Tíminn - 06.04.1918, Blaðsíða 6
70
TÍMINN
vill öðrum þjóðum óholl a. m, k.
íyrst í stað. Kínverjar eta krydd-
aðar mýs og rottur; Þjóðverjar eta
hundaket og hafa hrátjöru fyrir
viðbit. Frakkar smyrja brauð sitt
með gorkúlum og marílóm, Eng-
lendingar eta ýms skordýr, viðlíka
skemtileg og jötunuSa og brunn-
klukkur. Grænlendingar eta garnir
ungsela með skit og öllu saman.
Skotar hella heitu vatni saman við
haframjöl og eta svo þann hræring.
Abessiníu-menn ela alt kjöt hrátt.
Þá er það meltanlegra en getur
verið óhollara, ef ormar eða bakt-
eríur eru i því. Englendingar dæju
liklega fyr úr hungri, en þeir legðu
sér til munns saltað kjöt eða lágn-
aðan íisk, en sveppa og bjölluteg-
undir eta þeir af góðri lyst.
Fað er eigi langt siðan íslend-
ingar fóru að eta hrossakjöt, og
enn eru margir sem eigi telja það
mannamat. Það er þó auðmelt
fæða. Skötu og steinbít telja marg-
ir útlending^r óæti. Þetta eru þó
hbllir og saðsamir fiskar, sein
meltast vel. Hrognkelsi voru fyr á
timum talin óæt. Það var fyrst um
og eftir 1800, að íslendingar fóru
að hirða þennan fisk; neyðin kom
þeim til þess. Náhvalurinn var
líka talin eitraður fiskur og íslend-
ingum bannað með lögum að eta
hann. En í harðindum um 1800,
átu margir Dýrfirðingar heilan ná-
lival og varð engum meint af
lionum.
En hvað er ætt og hvað er óætt
manninum? — Ein þjóðin etur það
sem önnur telur óætt. Villiþjóðir
eta undantekningar lausf, hverl
það dýr, láðs eða lagar, sem
þeir ná í. Fyrir þeim er ail ætt,
kjötkyns. Allir hvítir menn telja
þó t. d. krókódíla og flestar slöngu
tegundir óæti, o. m. fl. En villi-
menn þrífast vel af þessu. — En
eg er eigi viss um hvert nokkur
villimaður þyrði eða gæti etið
morkinn skyrhákarl, súrt skyr eða
vel stæka skötu. Þetta eru þó mín-
ir uppáhaldsréttir eins og margra
annara íslendinga.
Hver hefir nokkru sinni gefið
mönnum reglur fyrir því hvað þeir
skuli leggja sér til munns, úr jurta-
eða dýraríkinu? Að minsta kosti
hafa eigi allar þjóðir fengið sömu
reglur því viðvíkjandi. Sumir segja
að bragð og þefur fæðunnar segi
til um heilnæmi hennar. Þetta er
vitleysa. Sumt er etið og er holt,
þótt eigi sé þefgott eða vel bragð
golt. Mörg eitur eru bæði aðlað-
andi á þef og bragð, en þó ban-
eitruð. — Maðurinn er eigi dýr,
þess vegna þefar hann eigi upp
fóður sitt, eins og flest dýr gera.
III. Næringargildi fæðntegunda.
Gildi fæðunnar er metið eftir því
hve vel hún brennur í líkamanum.
Menn vita nú hve mikinn líkams-
hita og líkamsorku eitthvert ákveð-
ið fæðumagn framleiðir. Orku eða
hitamagnið er talið í hitaeiningum.
Ein hilaeining samsvarar þeim hita
sem þarf lil þess að hita eitt kg.
aí vatni um eitt hitastig.
1 gr. af lireinni 'feiti framl. 9,3 hitaein.
—»-----kolvetnisefni .... 4,t —»—
—»-----eggjahvituefni ... 4,1 —»—
Vitaskuld er hér að eins átt við
það úr fæðunni sem meltist. Verð-
ur því að vita hve mikið úr hverri
fæðutegund er ómeltanlegt. Hér um
bil */s öllu dagfæði mannsins
gengur til hitamyndunar í líkam-
anum, en læplega x/3 til þess að
byggja upp líkamann. Eg set liér
töflu yfir hitagildi nokkurra fæðu-
tegunda, ásamt verði þeirra eins
og það almenl var metið hér syðra
síðast liðið haust. Af töflunni sést
hver þessara fæðutegunda er dýr-
ust miðað við næringargildið.
