Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 8
124 TÍMINN loftið í námugöngunum þungt og rakt, úr loftunum lekur jafnan meir og minna. Heíir víða kveðið svo mjög að þeirri vætu, að menn hafa ekki getað varið sig með vosklæðum, svo þeir hafa verið gegnvotir innan klæða allan dag- inn. Má nærri geta, að slíka að- búð þola einungis vel hraustir menn, nema verða fyrir heilsu- tjöni. Þá er og eðlilegt að fæði og þjónasta verkamanna undir slíkum ástæðum verði dýrara en venja er. Kostnaðurinn. Auk aðalhússins, sem gert var í fyrra sumar, er þar timburskúr allstór gerður i fyrra vor til sumardvalar fyrir verka- menn, ennfremur smáskúr og smiðjuhús. Allar þessar bj'ggingar hafa kostað rúmar 40 þús. kr., en ekki stóra húsið eingöngu, eins og talið er í skýrslunni. Það hefir kostað sem næst þá upphæð, sem það er virt (33 þús. kr.). — Óhætt að fullyrða, að kolin hafa ekki verið lakari en íslenzk kol yfir- leitt, ekki að marka mismunandi skoðanir manna um gæði innlends eldsneytis, fer það meðal annars mjög eftir eldstæðum, hvernig það reynist hverjum einstökum. Heflr verið lagt fyrir verkstjóranina að hreinsa sem bezt frá kolunum ó- brennanleg efni. Niðurlagsorð. Skýrsla E. G. er að eins um kolabirgðir námunnar og afhendingu. Plögg námunnar, reikninga og önnur skjöl, hafði hann þá ekki fengið til athugunar, er hann gerði skýrsluna. Reikn- ingar sem að norðan komu eftir áramót frá sýslum. og ráðsmanni námunnar, Ben. B., hafa sýnt að rangar voru ályktanir þær, sem E. G. bygði á nolckrum misfellum í framtali kola í birgðum. Ástæða til þeirrar ónákvæmni, er hann finnur í skeytum sýslumanns og verkstjóra, er sú, að mjög er erfitt að telja fram kolabirgðir eftir ten- ingsmáli þeirra, þar sem þau eru að mestu geymd á víð og dreif í göngum, en vigtun þeirra alt of kostnaðarsöm. Um reikningsskil hlut- aðeigenda má fullgrða, að þau séu i góðu lagi. Sjóðbækur hafa auð- vitað verið haldnar og skrá um afhending kolanna«. Pó að skýrslan ásamt þeim við- bótarupplýsingum sem eg hefi nú komið fram með, geti eigi gefið nákvæmt yfirlit yfir tekjur og gjöld Tungunámunnar má þó telja vist að reikningshallinn sé mikill, all of mikill, miðað við það sem menn hefðu óskað og vonað. Má og vel vera að hann hefði getað verið minni með beztu fyrirhyggju og aðgætni í öllum smáatriðum, um það get eg ekki dæmt að svo komnu. Slík mistök blasa betur við eftir á þegar alt er vandlega rannsakað, og fylgja venjulega fyrstu tilraun á óþektum sviðum. Þar verður reynslan bezti kennar- inn. Og eg efast ekki um að af þess- ari reynslu megi margt gott læra til framtíðarnota og sitt hvað var- ast sem hér hefir miður tekist. Reikningshallinn er mikill á pappírnum, en langt er frá því að hann sé tap fyrir þjóðarheild- ina. Má þar ýmislegt telja til, svo sem: 1. Vinna allmikil heflr fengist við verkið og hún vel borguð, má á hana líta sem einskonar dýrtíð- arhjálp til verkamanna, sem komið hefir verið á á fleiri stöðum í land- inu að tilhlutun landsstjórnar og bæjarstjórna, án þess sýnt sé fram á að sú vinna hafi borið sig betur reikningslega en vinnan við Tungu- námuna. 