Haukur - 01.05.1902, Qupperneq 6

Haukur - 01.05.1902, Qupperneq 6
HVÍTA VOFAN. an ættingja á lífi, og hann er einkastoð mín og einka- athvarf mitt í þessu ókunna landi". „Nei, Adrienne", mælti hann alvarlega. „Lecour er ekki íf«/ca-athvarf yðar, því að þennan tíma, sem þjer urðuð samferða okkur upp eftir fljótinu, hafið þjer áunnið yður tryggan vin, þar sem móðir mín er, — um sjálfan mig ætla jeg ekkertað segja. Þegar þjer þurfið á hjálp að halda, þá vona jeg, að þjer snúið yður til okkar, og þjer skuluð ekki gera það að árang- urslausu. Það getur borið að höndum, máske fyr en yður varir, því að jafnvel þótt gamli maðurinn kunni ef tii vill að taka fúslega á móti yður nú, þá má ganga að því vísu, að hann rekur yður á dyr undir eins og þjer verðið svo ólánsöm, að styggja hann eitthvað". „En jeg fer ekki, jafnvel þótt hann skipi mjer að fara“, svaraði Adrienne örugg. „Jeg skal sigra reiði hans með þolinmæði minni — jeg skal fljótlega koma honum á þá skoðun, að hann geti ekki án mín verið". „Guð varðveiti yður frá slíku, barnið gott. I3að væri það versta, sem fyrir yður gæti komið, því að Lecour myndi aldrei verða ánægður, allt af gera meiri og meiri kröfur til tíma yðar og þolinmæði yðar, og heimta margfalt meira af yður, heldur en heilsa yðar leyfði? „Þjer dæmiðofhart um veslings manninn, herra Mendon. Jeg er að minnsta kosti mjög vongóð, og jeg má alls ekki láta þrekleysi eitt hamla mjer frá því, að gera skyldu mína. Jeg er að mörgu leyti ólik flestum öðrum stúlkum á mínum aldri, því að jeg hefi litið kynnzt gleði og glaumi lífsins, og nú hefi jeg einmitt, eins og þjer vitið, flúið undan ánauð klaust- ursins, til þess að ieita athvarfs og heimilis hjá Le- cour“. „Jeg er hræddur um, að þjer iðrist þeirra vista- skifta, úngfrú. Auðvitað er lífið í klaustrinu leiðin- legt og tómlegt, er margfalt verra mun yður finnast að vera í „Óhugnaðarborg", það er jeg sannfærður um“. Adrienne roðnaði. „Jeg áiít það skammarlegt, að gamall maður, sem hefir fundið hvöt hjá sjer til þess að draga sig út úr solli heimsins, og lifa í einveru, skuli verða fyrir því, að heimili hans sje bannsungið með slíku nafni. Líf hans er eflaust raunalegt mjög, en slíkt ætti að vekja samhug manna og meðaumkun, en ekki spott og fyrirlitningu. “ Mendon stai'ði á hana með meðaumkvunarsvip. „Ónei, ungfrú góð, menn spottast ekki að Lecour, það er öðru nær,“ svaraði hann alvarlega. „En meira get ieg ekki sagt yður, veslings barn. Reynið að not.a virðingu yðar fyrir hærum hans og umburðarlyndi yðar sem skjöld, til þess að verjast hrottaskap hans. Jeg skal ekki lengur kalla gamla húsið hans „Óhugnaðar- borg“. Á blómadögum þess var það alkunnugt undir nafninu „Bellair". Það var meðan Montreuil, sem ljet byggja húsið, bjó í því með dóttur sinni, er var fyrir- taks frið sýnum og átti mesta arfsvon allra stúlkna 1 nýlendunni". „Og ungfrú Montreuil, hvað varð um hana, og hvernig komst afi minn yfir eignir hennar?" „Er yður alveg ókunnugt um æfi Lecours?'' „Já, alisendis ókunnugt. Jeg veit bara það, að hann er faðir móður minnar, og að hún móðgaði hann mjög með því, að giftast. móti vilja hans.