Þessi tafla þarf engrar skýringar
við. Alment meta menn gildi fæð-
unnar meira eftir IjúfTengi hennar
en notagildi. Það þykir líka mörg-
um fínna að ela eina fæðutegund
en aðra. Heimskan og hégóminn
setur sitt mark á flest. Það kalla
fáfróðir oft kjarnafæðu, eða undir-
stöðumat, sem er mjög tormelt.
M a t v æ 1 i too *C3 O u > Hitaeiningar fyrir lcg Verð hita- eininga i auruni Hve margar hitaein. fást fyrir 1 eyrir
Nýmjólk ... 0.50 650 0.0769 13 >
Smjör 4,00 8000 0.05 20
Tólg 2.00 9000 0.0222 45
Rúgmjöl ... 0.00 3000 0.02 50
Dilkakjöt... 1.10 1900 0.0611 16.36
Kartöflur... 0.30 900 0.0333 30
Haframjöl.. 0.80 3800 0.022 47
Hrossakjöt. 0.60 1500 0.04 25
Lúöa 0.40 1200 0.0333 30
Fæðan dvelur þá Iengi í magan-
um og fyllir hann lengi. Hafra-
mjölsgraut kalla menn eigi undir-
stöðumat, af því sú fæða er bæði
fljótmelt og auðmelt. En á hafra-
mjölsgraut og nýmjólk má þó lifa
einvörðu vikum og mánuðum sam-
an, þetta verður eigi sagt urn aðr-
ar fæðutegundir. Og alt of hiikinn
mun gera menn á landdýra kjöti
og fiskakjöti.. Vöðvar allra dýra,
feitilausir, eru líkir að næringar-
gildi. Feitin i þeim gerir aðal
muninn. Sá sem á nógan fisk, þarf
ekki dilkakjöt til fæðu, ef hann
á nóga feiti til að bæta upp fitu-
leysi fiskakjötsins. En kjötið er vit-
anlega misgott á bragðið. Fyrir
því gangast menn um of.
Tólg er belri til næringar en
bezta smjör, en hún er eigi eins
ljúfleng. Búa má til bezta smjör-
líki með. því, að strokka eða þeyta
brædda tólg í rjóma eða nýmjólk.
Þá verður feitin mjúk og bragð-
góð. Einnig með því, að strokka
saman hrossafeiti og brædda tólg
og rjóma eða góða njTmjólk. Það
er vandfengið útlent "smjörlíki sem
jafnast á við þessa feiti, En það
er ef til vill fínna að eta útlent
smjörliki! (Erh.)
Sigurður Pórólfsson.
,Jjárhagsvoðimt“.
Þó erlendar ríkisstjórnir og er-
lendir fjármálamenn kunni nú að
vera öllu síðri í þessum efnum
heldur enn þessir sjálfkjörnu fjár-
mála spekingar íslenzku, þá eru
þeir þó ef til vill ekki svo mikið
siðri, að full freklega sé á stað
farið, þegar reynt er að stimpla þá
sem fjárglæframenn sem ílutt hafa
tillögur um að nokkrar brýnustu
lífsnauðsynjar yrðu seldar eitthvað
undir verði og almenningi yrði
mögulegt að afla sér þeirra svo
hann ekki liði nauð, því önnur
hefir aldrei tilætlunin verið með
þessum tillögum. Erlendis hefir
vöruafsláttur verið veittur án þess
fyrirsjáanleg neyð hafi komið til
þess. Hefir það verið gert til að
koma i veg fyrir þær skæðu verk-
anir, sem afar hátt vöruverð hefir
á atvinnuvegi og búnaðarháttu
manna.
Eg ætla mér ekki frekar, nema
eg álíti að sérstakt tilefni verði til,
að verja tillögur þær er eg bar
fram einn eða með öðrum, um að
landssjóður greiddi nokkurn hluta
af verðhækkun lífsnauðsynja. Þeim
er reynslu hafa af því að vera
ef til vill einn eða í miklum minni
hluta skilst það vonandi, að þær
tillögur er bornar eru fram undir
þess háttar kringumstæðum eru og
hljóta að vera nokkuð á annan
veg, heldur en ef maður væri þess
viss að meiri hluti væri fyrir mál-
inu í þeirri mynd er maður áliti
skynsamlegast. Mjög margir, sem
Svo framarlega sem hin vísinda-
lega tortrygni er reist á verulegri
óirú á, að hin nýja staðhæfing sé
sönn — og engin önnur ástæða er
réttmæt til mótspyrnu — svo fram-
arlega sem andmælandinn hyggur
í raun og veru, að nýjungarmaður-
inn fari vifiur vegar og sé annað-
hvort að blekkja aðra eða þá sjálf-
an sig, þá getur vísindaleg íhald-
semi verið afsakanleg og getur orð-
ið til góðs. Hún krefst þá fleiri og
betri "sannana, hún knýr menn til
að rannsaka aðrar tilgátur og hún
kann að geta bent á hugsanlegar
veilur. Alt er þetta réttmætt og
gagnlegt, ef því er samfara alvar-
leg tilraun til að kynna sér málið.
