Haukur - 30.05.1900, Page 4

Haukur - 30.05.1900, Page 4
HAUKUR. III. 4- 6. 16 Morðið á Jörfa. Ensk glæpamálssaga eftir Reginald Barnett. —:«o»:— (Framh.) Eftir tmdirlagi Gadds lögreglustjóra var nú setzt að nokkurs kouar ráðstefDU heima hjá bonum, og voru þeir Brusel og Power yflrlögreglu- þjónn auðvitað mættir þar. Mörgum leynilögreglumönnum hættir við því, að renna hálfgeröum öfundaraugum til hinna einkennis- klæddu lögregluþjóna, en Brusel var laus við slíka afbrýðissemi. Honum var ijúft, að þiggja hverja lið. veizlu sem var af Power, en ekki er óhugsandi, að það hafl meðfram verið vegna þess, að hann fann vanmátt sinn, og hlaut því að sætta sig við annara aðstoð, hvar sem hennar var kostur. Hann var ný- kominn til Jörfa frá höfuðstöðvunum í Lúndúnum, og uppiýsingar Gadds höfðu ekki gert hann að mun fróðari en hann var áður. Ekki hafði hann heidur orðið mikils vísari af rjettarprófunum, en hann þóttist þó bafa komiztí snoðir um, að iögreglan á Jörfa ætti óveDjulega duglegan liðsmann þar sem Power væri. Hann þóttist og geta ráðið í það, að Power hlyti að eins að hafa gert það af neyð, að takast á hendur látlausa lögregluþjónsstöðu. Annars bar hann ekki neina sjerlega virðingu fyrir Power, með því að hann gizkaði á, að veðreiðar, drykkjuskapur og spil hefðu farið með efni hans, og neytt hann til þess, að tak- ast þessa nýju stöðu á hendur. Þegar menn þessir höfðu fengið sjer sæti inni í stofunni hjá Gadd lögregiustjóra, mælti iögreglu- stjórinn: »Nú-nú, góðir hálsar, hvað eigum við nú að gera? Það lítur út fyrir, að það ætli að verða býsna torvelt og slæmt viðureignar þetta mál». »Maður má um fram allt ekki missa kjarkinn«, mælti Brusel glaðlega. »Við verðum nú alliraðgera þaö, sem við getum, og við skulum auðvitað hjálpa hver Öðrum eftir þvf sem vit og kraftar leyfa, eða er ekki svo, hr. yflrlögregluþjónn?* Power svaraði engu. Hann leit út fyrir að vera i sJærnu skapi. Hann hafði haft svo mikið að hugsa og gera þessa síðustu daga, að hann var oiðinn hálf-ruglaður I kollinum. Um tima hafði honum virzt allt svo auðvelt, en nú var von hans næstum því gersamlega þrotin. »Ekki svona álútur, lagsmaður, upp með höfuðið«, mæltí Brusel, »við erum ekki við jarðarför. Við erum komnir hjer saman til þess að vinna, en ekki til þess að vera í guðræknishugleiðingum. Jeg hefi sent tvo aðstoðarmenn mina á veiðar. Það eru allra duglegustu strákar, og jeg vona, að þeir fari nú bráðum að koma, til þess að segja mjer hvers þeir hafl orðið áskynja. Að því er þessa frakknesku stúlku snertir, er lögreglan í Lundúnum að grafast eftir, hvort orðið hafl vart við hana þar, og sjálfur hefl jeg sent einum af aldavinum mínum i París hraðskeyti, og ef til vill getur hann innan skamms graflzt fyrir ætt hennar, og sent okkur ættartölu hennar alla leið aftur að sniliiskáldum miðaldanna, cf hún annars hetir verið i ætt við þau. í París eru menn ekki í vandræðum með slíka hluti, skal jeg 8egJa yður«. »Það er sennilegt, en þó því að eins, að þeir hafl eitthvað verulegt við að styðjast«, svaraði Power. »En hjer heflr maður engan stuðning, enga fótfestu. Við vitum ekki einu sinni nema stúlkan hafl gengið undir dularnafpi, og það er meira að segja ýmislegt, sem virðist benda á, að svo hafl verið*. »Það er alveg satt, vinur minD, það er alveg satt«, svaraði Brusel. »En hin konan, sem bakar okkur allt þetta umstang, hvað vitum við um hana?