“ — 179 — „Þá get jeg sagt yður dálítið um hann, sem fróð- iegt er fyrir yður að fá vitneskju um. Ungfrú Mon- treuil giftist fyrst bróður mínum, sem var mörgum árum eidri en jeg. Jeg var ofuriítill drengui', þegar þau giftu sig. Mjer þótti ósköp vænt um þessa nýju systur mína, og ólst upp hjá henni, þar til nokkru eftir að hún giftist í annað sinn. Bróðir minn lifði að eins nokkur ár eftir að hann giftist, og Montreuil gamli og hann önduðust báðir í sama mánuðinum. Louise bjó mörg ár sem ekkja, og ljet lítið bera á sjer, en svo lagði hún sorgarbúninginn til hliðar, bauð til sín gestum og lifði við glaum og gleði. Kvöld eitt kom ókunnur maður, og heimsótti hana. Pað var maður rúmlega fertugur að aldri, aðlaðandi í viðmóti og fríður sýnum. Þjer finnið ekki miklar leifar af því hjá gamla viliimanninum, sem þjer eruð að leita að. En að hann hafi verið geðþekkur og viðmótsgóður, getið þjer sjeð á því, að hann ávann sjer ást mágkonu minnar á skömmum tíma, og höfðu þó margir yngri og að flestu leyti efnilegri menn orðið til þess, að biðja hennar. Lecour hafði með sjer meðmælingarbrjef frá vinum sínum á Frakklandi, og meðal þeirra var eitt, sem virtist hafa einkennileg og mikil áhrif á hana. Hún grjet lengi, er hún hafði lesið það, og var ekki mönnum sinnandi í nokkra daga. En vinir hennar sáu bráðlega, að brjefberinn hafði fengið meira vald yfir henni, heidur en nokkur annar. Eins og þjer getið ímyndað yður, lauk þessu svo, að hún trúlofaðist honum, þvert á móti ráðum vina sinna, er allir voru hræddir við Lecour. Og áður en langt um leið, kom það í Ijós, að ótti þeirra var ekki ástæðulaus. Hann svifti hana öllu því/ er hún hafði mætur á eða ánægju af. Hann ljet mig fara heim til stjúpu minnar, og bann- aði öllum gömlum vinum og kunningjum konunnar sinnar allan aðgang að heimili þeirra. Jeg hefi mikla ástæðu til að ætla, að hann hafi með hörku sinni, ónærgætni og grimmd, knúð hana til þess að fyrirfara sjer. Þegar hún var látin, lagði hann fram skjal eitt, er veitti honum eignarrjett yfir jarðeignum þeim, sem faðir hennar hafði ánafnað henni". Adrienne stundi þungan, er hún heyrði þessa mæðu- legu sögu. „Eitt. er þó víst, og það er það, að guð hefir ekki með öllu slegið hendi sinni af þessum gamla manni", mælti hún að lokum, „eða hpfir hann ekki sent honum mig sem frelsandi engil? Jeg finn til sárrar meðaumk- unar með honum, og vona, að guð gefi mjer styrk til þess, að verða honum til huggunar og gagns." „Reynið það þá í guðs nafni", svaraði Mendon óþolinmóður. „Þegar þjer hafið gengið úr skugga um, að ólifandi er við grimmd hans og hrottaskap, þá komið til móður minnar. Hjarta hennar og heimili mun verða opið fyrir yður. Um sjalfan mig vil jeg ekkert tala, með því að þjer viljið ef til viil ógjarnan þiggja það, að jeg geri yður greiða. En jeg skal samt sem áður hafa vakandi auga á yður". „Jeg þakka yður innilega fyrir velvild yðar, og skal minnast þess, er þjer hafið sagt, ef jeg skyldi þurfa á annara aðstoð að halda. Jeg tel mig lán- sama, að hafa kynnst yður og móður yðar á skip- inu. Án ykkar umönnunar hefði jeg í sannleika verið báglega st.ödd". „Og að því er okkur snertir, gleður það okkur, — 180 —

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.