Alþýðublaðið - 17.03.1939, Blaðsíða 1
AIÞÝÐDB
RITSTJÓRI: F. R. VALÐEMARSSON
XX. ÁBGANGUB
FÖSTUDAGINN 17. MARZ 1939
Deilur milli múrarai
og trésmiða haínar
Mlsherjar atkræðagreiðsla
hjá trésmiðum um ferkfallíj
yegn múrurum.
ALLHÖRÐ DEILA er
komin upp milli
Múraraméistarafélags
Reykjavíkur annarsvegar !;
og Trésmiðafélags Reykja-
víkur. Leiddi þessi deila
til þess, að múrarar neita ;|
að vinna við hús, sem tré- ; \
smiðir hafa tekið að sér og
stjórn Dagsbrúnar hefir ||
hlaupið til og gert verkfall
með múrurunum, vegna
samnings, sem Dagsbrún
hefir við þá. Trésmiðafé-
lagið hélt fund í gær og
ákvað að láta fara fram
allsher j aratkvæðagreiðslu
um það, hvort trésmiðir ||
skuli gera verkfall gegn :;
Múrarameista.rafélaglnu. i\
Er sú atkvæðagreiðsla ;|
hafin og verður ekki lok- jj
ið fyr en á sunnudag. |!
Arshðtfð AIMðufL-
félip Rerbjavíkur
annað kvðld.
A RSHÁTIÐ Alþýðuflokksfé-
"¦ lags Reykjavíkur veröur
annað kvöld i Iðnó og hefst með
samsæti kl. 8.
Verður þetta afarfjölbreytt
skemtun og vel til hennar vandað
í alla staði. Verða ræðuhöld og
syngur kór félagsins milli ræðn-
anna. Finnur Jónsson flytur
minni félagsins; flutt verður á-
varp frá forseta Alþýðusambands
Islands og formönnum Alþýðu-
flokksfélaga í Reykjavík og
Hafnarfirði; frú Soffía Ingvars-
dóttir les upp, sjónleikur verður
sýndur og að lokum danzað.
Allir félagar ættu að mæta á
þessari ágætu skemtun.
f DA6.
Næturlæknir er Halldór Stef-
ánsson, Ránargötu 12, simi 2234.
Næturvörður er í Laugavegs-
og Ingólfsapóteki.
OTVARPIÐ:
20,15 Útvarpssagan.
20,45 Hljómplötur: Norskir þjóð-
danzar.
21,00 Bindindisþáttur (Guðj. Ben.
múrari).
21,20 Otvarpstríóið leikur. .
21,40 Hljómplötur: Harmónikul.
22,00 Fréttaágrip.
22,15 Dagskrárlok.
Munið
• merkjasölu kvennadeildar Slysa-
varnafélagsins á morgun og send-
ið sölubörnin tímanlega á skrif-
stofu félagsins eftir merkjunum.
Komið svo á danz- og söng-
skemtunina á Hótel Island í
kvöld og takið kunningjana með.
Rakarameistarafélag Reykjjavíkur
auglýsir verðskrárbreytingu í
ibiaðinu í dag.
Ný of beldlsverk i aðsigl:
Rððin komiiE að Danzlg.
Slóvakía var innlimuo i
i gœr ettlr þrlggja daga
Þýzkaland
sjálfstæði!
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. <
T VIÐBÓT við tékknesku héruðiíi Bæheim og Mahren
¦*• hefir Hitler nú einnig innlimað Slóvakíu í Þýzkaland,
eftir að Tisso, sem kjörinn var forsætisráðherra Slóvaka
um leið og landið lýsti yfir sjálfstæði sínu í Bratislava á
þriðjudaginn, hafði í gær verið kúgaður til þess að leggja
landið undir vernd Hitlers á sama hátt og Hacha, forseti
Tékkóslóvakíu, tékknesku héruðin aðfaranótt miðviku-
dagsins.
Flæðir þýzki herinn nú yfir Slóvakíu og er búist við,
að Hitler komi á eftir honum til Bratislava í dag.
Þétta nýja ofbeldisverk hefir vakið mikinn óhug um
alla Evrópu, og þó ekki sízt á Póllandi, sém eftir innlimun
Slóvakíu er orðið umkringt af Þýzkalandi einnig að sunn-
an, eða á þrjá vegu, eins og Tékkóslóvakía eftir innlimun
Austurríkis.
Stjórnmálamenn um alla Evrópu eru við því búnir,
að ný ofbeldisverk fari á eftir þessum viðburðum jafnvel
allra næstu daga. Sterkur orðrómur gengur þegar um það,
að þýzka stjórnin sé ráðin í því að nota sér glundroðann
til þess að innlima Danzig fyrirvaralaust í Þýzkaland, og
er þegar altalað, að þess sé að vænta áður en vika er liðin.
