Haukur - 01.05.1914, Blaðsíða 7

Haukur - 01.05.1914, Blaðsíða 7
\ ýEfintýri Sherlock íjolines Leyniiögreglusögur eftir A. Conan Doyle “ l L ^ Shirleya-siðbókin. (Fraroh.) Jeg játa það, Watson, að þótt við sýndumst langt komnir, þá var jeg þó allt annað en ánægð- ur með árangurinn af atliugunum okkar. Jeg hafði talið það víst, að ráðning gátunnar kæmi af sjálfu sjer, undir eins og við hefðum fundið stað þann, sem átt var við í siðbókinni. En nú var jeg kominn á staðinn, og engu nær en áður uin það, hvað það var, sem ættin hafði varðveitt þar svona vandlega. Auðvitað haíði jeg nú kom- izt fyrir það, hver afdrif Bruntons höfðu orðið, en enn þá vantaði alla vilneskju um það, á hvern hátt dauða hans hafði borið að höndum, og hvern þátt stúlkan horfna hafði átt í hinum nýafslaðna sorgaratburði. Jeg settist á kvartil úti í einu kjallarahorninu, og fór að hrjóta heilann um málið. Þjer þekkið aðferð mína, Watson, þegar svona stendur á. Jeg set mig í spor hlutaðeigandi manns, og þegar jeg hefi athugað og »mælt« vitsmuni hans, reyni jeg að hugsa mjer það, hvað jeg mundi hafa gert, ef eins hefði staðið á fyrir mjer. í þetta skifti var málið töluvert óbrotnara fyrir það, að mannvit Bruntons var af beztu tegund, svo að jeg gat komizt hjá öllum líkinga-reikningi. Hann vissi, að eitthvað verðmætt var geymt á laun, og hann hafði fundið staðinn, þar sem það var geymt. Hann komst að raun um, að hellan yfir kjallara- opinu var svo þung, að einn maður gat ekki lyft henni. Hvað mundi hann þá hafa gert, til þess að fá hjálp til þess? Hann gat ekki fengið hjálp frá neinum utan húss, jafnvel þótt hann hefði þorað að treysta einhverjum kunningja sínum, því ^ð þá hefði hann orðið að ljúka upp dyrunum, og átt á hættu að allt kæmist upp um hann. Það var þess vegna miklu tryggilegra, að fá hjálp ein- hvers innan húss. En hvern átti hann að fá til að hjálpa sjer? Stúlkan, Rachel Howells, liafði haft ást á honum. Karlmanni veitist oftast torvelt að trúa því, að hann hafi misst ást konunnar að fullu og öllu, hversu illa sem hann hefir farið með hana. Það var þess vegna eðlilegt, að hann reyndi oieð ýmiskonar hugulsemi að fá stúlkuna til þess að sættast við sig aftur, og tala hana svo upp til þess að hjálpa sjer. Þegar svo allir voru háttaðir °g sofnaðir um nóttina, þá gátu þau orðið sam- ferða ofan í kjallarann, og lyft hellunni í sam- einingu. Það var enginn vafi á þvf, að svona hafði þetta atvikazt. Mjer var það nú allt jafn ljóst, eins og jeg hefði horft á þau með eigin augum. En það hlaut að hafa verið erfitt verk fyrir þau, að lyfta hellunni. Jeg hafði efldan karlmann ^ujer til hjálpar, og fannst það þó allt annað en auðvelt verk, en Brunton hafði að eins veikburða kvenmann sjer til aðstoðar. Hvað mundu þau nú hafa gert, til þess að gera verkið auðveldara? Að öllum líkindum það sama, sem jeg mundi hafa gert í þeirra sporum. Jeg stóð upp og athugaði vandlega brennikubba þá, sem lágu til og frá á gólfinu. Jeg fann þá fljótlega það, sem jeg bjóst við. Á einum brennikubb, hjer um bil álnarlöng- um, var skora í annan endann, ogl á mörgum öðrum kubbum voru merki um það, að þeir hefðu orðið fyrir mikilli þrýstingu. Það var auðsjeð, að þau höfðu smeygt brenni- kubbum undir hellubrúnina, er þau höfðu lyft henni ofurlítið, og bætt við fleiri kubbum hverjum ofan á annan, jafnóðum og þeim tókst að lyfta hellunni, þangað til opið undir hellubrúnina var orðið svo stórt, að maður gat skriðið ofan um það. Þá höfðu þau tekið brennikubb, og sett hann upp á endann undir hellubrúnina, en tekið hina kubbana burt, og hafði þá skoran komið í neðri endann á honum undan brúninni á næstu hellu við opið, því að þunginn, sem á honum hvíldi var ekki lítill. Jeg var því enn þá á rjettri leið. En hvernig átti jeg nú að hugsa mjer fram- hald þess, er gerzt hafði þarna um nóttina? Það var auðvitað, að einungis annað þeirra hafði farið ofan um opið, og jafn víst var það, að það hafði verið Brunton. Stúlkan hlaut að hafa beðið við opið. Brunton hafði svo lokið upp kistunni, tekið það sem í henni var, og rjett stúlkunni það, senni- lega — því að ekkert markvert var eftir í henni — og svo — og svo — já, hvað hafði svo borið til tíðinda? Hefndareldurinn, sem legið hafði falinn í sálu þessarar geðríku stúlku, hafði brotist út allt i einu og orðið að óstjórnlegu báli, þegar hún sá, að hún hafði á valdi sinu mann þann, er hafði farið svo hrapallega illa með hana — rnáske miklu ver, en við höfum nokkra hugmynd um. Eða var það máske tilviljun einni að kenna, að brennikubbur- inn valt undan hellubrúninni, svo að hellan fjell yfir opið og gróf Brunton þarna lifandi? Hafði stúlkan máske einungis gert sig seka um að þegja yfir slysi því, sem orðið hafði? Eða hafði hún máske þrifið barefli, og slegið sjálf stoðina undan hellubrúninni? Hvernig svo sem þetta hefir at- vikazt, þá fannst mjer sem jeg sæi kvenmanninn þrýsta gersemunum að brjósti sjer og þjóta í dauð- ans ofboði upp stigann, er angistaróp Bruntons glumdu í eyrum hennar. Þetta var orsök þess, að stúlkan var enn þá fölari í andliti morguninn eftir, heldur en hún átti að sjer, og að hún var svo afskaplega æst, að hún hljóðaði, skellihló og grjet á víxl, eins og hún væri viti sínu fjær. — 109 — — 110 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.