Tíminn - 17.06.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.06.1930, Blaðsíða 1
- ©faíbferi 09 afgrei6sluma&ur ITImani rr Hannucig p o r » 111 n s bó 111r, Sambanösijiísinu. ílrpfjapíf. 930 íU'þinciisdáftðtn ■jJfte^Hjaxnít t júnt 2^fgreibsía Cimans er i SambanösEjúsinu. ©pin öaglega 9—(2 f. 4. Sinti ^9«. 1930 „'Sslanðs þúsuró dr" CSftir íStoggoa ^Dórf)aíísson forso?tisrdbf)ecra Það er ekki nema rúm hálf öld síðan við Islendingar héldum 1000 ára hátíðina til minningar ttm bygging' lands- ins og eftr 70 ár höldum við enn 1000 ára minningarhá- tíð kristnitökunnar. Það er ein 1000 ára hatíð handa hverri kynslóð þess- ara tíma, er sú hátíðin er talin með sent við nú erum að halda. Engin önnur þjóð getur þannig minnst stórviðburða sögu sinnar allar götur frá því hún hófst, stig af stigi, 1000 árum síðar — ekki fyr en eftir nokkrar aldir geta Vesturheimsmenn byrjað að fara í fötin okkar að þessu leyti. Minningarnar um hinar fyrstu aldir Islands byggðar, um gullöld íslendinga, öld frelsis og frægðar, hafa altaf lifað hjá hinum síðari kynslóðum. Ég tel víst að þær björtu minningar eigi sinn mikla þátt í því að þjóðin gat lifað af kúgunaraldirnar — hungrið, kuldann og myrkrið. Hitt blandast engum hugur um að söguljómi fortíð- arinnar veitti viðreisnarmönnunum á öldinni sem leið hinn mesta styrk, bæði þeim sjálfum og meðal alþjóðar sem fylgdi merki þeirra. Það er engin tilviljun að mesti stjórnmálamaður Islands er jafnframt sá maður sem á sinni tíð þekkti öllum öðrum betur sögu lands síns, þaðan mun honum hafa komið sá þróttur og sú bjartsýni sem slíkum forystumönnum er enn nauðsynlegri en öðrum. Nútímakynslóðin hefir ekki síður lifað í hin- um fornu minningum og eflst þaðan. Ungmenna- félagsskapurinn mótaðist mjög sterklega af þess- um 1000 ára gömlu sögum. Iþróttamennirnir miða enn í dag við afrek Grettis og annara fornra kappa og lifa með þeim meir og minna. Og hversu margir eru þeir stjórnmálamennirnir, allar götur fram á þennan dag, sem eru svo að segja með annan fótinn í foniöldinni. Á þessu 1000 ára minningarári um stofnun hins íslenzka ríkis ná söguminningarnar föstum tökum á hverjum einasta Islendingi. Og þó verður önnur tilfinning enn rikari í brjósti okkar sem hátíðina sækjum. Það er sú tilfinning, að eftir því sem mannlegt auga getur greint, þá virðist íslenzka þjóðin aldrei hafa átt bjartari framtíð fyrir höndum, en á þessu 1000 ára af- mæli íslenzka ríkisins. Aldregi fyr hefir atvinnulífið á íslandi staðið með svo miklum blóma sem nú. Aldregi fyr hefir verið unnið að því með eins miklu kappi og nú að bæta landið og gjöra það byggilegra og aðstöðu landsmanna hægari tl þess að geta haldið áfrarn að lifa hér frjálsu og glöðu lífi. Aldregi fyr hafa verið á íslenzkum höndum svo mörg og fullkomin tæki til þess að beita til farsællegra fram- kvæmda, til vinnusparnaðar, til hagsýnilegri verka, til meiri öryggis fyrir þá sem að vinna. Aldregi fyr hefir verið unnið að því við eins al- menna þátttöku að taka upp nýja búnaðarháttu. Og aldregi fyr hefir þjóðin litið eins björtum augum á kosti og möguleika landsins síns, enda hefir engri kyn- slóð á íslandi tekizt það eins og þeirri sem nú lifir, að leiða í ljós í verkinu hverjar eru og hversu margvíslegar auðlindir íslands — þessari fyrstu íslenzku kynslóð sem aftur nýtur fulls frelsis. Því er það að hvort sem við nú lítum aftur, til þeirra tíma sem við sérstaklega minnumst á þessari 1000 ára hátíð, eða til nútímans og þá um leið fram á leið, þá er okkur mjög bjart fyrir sjónum. Og þó hygg ég að bjartast sé framundan ef við viljum sjálfir íslendingar. Ttfaríl ocj mtnrting (Sfftv Tlogetr lísgmrööort foracta samcina6s iAtþingis Það ei' einstæður atburður í sögu Norðurálfunnar, að haldin sé minningarhátíð þúsund ára þjóðþings. Þúsund ár er langur tími, þegar miðað er við þá sögu, sem