« »Robert Power yppti öxlum ogmælti: «Þjereruð alveg jafn-fróður um hana, eins og jeg«. »Það er merkilegt«, sagði Gadd. »Jeg hefl ekýrt yður frá því, hr. Brusel, hvers Power yfirlögreglu- þjónn heflr orðið vísari. Hún hefir ekki sjezt á járn- brautarstöðvunum, og hún hlýtur að vera hjer í bænum enn þá, ef við bara gætum fundið hana. Stúlkan, sem myrt var, sótti hana sjálf ofan í fjöru, en komst svo ekki lifandi úr klónum á henni eftir það«. »Mig fýsir að eins að heyra álit yflrlögreglu- þjónsins«, mælti Brusel, án þess að gefa neinn gaum að því, er lögreglustjórinn hafði sagt. »Það er spá min, að . Power viti eitthvað meira um þetta mál, heldur en enn þá hefir komið í ljós. Látið þjer það bara koma, karlinn minn«. Pobert Power áleit. sjer misboðið með þessum kumpánlegu óvörpum leynilögreglumannsins, og svar- aði: »Mál þetta er mjer með öllu óviðkomandi. Það er yðar hlutverk, að ransaka það, og leiða sann- leikann í ljós, og það er engin áhætta, að trúa jafn hyggnum og reyndum manni, sem þjer eruð, fyrir því«. Brusel þóttist skilja, að þetta myndi vera mælt í háði, og sagði: »Það var engan veginn tilgangur minn, að styggja yður, hr. yfirlögregluþjónn, og þjer megið ekki taka til þess, þótt jeg tali dálítið kumpánlega bæði við yður og aðra. Jeg er fæddur með þeim ósköpum, og get ekki að því gert. Við erum nú komnir hjer saman til þess, að reyna að ráða þessa merkilegu gátu, og jeg óska að eins yðar góðu aðstoðar fyrst um siun. . Jeg sá, að þjer höfðuð byrjað mjög skynsamlega, og það var þess vegna ekki óhugsandi, að þjer kynnuð að vita eitthvað meira um mál þetta, heldur en jeg hefl enn þá fengið að vita«. »Jeg hefl þegar skýrt yður frá öllu því, sem jeg veit, að því er þetta snertir«, svaraði.Power. »Reynd- ar hefl jeg mína skoðun á málinu, sem ef til vill er frábrugðin annara skoðun, en það verður að fara mjög varlega í það, að koma fram með ágizkanir, ef maður vill ekki verða til athlægis«. »Nú, já, gerið sem yður sýnist. En munið eftir því, að það er rangt af yður, að halda nokkuru leyndu fyrir okkur. Það er hverju orði sanDara, að jeg geri mig oft heimakominn, og tala eins og mjer býr í brjósti, en euginn skal geta sagt það um Thomas Brusel, að hann hafi starfsbróður sinn að atblægi«. Svipur Busels og útlit bar þess vott, að hann sagði þetta af heilum hug. Hann var hreinn og beinn og hispurslaus í allri framgöngu. og honum hætti oft við því, að vera kumpánlegur í orði og viðmóti við starfsbræður sína og undirmenn. í þetta skifti hafði honum að eins orðið það á, að gera sjer heldur dælt við Power. En Power var líka fijótur til sátta og mælfi: »Mjer kemur ekki heldur til hugar, að vera neitt reiður við yður. En jeg held ekki, að jeg geti orðið yður að neinu verulegu liði, því að jeg er sjálfur í vafa um það, hvernig bezt er að snúa sjer; en jeg skal hjálpa yður að svo miklu leyti sem jeg get«.

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.