Tíminn - 08.06.1918, Síða 1

Tíminn - 08.06.1918, Síða 1
TíMim kemur út einu sinni i vika og kostar 4 kr. árgangurinn. APGREIÐSLA i Regkjavik Laugaveg 18, simi 286, út um kuid i Laufási, simi 91. II. ár. Reykjavík, 8. júní 1918. 24. blað. Pyngsta bölið. Heimsstyrjöldin hefir nú staðið í nærfelt fjögur ár. Friðarvonir engar. Flestar liinar sterkustu þjóð- ir heimsins eru þátttakendur í hildarleiknum. Ógæfa stríðsins þjakar þar hvert heimili. Manntjón og fjárlát meira en dæmi eru til áður. Hin fáu hlutlausu lönd drag- ast nær og nær barmi hringiðunn- ar. Geta þær þjóðir flestar búist við að hvirfilvindur styrjaldarinnar sveiíli þeim þá og þegar inn í al- heims brunann. Öll lönd og allar þjóðir þjást af stríðinu. Það sýnist vera hið geigvænlegasta óhapp, sem menning þessarar aldar gat orðið fyrir. Það er liörmulegt en samt satt, að mennirnir sjálfir hafa með styrjöld þessari lagt sér á herðar þyngri byrði heldur en hin blindu ötl náttúrunnar öll í sam- einingu hefðu megnað að skapa. í stað þess að lypta mannkyninu á hærra stig, hefir menningin því nær drukknað í blóði og tárum. Mönnum rís hugur við að hugsa til þess, hve mikilli snild, fé og orku er eytt í hinni miklu stór- veldaglímu. Ef þeim ógrynnum andlegs og efnalegs auðs, sem þar fer að forgörðum hefði verið varið til að bæta mannlegt líf á þessum hnetti, þá liefði það átak orðið hið giftudrýgsta spor sem mannkynið hefði stigið. Styrjöldin er þyngsta böl heims- ins. Og þetta böi er alleiðing þess, að hinar svo nefndu siðuðu þjóðir hafa aðhafst margt, sem betur hefði verið ógert, en hinsvegar látið vera að framkvæma aðra hluti, sem ekki mátli vanrækja. í stuttu máli: Pyngsta bölið sem yfir mannkynið hefir dunið, hefði ekki þurft að bera að höndum, ef gœtt hefði ver- ið meiri framsýni. Þetta viðurkenna nú helztu menn allra landa, jafnt þeirra sem í styrjöld eiga og hinna sem hlutl'aus eru. Styrjöldin með öllum sínum skuggalegu afleiðingum er talandi vottur þess, hve miklu það skiftir fyrir hverja þjóð að hugsjónir þær sem hún vinnur fyrir og trúir á séu í einu viturlegar og drengilegar. íslenzka smáþjóðin er eins og dropi í veraldarhafinu. Aðstaðan en ekki verðleikar eða yfirburðir hafa forðað þeim dropa frá að sogast inn í hringiðuna. Og fari svo að við íslendingar ökum nokkurnveg- in heilum vagni út úr hörmungum stríðsins, þá er það að vísu mikii hamingja, en þó ekki þess eðlis að hún gefi nokkurn rétt lil að mikl- ast yfir þeim nábúunum sem mist hafa flest sín gæði í brunanum mikla. Að vísu er það rétt að stríðið ber ekki vott um háa stjórn- málamenningu eða siðgæði þeirra þjóða sem efndu til blóðbaðsins. Sú fordæming er réttmæt, jafnt á vörum íslendinga sem annara manna. En hitt er óréttmætt og óviðeigandi sem stundum hefir heyrst hér á landi, að íslenzka þjóðin stæði hærra andlega og siðferðislega, en þjóðir þær sem berast á banaspjótum. Engin sönn- un hefir verið færð fyrir þvi máli, enda mun ekki hægt um vik. En þó að friður lífs og lima, sem íslendingar hafa notið fram að þessu og gera sér von um að njóta framvegis, gefi ekki ástæðu til sjálthælni eða yfirlætis, þá verð- ur því ekki neitað að styrjöldin, þetta geisilega stjórnmálaóhapp þeirra þjóða, sem við höfum hing- að til, og munum framvegis, taka okkur til fyrirmyndar, bendir okk- ur á það hve miklu skiftir um undirstöðu og stefnu i landsmál- unum. Mistökin á íslenzka þjóðar- heimilinu munu að vísu aldei kveikja alheims bruna. En þau geta eyðilagt framtíð þjóðaninnar sjálfrar. Styrjöldin með öllum sínum af- leiðingum er verk ofjarlanna og oflátunganna i stárn löndunum. Krafa þeirra var: Meiri peninga, meiri völd, meiri lifsnautnir. Til að ná þessu takmarki var öllu fórn- að, drengskapnum, bróðurkærleik- anum og menningararfi undanfar- inna kynslóða. Rússland var fremst í tölu þeirra landa þegar stríðið byrjaði, þar sem þjóðin var gersamlega ofur- seld gerræði eigingjarnrar og sið- spiltrar oflátungastéltar. Mútur og fjárdráttur var glegsta sameigin- lega táknið, sem einkendi ráðandi menn landsins. Merkur erlendur fésj7slumaður hafði allmikil skifti við ýmsa helztu ollátunga þessa lands fyrir og eftir stríðsbyrjunina. Og dómur hans um þá var ekki glæsilegur. Ef nokkuð væri stæði viðskiftasiðgæði þeirra á lægra stigi en hjá félagsbræðrum þeirra á Rússlandi. Og ísland hlyti að verða líkt gamla Rússlandi, ef ekki skap- aðist mjög bráðlega heilbrigð stjórn- málaalda, sem héldi niðri ofsa og spillingu junkaranna. Bölið þunga sem óholl stjórnar- stefna hefir leitt yfir