Svona hafa t. d. helztu forkólfarn-
ir i Sálarrannsóknafélaginu verið;
þeir hafa verið aðfinningasamir og
mjög varkárir. Þeir vilja fara hægt
og gætilega; íhaldsemi þeirra á
meira eða minna skylt við var-
færni dóinarans. Auðvitað getur
þeim skjállast, þeir geta í fyrstu
neitað því, sem þeir síðar neyðast
til að viðurkenna; þeir geta ekki
með öllu komist hjá ófullkomleik-
um skeikulla manna. En þeir rejma
ekki af áseltu ráði að letja menn
leitarinnar, né heldur leggja þeir
það í vana sinn, að leitast við að
bæla niður óþægilegar sannreyndir.
Efagirnin þeirra horfir ekki í fyrir-
höfnina og heimtar vandvirkni.
En til er auvirðileg og auðlærð
neikvæð kreddufesta, sem þykist
vera vísindaleg og ekki er til orðin
fyrir eigin kynni af málinu, heldur
reist á tómum hleypidómum. Þó
að hún komi stundum fram hjá
mönnum, sem annars eru vísinda-
menn, þá er hún alls ekki efagirni
vísindamannsins; hún er miklu
sk^'ldari kreddufestu klerkanna,
sein reyna að berjasl á móti ný-
um sannreyndum með trúarsetning-
um. Að svo miklu leyti sem slíkir
hleypidómar styðjast við nokkur
rök, er skjmsemisályktunin, sem
þeir hvíla á, eitthvað á þessa leið,
þótt það sé sjaldnast tekið fram:
Visindin hafa nú með mikilli
fyrirhöfn birt oss frumdrætti eða
aðalskipulag alheimsins.
Nokkur annarleg fyrirbrigði, sem
fullyrt er að gerist, koma ekki
heim við aðalskipulag náttúrunnar,
eins og vér þekkjum hana.
Fyrir því eru þau alls ekki veru-
legar sannreyndir, heldur hjátrúar-
kendar ímyndanir.
Grunur minn er það, að báðar
forsendur þessarar ályktunar séu
rangar. Eg geri mér í hugarlund,
að þær af hinum nj7ju sannreynd-
um, sem beztar sönnur hafa verið
færðar á, muni ekki koma eins
illa heim við þau sannindi, sem
þegar hafa hlotið fulla viðurkenn-
ingu, eins og alment er álitið.
Mörg fyrirbrigði, sem hvítir rnenn
gela frætt áður einangraða villimenn
um, koma miklu ver heim við fyrri
þekking þess þjóðflokks en þessar
sannreyndir við rétttrúnaðar-vís-
indin. Og snúum dæminu við: ef
brautryðjendur fara inn í ókannað
land, þá er það engin gild ástæða
gegn því, að sýnishornin, sem þeir
korna heim með, séu ósvikin, að
segja, að við fyrtu sjón virðist þau
undarleg og ókunn.
En hversu mikill efi sem á kann
að leika um síðari forsenduna í
ofangreindri skynsisályktun, þá ætti
vissulega hift að vera vafalaust, að
fyrri forsendan er röng. Það svið
af alheiminum, sem vér þekkjum,
er að vísu mikið; en hitt er þó
vissulega meira, sem vér þekkjum
ekki. Verksvið aflfræðirannsókn-
anna, sem reknar hafa verið á leið-
um Nevvtons, hefir hingað til ver-
ið mikilfenglegt, en utan við það eru
ómælisgeimar. Þangað fær jafnvel
Newtons-fjarsjáin ekki náð; ef til
vill verða þeir betur metnir með
barnsaugum. Newton mundi siztur
manna liafa borið á móti því;
engum var það ljósara en honum,
að skeljarnar í fjörunni marka að
eins byrjunina á ótakmörkuðu út-
hafi ófundins sannleikans.
Frekar skal hér ekki vikið að
háttsemi fáeinna vísindamanna, sem
hafa lálið áhugann á sínu eigin
ágæta verksviði deyfa sjón sína um
stund og gert þá ófúsa á að skygnast
inn á svæðin, sem utan við það eru.
í þessari grein er það eins konar út-
úrdúr. Vér verðum að snúa oss aft-
ur að þeirri háttsemi sem, einkum
auðkennir prestana. (Frh.)
Haraldur Níelsson.