Haukur - 01.09.1914, Síða 6

Haukur - 01.09.1914, Síða 6
HAUKUR. »Jú, það er það. Kemur þessi kona oft hing- að?« spurði Rúdólf. »Hún hefir ekkert komið hingað siðastliðnar sex vikur, fyr en í gær — þá kom hún hingað, og var með höndina í fatli«. »Hvaða erindi getur hún átt við þessa spá- konu?« »Það er einmitt það, sem jeg ekki veit«, svar- aði kerlingin. »Og jeg veit ekki, hvað hún hefst að i litla herberginu, en jeg heti þó að minnsta kosti veitt því eftirtekt, að þá daga sem hún er þar, kemur Uglan helzt til hennar, og ber þá ætíð stóran böggul i prjónakörfunni sinni, og Rauð- armur hetir þá ætíð einhverja böggla undir káp- unni. En þau hafa aldrei neitt með sjer, þegar þau fara aftur«. »Og hvað er i þess- um bögglum?« spurði Rúdólf. »Það veit jeg ekki. En þau hljóta að hafa gert einhvern samning við djöfulinn sjálfan, því að þegar þau eru inni i litla herberginu, þá leggur allt af fyrir lykt af brennisteini, kolaglæðum og bráðnu blýi, og maður heyrir þau þá mása og blása eins og smiðjubelgi. Að öllum likindum er móðir Búretta þá að fara með einhverja galdra. Það er alveg áreiðanlegt að hún fer með eitthvert kukl og spádóma og þess kon- ar, eða svo segir að minsta kosti hann herra Bradamanti — maðurinn, sem býr á þriðju hæð. Hann er ágætismaður, því er yður óhætt að trúa. Og jafnvel þó að hann sje ítalskur, þá talar hann eins góða frakknesku eins og þjer og je8 — reyndar með dálítið einkennilegri á- herzlu, en það gerir ekkert til. Hann þekkir alls konar grös og jurtir, og dregur tennur úr mönn- um — ekki peninganna vegna, heldur vegna þess, að honum þj'kir sæmd að því, að gera öðrum greiða. Ef þjer hafið sex skemmdar tennur, þá dregur hann fyrstu fimm tennurnar úr yður ó- keypis — það segir hann sjálfur — og tekur ein- ungis borgun fyrir sjöttu tönnina. Hann selur líka meðul, sem eiga við öllum hugsanlegum sjúkdóm- um; hann býr þau til sjálfur úr jurtum, sem vaxið hafa á fjallinu Líbanon. Hann hefir komið með hest með sjer, einhverstaðar utan úr heimi, gráskjóttan rneð svörtum dilum; hann er einna líkastur tígrisdýri. Þegar herra Bradamantí er seztur á bak klárnum, og er í rauðu kápunni sinni með gulu uppslögunum, og með fjaðrahatt- inn sinn á höfðinu, þá mundi margur vilja gef® mikið fyrir að sjá hann. Og ef manni þá verður litið á andlitið og rauða skeggið, þá gæti maður trúað því, að þetta væri Júdas Ískaríot. Og þegar svo fólkið þyrpist utan um hann á götunni, Þa tekur hann glas úr tösku sinni og segir eitthvað á þessa leið: »Þetta meðal eykur hárvöxtinn, læknar augnveiki og magaveiki, eyðir líkþornum og útrýmir rottum, og þó er það ekkert eitrað!« — Siðastliðinn mánaðartima hefir hann haft son herra Rauðarms í þjónustu sinni, strák, sem er kallaður Litli-Skakkur, og hefir hann dubbað hann eins og mansöngvara. Hann ber bumbuna, til þess að draga skiftavinina að þeim«. »Mjer þykir sonur húsráðanda yðar vera æði lítilþægur, að hann skuli geta lagt sig niður við slika at- vinnu«, mælti Rúdólf- »Faðir hans segirF að það þurfi að hafa gott tangarhald á bon- um.þessum litla skratta, þvi að annars lend* hann fyr eða siðar * gálganum. Já, hann er svei mjer slunginn, strákurinn, og illgjaro að sama skapi. Hann hefir gert veslings herra Bradamanti margan slæman grikk. Hr. Bradamanti varar sig ekki á honum, því að hann er ekki annað en góðmenskan og ráð- vendnin. Okkur þyk‘r reglulega vænt uffl hann, því að hann hefir læknað gigtina í honum Alfreð. Það er talað óttalega illa um hann á bak, þennan góða mann; en hann á það ekki skilið — því er yður óhætt að trúa, herra minn. Það er sagt, að hann .... neil Hárin rísa á höfðinu á mjer, þegar jeg hugsa til þess. Alfreð segir, að ef þetta væri satt, þá ætti hr. Bradamanh heitna á galeiðunum«. »Hvað er sagt um hann?« »Ó, jeg get ekki haft það eftir, nei, jeg g®11 aldrei fengið mig til . . . .« »Gott og vel, þá tölum við ekki meira um það«. »Vegna þess að þjer ætlið að búa hjerna bja okkur, þá er sjálfsagt bezt að jeg segi yður það undir eins, að þetta er ekkert annað en ósvífi0 lygi. Hr. Bradamantí er einmitt maður, sem þjer getið ekki haft annað en golt af að umgangast. ef þjer legðuð trúnað á annan eins orðróm þennan, þá gæti það orðið til þess, að þjer forð- uðust að umgangast hann«. (Framh.) . . . . pá gæti maður trúað þvi, að þetta væri Júdas ískariot. 155 — 156

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.