Haukur - 01.03.1913, Blaðsíða 12

Haukur - 01.03.1913, Blaðsíða 12
HAUKUR. I sjávarháska. „Mörg er hættan á sæ", segir mál- tækið, og er það sannmæli. Stormur og stórhríðir þykja engir aufúsugestir á landi. Menn verða úti, fje fennir o. s. frv. Stormarnir brjóta ritsímastaura, feykja heyjum, bátum og jafnvel húsum, og valda margskonar tjóni öðru. En margfalt verri og hættulegri eru illviðrin á sjónum. Þar er ekkert afdrep. Stormurinn leikur þar lausum hala, rótar upp sjónum og feykir honum eins og lausamjöll, hreykir öldunum og hrekur þær áfram með fleygiferð, unz þær reka sig á og brotna. Sjómönnunum er það kunnugast allra manna, hversu allur mannlegur þróttur og mannlegt hyggjuvit má sín lftils, þegar við náttúruöflin er að eiga — þegar þau hamast í algleymingi sínum, og stormurinn stendur við stýrið. Engum kemur blundur á auga, máske í marga sólarhringa — allir gera það sem þeir geta og leifa ekkert af, þótt þeir viti að við ofurefli er að eiga. Holskeflurnar ganga yfir skipið, og brjóta öldustokkana, og það hriktir í öllum samskeytum skipsins, líkt og stunur og andvörp. Ef menn þeir, sem á þilfari eru, eru ekki rammlega bundnir, þá sópar sjórinn þeim útbyrðis. Sje frost og snjókoma samfara storminunh þá er skipið enn þá ver statt — hættan enn þá meiri. * hleðst snjórinn á skipið, á rá og reiða, blandaður særokinu og verður að klakaskán svo mikilli, að hún getur liðað skip ið sundur eða sökkt því. Allt verður óviðráðanlegt. ^jer setjum hjer sem sýnishorn mynd af gufuskipinu „Inger" lr Esbjerg f Danmörku, sem nýlega komst við illan leik og mjög nauðuglega statt inn til Stokkhólms, eftir marga s°'ar' hringa hrakning í stormi, snjóhríð og hörkufrosti. Skip10 var svo sligað orðið, að óvíst er að það verði aftur sjóf*rt; — Miðmyndin á næstu síðu hjer á undan. sýnir skip í storm1 og stórsjó. — Hætturnar eru margar og margvíslegar ^ sjónum, en f myrkri og illviðri er þó ein hættan verst: sker og grynningar við landið. Þegar skip eru nálægt landi myrkri, eiga þau allt af á hættu að fara of nærri. íHt að varast landið, þegar ekkert sjest til þess. Þess vegna er Þa® svo afaráríðandi, að vitar sjeu á öllum annesjum, er leiðbem1 sjófarendum og vari þá við hættunni. Ljónið og urðarkötturinn. Austrænt æfintýri. Langt úti á öræfunum bjó Ijón eitt, og hafði apa hjá sjer. Einu sinni þurfti ljónið að fara í langferð. Aður en það fór af stað, bað það apann að gæta vel bústaðarins, meðan það væri að heiman, og lofaði apinn því. En apinn varð að skreppa burt á hverjum degi, til þess að ná sjer f einhverja björg, og eitt sinn, er hann kom heim úr slíkum leiðangri, hafði urðarköttur búið um sig í holu ljónsins. „Þetta er bústaður Ijónsins!" mælti apinn við urðarkött- inn. „Hvernig víkur því við, að þú dirfist að búa um þig hjer, án leyfis eigandans?" „Þennan bústað hefi jeg fengið í arf eftir íöður minn", svaraði urðarkötturinn. „En það er ekki að búast við að þú skiljir það". Apinn vissi ekki hverju hann átti að svara og skund- aði burt. Urðarkattarkonan hafði orðið hrædd, er hún heyrði, að ljón ætti holuna, og sagði við bónda sinn: „Það er sjálfsagt bezt að við förum hjeðan, því að það er ekki við lambið að leika sjer, þar sem Ijónið er". En urðarkötturinn var hvergi hræddur. „Og, sei sei!" sagði hann; „þegar Ijónið kemur, þá skal jeg hafa einhver ráð með að reka það á flótta. Þú veizt að jeg hefi ráð undir rifi hverju". Nokkrum dögum síðar kom ljónið heim úr langferðinni. Apinn fór á móti því, og sagði því hvað við hefði borið og mælti: „Jeg mótmælti