Haukur - 30.05.1900, Qupperneq 5
III. 4—6.
HAUKUR.
i7
»Rjettið mjer hönd yðar til merkis um það, og
þá, raegið þjer treysta Thomasi Brusel sem einlægum
og góðum vini. Og nú skal jeg segja yður það, að
jeg er innilega glaður yflr því, að hafa náð í annan
eins samverkamann og þjer eruð*.
»Nú, það er þá bezt, að við semjum frið með
okkur«, mælti Power brosandi. »En þjer verðið að
muna eftir því, að við höfum ekki nokkurn skapaðan
hlut til að halda okkur að. Þjer haflð víst sjeð
likið ?«
»Já, jeg hefl sjeð það«.
«Þjer haflð tekið eftir þesum tveimur voðalegu
skurðum á hálsinum, og sömuleiðis eftir því, að
stykki hafði verið skorið úr handleggnum?«
»Já, jeg tók eftir því«.
»Þjer haflð heyrt, hvernig morðinginn heflr komizt
út um gluggann?«
» Já«.
»Mín skoðun er sú, að morðið sje ekki framið af
kvennmanni, heldur af karlmanni«,
Þótt púðurkúla hefði sprungið inni í herberginu,
þá hefði mönnum ekki orðið meira hverft við það,
heldur en við þessi orð Powers. Gadd lögreglustjóri
starði á hann, eins og hann hjeldi að hann væri ekki
með öllu viti, og leynilögreglumaðurinn frá Lundúnum
blístraði til merkis um það, að hann væri alveg
forviða.
»En hamingjan hjálpi okkur, maður«, mælti lög-
reglustjórinn, þegar þeir höfðu áttað sig dálítið.
»Hvað eruð þjer að segja, hr. Power? Frú Gregory
sá sjálf, að það var kvennmaður«.
»Frú Gregory sá kvennmannsfötin«, svaraði Power,
»en frú Gregory sá ekki andlit hennar, og heyrði
ekki rödd hennar. Getur verið, að mjer skjátlist, en
jeg vil samt sem áður biðja ykkur að athuga það,
semjegsegi. Hvað sáum við? Við sáum stúlku með
tvö sár á hálsinum, svo einhlít til bana, og svo lag-
lega skorin, að það var því líkast, sem læknir hefði
veitt henni þau. Myndi kvennmaður hafa nóg áræði
og næga handastjórn til þessa? Jeg efast stórlega um
það. Myndi hún því næst hafa kjark til þess, að
dvelja inni hjá stúlku þeirri, sem hún haf'ði myrt,
meðan hún ransakaði munina í herberginu og þvoði
sjer um hendurnar? Jeg efast einnig um það. Og
svo heflr hún skorið stykki úr volgu líkinu, og að
lokum farið út um gluggann til þess að villa okkur.
Haldið þið í raun og veru, að nokkur kvennmaður
geti hafa gert þetta?«
»Ekki þori jeg að fortaka það. Jeg hefl
þekkt konur, sem i raun og veru var hægt að trúa
til hvers sem vera skyldi«, svaraði Brusel.
»Getur verið«, mælti Power, »en bíðið þið dálítið
við. Jeg byggi ekki skoðun mína eingöngu á þessu.
Hver er svo þessi kvennmaður? Frú Gregory gat
ekki sagt neitt annað um hana en það, að hún hefði
verið hávaxinn og þeldökk, og að hún hefði farið
UPP stigann, án þess að mæla nokkurt orð«.
»Það sýnir að eins, að hún hefir ekki verið neinn
viðvaningur«, mælti lögreglustjórinn. »Hún varkom-
m þangað í þeim tilgangi, að fremja morð, og kærði
sig þess vegna ekki um, að láta neinn sjá framan í
sig eða heyra málróm sinn«.
»Við skulum láta Power vera þessarar skoðunar,
þangað til frekari upplýsingar fást á málinu*, mælti
Brusel.
