Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 84
1. október 2011 LAUGARDAGUR52 52 menning@frettabladid.is Bækur ★★★ Mannorð Bjarni Bjarnason Uppheimar Útrásarvíkingur óskar eftir óflekkuðu mannorði. Má vera mikið notað. Einhvern veginn þannig hefði smáauglýsing frá söguhetju skáldsögunnar Mann- orð eftir Bjarna Bjarna- son væntanlega litið út. Starkaður Leví heitir hann og honum finnst hundfúlt að geta ekki látið sjá sig á manna- mótum á Íslandi eftir að hafa tekið þátt í að keyra efnahag lands- ins í þrot. Peninga á hann nóga og þegar hann kemst í samband við dularfulla söluaðila á netinu sem segjast geta útvegað honum gott mannorð fyrir nokkra milljarða hikar hann ekki við að slá til. Mannorðið sem í boði er tilheyrir skáldinu Almari Loga, lífsþreyttum og afskaplega óspennandi manni sem eyðir dög- unum á Súfistanum skrifandi í dagbók og spjallandi við fólk sem dáist að honum. Þetta plott virðist frekar útóp- ískt við fyrstu sýn og lesandinn er fullur efasemda fyrstu fimmtíu síðurnar eða svo. Þetta er allt of ótrúlegt. En það merkilega gerist. Smátt og smátt vinnur sagan les- andann á sitt band. Hann sogast inn í söguna, fær áhuga á örlögum Starkaðar og fer að velta því fyrir sér í fullri alvöru hvort eitthvað þessu líkt gæti kannski bara vel gerst í raunheimum. Er kannski hægt að kaupa hvað sem er ef nægar greiðslur eru í boði? Sagan er lipurlega skrifuð og vel upp byggð. Framvindan hæfilega hæg og element vísindaskáld- sagnanna nægilega dempuð til að viðhalda trúverðug leikanum og spennunni. Persónurnar ágæt- lega skapaðar og togstreitan á milli þeirra skemmtilega tví- ræð. Doktorinn dularfulli, sem sér um mannorðssöluna, er eins og nýstokkinn út úr James Bond- mynd og tálkvendið Rita, sem hefur það hlutverk að halda bæði mannorðskaupanda og mannorðs- seljanda við efnið, gæti sómt sér hið besta í film noir frá sjötta áratugnum. Starkaður sjálfur er hvorki tilþrifamikil persóna né sympatísk en tekst þó að skríða undir húð lesandans og láta hann finna til samúðar og áhuga á af drifum hans. Veiki hlekkurinn er skáldið. Almar Logi er svo óáhugaverð persóna að það er erfitt að trúa því að einhver vilji leggja það á sig að yfirtaka líf hans. Hlýtur eiginlega að vera skárra að vera út hrópaður landráðamaður en þessi dula. En kannski er það einmitt hluti af boðskap sögunnar: Til þess að eiga og viðhalda óflekkuðu mannorði þarf manneskjan að lifa fullkom- lega viðburðasnauðu lífi og stíga aldrei út fyrir þægindarammann. Eða hvað? Í heildina er Mannorð skemmti- leg og áhugaverð bók sem vekur ýmsar spurningar um þann markaðs drifna heim sem við búum í og hvað það er sem drífur mann- skepnuna áfram í þeim heimi. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Lipurlega skrifuð og vel byggð skáldsaga sem sogar lesand- ann inn í heim á mörkum draums og veruleika og vekur óþægilegar spurningar. Svo miklu auðveldara að vera bara skáld Í kjölfar efnahagshruns- ins var skortur á kennslu í gagnrýninni hugsun og sið- fræði gagnrýndur. Heim- spekingar við Háskóla Íslands ákváðu að bregð- ast við og afraksturinn er Efling kennslu í gagnrýn- inni hugsun og siðfræði sem hefst í dag með opnu mál- þingi í Háskóla Íslands. „Páll Skúlason er upphafsmaður átaksins en Rannsóknarstofa um háskóla sem hann stýrir, Heim- spekistofnun og Siðfræðistofnun ákváðu að taka höndum saman um að bregðast við þeirri umræðu sem kviknaði í kjölfar efnahags- hrunsins um að kennslu í gagn- rýninni hugsun í skólum væri ábótavant,“ segir Henry Alexand- er Henrysson, heimspekingur og verkefnastjóri verkefnisins Efl- ing kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði. „Við byrjuðum á því að skoða hvað er kennt í grunn- skólum og framhaldsskólum og komumst að því í stuttu máli að það er einhver heimspekikennsla á öllum skólastigum en það er okkar skoðun að auka þurfi kennslu í greininni í skólum.“ Henry segir að fyrir utan að kenna heimspeki sé ekki síður mikilvægt að heimspeki sé flétt- uð inn í aðrar námsgreinar. „Það er mikilvægt að kennarar þori að fara í samræður við nemendur um grundvöll og tilgang greinar sinn- ar, og hvetji þar með nemendur til gagnrýninnar hugsunar. Eins og staðan er í dag eru fæstir nemend- ur sem hefja nám í háskóla góðir í að beita gagnrýninni hugsun. Efni sem nýtist við kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði verður sett inn á vefinn gagn- ryninhugsun.hi.is sem verður opnaður formlega í dag. Á næstu tveimur árum er einnig markmið að efna til fyrirlestraraða og mál- þinga og vinna að gerð kennslu- bóka bæði fyrir nemendur og kennara. Verkefnið er fjármagn- að af stofnunum þremur auk þess sem leitað verður styrkja við ein- stök verkefni. „Við vonumst til að undirtektirnar verði góðar,“ segir Henry að lokum. sigridur@frettabladid.is Vegur heimspeki í skólum verði meiri VILJA EFLA GAGNRÝNA HUGSUN Páll Skúlason og Henry Alexander Henrysson flytja báðir erindi á málþingi um gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum sem haldið verður í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Opið málþing verður í Odda í dag þar sem kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði verður tekin til umfjöllunar. Að þinginu standa Rannsóknarstofa um háskóla, Heimspekistofnun, Siðfræðistofn- un og félag heimspekikennara. ■ Málþingið hefst klukkan tíu með opnun vefjar um gagnrýna hugsun og siðfræði. Salvör Nordal ræðir svo gagnrýna hugsun og siðfræði í ljósi skýrslu Rannsóknar- nefndar Alþingis, Páll Skúlason ræðir hvort við ráðum hverju við trúm og Hreinn Pálsson fjallar um Heimspekiskólann. ■ Eftir hádegi verður gagnrýnin hugsun í skólakerfinu rædd í fjórum málstofum í Odda. Sú fyrsta ber heitið Hvar á gagnrýnin hugsun heima, önnur fjallar um gagnrýna hugsun í leik- og grunn- skólum, í þeirri þriðju og fjórðu er fjallað um gagnrýna hugsun í framhaldsskólum. Fyrir hádegi fer málþingið fram í stofu 101 í Odda en málstofurnar eru í stofum 104, 105, 205 og 206 í Odda og hefjast klukkan korter í eitt. ■ Nánari upplýsingar um mál- þingið má finna á síðunni www.gagnryninhugsun.is RÁÐUM VIÐ HVERJU VIÐ TRÚUM? ORT Í HUNDRAÐ ÁR Fyrstu háskólatónleikar hauststins verða haldnir í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 5. október. Þar flytja Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, og Sigurður Ingvi Snorrason, klarínetta, verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og nýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur. Svanhildur Óskarsdóttir les ljóð eftir íslensk skáld með og án undirleiks. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.