2. Kolaverðið má einnig skoða sem dýrtíðarhjálp þegar miðað er við notagildi kolanna og það verð sem samtímis var á útlendum kol- um. Og vilji maður gera sér þess grein hversu mikil sú fórn muni hafa verið, liggur næst að miða við verðlag hr. Porst. Jónssonar og Verkamannafél. Akureyrar sem létu vinna kol með áþekkri að- stöðu. Verður sá munur 30—50 þús. kr. eftir því við hvert yerð er miðað. Hvorugt það sem nú var nefnt er tapað fé fyrir þjóðina, en hegg- ur hinsvegar stór skörð i reikn- ingshallann. Til þess að jafna reikninginn enn betur frá þjóðhagslegu sjónar- miði verður að taka til greina hvers virði reynslan er í þessu efni, eins og nú er komið elds- neytismálum þjóðarinnar. En þótt eg ekki vilji bera það við að meta hana til peninga, þá er mér það ljóst að hún muni mikils virði þar eð þegar á þessu sumri mun hafið kolanám með miklu fylgi á mörgum stöðum. Og eitt þýðingar- mikið atriði vil eg benda á í þessu sambandi, en það er reynsla sú sem fengin er fyrir því að kol þessi eru nothæf *til að knýja á- fram gufuskip séu þau notuð að helmingi móti góðum útlendum kolum. Þessi vissa er fengin fyrir rekstur námunnar og hafa skipa- eigendur þegar pantað talsvert af kolum í þessu skyni. Sú mun reynslan að vonum, í þessu tilfelli, eins og vanalega vill verða, að fyrirtæki sem rékin eru á kostnað og ábyrgð hins opinbera verða dýrari heldur en hjá ein- staklingum. Byrjunin er vanalega erfiðust, og þar vill margt hand- takið að litlu gagni verða, mörg krónan hrjóta vaxtalítil. Þeim verð- ur optast klaksárt sem klakann brjóta og riðja rennuna. En, á fyr- ir það að halda höndum í skauti og það á þessum tímum sem kalla til einstakra manna og alþjóðar: Reynið sem flest bjargráð og þá fyrst og fremst þau sem styðjast við þekt eða fólgin gæði heimahag- anna. Hafið það eigi heldur fyrir reglu að »spara þar eyririnn en kasta krónunni«. Eg verð þvi að halda því fast fram, að hinn mikli áhugi sem hið háa alþingi hefir haft á því að styðja að öflun nægilegs eldsneytis í landinu sjálfu hafi verið eðlileg- ur og sjálfsagður, og þá einnig að landsstjórnin hafi haft skyldu til að beita sér í þessu máli af fremsta megni. Um smærri framkvæmdaratriði má lengi deiia, ef þingið vill verja frekar tíma sínum til þess heldur en hins að athuga málið i höfuð- atriðum og stórum dráttum frá al- þjóðlegu sjónarmiði einmitt á tim- anum sem yfir stendur og fyrir höndum er. Frá því sjónarmiði hika eg eigi við að halda því fram að afskifti þings og stjórnar af eldsneytisöflun í landinu og þar með talin Tjörnesnáman, hafi ver- ið rétt stefna og verið til mikils gagns enn sem komið er, og vænti þess að hér við verði eigi látið staðar numið. í þessu sambandi tel eg rétt að benda á hliðstætt dæmi. Pað er alkunnugt að bæjarfélag- ið hér i Reykjavík lét á síðastliðnu sumri reka móvinslu í landi bæj- arins í stórum stýl. Land þurfti hvorkl að kaupa né leigja dýrum dómum, sökum fyrirtækisins. Mó- vinsla var þekt öldum saman, svo þar var ekki margt á huldu. Lík- indaleg áætlun var gerð um tekj- ur og gjöld, sem gerði ráð fyrir að mórinn yrði alls ekki sérlega dýr, a. m. k. móts við útlend kol. í allra bezta lagi var vandað til að- alforstjóra fyrirtækisins sem var reyndur verkfræðingur og hagsýnn fjármálamaður sem lengi hafði ver- ið trúnaðarmaður framkvæmdar- valdsins í landinu. Eftirlit bæjar- stjórnar var afarauðvelt, mörgum ágætismönnum þar til að dreifa, og móvinslustaðurinn rétt við hend- ina. En hvað skeður? Prátt fyrir alla þessa góðu aðstöðu, borið saman við Tungunámuna verður reiknings- hallinn afarmikill, svo