stórþjóðirnar, gæti, ef rétt skilið, hjálpað íslenzku smáþjóðinni til að geyma vandlega líftaugar þjóðarinnar. En þá þarf að skapast framsýn og heilbrigð þjóðmálahreyfing, sem meir en bætir upp það sem oflátungarnir brjóta niður. * Aðdrættirnir. Magnús Torfason ílytur frum- varp um eftirfarandi viðauka við lög urn heimild fyrir landsstjórn- ina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum: »Engar vörur, aðrar en nauð- synjavörur, má flytja til landsins nema með leyfi landsstjórnarinnar, og getur hún með reglugerð bannað innflutning á vörutegundum, sem að hennar dómi eru ónauðsjm- legar«. Og við ílutning málsins í efri deild flulti hann eftirfarandi , R æ ð u: Þegar skipuð var bjargráðanefnd hér í hv. Ed., þá gat eg þess, að við hefðum hér í landi lifað og látið eins og friður væri væntan- anlegur á hverri stundu, látið hverjum degi nægja sína þjáning, látið reka á reiðanum. Eg gat þess þá, að þetta mætti ekki leng- ur svo til ganga, því eftir því sem stríðið stæði Whgur, hlyti að herða meir og meir að okkur. Eg hélt í einfeldni minni að síðasti vetur hefði átt að vekja okkur af þessu andvaralej'si, en ef hann heíir ekki gerl það, þá hefðu atburðir síðuslu viku átt að nægja til þess að sýna oss, að hér er ekkert gaman á ferðum. Því nú er það berl orðið að al- varlegir og erfiðir tímar færást nær og nær oss, og að örðugleik- arnir á áð stýra þjóðarfleyinu milli brims og boða fara vaxandi með hverri líðandi stund. Við megum því alls ekki fresta að búa okkur undir framtíðina — þessa síðustu og verstu tíma. Frv. þetta á nú að gera oss færari til þess að bjarga oss, er neyðin kreppir að. Við höfum vonir um sæmilegar nauðsynjabirgðir næsta ár, en hvað þá tekur við vitum við ekki. Hins- vegar er það með öllu óvíst, að við liöfum nægan farkost, til að viða að oss nauðsjmjum vorum og því er það skýlaus skylda vor að sjá um, að hann verði notaður sem allra bezt og á sem hagfeld- astan hátt fyrir þjóðfélagið í lieild sinni. En það er ekki nóg að við sil- umst til að ná vörum einhvern- tíma á árinu, það ríður á að flutningarnir gangi sem greiðast, Það getur vel tálgast af okkar litla skipallota. Einhverju af skipunum kann að verða sökt, og minkað gæti farkosturinn við það, að ó- friðarþjóðir teldu óhjákvæmilegt að taka hann í sína þjónuslu án þess að spyrja okkur um lej'fi. En auk þessa er það beinn pen- ingasparnaður, að flytja sem mest að sumrinu til. Allir flutningar eru ólíkt kostnaðarmeiri, örðugri og seinlátari að velrinum, og stund- um jafnvel algerlega teptir. Okkur væri þarft að renna hug- anum oftar til annara þjóða en raun virðist á, og það eins þeirra þjóða, sem ekki taka þátt í ófriðrn- um. Meðal sumra hlutlausfa þjóða hafa jafnvel efnamenn svo skamt- aðan kost, að það gerir ekki meira en þeir dragi fram lífið. Þegar við berum okkur saman við þessar þjóðir hlýtur manni að blöskra allur óþarfinn og alsnægtirnar, sem hér eru á boðstólum í hverjum glugga og sjá að frv. þelta er ekki ófyrirsynju fram komið. Aðal tilgangur þessa frv. er að greiða fyrir nauðsynjaaðdráttum. En. það er einnig sparnaðartillaga. Því vitanlega kaupir enginn það sem ekki er til. Og við höfum sannarlega annað að gera við okkar fáu skildinga en eyða þeim í óþarfa. Það sýna þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til þess að hjálpa bjargar- vana fólki. Hafa þær verið af alt of skornum skamti og sýnt, að þegar á þessu þingi verður að auka framlögur að stórum mun í þvi skyni. En síðan frv. kom fram, hefi eg fengið vitneskju um, að fuil þörf er á að taka mun fastar á þessu máli, en gert er í frv. það verður að sjá um að leyfi verði að fá tii að flytja inn og út hvað sem vera skal. Og það verður að kveða að fullu niður hið svo kallaða »keðju- prang«, eins og gert hefir verið í ýmsum öðrum hlutlausum lcndum. Leyfi eg mér svo að leggja til, að frv. verði, að lokinni þessari umræðu, visað til bjargráðanefndar, Geri eg ráð fyrir að nefndinni sé kunnugt um þær ástæður gagnvart útlöndum sem eru til, að taka jafn- vel enn dýpra í árinni en gert er í frv., en sé mér þó ekki hér í salnum fært að skýra frá hverjar séu, að minsta kosti að sinni. Heimspekispróf við háskólann hafa tekið 24 stútentar. l’restvígsla. Síðastliðinn sunnu- dag voru prestvigðir: Erlendur Þórðarson prestur í Odda, Eiríkur Helgason settur prestur að Sand- felli í Öræfum, Tryggvi H. Kvaran aðstoðarprestur sira Sigfúsar Jóns- sonar á Mælifelli og Þorsteinn Ást- ráðsson settur prestur í Mjóafirði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.