enn er í manna minnum, þó það sje brot eitt úr æfi mannkyns- ins. Þær þjóðir, sem rekja sögu sína lengst aftur, byggðu ekki á þingræði, heldur einræði goðumborinna þjóðhöfð- ingja, sem veltu hver öðrum úr valdasessi á vissum fresti. Hjörinn og hnefinn réði mestu um aldur hinna suðrænu ríkja. Vilji harðstjórans var löggjafar- og dómsvald. Þeg- ar kyrlátt menningarstarf náði að þroskast um stund, eða makráðir lifnaðarhættir, svall og sællífi, deyfðu eggj- ar viljans, þá kom annar hnefi með brugðnu sverði og hjó á lífsþráðinn. Þingstjórn, tilraunin til að láta stjórnast af vitsmunum og göfgi hinna beztu manna, á enn skamma sögu, miðað við þær þúsundir áraþúsunda, sem mann- kynið hefir barizt við gátur tilverunnar. En loks var brautin rudd til skipulegs samlífs, sem bygggðist á þroska hinna fáu, sem eftir ætt og ágæti tóku forustuna. Og enn lifum vér á þeirri öld, sem berst við að byggja samlíf og skipulag á þroska allra, sem komnir eru til vits og ára. Árin ná tölu sinni, en vitið er mis- jafnt, og sækist því enn tregar en skyldi framsóknin. Skipulag og manngildi er eitt af því, sem guð hefir sam- einað og maðurinn má ekki sundur skilja. Islendingar eru meðal þeirra, sem lengstrar þroska- sögu í skipulagsmálum hafa að minnast. Það er örvun fá- mennri þjóð, sem ekki getur haft mannfjöldann til fávís- legrar huggunar. Ef hvorki er manngildið né stjórnmála- þroskinn, þá er hennar hrós ekkert. Sú staðreynd, að for- saga stjómmálalífs á íslandi er eitt hið glæsilegasta upphaf ríkismyndunar, á að brenna sig inn í meðvitund þjóðarinnar á þessu ári. Ættgöfgin skuldbindur. Trú Sverris konungs á konunglegu ætterni ruddi björgum úr götu hans, unz hann settist í hásæti ættar sinnar. Þekk- ingin á glæsilegri forsögu Alþingis hefir lyft íslenzku þjóð- inni úr eymdarástandi á það stig, sem hún nú stendur á, en hásæti norræns þjóðarþroska blasir enn við fram undan. Leiðarstjarna Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar er og leiðarstjarna vor. Máttur sögunnar skilar áfram, þegar hann klæðist holdi og blóði samtíðarinnár. Minn- ing fortíðarinnar hefir aldrei verið hlekkur um fót vorn, heldur vindur í þau segl, sem vér höfum haft manndóm til að hafa uppi. Fortíðin bendir enn fram, en ekki aftur, að vísu eftir nýjum leiðum, því götu framtíðarinnar þarf hver kynslóð um sig að ryðja, en þó að því marki, sem frá upphafi var sett, marki drengskapar, manndóms og mannúðar, sem heiðni og kristni hefir afhjúpað í mynd hinna ágætustu íslendinga. Þingræði, frelsi og jöfnuður skapar bezt skilyrðin fyrir, að markinu verði náð. Skipu- lagið verður aldrei annað en skilyrði. Markið er maðurinn sjálfur og sá þroski, sem honum er áskapað að geta náð. Tilgangur þjóðfélagsins er ekki háður höfðatölu. Þri- liöfðaður þursinn hefir ekki vitsmuni að meiri. Þroska- brautin verður ekki fljótar gengin af mörgum. Fjöldinn kemst aldrei feti lengra en foringinn í fylkingarbrjósti. En til þess, að allir standi að leiðarlokum j afnframarla, hrekkur ekki manndómur hinna útvöldu einn saman, held- ur þarf til þess þann di'engskap og mannúð, sem enginn einangraður kappi getur sýnt, því sá þroski kviknar ein- göngu í samlífinu við aðra. Frelsið varðveitir þroska- möguleikana, en til þess að ekki verði hver troðinn niður af öðrum, þarf samvinnu, samfélag, þjóðfélag. Allsherj- f>hóícu' og menning gsl'enötnga ($fftv ^ónaei gsóttsson ft.ennerttmáf‘aváóBevva Þegar íslendingar stofnuðu lýðveldið snemma á 10. öld voru þeir einhver hin menntaðasta þjóð þeirrai- aldar. Þegar íslenzkir rithöfundar færðu í letur sögurnar og sögu ættjarðar sinnar og sögu Norðurlanda tveim öldum síðar voru þeir raunverulega í fararbroddi bóklegrar menningar. Um 1200 ritaði engin þjóð nema íslendingar sígildar bókmenntir á móðurmáli sínu. Og eftir langan værðarblund miðaldanna er íslenzka þjóðin vöknuð að