Tíminn - 17.06.1930, Blaðsíða 4
TlMINN
|MIMM
í slend i ngar!
Ferðist með íslenzkum skipum!
Vissasta leiðin til sjálfstæðis, er að fullnægja sjálfur
þörfum sínum. Híngað til hafa íslendingar iið miklu leyti
þurft að vera upp á aðra komnir um flutninga, bæði milli
landa og með ströndum fram. Nú þurfa þeir ekki lengur
að kvarta yflr því að þeir séu neyddir til an ferðast með
útlendum skipum milli hafna. Með Esju er hægt að komast
milli Reykjavikur og Akureyrar á jafnskömmum tíma og
með skipum Bergenska félagsins eða »Sameinaða«, en með Esju verða ferðirnar miklu ódýrari vegna
þess að á íslenzku skipunum er ekki skyldufæðí og þar að auki er gefinn afsláttur af fardjaldinu ef far-
seðill er keyptur fyrir báðar leiðir i einu. — Súðin hefir rúm fyrir 28 farþega á I. farrými og 10 á III.,
en er annars aðallega til vöruflutninga kring
um land og milli hafna. Skipið er útbúið
með fristi' og kælirúmi og má segja að með
því sé opnuð ný leið til markaðs fyrir það
nýmeti sem bændur framleiða (svo sem
kjöt, smjör, egg, lax o. fl.). Ennfremur er
sérstakt rúm ætlað til flutnings á lifandi
sauðfé og stórgripum, og hefir ekkert þeirra
skipa, sem hér hafa áður verið í förum,
haft slíkt.
Islendingar!
Ferðist og flytjið varning yðar
með islenzku skipunum!
^slen^fur lanbbúnaður
Sftir ^3jacna ^.ögeirsson banfastjóra
I.
íslendingar hafa frá öndverðu sótt lifsbjörg sína til
beggja handa: á landið og í sjóinn. Lengst af hefir þetta
verið sameinað þannig, að bóndinn og húskarlar hans
gjörðust vermenn um tíma, haustið, veturinn eða vorið,
eftir því sem ástæður leyfðu og annir við bústörfin, sem
voru aðalatriðið. Og til skamms tíma eða fram undir síð-
ustu aldamót, var landbúnaðurinn meginstarf þjóðarinn-
ar. — Síðari hluta 19. aldar byrjar þetta að breytast og
hefir haldið áfram hröðum skrefum það sem af er þeirri
20. Þannig, að nú hefir sjávarsíðan eða kaupstaðirnir
dregið til sín langsamlega meirihluta þjóðarinnar.
Eftirfarandi tölur sýna glögglega hvernig þróunin
hefir verið.
Talið er að hér hafi stundað landbúnað:
Um 1860 .... 52000 manns eða 79%
1880 .. .. 53000 — — 73%
1900 .. .. 40000 — — 55%
1920 . . .. 40614 — — 42%
Lengra nær ekki þessi gTeining ennþá, en stefnu-
breyting hefir ekki orðið í þessu síðari árin. Öll þjóðár-
fjölgunin lendir við sjóinn.
Á sama hátt verður verkaskiftingin greinilegri. Bónd-
inn verður bóndi, bundinn við sitt, sjómaðurinn og kaup-
staðarbúinn sömuleiðis. Þetta er ein af ástæðunum fyrir
því, að nú liggur miklu meira starf eftir hveni þann
mann, sem landbúnað stundar en áður.
W
Veggfóður á stofur frá 1.00
Veggfóður á svefnherbergi frá 0.75
Veggfóður á eldhús fi'á 1.00
Veggfóður á forstofu frá 1.50
Veggfóður á ganga frá 1.00
Veggfóður á skrifstofur frá 2.00
Ávalt fyrirliggjandi yfir 400 tegundir af ensku
og þýzku veggfóðri frá 65 aurum uppí 7.00
rúllan. Á ( jftirtöldum stöðum er hægt að panta
veggfoðrir eftir sýnishornum , með sama verði
L.
og selt er hér í bænum.
Guðjón Jónsson. trésin., Hafnarfirði.
Verzl Guðjóns Jónssonar, Akranesi.
Gisli Magnússon, kaupm. Borgarnesi.
Kaupfél. Stykkishólms, Stykkishólmi.
Kr. (). Jóhannesson, kaupm Patreksfirði.
Ver9l. Dagsbrún, Isafiiði.
Olafur Jónsson, trésm., Borðeyri.
Verzl. G. Brynjólfsson. Hólmavík.
Július Guðmundsson, trésm. Eskifiiði.
Jóhann Bjarnason, verzl., Vestmannaeyjum.
Árleg sala um 10 tonn.
Sendi gegn póstkröfu livert á land sem er.
Pantið í dag.
Sigurður Kjartansson
Laugaveg 20 B. Símn. Hiti.
