Haukur - 01.01.1911, Side 1

Haukur - 01.01.1911, Side 1
HAUKUR HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM. jHfT <g> ~^(§> <<f> <g> <g> {g> <g)> <gj) <g> <gj) <gj) Hjj) <gj) <|j) <|j)J Hjarta-ás. Frásaga með myndum, eftir Ifnrald Hansen. >1 K. tp 'ii/ (Frainh.). Frúin hafði aftur beðið Aribert að finna sig. Hann hafði komið stundvíslega, eins og ást- föngnum manni sómdi. »Herra de Brettonw, mælti frúin. »Nú ætla jeg að biðja yður að gera mjer greiða — reglulegan vinargreiða«. »Jeg vona, að jeg geti þá sýnt það, að jeg sje "Verður vináttu yðar«, svaraði hann stimamjúkur. »Það er nú gott. En það er eittennþá: Jeg ^t’efst þess, að þjer hlýðið mjer algerlega í blindni«. »Auðvitað«. »Án þess að spyi-ja nokkuð um það, hvers vegna jeg geri þetta eða hitt«. »Jaín fögur og göfug kona og frú Antonia er, hlýtur ávalt að hafa góðan, göfugan og háleitan tilgang til alls þess, sem hún gerir eða lætur gera«. »Gott. Þá ætla jeg að reyna tryggð og holl- dstu riddara míns. En ef þjer spyrjið i eitt. ein- asta skifti: »Hvers vegna?« eða færist á nokkurn hátt undan að gera það, sem jeg býð yður að gera, þá verður þessum dyrum lokað fyrir vður fram- vegis«. Ræða hennar gat verið óttarleg alvara, en hún gat líka verið meinlaust gaman. Aribert var al- gerlega í vafa um það, á hvorn veginn hann átti að skilja hana. Frúin var svo töfrandi, svo aðlaðandi, og bros hennar svo heillandi, að hann fann það, að hann hlaut að gera möglunarlaust allt það, sem slíkur engill vildi. »Jæja þá«, mælti Antonia enn fremur. »Þjer ætlið þá að hlusta með athygli á fyrirskipanir *ninar«. »Já«. »í Rivoligötu er gistihús eitt, sem heitir Stjarnan«. »Já, jeg þekki það«. »Þar er sagt að sje til húsa einhver vellauð- llgur Englendingur, ásamt dóttur sinni«. Aribert starði meira og meira forviða á frúna. »Dóttir lians heitir María«, mælti frúin enn ft’eniur. »Klukkan þrjú í dag verðið þjer að búa yður eins og rússneskur læknir, og heimsæka þessi *eðgin«. »Þjer eruð víst að gera að gamni yðar, frú!« ^Uælti hann. »Nei, als ekki«. Hún horfði litla stund á Ariberl, og virti hann nákvæmlega fyrir sjer, en því næst tók hún lítið glas úr vasa sínum og mælti: »Þjer farið þá til þessa umrædda gistihúss, og hittið þennan enska mann og dóttur hans. Mað- urinn er veikur nú sem stendur. Þjer segið, að Jeromy læknir hafi sent yður — gætið þess, að muna rjett nafn læknisins, herra de Bretton«. »Já«, stamaði Aribert í hálfum hljóðum. »Þjer talið við gamla manninn um veður og vind, og því næst starið þjer dálitla stund ótta- sleginn á stúlkuna. Allt í einu grípið þjer svo um höndina á henni, og segið með titrandi röddu: »En hvað er þetta, ungfrú góð? Þjer eruð fár- veik!«« En — kæra frú.............«. »Hafið þjer gleymt því, að þjer verðið að hlýða mjer skilyrðislanst, og án þess að spyrja, hvers vegna jeg segi yður þetta eða hitt?« »Jeg man hverju jeg hefi lofað«. »Þjer segið því næst felmtsfullur, að þetta sje sama óttalega veikin, sem þjer hafið þegar þrisvar í dag orðið að horfa upp á. Það sje kóleran, sem borizt hafi hingað til borgarinnar með rússneska herliðinu. Hún verður auðvitað náföl, og veit ekki hvað hún á að segja, en stamar svo út úr sjer, að hún kenni sjer einskis meins. Þjer biðjið hana að lofa yður að athuga slagæðina, horfið á úrið yðar og látið svo sem þjer teljið æðarslögin, og svo segið þjer allt í eínu: »Hamingjunni sje lof! Mjer heíir máske skjátlazt. En þjer verðið þegar í stað að taka inn úr þessu glasi. Það er eina meðalið, sem stöðvað getur sjókdóminn, ef hann í raun og veru skyldi vera að byrja í yður. Þjer verðið að sjá svo um, að hún tæmi glasið«. »Já, en.........«, stamaði Aribert. »Gleymið því nú ekki, að jeg er að reyna yð- ur. Jeg veit það mjög vel, að yður getur ef til vill virzt þetta allt saman undarlegt, dularfullt — og máskð hræðilegt. En það er enn þá tími til þess fyrir j'ður, að segja: Nei, jeg hvorki vil nje get gert það, sem jeg á ást frú Antoníu vísa að launum fyrir«. »Jeg þegi og hlýði«, stamaði Aribert út úr sjer. »Þegar þessu er lokið, farið þjer burtu úr gistihúsinu, en biðjið dyravörðinn fyrir þetta brjef«. Um leið og hún sagði þetta, tók hún brjef úr barmi sínum. Það var auðsjeð, að hún hafði hugsað sjer þetta allt fyrirfram,- því að allt var við við hendina, sem á þurfti að halda. VII. BINDI. Nr. 7—9

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.