Haukur - 01.09.1914, Blaðsíða 12

Haukur - 01.09.1914, Blaðsíða 12
HAUKUR. Karl I. Rúmenakonungur. Ferdinand I. Rúmenakonungur. Maria Rúmenadrottning. toll af öllum þeím vörum, sem fluttar voru eftir ánni. En er Frakkar tóku Antwe pen á dögum Nnpóleons mikla, urðu HollendinKar að afnetna tollinn, og eftir það fór bterinn að vaxa aftur og blómgast. Napóleon hafði leiktð mikill hugur á því, að ná í Antwerpen. „Antve'pen er hlaðin skammbyssa, sem jeg miða á barka Englendtnga", er haft eftir honum. Nú í byrjnn ófriðarins voru fbúar borgarinnar orðnir fullar 300,000. Éins og áður er sagt, voru svo öflug vfgi um Ant- weipen. að hún var alitin óvinnandi. Enda fullyrtu Þjóðverjar, er þeir höfðu tekið borgina, að nú væri fengin sönnun fyrir þvf, að ekkert vígi f heiminum gæti staðist skotvopnin þýzku, og að fall Antwerpen hefði fall Parfsarborgar fljotlega f för með sjer. Dómkirkjan i Jikeims. Bærinn Rheims tfrb rengs) er einn af elztu bæjum Frakklands, miðja vega milli Parísar- borgar og landamæra Þýzkalands. Þegar Þjóðverjar sóttu ákafast fram á Frakklandi f áttina til Parfsarborgar, og Bandamenn Ijetu undan sfga (í byrjun sept ), þá tóku þeir Rheims, eins og alla aðra bæi, er á teið þeirra urðu. Voru aðfarir þeirra þá vfða ófagrar, en einna sárast fjell Frökkum, er þeir skutu á dómkirkjuna í Rheims, og skemmdu hana mjög, skutu af henni turnana, og eyddu henni að nokkru leyti. Dómkirkjan var ein af helgustu fornmenjum Frakka, einhver hin fegursta og, fullkomnasta bygging í gotneskum stfl, sem til hefir verið. A smíði hennar var byrjað árið 1212 og þvf lokið á >4 öldinni, að svo miklu leyti, sem því var nokkurn tíma lokið; turnarnir náðu sem sje aldrei þeirri hæð, sem upphaflega var til ætlazt. Um margar aldir voru allir Frakkakonungar krýndir í þessari kirkju. Þjóðverjar segjast hafa skotið á turna kirkjunnar vegna þess, að Frakk- ar hafi haft menn þar uppi, til þess að njósna um af- stöðu hets Þjóðverja þar í grenndinni. En Frakkar neita því harðlega, og hafa fært sönnur á mál sitt. Ktrkiu breytt í sjúkrahús Myndin sýnir dómkirkjuna í Meaux (frb. mo), sem er bær á stærð við Reykjavfk, og stendur við ána Marne, 35 kílóm. f austur frá Parísarborg. Þangað voru Þjóðverjar komnir f byrjun september. Eftir orustuna miklu við Marne, er lauk með undanhaldi Þjóð- verja, var kirkjunni breytt í sjúkrahús, og særðir menn fluttir þangað, bæði Frakkneskir og Þýzkir. Kirkjan var veglegt hús í.gotneskum stíl, byggð á 12.—16. öld. Á flótta undan Pjóðverjum. Þegar Þjóðverjar ruddust inn á Frakkland, og alit virtist ætla undan að láta, urðu fbúarnir víða gripnir af voða hræðsio, og flúðu sem fætur toguðu suður og vestur á bóginn. Þeir tóku með sjer það sem þeir gátu af eignum sfnum, og nautgtipi ráku þeir með sjer f stórum hópum. Nautahjarðirnar og flóttamannahóp- arnir gerðu Frökkum og Englendingum mikia erfiðleika á undanhaldinu. Norðurlftnd á fyrstu dðgum ófriðarintt. Hjer eru þrjár myndir frá fyrstu dögum ófrtðarins, sem ekki kom- ust f sfðasta blað. Rússar, reknir úr Þýzkalandi. Undir eins og ófriðurinn hófst, voru allir Rússar, sem heima áttu á Þýzkalandi, reknir úr landi burt. Skiftu þeir þúsundum. Flestir urðu þeir að skilja eftir allar eignir sfnar, og máttu ekki einu sinni taka með sjer peninga, þótt þeir ættu þá, og stóðu þeir þvf alls- lausir uppi, er þeir komu til Kaupmannahafnar. Þar var reynt að greiða götu þeirra eftir föngum, en svo var mannkvæmt f Kaupmannahöín um þær mundtr af alls konar ferðamönn- um á heimleið, að þótt skólar allir og almennings bygg- ingar væru gerðar að gistihúsum, urðu þó margir að hafast við á götum úti eða fara út í Hróarskeldu, til að leita sjer gistingar Myndin sýnir hóp rússneskra flóttamanna í Kaup- mannahöfn Frá Kaupmannahöfn fóru þeir til Svíþjóðar, og um Finnland áleiðis til Rússlands. Skiþalega Kauþmannahafnar. f byrjun ófriðarins höfn* uðu sig óvenjulega mörg skip á skipulegu KaupmHnnahaf1'3.