Haukur - 01.01.1911, Síða 7
HAUKUR.
ann, sá jeg, að Drebber lá í hnipri í einu horn-
inu, og svaf úr sjer vimuna. Jeg þreif í hand-
legginn á honum og hristi hann. »Nú eruin við
komnir á staðinn — nú verðið þjer að fara út«,
niælti jeg.
»Gott, vinur minn«, svaraði hann.
Jeg ímynda mjer að hann hafi lialdið, að við
værum komnir til gistihúss þess, sem hann hafði
nefnt mjer, því að hann kom mótmælalaust út úr
vagninum, og fylgdi mjer heim að húsinu. Jeg
varð að ganga við hliðina á honum og styðja
hann öðru hvoru, því að hann var töluvert ölv-
aður enn þá. I3egar við komum að dyrunum,
lauk jeg þeim upp með lykli þeim, er jeg halði
látið gera mjer, og ljet Drebber fara á undan
nijer inn í fremsta herbergið, og jeg get fullvissað
ykkur um það, að Ferrier og Lucy liðu á undan
okkur alla leið.
»Hjer er ljóta bölvað myrkrið«, mælti hann,
og slagaði til og frá um gólfið.
»Við fáum bráðum ljós«, svaraði jeg og kveikti
á vaxkerti, sevn jeg hafði teldð með mjer. — »Nú,
nú! Enoch Drebber«, mælti jeg því næst, sneri
mjer að honum og hjelt ljósinu rjett við andlitið
á mjer — »hver er jeg?«
Hann starði á mig döprum, drykkju-þrútnum
auguin, en svo sá jeg allt í cinu skelfinguna af-
málaða í þeim, andlitið afskræmdist eins og af
krampateygjum, og það var auðsjeð á öllu, að
hann hafði þekkt mig. Hann skjögraði aftur á
bak, andlítið varð öskugrátt, svitadropar þöktu allt
i einu enni hans, og hann nötraði allur eins og
strá í stórviðri. I’egar jeg sá þetta, hallaði jeg
mjer upp að hurðinni, og hló hátt og lengi. Jeg
hafði ætíð þótzt vita það, að hefndin mundi vera
ánægjuleg, en aldrei hafði jeg savnt gert mjer vonir
um, að hún veitti mjer eins hjartanlega ánægju,
eins og jeg fann að nú gagntók mig.
»Helvízkur hundurinn þinn!« mælti jeg. »Jeg
hefi elt þig alla leið frá Utlia til Pjetursborgar, og
orðið að fara mjög krókótt, og allt af hefir þú
sloppið úr greipum mjer. En nú er llakk þitt
loksins á enda, því að annað hvort skalt þú eða
jeg verða hjer eftir, og aldrei sjá dagsins ljós
framar«.
Hann hörfaði enn þá lengra frá mjer, þegar
jeg sagði þetta, og það var auðsjeð á svip hans,
að hann hjelt að jeg væri vitstola, og það var jeg
auðvitað líka þá í svipinn. Slagæðarnar börðust
á gagnaugunum á mjer, eins og verið væri að
hamra með sleggju, og jcg held helzt, að jeg hefði
fengið eitthvert flog, ef jeg liefði ekki allt í einu
fengið blóðnasir. Blóðið fossaði úr nefinu á mjer,
og við það hægði mjer rnikið.
»Manstu nú eftir garnla ágætismanninum, lion-
um John Ferrier? Og manstu eftir ungu, saklausu
og glaðlyndu stúlkunni, henni Lucy, sem þú
(hapst?« öskraði jeg, um leið og jeg iæsti dyrun-
Um og hjelt lyklinum upp að augunum á honum.
^Refsingin helir verið nokkuð lengi á leiðinni, en
uú hefir hún að lokum náð þjer«.
