Tíminn - 06.04.1918, Page 2

Tíminn - 06.04.1918, Page 2
66 TIMINN Skattar og gjöld. i. Með vaxandi útgjöldum til op- inberra þarfa aukast sifelt vand- ræðin að útvega þær tekjur, er þarf og jafna álögunum sem rétt- ast og keppilegast niður. Að finna þá leið, er allir uni vel við og óaðfinnanleg sé er líklegast ókleift. Hið ákjósanlegasta væri auðvitað að Jandið, sýslur og hreppar ættu einhverja eign eða eignir, sem væru svo miklar, að tekjurnar af þessu hrykki fyrir útgjöldunum. En slik- ar eignir eru ekki til. Og hvernig á að afla þeirra án yfirgangs, eða án þess að ganga of nærri efna- hag manna? Allir vita — og finna — hve gjöld til sveitar- og bæjarsjóða fara hröðum skrefum vaxandi. Mikið mundi það lélta þungri torfu af mörgum og auka bæði vilja og getu manna til annara opinberra gjalda, væri unt að láta þau smám- saman hverfa úr sögunni. Á leið til þess vildi eg benda. Hvort mönnum finst hún heppileg eða — sérstaklega eins og nú árar — tiltækileg, læt eg ósagt. En mér virðist rétt hún sé athuguð. Uppástunga mín er í styztu máli þessi: Eins og nú er í hverjum hreppi og kaupstað sjóður, sem með ár- legum tillögum íbúanna, landssjóðs og vöxtum, á þegar tímar líða fram að verða nógur til þess að veita öllu ellihrumu og efnalitlu fólki sómasamlegt lífsviðurværi, eins vil eg að í hverjum kaupstað og hreppi séu tveir aðrir sjóðir, er myndist á svipaðan hátt: félagssjóður, sem með tímanum eigi að verða svo mikill að vextir af honum nægi til þess að greiða venjuleg útgjöld hrepps- og bæjarfélags, og sjúkra- sjóður, sem úr sé greitt efnalitlum mönnum tjón það, er þeir bíða af atvinnumissi og útgjöldum vegna veikinda, sjálfra sinna eða þeirra sem þeir framfæra. Svo eg fyrst oninnist á félags- sjóðinn þá virðist mér hann eiga að verða til þannig að auk venju- legs útsvars greiði hver gjaldandi sem svari t. d. x/2» af útsvarsupp- hæð sinni i þenna sjóð, þó aldrei minna en eina krónu. Ennfremur myndist hann með nefskatti þannig að hver á aldrinum 16—62 ára greiði vissa upphæð á ári hverjir til sjóðsins, t. d. 50 aura. En landssjóður leggi áflega til jafn mikla upphæð og nefskatturinn er. Fé þetta ætti svo (því slíkir sjóðir vaxa hægast i upphafi) að ávaxt- ast þangað til allar tekjur sjóðsins eitthvert ár nema jafn mikilli upp- hæð og »/s hluti í sveitum og Vio hluti i kaupstöðum af meðaltali árlegra útgjalda hreppsins eða kaupstaðarins síðastliðin 5 ár. Þá megi fara að verja einhverjum hluta árlegra tekna sjóðsins til þess að létta undir útsvarsbyrð- inni. Eg ætla ekki að fara að reikna hér út eftir hve mikinn árafjölda ætti eftir þessu að mega gera ráð fyrir að sjóðirnir byrji að koma að notum. Eg hygg að það mundi alment verða að 12—20 árum liðnum. Þá vil eg minnast með örfáum orðum á sjúkrasjóðina. Eg tel sjúkrasamlagsfyrirkomulagið að vísu spor í áttina en reynslan sýnir að -seint fetast að markinu með þessu. Frjáls samtök ónóg og styrkurinn oflitill til þeirra, sem fyrir veikindum verða. Aftur á móti ætti á allskömmum tima hver einasti hreppur og kaupstaður að geta eignast sjóð, er algerlega stæði straum af sjúkrakostnaði efna- litilla * manna og bætti fyrir at- vinnumissi af völdum veikinda, með því að láta gjalda til slíks sjóðs á ári hverju t. d. V40 hluta útsvars (þó ekki minna en 50 aura), 25 aura nefskatt á menn frá 