^ Voru þ ð flest vöruflutningaskip á leið til ýmsra hafna við Austursjóinn, er ekki þorðu að halda lengra, ýmist vegna herskipa Þjóðverja eða Rússa. Mörg þeirra seldu farm sinn * Kaupmannahöfn. Fyrir utan Noregsbanka. Þegar eftir að ófriðurinn hófsw urðu efnamenn víða um lönd ákafleva hræddir um fje þorðu ekki að eiga það í bönkunum af ótta við að þeir yrðu gjaldþrota. Gerðu þeir þvf vfða aðsúg að bönkunum og r"0 út fje sitt. til þess að leggja það bókstaflega mælt á kistu- botninn. Varð löggjafarvaldið víðast hvar að skerast f le,k' inn, og koma f veg fyrir að bankarnir yrðu tæmdir að guu>- Myndin sýnir mannþyrpinguna fyrir utan Noregsbanka. Konungaskifti I Rúmenfu. Kail I., konungur 1 Rúmenfu, andaðist 10. október sfðastl., 75 ára að aldri (fseód- ur 1839). Hann var þýzkur prins, næst elzti sonur KarL* Anton, fursta af Hohenzollern-Sigmaringen, og þvf náfræriu' Viihjálms Þýzkalandskeisara. Móðir hans var ántoinette, bróðurdóttir Joachims Murat, frakkneska hershöfðingjau* fræga, er sfðustu ár æfi sinnar var konungur f Neapel. Karl konungur hjet rjettu nafni Eitel Friedrich. Hann var frá ára aldri f prússneska hernum, en er hann var 27 ára (z°' apr. 1866) var hann kjörinn fursti af Rúmeníu, kom til Búka- rest 22. maf sama ár, og tók þar við stjórn. Hafði allt geng'9 þar á trjefótum áður, og átti hann við margt að strfða, eU hann þótti sýna mikinn dugnað, bæði f því að rjetta við fjárhag rfkisins, og ekki sfður í þvf, að koma þar upp öflug' um her eftir þýzkri fyrirmynd. Arið 1878 var hann viður- kendur fullvalda fursti, og eftir að Rúmenfa var gerð ay konungsríki (26. marz 1881), var hann gerður að konung’ þar, og krýndur f Búkarest 22. maf, rjettum fimmtán árurfl eftir að hann kom þangað fyrst. Hann var vinsæll mjög. þótti hygginn stjórnandi. Það sýndi sig Iíka í Balkanstrfðinu síðasta. Rúmenfa tók engan þátt í strfðinu, en kom þó J1’ leiðar Búkarest-friðnum, og náði þá undir sig landskika all' miklum frá Búlgaríu, er henni hafði lengi leikið hugur á. Kona Karls I. var Elísabet prinsessa af Wied (fædd 1843/» og er hún nafnkunn víða um lönd fyrir skáldsögur sfnar °» Ieikrit, er kormð hafa út undir gervinafninu „Carmen Sylva * Hún hefir látið sjer mjög annt um að auka menntun kvenn® f rfki sfnu. — Þau áttu eina dóttur, er dó f æsku. Ferdfnand I. konungur, sem nú er tekinn við völduntf er bróðursonur Karls I., sonur Leopolds fursta af Hohen- zollern, og var hann af konunginum kjörinn rfkiserfing' nóvember 1886, og f marz 1889 samþykkti þingið þá ta0' stöfun. Hann er fæddur 1865. Drottningin ætlaði að guj? Ferdinand einni af hirðmeyjum sínum, en Qekk þvf ekk framgengt, og 10. jan. 1893 gekk hann að eiga Maríu Prl°r sessu, dóttur Alfreds hertoga af Edinburgh, er var sonut Victoríu Engladrottningar. Marfa Rúmenadrottning og Geor» Englandskonungur eru þvf systkinabörn.--------övíst er enu hvort afstaða Rúmena til ófriðarins breytist nokkuð við kou ungaskiftin. Mikill flokkur manna í landinu hefir verið óðfu mjög að vilja ganga í lið með bandamönnum, en Karl I- V® mjög vinveittur Austurríkiskeisara, og aftók það því með öllu’ Rúinenar vilja gjarnan ná Transylvaníu undan Austurríki, Pv„ að þar búa um 3 miljónir Rúmena. Er þvf mjög lfklegt, ® svo fari að lokum, að þeir gangi í lið með bandamönnuui- Her Rúmena er um 300 þúsundir, og er hann vel útbúin að öllu, og ágætlega trminn. að vera Leiðrjetting. Undirskriftin undir myndinni efst á 163-öálkió æra: „Belgiskir flóttamenn á leið til Norður-Frakkland^ Ritstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Reijkjavijfl Prcntsmiðjan Gutenberg. — 1914, — 167 — 168 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.