tugum þús- unda skiftir, eftir því sem eg hefi heyrt og það þó mórinn væri seld- ur stórum hærra en í fyrstu var áætlað. Pað er langt frá þvi, að eg áfelli þetta fyrirtæki á nokkurn hátt, Dreg það að eins fram til glöggvunar. En hvað skeður svo í mómálinu núna? Pað sem eg tel sjálfgefið og einnig hliðstætt, að bæjarstjórnin ætlar að halda áfram að þvi er eg bezt veit, Iæra af reynslunni en gefast ekki upp. Hafi hún þökk fyrir. Til frekari skýringa vil eg leyfa mér að gera hinni háttvirtu deilc kunnug álit vegamálastjóra, sem eins og kunnugt er hefir mikið við málið fengist, og bráðlega ætlar að ferðast norður að námunni tit át- hugunar og eftirliís. Hann segir--svo: »Sænski verkstjórinn, sem kominn er norður fyrir nokkru hefir enn ekki getað látið uppi álit sitt um námuna, bíður þess að sænsku verkfærin komist í hendur hans, þó má ráða af síðustu vikuskýrslu, að eftirtekjan hefir orðið nokku?> betri tiltölulega en undanfarið. Nú sem stendur vinna í námunni að eins 20—25 manns og er unnio mikið að útskipun til kaupenda. Af þessum mönnum eru að eins 10 ráðnir sumarlangt með þvi skil- yrði þó, að þeir skuli skyldir ai vinna að annari vinnu, t. d. vega- gerðum ef hætt yrði í námunni. Fleiri menn verða að svo stöddu ekki fastráðnir, en ef eftirtekjan eykst svo, þá er farið verður að vinna með sænsku verkfærunum, að sjáanlegt er að reksturstap mundi fara mjög minkandi, er sjálfsagt að halda vinnu áfram á jessum stað. Aðstaða að kolanámi hér á landi íefir alstaðar reynst svo erfið, að tap hefir orðið á því hingað til, en kolin seld miklu hærra verði en Tjörneskol. Má ekki horfa í slíkt í eldsneytisvandræðum þeim, sem nú vofa yfir. Hvergi lxefir verið tekið upp líkt því eins mikið af kolum og í Tungunámu, nú um 2 þús. tonn, þar lagt þegar í allan undirbúningskostnað og ekki sann- að enn, að aðstaða sé lakari en á öðrum stöðum, er einstakir menn eða bæjarfélög hafa látið vinna.« Fyrir mitt leyti finnst mér að umsögn og stefna vegmálastjórans eiga vel við, eftir atvikum og alls ekki fara fjærri því er ætla má að vakað hafi fyrir háttvirtri fjárhags- nefnd í hinum raunverulegu atrið- um málsins þegar hún samdi iingsályktunartillöguna. Fréttir. Tíðin. Altaf sama blíðan, sólskin og hlýindi alla daga og gróðra- skúrir öðru hvoru, Pingfréttir og aðrar fréttir og margar greinar bíða næsta blaðs, sem kemur út um miðja viku og nær í pósta. Prestskosningin í Odda fór svo að Erlendur Pórðarson frá Svart- árkoti í Bárðardal hlaut kosningu með 150 atkv. Tryggvi H. Kvaran fékk 77. Aðrir umsækjendur innan við 20 atkv. hver. Nýjar skáldsögnr, Sambýli eftir Einar H. Kvaran og Bessi gamli eftir Jón Trausta eru nú fullprent- aðar og þá væntanlegar á bóka- markaðinn innan skamms. Síra Friðrik Friðriksson á 50 ára afmæli í dag, eflaust vinsæl- asti velgerðarmaður þessa bæjar. Hallgrímnr Kristinsson lands- verzunarforstjóri fór utan með Botníu. Er hann væntanlegur með hqnni aftur í næstu ferð. ísafold kemst svo að orði*um frv. stjórnarinnar um dýrtíðar og gróðasatt, þar sem farið er fram á 5°/o gjald í landssjóð af 30. þús. kr. tekjum og hækkandi hundraðs- gjald upp í 15°/o af 50 þús. kr. árstekjum eða meiri — að y>óhugs- andi virðist að þetta frv. nái sam- þgkki svo ósanngjarnar eru kröf- urnar«. Ritstjóri: Tryggvl Pórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.