þessu auðvitað, en urðarkötturinn sagði að bústaður þinn væri nokkur hluti af arfi hans". „Ertu viss um, að þetta sje f raun og veru urðarköttur?" spurði ljónið; „Jeg trúi því varla, að svo lftið dýr þori að ræna mig bústað mínum! Þetta er auðvitað eitthvert ólmt og stórvaxið óargadýr, miklu sterkara en jeg". „Hann er ekki nándar nærri eins stór og þú, og getur ekki verið sterkari", svaraði apinn. „Að heyra hvernig þú talar!" hristi ljónið út úr sjer. „Það eru mörg dýr til, sem eru sterkari en jeg«. Ljónið var orðið dauðhrætt, en fór þó heim að holu sinni, til þess að sjá, hvernig þar væri umhorfs. Aður en Ijónið lcorn, mæltí urðarkötturinn við konuna sína: „Þegar ljónið kemur hjerna heim undir holuna, þá skalt þú láta ungana þína emja og skrækja, og þegar jeg spyr þig, hvers vegna þeir sjeu að hljóða, þá skalt þú svara: »Þeir vilja fá nýtt ljónskjöt, og vilja ekki gera sig ánægða með leifarnar frá því í gær««. Undir eins og Ijónið kom heim að holunni, fóru urðar- kattarungarnir að emja og skrækja. »Hvers vegna góla krakkarnir okkar svona?" spurði urðarkötturinn. »Þeir segjast vera svangir«, svaraði móðir þeirra, — 47 — „Hvað segirðu? Hvernig stendur á því? Er ekkert eftn af ljónskjötinu og mannakjötinu, sem við fengum í gær?« „Þeir vilja ekki jeta kjöl síðan í gær! Þeir segjast vilja fá alveg nýtt kjöt!« Svo fór urðarkötturinn að þagga niður f kettlingunu111 og mælti: »Hafið þið nú hljótt um ykkur! Þið skuluð áreiðanlega fá nýtt kjöt! Jeg hefi heyrt sagt, að ljón það, sem á hjern* heima, sje komið aftur úr ferðalaginu, og ef það er satt, Þ^ skuluð þið áreiðanlega fá eins og þið getið komið í ykkur af kjöti«. Ljónið hljóp lafhrætt burt frá holunni, þegar það heyrð| þetta, þvf að nú var það alveg sannfært um, að það gætl ekki verið urðarköttur, sem sezt hafði að f holu þess. fa sagði apanum söguna, og bætti svo við: „Jeg sagði þjer þetta áðan, að það hlyti að vera eitt- hvert ákaflega stórt og sterkt dýr, sem komið væri í holu mína«. En apinn svaraði rólega: „Þú þarft ekkert að óttast! Þetta er ósköp lítið og grann- vaxið dýr, og það, sem þú heyrðir það segja, hefir það bai'a sagt til þess að hræða þig«. Ljónið fór nú aftur heim að holu sinni, og móðir kettl inganna Ijet þá aftur væla og skrækja. Þá kallaði urðarkötturinn til konu sinnar og sagði: wHvernig stendur á því, að þú lætur ungana ekki þegJa' Það er áreiðanlegt, að við fáum ljónskjöt áður en dagurinn er á enda, því að apinn, sem er bezti vinur minn, hefir heit- ið mjer því, að hann skuli ginna ljónið með kænskubrögðum inn í holuna til okkar. Þú verður umfram allt að láta krakkana þegja, og hafa alveg hljótt um sig, því að ef ljún' ið heyrir til þeirra, þá þorir það ekki að koma". Þegar ljónið heyrði þetta, stökk það til apans, rjeðst ú hann og reif hann á hol. Því næst flúði það langt burt, og hefir aldrei síðan látið sjá sig á sfnum gömlu slóðum. SRríííur. í SAMA MÆLI — ft Skósinidurinn: „Nei, læknir góður, þessa skó er oÞar„ að gera við að svo stöddu; það er svo sem ekkert að Þ61^; Lœknirinn (ætlar að fara): „Jæja, þá ætla jeg ek heldur að láta eiga neitt við þá«. { Skósmidurinn: »Þakka yður fyrir, það eru þá tv krónur«. Lœknirinn: »Fyrir hvað, með leyfi að spyrja?« . t. Skósmidurinn: »Fyrir að athuga skóna yðar. Þjer Þel11 uðuð fjórar Arrónur af mjer í gær, fyrir áð lfta á mig K segja mjer að ekkert væri að mjer«. Ritstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Reykjavik- Prcntsmiðjan Gutenberg. — 1913. — 48 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.