Það væri ekki aðeins nýtt brot á Versalafriðarsamn-
ingunum, heldur og hið alvarlegasta áfall fyrir Pólland,
¦sem myndi skoða innlimun borgarinnar sem fyrsta skrefið
til að taka af því pólska hliðið í Vestur-Prússlandi norður
að Eystrasalti og þar með allan aðgang yfirleitt að sjó.
Júgoslavía næsta takmark~
ið í Suðaustur-Evrópu?
Hin fræga franska blaða-
kona Madame Tabouis skrifaði
í gær í Parísarblaðið „L'
Oeuvre" langa grein um fyrir-
ætlanir Hitlers, sem vekur
mikla eftirtekt.
Hún heldur því fram, að
næstu árásarfyrirætlanir hans í
Suðaustur-Evrópu beinist ekki
fyrst og fremst gegn Rúmeníu,
eins og álitið hefir verið, held-
ur gegn Júgóslavíu, en þar með
væri ftalíu lokuð landleiðin yfir
á Balkanskaga, sem Mussolini
hefir lagt mikla áherzlu á að
halda sér opinni, og Ungverja-
land umkringt af Þýzkalandi á
þrjá vegu og nauðugur einn
kostur að beygja sig fyrir vald-
boði þcss.
Því næst sé það áform Hitlers
að kynda undir þjóðernisríginn
milli Flæmingja og Vallóna í
Belgíu til þess að kúga Belgíu
til að láta af hendi að minsta
kosti nokkurn hluta af Kongo í
Afríku, sem nú er belgisk ný-
lenda. En undanfarið hefir ó-
samkomulagið niilli Flæmingja
og Vallóna í Bélgíu fariðl í
skyggilega vaxandi, sennilega
ekki án tilverknaðar þýzkra
nazista, og varð fyrir skömmu
l síðan stjórn Spaaks þar að falli.
Frakkland býst vií
Mtakostmn.
í dag hefjast umræður um
utanríkismálin í franska þing-
Csaky greifi utanríkisráðherra
Ungverja.
inu, og er búizt við hörðum á-
rásum á pólitík Bonnet utan-
ríkisráðherra Daladiers. Eru
þeir báðir, og þó sérstaklega
Bonnet, í frönsku blöðunum
sakaðir um frámunalega trú-
girni gagnvart yfirlýsingum og
loforðum Hitlers.
Sú skoðun er nú mjög út-
breidd meðal franskra stjórn-
málamanna, að þess sé aðeins
skammt að bíða, að ítalía muni
með stuðningi Þýzkalands inn-
an skamms senda Frakklandi
kröfur sínar til Ianda á þess
kostnað sem íírslitakosti.
Þjóðverjar á leið
til iandsins.
Vilja fá lendlngarstaði
fyrir flngvélar sinar og
ætla að rannsafea „hreyf-
inp" landsins.
f^ JÖÐVERJAR virðast hafa
*^ allmikinn ánuga f yrir Islandi
og íslenzkum máium.
Með Aléxandrínú drottningu,
sem lagði af stað frá Kaup-
mannahöfn í gær, kváðu vera
nokkrir þýzkir vísindamenn og
fulltrúar frá þýzka flugfélaginu
Luft-Hansa.
Ætla þeir að gera hér á landi
vísihdalegar rannsóknir. Um för
fulltrúanna frá Luft-Hansa er svo
frá skýrt, að þeir muni ætla að
semja við íslénzk stjórnarvöld
um leyfi til þess að hafa lend-
ingarstaði á Islandi á flugleiðinni
inilli Þýzkalands og Ameríku. Er
í því sambandi talað um tilrauna-
flug á komandi sumri milli LQ-
bech og Reykjavíkur. Um för
hinna þýzku vísindamanna segir,
að þeir taki þátt í alpjóðlegum
rannsóknum og muni leitast við
að fá staðfestingu á kenningu Al-
fred Wegeners um það, að meg-
inlöndin færist til frá austri til
vesturs.
Þá hafa komið fregnir um það,
að þýzka herskipið Emden, sem
áður hefir komið hingað, muni
koma hingað í þessum mánuði
og dvelja hér alllengi. Er sagt,
að það eigi áð hafa eftirlit með
þýzkum veiðiskipum hér við
land.
Fyrir rúmum hálfum mánuði kom Ciano greifi utanríkis-
ráðherra Mussolinis í heimsókn til Póllands. Nú reynir á hver
stuðningur Pólverjum er í vináttu hans. Myndin sýnir Cí-
ano greifa og Beck utanríkisráðherra Pólverja í Varsjá.
Samkomulagið við Norð"
menngetohetaildtilauk-
innar kjotsölu við Noreg.
