Haukur - 30.05.1900, Síða 3
m. 4—6.
HAUKUR.
15
Flestir imynduðu sjer, að þau Magneta hefðu verið
höin að koma sjer saman um þetta fyrirfram. En
þetta, að Magneta skyldi hverfa inn 1 tunglið, var
með öllu óskiljanlegt, og vakti b»ði athygli og undr-
Un. Tungliö rann áfram eftir braut sinni, en það
skilaöi Magnetu ekki aftur. Hvernig gat þessuverið
varið, ef það var eintómur leikur? Allir þeir, sem
voru tiðir gestir i veitingasal Magnetuleikhússins gátu
horið um þaö, að engir samningar höfðu átt sjerstað
milli ívans og töframærinnar.
Hvernig gat Magneta horfiö inn i tunglið? Úr
hverju var þetta tungl, sem skein svona bjart og fagurt
á næturhimninum? Ef það var ór gleri, þá hlyti að
hafa mátt sjá Magnetu i gegnum það, þegar hún
hvarf. Eða var tunglið holt innan, og nægilega
stórt til þess, að Magneta gæti rúmazt innan i því,
þegar hún hafði dregið sig svona saman í kuðung?
Hvers konar afi var það, sem hafði dregið hana
hserra og hærra upp i loftið, látið hana snúast um
möndul sinn, og renna braut sina kringum tunglið?
Allar þessar spurningar vöknuðu í einu í hugum
áhorfendanna, og hin siðasta var aðalatriðið.
Hvað orðið hafði af ívan uppi á milli skýjanna,
það var einnig eftir að vita.
En þaö var ekki aðalatriðið hjá neinum, nema
sessunaut hans, auömanninum frá Síberíu. Og hann
hafði fulla einurð á, að apyrjast fyrir um það.
»Heyrið þjer, fyrirlesari góður«, mælti hann.
»Jeg vildi gjarnan fá upplýsingar um það, hvað orð-
lð er af ívan fursta*.
»Ja, jeg segi sama. Jeg vildi gjarnan fá vitneskju
hm það«, svaraði fyrirlesarinn, og dró inn á sjónar-
sviðið stóreflis stjörnukíki með hjólum undir, sem ein
mitt var ætlaður til notkunar við slík tækifæri sem
þessi. Hann beindi kíkinum niður í geiminn, horfði
4 hann, og mælti:
•Verið þið nú rólegir, og haflð þið hljótt um
ykkur. Jeg hefi þegar komið auga á hann. Hann
er á leið til jarðarinnar. En sú flugferð á manninum.
Ja, það er enginn smáræðis vegur frá tunglinu til
jaröarinnar. Þiö getiö vist ekki, háttvirtu áhorfendur,
íizkað á það, hver afdrif hans verða? Það getur
®vo margt komið fyrir. Ef hann teygir ávallt svona
hr sjer, og lætur höfuðið ganga á undan, þá heldur
hann þessari stefnu þverbeint niður til jarðarinnar,
°g þá kemur hann niður á heimsskautið, og stingst á
höfuðið langa leiö ofan í isinn. En dragi hann sig
i kút eða beygi sig á enhvern hátt, þá breytir hann
Þegar stefnunni, og þá nær slöngviaflið tökum á hon-
óm, og sveiflar honum kringum jörðina eins og
tunglinu.
»En hamingjan hjálpi okkur! Þá verður hann
8jálfs»gt á endanum að plánetu«.
»Ekki beinlinis það, en hann verður að viga-
hnetti eða stjörnuhrapi. Þegar hann nær lofthvolfl
Jarðarinnar, þá kviknar í honum eins og hverju öðru
®tjörnuhrapi af núningnum við loftið, með því að fa.ll-
hraðinn er svo afskaplega mikill, fjórar mílur á hverri
®okúndu. Hann veröur á svipstundu glóandi, og
rennur saman i myndlausan köggul. Og þegar hann
®vo kemur niður einhvers staöar í Amerlku, og nátt
hrufræöingamir fara áð ransaka hann og liða hann
8hndur, þá skilja þelr ekkert í því, hvernið staðið
getur á gullúri í loftsteini.