A
Það, sem mestu hefir orkað um vöxt kaupstaðanna
og viðgang sjávarútvegsins, er hin nýja vélamenning,
sem hingað hefir verið flutt og beitt með atorku á hin
fiskisælu mið umhverfis landið og við aðra starfsemi,
sem utan um útveginn hefir myndast. — Vélamar voru
eins og lykill að læstum sjóðum hafsins. Á einu vetfangi
opnuðust nýir möguleikai', fjölbreyttari störf, aukinn
arður. Og vélunum fylgdi fjármagnið, sem ósjálfrátt leit-
ar þangað, sem ágóðavonin er mest, eins og vatnið undan
hallanum.
Margir fyllast skelfingu af því að heyra byltingu
nefnda. En á síðustu áratugum hefir orðið bylting í sjáv-
arútvegi Islendinga.
Á meðan þessu hefir farið fram við sjóinn, hefir
landbúnaðurinn setið fastur í aldagömlum viðjum, ófull-
komnum samgöngum, óræktuðu landi, óhollum og óvistleg-
um íbúðum. Plann hefir hjarað á seiglu, sjálfsafneitun og
átthagaást íslenzkrar bændastéttar, sem alt eru ágætir
kostir, en megna þó ekki e i n i r til lengdar ao verja hann
hruni.
Unga kynslóðin leitar altaf aukinna lífsmöguleika.
Undanfarin ár hefir hún leitað mest til sjávarins.
II.
Þróun sjávarútvegsins íslenzka síðustu árin er í
raun og veru ekki annað en mynd af heimsþróuninni í
atvinnumálum, þó að hér hafi hún orðið óvenju ör. Hún
er því ljós bending til landbúnaðarins, hvert stefna ber,
ef hann á að geta keppt við aðrar atvinnugreinar, sem
heimurinn hefir að bjóða.
Sami lykillinn gengur að auðlindum moldarinnar og
hafsins. Án véla og fullkominna tækja á öllum sviðum,
er óhugsandi, að íslenzkir bændur megni að lyfta land-
búnaðinum til jafns við aðrar atvinnugreinar. Þetta er
nú mörgum orðið ljóst, en hinu gjöra sér ekki allir grem
fyrir, hvert feikna átak þarf til þess að þetta megi verða.
Ilér bíða svo að segja öll verkefni lausnar í sama mund.
V e g i r n i r: Þó að vel hafi miðað áfram aðalvegum
hin síðari árin, þá vantar mikið á þá enn, og auk þess
sýsluvegi, hreppavegi, akvegi að einstökum býlum og
flesta vegi um heimalönd. En fullkomið veganet er ein
mesta nauðsyn landbúnaðarins.
R æktunin: Sú ræktun, sem nú er hafin, getur
ekki talizt byrjun, heldur aðeins b e n d i n g um hvað
gjöra skal. Það þarf að ræsa landið, ekki aðeins til gras-
ræktunar, heldur og til beitar. Án framræslunar verður
það aldrei að fullum notum. Þá verður að girða landið af
bæði til læktunar og beitar, bylta því, tæta það, bera í
það áburð og sá í það grasfræi. Þá fyrst er þessu öllu er
lokið, byrjar ræktunin að gefa arð.
Lústofninn: Búféð er ísiendingum óhjákvæmi-
legur milliliður, á milli jarðargróðans og neyzluvörunnar.
Þó að garðyrkja og kornrækt aukist hér eftirleiðis, verð-
ur grasræktin þó alltaf aðalatriðið. Því krefur aukin rækt-
un stærra bústofns. Annars verður hún að engu liði. Og
það er ekki nóg, að stofninn stækki, hann verður einnig
að batna, ræktast með auknum kynbótum og betra upp-
eldi. — Nú er bústofn flestra íslenzki’a bænda aðeins
brot af því, sem hann þyrfti að vera að vöxtum og langt
fyrir neðan það, sem hann gæti verið að gæðum.
Byggingar: Til skamms tíma hefir mátt segja
um byggingar til sveita, að landið værí svo að segja í
rústum, og það er það að nokkru leyti enn. Byggingar-
efni það, sem íslenzkir bændur hafa átt völ á, hefir ekki
verið varanlegra en það, að segja má, að þegar bezt hafi
látið, þá hafi byggingarnar orðið samferða í moldina,
hverri kynslóð, sem reisti þær. Og enn er ekki nema lítill
hluti íslenzkra bænda, sem hefir getað byggt varanlegt
skýli yfir höfuð sér. Hið sama má segja um útihúsin. En
við þetta bætist svo hitt, að aukin ræktun krefur auk-
inna bygginga yfir heyaflann og aukinn bústofn aukinna
fénaðarhúsa. Byggingaþörfin fylgist því hönd í hönd með
ræktunarþöríum og ræktunarmöguleikunum.
Nýting búsafurðanna: Þá kem ég að loka-
lið búskaparins: hagnýtingu og sölu búsafurðanna. Það,
sem að síðustu allt veltur á, er það, að bændur fái það
verð fyrir afurðir sínai', að hægt sé að ávaxta allt það fé,
sem í ofanneíndar framkvæmdir er lagt og veita þeim
lífsnauðsynjar sínar og sinna. Til þess að það geti orðið,
verða söluvörur þeirra að vera svo fullkomnar, sem föng
eru á og samkvæmt kröfum þeirra neytenda, sem geta og
vilja borga góða vöru.