Ýmsar breytingar á aðstifou Norð
manna til síldveiða hér viö land
SAMKOMULAGIÐ milli
Noregs og íslarfds um
verzlunarviðskifti milli land
anna var birt í gær.
Var að þessu samkomulagi
unnið af fulltrúum beggja
þjóða, fyrst í Noregi og síðar
hér heima.
Það f jallar aðallega um
innflutning á söltuðu ís-
lenzku kindakjöti til Noregs
og aðstöðu Norðmanna til
síldveiða hér við land.
Heimild okkar til útflutn-
ings á kindakjötinu til Nor-
egs hefir verið hækkuð um
2000 tunnur, úr 6000 tunn-
um upp í 8000 tunnur. Um
þetta segir m. a. í samkomu-
laginu:
„að heimilt skuli að flytja
inn til Noregs beint frá íslandi
8000 tunnur á 112 kg. nettó,
eða alls 896 tonn, af söltuðu
kindakjöti á ári. Þar af 6000
tunnur á tímabilinu -20. okt. til
Dnperski herlnn kominn
til pólskn landamæranna!
?-------------;—
Stjórn Rutheníu flúin til Rúmeníu.
LONDON í morgun. FÚ.
f> ÓLSKUR OG UNG-
* VERSKUR HER hafa
nú mætzt á pólsku landa-
mærunum, og heilsuðust
herirnir með vinsemd.
Utanríkismálaráðherrá
Uhgverja, Csaky, hefir lýst
yfir því, að með hertöku
Rutheníu ætli Ungverjaland
ekki að vinna neinu ná-
grannaríki tjón. Rúmenska
stjórnin hefir lokað landa-
mærum sínum fyrir flótta-
mönnum þaðan.
Augustin Volosin, forsætisráð-
Rerra Rútheniu, sem nu er stadd-
ur í Rúmeníu, hefir ákallað ýmsa
til hjálpar sér. Pýzkaland og Rú-
menía hafa bæði neitað að verða
við þeirri hjálparbeiðni.
1 Prag hafa vélbyssur verið
settar upp á öllum götum með
fárra metra millibili, og er her-
vörður hafður við allar brýr.
Þýzka leynilögreglan á nú
mjög annrikt og hefir tekið fast-
an mikinn fjölda manna. Einn
fréttaritari segir, að svo að segja
hver maður eigi einhvern kunn-
ingja ,sem hefir horfið. ógern-
ingur er að komast ur landinu
vegna hins sterka hervarðar við
landamærin, og allar flugferðir
eru bannaðar.
31. des., en eftirstöðvarnar á
tímabilinu 1. jan. til 30. júní.
Ef innflutningsskamturinn fyr-
ir tímabilið 20. okt. til 31. des.
notast ekki að fullu, skal það,
sem á hann skortir, alt að 1000
tunnum, flytjast yfir á tíma-
bilið 1. jan. til 31. júní."
Þá hefir sú breyting verið
gerð frá norsku samningunum,
að „norsku síldarverksmiðj-
unni í Krossanesi leyfist að
halda áfram rekstri, með við-
haldi og nauðsynlegum endur-
nýjungum, sem ekki hafa í för
með sér aukningu á núverandí
afköstum hennar, sem eru um
4000 mál á sólarhring".
En þegar norsku samning-
arnir voru gerðir, voru 2 norsk-
ar síldarverksmiðjur hér.
Um þetta segir enn fremur í
2. grein samkomulagsins:
„Fyrgreindri norskri síldar-
verksmiðju er heimilt að afla
60% af hráefnisnotkun sinni á
vinslutímanum með kaupum á
nýrri bræðslusíld af norskum
síldveiðiskipum.
Annars er norskum síldveiði-
skipum leyft að selja ísl. síldar-
verksmiðjum nýja bræðslusíld,
er nemi 400 málum fyrir rek-
netaskip og 600 málum fyrir
herpinótaskip, og íslenzkum
saltendum 100 tn. af nýrri síld
af hverju skipi, í samræmi við
gildandi ísl. lög um síldarútvegs
nefnd. Að því er viðkemur sölu
til saltenda, er það þó skilyrði,
að skip það, er umerað ræða,
afhendi ekki síld til söltunar í
móðurskip eða annað erlent
skip. í „norsku samningun-
um" var ekkert ákveðið um
það, hve mikið norsk síldveiði-
skip gætu selt íslenzkum síld"
arverksmiðjum. Um sölu Norð-
manna til saltenda var þá á-
kveðið að norskum fiskiskip-
um, sem ekki afhentu síld til
söltunar í móðurskip, skyldi
heimilt að selja í land um 500
tunnur af reknetaskipi og 700
tn. af herpinótaskipi.