16— 62 ára aldurs og jafnhátt lands- sjóðstillag og nefskattinn. Eftir 5 ár frá stofnun sjóðsins ætti að mega verja ákveðnum hluta af tekjum hans næsta ár á undan. Eg ætla ekki að fara að útlista þetta nánar. Læt nægja grindina. Grundvallarhugsunin er að láta ekki hverjum degi nægja sína þján- ing, heldur leggja eitthvað á sig vegna framtíðarinnar. Láta ekki opinberar tekjur verða eingöngu eyðslufé — sein nú er tíðast — heldur fara að dæmi þeirra ein- staklinga, sem eru taldir forsjálir, að geyma eitthvað til komandi tíma. Mörgum mun ekki þykja bætandi við álögurnar — og svo er ekki heldur. En þegar þær eru ekki ætlaðat til eyðslu er nokkru öðru máli að gegna. Nær að spara þetta á öðrum sviðum og aukna útgjaldabj'rðin ekki stórvægileg. Því þegar þessum þrem sjóðum, félags-, ellislyrktar- og sjúkrasjóðum, er farinn að vaxa fiskur um hrygg þá hverfur margt úr sögunni, sem mönnum er nú til armæðu og þá hafa þeir, sem þá lifa, óbundnari hendur til stærri framfarafyrirtækja, hver í sinni sveit. I3að eitt veit eg með vissu að mörgum þætti golt ef feður þeirra hefðu gert þelta fyrir 20—25 ár- um. Og þá ætli þeir hinir sömu að vilja gera hið sama nú — fyrir sín, börn. Kr. Linnet. Endurminningar Tryggva Gunnarssonar. Nú vildu allir verzla með lýsi sitt við Gránufélagið og fékk það þá meiri lifur en komist varð yfir að bræða. Þegar félagsmenn sáu livað vel gekk með bræðsluna, urðu þeir fúsir að taka að sér bræðsluna fyrir eigin reikning og borguðu mér öll bræðsluáhöldin. Um haustið fór eg til Kaup- mannahafnar og var þar um vet- urinn. Einhverju sinni þann vetur fór eg út á Refshalaey og keypti þrjá gamla gufukatla fyrir lítið verð, um 80 kr. hvern. Gátu þeir tekið 60—80 tunnur af lifur, þegar búið var að rífa alla innanbygging. Eg sendi þá til Akureyrar með póstskipi um vorið, og kom þeim fyrir sem hér segir: Inni í húsi hafði eg gufuketil, en utan við húsvegginn stóð einn af járnkötlum þeim sem eg nefndi áður, þettlokaður. Pípa lá úr gufu- katlinum yfir í járnketilinn. Rétt þar hjá lét eg gera pall, tveggja álna háan og setja annan ketilinn eða kerið á hann, og lá pípa úr kerinu við húsvegginn yfir í þetta ker á pallinum. Hinu megin við pallinn lét eg setja þriðja kerið. Þegar bræða átti, var kerið næst húsveggnum fylt lifur og hleypt i það gufu úr gufukatlinum inni í liúsinu. Gekk svo nokkra klukku- tíma, eða þangað til lifrin i kerinu var talin fullbrædd. Þá var opnuð pípan sem lá yfir í kerið á pall- inum, sem þangað til hafði verið lokuð, og var nú hleypt enn meiri gufukrafti yfir í lifrarkerið. Spýtt- ist þá brædda lýsið, ásamt grútn- uin, úr lifrarkerinu yfir í kerið á pallinum. Þar var þetta svo látið standa þangað lil lýsið hafði sest í ker- inu. Þá var stungið sjálfhefjanda ofan í kerið á pallinum, svo djúpt sem gert var ráð fyrir að tært lýsi væri í því, en hinn endi sjálfhefj- andans látinn ganga yfir í tóma kerið hinu megin við pallinn og rann nú lýsið úr kerinu á pallin- um sjálfkrafa yfir í þetta tóma ker. Síðan voru tunnurnar, sem áttu að taka við lýsinu fyltar um krana sem var á neðanverðu ker- inu. Á þennan hátt var hægt að bræða um 80 tunnur á dag. Þessi bræðsluaðferð var næsla ódýr og mátti heita að alt ynnist án þess að mannshöndin snerti á, frá því að lifrin var látin i kerið og þang- að til lýsið var komið