Nú hefir það verið svo til þessa, að íslenzkir bændur
hafa næstum engan markað haft fyrir mjólkurafurðir sín-
ar, og fæstir þeii'ra hafa það enn utan síns eigin heimilis.
Kjötið hafi að mestu verið selt í þannig ástandi út ur
landinu, að einungis efnaminni hluti hinna erlendu neyt-
enda hefir lagt sér það til munns. Úr þessu verður ekki
bætt nema með fullkomnum mjólkurbúum kælingu og niö-
ursuðu sláturafurða o. s. frv. o. s. frv. Allt er þetta að
vísu að hefjast, en þó mest ógjört.
Af þessu, sem hér er sagt, verður það ljóst hve mórg
og' mikilvæg verkefni það eru, sem bíða íslenzkra
bænda og öll kreíjast úrlausnar samstundis, ef landbún-
aðurinn á ekki að fara í kalda kol. Núlifandi kynslóð \ erð-
ur ein að inna af höndum hlutverk margra alda.
III.
Það mætti ætla afþví , sem á undan er sagt, að ís-
lenzkir bændur hefðu sofið á meðan aðrir hafa vakað. En
því fer fjarri. Engir hafa meira á sig lagt en þeir. En að-
staða þeirra hefir verið svipuðust því, að róa á móti
straum. Og þó hefir þokast áfram — ótrúlega mikið.
Eins og áður er getið hefir fólkinu farið sífækkandi
í sveitunum frá því fyrir síðustu aldamót. — Því til sam-
anburðar má geta þess, að búfé landsmanna hefir fjölgað
á sama tíma þannig:
1880 sauðfé 500.000, hestar 38.000, nautfé 21.000. —
1928 sauðfé 627.140, hestar 52.245, nautfé 30.000.
Svipað hefir jaiðai'gróðurinn aukizt:
1882 töðuhestar 211.000, útheyshestar 525,000, kartöfL
ur og rófur 58.000. — 1929 töðuhestar 760931, útheyshest-
ar 1.316.753 kartöflur og rófur 60.000.
Búnaðarfélögum sveitanna hefir fjölgað úr 73 árið
1893 í 214 árið 1929.
Árið 1893 unnu búnaðarfélögin 34 þús. dagsv.
— 1912 —-----------------158 — —
— 1922 — 102 —
_ 1928 —---------------- 698 — —
Alls hafa verið unnin á þessu tímabili 4,9 milj. dags-
verk og mun það samsvara 30—40 milj. króna.
I stóráveitur hefir verið varið: í Miklavatnsmýrar-
áveituna kr. 55.000, í Skeiðaáveituna kr. 458.000 og í
Flóaáveituna 2000.000 auk garða.
Sandgræðslunni miðar óðum áfram. Þau sandsvæði,
sem búið er að girða, eru á stærð við öll tún landsins. Og
síðastliðin ár hafa verið gjörðar merkilegar og vel
heppnaðar tilraunir með íslenzka kornyrkju.
Fyrsta sauðfjárræktarbúið var stofnað í Suður-Þing-
eyjarsýslu 1897. Nú er tala þeirra 5. Fyrsta nautgripa-
ræktarfélagið var stofnað 1903, nú eru þau 50. Fyr3ta
hrossaræktarfélagið var stofnað 1904. Nú eru þau 41.
Fyrsta eftirlits og fóðurbyrgðafélagið var stofnað 1920.
Nú eru þau 10. Fyrsta mjólkurbúið var sett á laggimar í
Reykjavík af Mjólkurféíagi Reykjavíkur árið 1920. Ann-
að á Akureyri 1928, þriðja í Flóanum 1929, fjórða í ölf-
usinu 1930 og nú er Mjólkurfélag Reykjavíkur að endur-
byggja sitt mjólkurbú á öðrum stað í bænum. Má full-
yrða að öll þessi bú séu af þeirri fullkomnustu gerð, sem
nú þekkist.
,'"***•■*.*»***,..■«*.. 0 .•••••••••••••#•••••••••••••*. 0 ■••■••••••••••••*••**'*
....—
: i i :
II RÍKISPRENTSMIÐJAN II
4:
GrUTEISÍBERGr
Þingholtsstræti 6, Reykjavík
Pósthólf 164. Síraar 71 og' 471.
Prentsmiðjan annast prentun ríkis-
sjóðs og stofnana og starfsmanna ríkis-
ins. — Leysir auk þess af hendi alls
konar vandaða prentun svo sera bóka-
prentun, nótnaprentun, eyðublaðaprent-
un, skrautprentun, litprentun, raynda-
prentun o. fl.
Prentsmiðjan leggur áherslu á að
leysa alla vinnu fljótt og vel af hendi.
Pantanir utan af landi afgreiddar
eins fljótt og auðið er.
•/■"t Á?....?....... ............?......rfA-y'
» (,/••• ••• ......... •. .**. , ••..**•..•.
••••••••••••••••••* ^ *•••••••••••••• ***.(JJ).*** *••••••••••(«••* ^ '•••••••••••••••••((*
4:
: i
: ?
O:
• V.O
•:o
o