
styðja við bakið á fyrirtækjum
Davíðs með einhverjum hætti og að
mál þessi verði gjörð opinber innan
skamms...
Landsbanki
«
Banki allra landsmanna
Wj.''f) _
24 HELGARPÓSTURINN