nýju og sækir' fram til að leysa fyrir sig á sjálfstæðan hátt öll þau verkefni sem óháð menningarþjóð verður *ð leysa af hendi. Takizt Islendingum það, eins og állt bendir til að mun i veiða, er það einstök þrekraun, þegar litið er á að þjóðin öll er ekki fjölmennari en dá- lítil smáborg í iðnaðarlandi, og að landið sjálft er stærra en rnörg gömul og sögufræg ríki í Evrópu. Þegar litið er yfir hina merkilegu og einstæðu sögu og menningu íslendinga, verður flestum ósjálfrátt að spyrja, hvaða orsakir liggi tii þess að svo lítil smáþjóð, í aískekktu og erfiðu landi hefir getað leyst svo mörg erfið verkefni. Þar koma við fyrstu sýn tii greina þrjú atriöi: Ættemi þjóðarinnar, áhrif lands og iands- hátta, og að lokum áhi'if bókmennta og skóia. Það er engum efa bundið, að við landnám ís- iands gerðist einskonar úrval í hinni norsku þjóð, og aö tii Isiands ieiiaði tiitölulega mikill hluti af þeim Norðmönnum, sem höfðu andleg áhugamál. fciu biöndun sem á landnámstíð gei'Öist milli nor- rænna iimfiytjenda og Irlendinga var án efa þýð- mgarmikil íyrir bókmenntalíf íslendinga. Irar voru þá að sínu leyti jafnmerkileg bókmennta- þjoö eins og Norðmenn voru sem víkingar, sigl- nigamenn og hérnaðarþjóð. Reynsla sögunnar sýn- ir, aö þjóöablöndun þróar þjóðai'yfirburði. Islend- íngar njóta þess, aö í æðum þeirra streymir bæði noirænt og írskt blóö, og að eiginleikar beggja kynþáttanna blandast í eðlisháttum þeirra. Næst ætterninu er eðli landsins og at- vinnuveganna uppspretta þróttmikils menningai'- lífs Islendinga. Landið er fagurt og auðugt að til- breytingu. I engu landi í Evrópu er gerð fjallanna jafn breytileg, af því að áhrif elds og ísa eru hér sístarfandi að myndun landsins. Hvergi er loft- ið tærara né skyggni betra. Skógurinn hefir aldrei hulið nema láglendi og undii'hlíðar fjallanna. I hinu tæra, hreina lofti sjást brotlínur skóglausi'a fjalla óvenjulega skýrt, og í þeim einkennum liggur mikið af fegurð landsins. Merkur erlendur bókmenntafræðingur hefir rakið samband milli hins einkennilega skyggnis, skörpu lína og yndislegu blæbrigða í íslenzkri náttúru og hinna óvenjulegu glöggu mannlýsinga 1 úrvalsbókmennt- um Islendinga. I nálega þúsund ár hefir þjóðin búið dreift um þetta fagra en harða land. Hvert heimili hefir verið lítill, sjálf- stæður heimur fyrir sig. Víkingaferðir forfeðranna norsku lögðust niður, en hvert barn sem ólst upp við margháttaða vinnu, og ferðalög í dreifbýli íslenzkrar náttúru, varð að læra fjölmarga hluti, sem ekki eru kenndir í skólum, en sem sumir uppeldisfi’æðingar stóru þjóðanna hafa viljað innræta nútíma æskumönnum. — Dreifbýlið, sambúðin við hina breytilegu náttúru lands- ins og frjálsmannlegir atvinnuhættir hefir verið stærsti og þýðingarmesti skóli þjóðarinnar á undangengnum öidum. ^ 1 Næsti þáttur eru sjálfar hinar sígildu bókmenntir. Þær eru afrek hinna fyrstu kynslóða í landinu og þær hafa jafnan síðan þær urðu til verið vernd og hlíf móður- málsins, og alls andlegs lífs í landmu. Án hinna sígildu bókmennta hefði hvorki erfðaeiginleikar landsmanna, né fegurð landsins getað bjargað við íslenzku lífi og íslenzkri menningu á hörmungaröldunum. Ætternið, fegurð og fjöl- breytni landsins og bókmenntir þjóðarinnar, þetta eru þær meginstoðir, sem íslenzk nútímamenning hvílir á. (Framhald á 2. síðu) arríkið, sem nú er orðið þúsund ára ríki, er skipulags- bundin samvinna frjálsra manna, og þarf enn þúsundir ára til þess, að notaðir verði til fulls þeir möguleikar, sem hún býr yfir. Það er heiðríkja heiðninnar yfir upp- hafinu og yfirnáttúrlegur ljómi yfir möguleikum fram- tíðarinnar. Guð gefi, að íslenzk þjóð sæki áfram eftir þeim brautum, sem feðurnir lögðu út á, með giftu Ingólfs í stafni. öndvegissúlur sögunnar munu skila henni í ör- ugga höfn. Frá þingvöllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.