í tunnurn- ar, enda voru sjaldan fleiri menn en fjórir við bræðsluna. En það sem mest var um vert var það, hvað lýsið var tært og gott, svo meira fékkst fyrir það erlendis en gott lýsi brætt á gamla háttinn. Þetta varð mjög til að efla Gránufélagiö þvi að verzlun bænda drógst þangað sein meira fékkst fyrir lýsið. Lengi þraukuðu kaupmenn við pottbræðsluna, en urðu loks að láta undan og taka upp gufu- bræðsluna. — Árið 1882 var bygð brú á Skjálfandafljót, sem eg stóð fyrir. Þegar brúin var langt komin fór eg austur að slcoða hana og Júlíus Havsteen amtmaður með mér. Þegar við komum á brúnina á Vaðlaheiði á heimleiðinni var blíðalogn á Eyjafirði. Sá eg þá að lýsisbrá fór úr ósnum, sem lá við bræðslustaðinn og grútnum var fleygt i, og lagði brána langt inn á Poll. Sagði eg þá vié amtmann: »Þarna fljóta peningar til einkis«. »Hvað meinarðu með því«, sagði amtmaður. Eg svaraði að þetta þýddi að lýsi væri eftir í grútnum sem borinn hefði verið í sjóinn. Daginn eftir gekk eg ofan á Oddeyri. Sá eg þar nokkra menn hima iðjulausa. Spurði eg þá hvers vegna þeir stæðu iðjulausir úti í kalsanum. Þeir svöruðu því að enga vinnu væri að fá. Mintist eg þá samtalsins við amtmann og sagði þeim að þeir gætu fengið vinnu hjá mér. Sagði eg þeim að þeir skyldu taka tvo nótabáta sem eg átti á höfninni og róa þeim yfir Ijörðinn og sækja fyrir mig eina 10—12 faðma af grjóti, bera það svo upp á sandinn og leggja það á Odd- eyrina, þar sem eg til tók. Þegar þeir höfðu lokið þessu spurðu þeir mig hvað eg ætlaði að gera við grjót þetta. Eg sagði þeim að raða grjótinu á sandinum 10 faðma á hvern kant og hlaða svo upp áln- ar háan vegg alt í kring. Þeir hristu höfuðin og héldu að eg væri orðinn galinn, að byggja á sand- inum. En eg sá, að hversu langt sem grafið var, var ægissandur og því betra að vera ofanjarðar, því að þá sæist bezt hvar læki. Lét eg svo setja sement í botn og veggi á bygging þessari og varð þá alt vatnshelt. Hólf lét eg eg setja um miðjan geiminn. í annað hólfið var lálin Iifur, þegar meira barst að en ker- in tóku. En úr keri því sem á pallinum stóð og áður ei um getið, lét eg grútinn renna eftir trérennu, yfir í hitl liólfið, eftir að búið var að taka lýsið ofan af honum. Þetta var frægasti áburður. Lét eg aka honum út á Oddeyrina, sem þá var sendin og gróðurlítil. Greri hún brátt upp- við áburð þennan. Var svo komið þegár eg skildi við Oddej'ri að þar var komið um 10 kúa tún. Hér fór líkt því sem oft hafði borið við á æfi minni, að smáat- vik hafa leitt til annars meira. Hefði eg ekki af Vöðluheiðarbrún séð lýsisbrána á Akureyrarpolli, þá er liklegt að dregist hefði fyrir mér að búa til gryfjuna, hirða grútinn og rækta Oddeyrina. En þetta varð til þess að veran fyrir Oddeyrar- búa varð notalegri, vegna kúabús- ins og Oddeyrin sjálf hækkaði mikið í verði fyrir Gránufélagið. Fulltrúar. Fulltrúi bæjarfógetans nýja er ráðinn Kr. Linnet, sem hefir verið settur sýslumaður i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Full- trúi lögreglustjóra er ráðinn Jón Ásbjörnsson lögfræðingur. Mjólkurfræði eftir Gisla Guð- mundsson er nýlega komin út á kostnað bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar. Er það merk bók og þörf og verður hennar getið ítarlega hér i blaðinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.