Haukur - 01.05.1914, Blaðsíða 2

Haukur - 01.05.1914, Blaðsíða 2
H A U K U R. hennar, fetti hausinn aftur á bak, og stakk hnífn- um á kaf i utanverðan hálsinn á henni. Undir eins og kindin fann til hnífsins, jarm- aði hún lágt og eymdarlega, og leit deyjandi aug- unum framan í Breddubeiti. Og í sömu svipan spýttust blóðbogar úr nösum kindarinnar beint í andlitið á honum. Þetta eymdarjarm, augnaráðið og blóðbunurn- ar, hafði alt til samans einkennileg áhrif á Breddu- beiti. Hnífurinn datt úr hendi hans, hann varð náfölur, og andlitið skældist og afmyndaðist, eins og krampadrættir færu um það; hann ranghvolfdi augunum, og hárin risu á höfðinu á honum; — og allt í ninu hörfaði hann óttasleginn aftur á bak, og hvæsti með skjálfandi röddu: »Undirforinginn! Undirforinginn!« Rúdólf hljóp til hans. — — »Reyndu að átta þig — reyndu að ná þjer aftur, vinur rninn!« mælti hann. »Lítið þjer á! Sjáið þjer ekki undirforingj- ann?« mælti Breddubeitir, hörfaði lengra og lengra aftur á bak og benti með fingrinum á eitthvað, sem hann starði á og hjelt vera afturgöngu. Því næst rak liann upp hræðilegt angistaróp, og hljóp, eins og afturgangan væri á hælum hans, yfir í dimmasta hornið á slátrunarhúsinu, greip hönd- unum fyrir andlitið og þrýsti enninu fast að múrn- um, eins og hann væri að forðast að sjá þessa óttalegu sýn. Og svo endurtók hann hvað eftir annað með lágri og hreimlausri röddu: »Undirforinginn! — Undirforinginn! — — — Undirforinginn!« 0 k a p í t u 11. liarlförin. Þeir Rúdólf og Múrf urðu að stumra lengi yfir Breddubeiti, en að lokum fór hann að átta sig á þvi, að þetta mundi hafa verið missýning ein, og náði hann sjer þá von bráðar. Nú sat hann einn með Rúdólf í herbergi einu á efri hæð hússins. »Þjer hafið verið svo góður við mig, náðugi herra, og viljað mjer vel«, mælti hann dapur í bragði; »en lítið þjer á — jeg kysi margfalt frem- ur, að lifa við meiri eymdarkjör en jeg hefi nokk- urn tíma áður lifað, heldur en að vera áfram í þessari stöðu«. »Hugsið þjer yður fyrst vandlega um, því að skeð gæti, að þjer samt sem áður . . . .« »Nei, náðugi herra! Jeg skal segja yður, að þegar jeg heyrði jarmið í veslings skepnunni, og fann blóð hennar streyma um andlitið á mjer — ó, þjer getið ekki hugsað yður það, hver áhrif það hafði á mig! — draumur minn um undirfor- ingjann og veslings dátana — st jð þá aftur lifandi fyrir hugskotssjónum mínum, — þessir vesalingar, sem ekki báru einu sinni hönd fyrir höfuð sjer, og horfðu svo gæfir og hógværir á mig, þegar þeir voru að gefa upp öndina — eins og þeir kenndu í brjósti um mig! — Já, svei rojer ef maður getur ekki orðið vitlaus, náðugi herra, þegar maður hugsar um þetta!« Veslings maðurinn byrgði andlitið í höndum sjer, og það fór hrollur um hann allan. »Svona, reynið þjer nú að vera rólegur!« »Fyrirgefið þjer, náðugi herra, en jeg get það ekki. Jeg finn það nú svo vel, að jeg þoli ekki að sjá blóð — og ekki hníf — jeg þoli það all* ekki. Það myndi ælið rifja upp fyrir mjer og vekja á ný þessa hræðilegu drauma, sem jeg hafði nú næstum því gleymt; að vera á hverjum degi ataður í blóði — stinga þessar veslings skepnur til bana — þessa sakleysingja, sem ekkert geta gert til að verja sig, — nei, nei, það get jeg ekkU Jeg vildi heldur vera blindur, eins og Skólameist' arinn, en að þurfa að vera við þessa vinnu!« Það er ómögulegt að lýsa svipbreytingununi á andliti Breddubeitis, og tilburðum hans öllunv meðan á þessu stóð. Rúdólf komst mjög við, er hann sá hve af' skapleg áhrif þetta hafði haft á Breddubeiti. Rjett í svip hafði dýrseðlið í Breddubeiti og blóðþorstinn mátt sín meira, heldur en hinar manO' legu tilfinningar hans; en samvizkubitið og iðrun' in hafði fljótlega unnið sigur á fýsnum hans- Þetta var góðs viti greinilegur. Og það má segja Rúdólf það til hróss, að hann hafði einmitt vonað að svona mundi fara. »Fyrirgefið, náðugi herra!« mælti Breddubeitn- hálfhikandi, »jeg launa yður allar velgerðir yðar með vanþakklæti einu, en . . . .« »Nei, það er öðru nær. Þjer verðið einm*^ við óskum mínum. Þó verð jeg að játa það, að jeg var ekki alveg viss um að jeg fengi að sja svona greinileg merki um iðrun og afturhvarf- Takið þjer nú eflir: Jeg hafði valið þessa stöðu handa yður, vegna þess, að hún átti bezt við til' hneigingar yðar og var yður mest að skapi »Já, náðugi herra, það hefði hún verið, þetta, sem þjer vitið, hefði aldrei komið fyrir mig<(- »En ef þjer skylduð ekki þola að sjá blóð ef það skyldi sí og æ minna yður á brot yðar, þa yrði þessi staða yður að eins til hugarangurs . • • *(< »Æ-já, hr. Rúdólf, það er satt!« »Og þá yrði jeg að finna aðra stöðu handa yður. Jeg var líka við því búinn, og vil nú gera yður annað tilboð. Jeg þóttist viss um það fynr' fram, að þjer mynduð ganga að því, og hagað* mjer samkvæmt því. — Maður einn, sem á fjölda jarðeigna í Algier*), hefir látið mig fá stóran bu- garð þar handa yður, og fylgja honum margar leigujarðir, afar-frjósamar. En jeg skal ekki láta hjá líða, að gera yður viðvart um það, að hver sá, sem á þennan búgarð, verður að vera bæöi hugrakkur og einbeiltur, þií að jarðir þessar erU rjett við rætur Atlasfjalianna, og má þess vegna eiga þar von á sífelldum árásum Araba. Þar ríð' ur því jafnmikið á því að vera hraustur hermað *) Frb.: Alsjír. Þetta alræmda ræningjaríki á norð urströnd Afriku, var gert að franskri nýlendu átta árui° áður en saga þessi byrjar, og áttu Frakkar þá, og len^1 eftir það, í sífelldum erjum við hina fyrri íbúa landsins' — 99 — 100 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.