Þaö hafði legið við sjálft, að kvennfólkið liði í
^megin, þegar verið var að tala um íkviknun af
sjálfu sjer, en nú tók það að hjæja, þegar minnztvar
á gullúrið.
»Jeg vil mælast til þess, kæru frúr og meyjar,
að þiö hvorki hlæið hátt nje látið líða yflr ykkur.
Það getur enn þá verið um einn veg að ræða, og,
eftir því sem jeg bezt fæ sjeð, ætlar það að verða
ofan á, en það er að þakka mjög einkennilegu
náttúrufyrirbrigði. Eins og öllum er ljóst, eru norð-
urljósin ekki annað en segulstraumar frá heimsskaut-
inu, sem stundum komast langt áleiðis upp að tungl-
inu. Þegar norðurljósin eru mjög mikil og björt,
draga þau nokkuð af gufuhvolfl jarðarinnar til sin,
og breyta því í siy'ósky. Mú sje jeg einmitt þessa
þjettu snjóskýjabólstra koma svifandi með ómælilegum
hraða beint hingað upp. Eitt skýið heflr þegar náð
i furstann, sem var að hrapa, og flytur hann nú með
sjer, svo að hann er bráöum væntanlegur aftur. En
nú verð jeg aö biðja hina háttvirtu herra og frúr, að
þenja út regnhlifarnar, þvi að við fáum óefaö okkar
skerf af kafaldinu, þegar það kemur*.
Fyrirlesarinn hafði haft nokkuð til síns máls, því
að fáum sekúndum siðar gaus óttaleg kafaldshrið
upp frá sjónarsviðinu, svo aö jafnvel áhorfendasviðiö
varð fullt af snjóflyksum, sem reyndar, þegar betur
var að gætt, var alls ekki snjór, heldur smágerður,
hvitur gæsadúnn. Allar regnhlífar voru þandar út.
Allt ætlaði að komast i uppnám i salnum. Kvenn-
fólkiö hló, og karlmennirnir bölvuðu, og þegar hríð-
inni loksins slotaði og allir tóku að dusta af sjer
dúninn, sem lá eins og fannhjúpur yflr regnhlífunum
og yfirhöfnunum, þá varð öllum mjög starsýnt á ein-
hverja ókennilega vofu, sem nú var komin i sæti
ívans fursta.
Það var ívan fursti sjálfur, en hann var illa á
sig kominn. Það sást hvergi i hann f'yrir dúni.
Himinblái ullarfrakkinn, hrokkna negrahárið, skeggið
og augabrúnirnar, allt var það hvítt og alþakið dúni.
Hann var alveg eins og snjókerling, vesalings mað-
urinn.
Já, þannig fer fyrir þeim, sem ætla sjer að stökkva
upp í skýin.
Þegar svo var orðið dimmt á sjónarsviðinu, en
bjart meðal áhorfendanna, þá tóku allir að hlæja,
fyrst að sjálfum sjer, síðan að sessunautum sínum, en
þó mest að ívani fursta, enda var hann reglulega
hlægilegnr. Hann ætlaði aldrei að geta áttað sig og
náð sjer aftur, en hnerraði og hóstaði f sffeilu. Bæði
nasir hans og munnur höf'ðu eðiiiega fengið sinn hiuta
af þessum himnadúni.
Þannig hefndi Magneta sín.
Annars hljóta allir að játa, að þessu töfrabragði
var meistaralega af sjer vikið„ogj hlýtur að/hafa jþurft
æði mikinn og margbrotinn útbúnað til þess að fram-
kvæma það.
En hið eina, sem áhorfendurnirgjhöfðu heim meö
sjer frá þessari furðulegu sýningu, var dúnn sá, sem
enn þá sat eftir á fötum þeirra.|
Hver hafði nú eiginlega verið tilgangur ívans
fursta, og hver var árangurinn af þessu flani hans?
*
J|C %
Jeg verð að biðja lesandann að hafa þolinmæði,
og lesa þessa sönnu frásögu til enda. Ráðningin
mun að sjálfsögðu koma á sínum tíma. (Meira.)
Maður, sem hyggur á ,hefndir, heldur sárum sfnum
opnum, sem að öðrum kosti myndu læknast og gróa.
Meðlætið er ekki án afkeims og kviða. Mótlætið
ekki án huggunar og vonar.