Tíminn - 17.06.1930, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.06.1930, Blaðsíða 8
TÍMINN oö=oö=oö=tjö=oö=oö=oö=oö=0 ö o (@ ö (^l (@ (@ (@ (l^ (@ @ T óbaksverzlun íslands h. f. Skrifstofa Sambandshúsinu, Reykjavík. Símnefni Tóbaksverzlun, Tobaccoco, Tóbak. Símar 1819. 1850, 2319. Stærzta heildverzlun landsins með alls konar tóbaksvörur, sælgætisvörur, súkkulaði Einkaumboð á íslandi fyrir heimsfirmun. British American Tobacco Co. Ltd., London. Crosse & Blackwell Ltd., London. C. J. van Houten & Zoon, Weesp. American Tobacco Co., New-York. Henry Clay and Bock & Co., Havana. — Höfum enn fremur umboð fyrir fleiri stórar verksmiðjur, svo sem t. d. C.W. Obel, Brödrene Braun, De danske Cigar- Tobaks-Fabr., A. M. Hirschsprung & Sönner, Kbh. o.fl. Hér að neðan skulu taldar þær helstu tegundir er yið seljum. Cigarettur: Virginia: Commander. Elephant. Four Aces. Tree Bells. Capstan, navy cut. Players, navy cut. Three Castles. Greys. Garríck. Tyrknéskar: Statesman. Westminster, Turkish A. A, Sceptre. Derby. Cambridge. Miss Mayfair. Melachrino. Abdulla. Pall Mall. Egypskar: Soussa. Maspero. Melachrino. Abdulla. Havana Cigarettur: Bock. Henry Clay. Corona. Reyktóbak: Moss Rose. Ocean. Richmond N. C. Richmond Mixture. Westward Ho! Viking N. C St. Bruno Flace Capstan N. C. Players. St. Julien. Glasgow Mixture. Waverley Mixture. Traveller Brand. Pioner Brand Cápstan Mixture Old English Curve Cut. Three Nuns. Elephant Birds Eye. Ph. Morris Mixtures. Dills Best. Tuxedo. Dunhills. Saylor Boy. Marigold Flake. Karvet Bladtobak. N e f t ó b a k: Brödrene Braun: Rjól í l!z kg. bitum. Nobels, skorna neftóbak í l/z kg. og ‘Ao kg. loftþéttum blikkdósum Munntóbak: Brödrene Braun: Mellemskraa. Smalskraa. Chr. Augustinus; Mellemskraa. Smalskraa. C. W. Obel: Mellemskraa. Skipperskraa. Smalskraa. Lady Tvist. Nobels munntóbak. Tiedeinanns-Munntóbak. Eldspýtur: Svea. Eyelite. Reykjapípur eg tóbaksáhöld frá hinum heimsþektu firmum: H. Comoy & Co. Ltd., London. L. Orlik, London. Masta Pipe Patent Co. Ltd., London. Philip Morris Co. Ltd., London. Súkkulaði og sælgætisvörur: Van Houtens: Burkbrauns: Crosse & Blackwells: James Keillers & Son: Suðusúkkulaði »Fine« og »Husholdnings«. - Átsúkkulaði, fjölda margar tegundir og stærðir. — Mikið úrval af konfektkössum með mismunandi verði. — Overtræk (Coverture) súkkulaði. Skrautlegir konfektkassar í mjög stóru úrvali »Tit-Bit«-átsúkkulaði og ýmsar aðrar átsúkkulaðl-tegundir. heimsfrægu niðursuðuvörur og kryddvörur. County Caramels. Kinema Karton. Nut Milk. Konfektkassar Fíkjukassar o. s. frv. Vindlar — Smávindlar: Havana: Bock & Co. Henry Glay. Cabanas. La Corona. Þýzkir: Lloyd. Hiestriech-Special. Jamaiea: Golofina Londres. Ferfectos. Hollenzkir: Jón Sigurðsson. Regal. La Semeuse. Nasco Prínsesas. Fleur de Paris. Cabinets. Mundi Victor. La Diosa. Carmen. Lucky Charm. La Traviata. Java vindlar: Maravillas. Orientales. Perfectos. Selectos. Danskir vindlar: Advocat. Phunch. Fíona. Favoritas. Bouquets. Cassilda. Excepcionales. Rencurell. Yrurac-Bat. OriginaLBat. Suceso, Danitas. Mígnon. Copelia. Boston. Patti. Dolces. Minerva. Pepitana. Edinburgh. Bristol. Salon. London. Sirena. Bridge. Rotschilds. © © ©) ©) @) ,ÍP ©) © ©) @) ©) © © © ©) © © ÖÖ=Ö0=Ö0=ÖÖ=Ö0=ÖÖ=ÖÖ=Ö0: ur þar í landi sagt, að engar erlendar bókmenntir hafi haft jafnsterk og mikilvæg áhrif á bókmenntir Svía, sem hinar fornu norsk-íslenzku. Af einstökum skáldum verður að nefna Tegnér. íslendingum er t. d. kunn Friðþjófssaga hans, er Matthías þýddi. Hún var um skeið eitt frægasta skáldrit á sænska tungu. Efnið hefir Tegnér tekið úr ís- lenzkri fornaldarsögu og vera má að íslenzkar rímur, sem Tegnér kvað hafa þekkt, hafi haft