Power hafði nú látið þetta álit sitt f ljós, og var
honum því hughægra en áður.
»Munið þjer eftir þvi, að jeg fjekk yður pappírs-
snepil, rifrildi af brjefl, sem hafði verið skrifað á
frakknesku?* spurði hann og sneri sjer að Gadd
lögreglustjóra.
»Já«, svaraði lögreglustjórinn. »Jeg geymi það
hjerna i vasabókinni minni*.
»Gott. Jeg sagði yður það ekki þá þegar, vegna
þess að jeg áleit þess ekki þörf, en jeg þekkti hönd-
ina á miðanum*.
»Það haflð þjer þó skollann ekki gert?« mælti
Gadd, og tók pappírssnepilinn úr vasa sínum.
»Maður sá, sem hefir skrifað þessi orð, er einn
af fornkunningjum mínum«, sagði Power. »Jeg
kynntist honum löngu áður en jeg gaf mig í þjónustu
lögreglunnar. Hann þekkti stúlku þá, sem myrt var,
og hann er einmitt staddur hjer 1 bænum nú sem
stendur. Jeg hefl sjálfur sjeð hann. Og svo sannar-
lega, sem jeg stend hjerna, er það hann — jafnvel
þótt við getum ekki sannað það enn þá — sem heflr
klætt sig f kvennmannsföt, og framið morðið í Rob-
Roy-Villa«.
8. kafli.
Gadd lögreglustjóri og Brusel leynilögreglumaður
hoppuðu upp úr sætum sínum.
»Þetta vissi jeg allt af!« mælti Brusel. »Jeg
sá þetta á andlitinu á yður, að þjer vissuð eitthvað
meira um málið, heldur en þjer höfðuð látið í ljósi.
Hjer höfum hiö fengið nokkuð til að halda okkur að«.
Power yfirlögregluþjónn fór nú að verða hálf-
hræddur um það, að hann hefði sagt of mikið. »En
þið verðið að muna eftir þvl, sem jeg hefl sagt«,
mælti hann, »að jeg get alls ekkert sannað. Jeg
þekkti höndina á þessum brjefsnepli, og í gær sá jeg
af einberri tilviljun mann þann, sem heflr skrifað
þessi orð«,
»Hvað heitir maðurinn?* spurðu þeir Gadd og
Brusel báðir í senn.
»Hann heitir Saint Alba«, svaraði Robert Power.
»Saint Alba! Saint Alba!« mælti Brusel forviða.
»Þessi Saint Alba er einn af helztu auðmönnum
Lundúnaborgar. Hvar hafið þjer kynnzt honum?
Einhverjum óhugðarskugga brá fyrir á andliti
Powers. »Jeg áttiheima í Woolchester fyrir nokkrum
árum, og þar kynntist jeg honum dálítið. Hann var
enginn auðmaður þá, og jeg hafði meira að segja
ástæðu til að ætla, að hann væri mjög svo fátækur«.
»Hvernig eigum við að botna i öllu þessu?«
spurði Brusel. »Fyrir alla muni segið okkur allt
eins og er — allt sem þjer vitið, og svo skulum við
sjá, hvort við getum ekki komizt að einhverri niður-
stöðu«.
»Jeg hefl nú hugsað mjer það svona«, mælti
Power. »Við vitum það, að þessi unga stúlka hafði
komið hingað til bæjarins til þess, að hitta einhvern
sem hún þekkti. Hún var frakknesk, og Saint Alba
heflr sagt mjer, að hann hafl átt heima f Frakklandi.
Það er nú ein ástæðan. Því næst vitum við, að brjef
það, sem stúlkan fjekk, var hjerna úr bænum; það
getum við ráðið af þvf, á hvaða tíma dags það kom.
Enn fremur vitum við, að morðinginn hlýtur að hafa
þekkt húsið, áður en hann kom þangað til þess að
fremja morðið, og vitað, að hann gat komizt út um