Jeg sá, hvernig ragmennið skalf og nötraði,
Uieðan jeg mælti þetta. Hann hefði víst fcginn
-■ 61 -
viljað biðja sjer griða, og verið fús til að lofa mjer
hverju, sem vera vildi, til þess að þyrma lífi sínu;
en hann vissi auðvitað, að slíkt var ekki til neins.
»Ætlarðu að myrða mig?« stamaði hann út
úr sjer.
»Hjer getur ekki verið að tala um neitt morð«,
svaraði jeg. »Hverjum myndi detta í hug að kalla
það morð, þó að óður hundur væri drepinn?
Hvaða vægð sýndir þú veslings Lucy minni, sem
jeg elskaði heitara en mína eigin sál, þegar þú
dróst hana burt frá líki föður síns, er þið höfðuð
myrt fyrir augunuin á henni, og fórst með hana
með þjer þvernauðuga í helvítis svívirðilega kvenna-
búrið ykkar?«
»Það var ekki jeg, sem drap föður hennar,
pað var Stangerson«, stamaði hann út úr sjer.
»En það varst þú, sem kramdir lífið úr sak-
lausri stúlkunni«, grenjaði jeg, og rak öskjurnar
með pillunuin í upp undir nefið á honum. »Nú
látum við alvitran og rjettlátan guð dæma á milli
okkar — veldu sjálfur aðra hvora pilluna og
gleyptu hana. Það er líf í annari þeirra, en dauði
í hinni. Jeg skal sjálfur gleypa þá pilluna, sem
þú skilur eftir. Við skulnm nú sjá, hvort nokk-
urt rjettlæti rikir og ræður gangi viðburðanna
hjer á jörðunni, eða það er einber og blind til-
viljun, sem hefn* okkur að leiksoppi«.
Hann fór undan og bað grátandi um vægð.
En jeg dró rýting minn úr slíðrum, og hjelt hon-
um fasl að brjósti honum, unz hann hafði gert
eins og jeg skipaði honum. Því næst gleyp>ti jeg
sjálfur hina pilluna. Og svo stóðum við nokkrar
sekúndur þegjandi, og störðum hvor á annan, og
biðum þess að sjá, hvor okkar ætti að lifa og
hvor að deyja.
Jeg gleymi aldrei svipnum, sem kom á and-
lit hans, þegar fyrstu verkjaílogin sögðu honum,
að hann hefði gleypt eitruðu pillana. Jeg hló,
þegar jeg sá það, og hjelt giftingarhringnum, sem
jeg hafði tekið af fingrinum á henni Lucy, upp
að augunum á honum. Það var þó ekki nema
örstutt stund, sem jeg gat kvalið hann með því,
því að eitrið var, eins og kennarinn hafði sagt,
mjög bráðdrepandi. Hann skældist allur og af-
skræmdist í framan, eins og af óþolandi kvölum,
fálmaði með höndunum út í loftið, rambaði, rak
upp skræk og fjell svo á grúfu á gólfið. Jeg
sparkaði í hann, til þess að velta honum við, og
lagði höndina á hjarta hans. Þar var engin lireyf-
ing. Hann var dauður.
Meðau á þessu stóð, hafði blóðið fossað jafnt
og þjett úr nefinu á mjer; en jeg hafði ekki gefið
því neinn gaum. Jeg get ekki gert grein fyrir því,
hvernig mjer fór að hugkvæmast það, að skrifa á
vegginn með blóðinu. Ef tif vill hefir það verið
illgirnisleg gáskafull löngun til þess, að villa lög-
reglunni sjónir, því að jeg var Ijettur í lund og
rjeð mjer varla fyrir kæti. Mjer datt í hug at-
burður, sem orðið hafði í New York, meðan jeg
dvaldi þar. Þjóðverji einn fannst þar myrtur, og
á vegginn uppi yfir líkinu liafði verið skrifað með
blóði orði RACHE, er varð til þess, að blöðin
komust að þeirri niðurstöðu, að eitthvert leyni-
— 62 —