áhrif á form og bragarhætti sögunnar. — 1 Noregi mætti minna á Ivar Ásen, Björnson, Ibsen o. fl., sem orðið hafa fyrir áhrifum íslenzkra fombókmennta. Allir hafa menn þeir, er nú voru nefndir, haft geysi- mikil áhrif á andlegt líf Norðurlanda á síðustu öld og að minnsta kosti tveir þeirra, Tegnér og Ibsen, markað spor í heimsbókmenntunum. Það er ekki lítill vegsauki norræn- um fræðum að hafa átt þátt í að þroska þá og móta. Erlendar þjóðir nefna ísland oft „Sögueyna" og ímynda sér, að vér, nútíma íslendingar, lifum og hrær- umst meira í andrúmslofti sagna og fomra minninga en nokkur önnur þjóð. Það er vafasamt hvort svo er. Hvergi talar sagan til vor máttugri orðum en þegar sér stöndum augliti til auglitis við tíguleg mannvirki fyrri alda. ís- lendingi, sem reikar undir bogum hinna fomu dómkirkna í Niðarósí, Lundi eða Uppsölum, eða um rústir varnar- kirknanna í Sigtúnum, frá fyrstu öld norrænnar kristni, finnst hann vera þar í landi sögunnar, engu síður en heima á íslandi. Hann hugsar til þess með dapurleik, að „Sögu- eyjan“ á engar slíkar verklegar minnja um atorku og stórhug fyrritíðarmanna, enga byggingu eldri en frá 18. öld. En sannleikurinn er sá, að Islendingar reistu allar hallir sínar úr stuðlabergi tungunnar og mótuðu flest menningarverðmæti sín í málm hennar, meðan frændur þeirra austan hafsins gjörðu þessi mannvirki. 1 þeim skilningi á ísland skilið nafnið „Sögueyjan“. Merkustu verklegar minnjar frá íslenzkri fomöld eru líka tengdar bókmenntum þjóðarinnar. Það eru hin mörgu og glæsilegu skinnhandrit, sem geymd em nú á bókasöfnum í Danmörku, Svíþjóð o. fl. löndum. Mörg þeirra eru kjörgripir, sem vitna um frábæra elju, smekk- vísi og listamannahæfileika. Til marks um það, hve dýr- mætir slíkir hlutir eru nú á tímum, má geta þess, að heil ríki, Danmörk og Svíþjóð, hafa eigi fundið annað betra til að gefa Islandi í þúsund-ára-afmælisgjöf, en ljósmynda- útgáfur af tveimur merkustu, forníslenzku skinnbókun- um, Flateyjarbók og Uppsalabók. Hvers virði mundu þær þá sjálfar metnar? Því verður ekki neitað, að það er dapurlegt fyrir Is- land, að skinnhandritin, sem að menningargildi hefðu kannske getað jafnazt á við eina dómkirkju, skyldu öll flytjast úr landi. En þó hefir það mál fleiri hliðar. Enginn getur á það gizkað, hve mikið kynni að hafa farið for- görðum af þeim hér heima, áður en þjóðin hefði eignazt tryggan samastað fyrir þau, og í öðru lagi mundu þau andlegu verðmæti, sem fornrit vor geyma, hafa komið um- heiminum miklu síðar að notu m ,ef öll frumgögnin hefðu verið hér. En næst því gildi, sem fornbókmenntirnar hafa haft beint fyrir menningu þessarar þjóðar, er það gæfa vor, að vér höfðum getað miðlað öðrum þjóðum andleg- um fjársjóðum, — að vér höfum ef til vill lagt drýgri skerf til heimsmenningarinnar en nokkur önnur þjóð, scm að jafnaði hefir talið undir hundrað þúsund sálir. Það er þetta, sem réttlætir tilveru íslenzku þjóðarinn- ar í augum allra þeirra þjóða, er einhver deili viti í hög- um vorum. Það er þetta, sem veldur því, að germanskir fræðimenn líta á Island sem nokkurs konar heilagt minn- ingaland. Margir þeirra, sem nú sækja Alþingishátíðina eru einmitt að koma í pílagrímsferð til landsins, þar sem vagga germanskra bókmennta hefir staðið. íslendingar hafa sjálfir vaxið við það að vera ein- hverjum öðrum einhvers virði. Meðvitundin um það hefi gefið þeim dug til að heimta aftur sjálfstæði sitt og skipa sér sess meðal annara menningarþjóða. Og hún mun jafnan verða þeim hvöt til þess að beita kröftum sínum til hins ítrasta, svo að þeir geti á næstu þúsund árum lag fram einhvern nýjan skerf til hinnar sameiginlegu h eimsmenningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.