Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 6
1. október 2011 LAUGARDAGUR6 beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefð bundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðar- kerfið í ljósi þess hve matvæla- verð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu fram- leitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum land- búnaði. magnusl@frettabladid.is ÁSAMT HLJÓMSVEIT BJÖRNS THORODDSEN FLYTJA LÖGIN SEM MÖMMUR ELSKUÐU OG SUNGU Á 6. OG 7. ÁRATUG SÍÐUSTU ALDAR Raggi Bjarna · Hera Björk · Bjarni Baldvins AUKASÝNING 15. OKT. KL. 20.00 Heiðursgestur söngkonan Hjördís Geirsdóttir Björn Thoroddsen og hljómsveit: Vignir Þór Stefánsson píanó Jón Rafnsson bassi – Jóhann Hjörleifsson trommur UPPSELT Í KVÖLD Miðasala á salurinn.is og midi.is Þegar búvörur eru 45 prósent af matar- körfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt. MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR FORMAÐUR SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU Ert þú ánægð(ur) með lestrar- kennslu grunnskólabarna? Já 32,6% Nei 67,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga lögreglumenn að fá verkfallsrétt til að fylgja eftir kröfum í kjarasamningum? Segðu þína skoðun á visir.is SAMGÖNGUR Birgir Jónsson, nýhættur forstjóri Iceland Express, birti í gær hluta tölvupóst- samskipta sinna við eiganda félagins, Pálma Haraldsson. Af þessum töluskeytum má ráða að Pálmi var ekki andvígur því að ráða konu Birgis í starf yfirmanns hjá Iceland Express. Birgir segist í yfirlýsingu í gær hafa verið knúinn til að birta innihald samskipta sinna við Pálma eftir að stjórn félagsins hafi „lekið upplýsingum í fréttastofu Ríkisútvarpsins“ um að Birgir hafi viljað ráða sambýliskonu sína og aðra ættingja til starfa. Í tilkynningu sem stjórn félagsins sendi frá sér seint á fimmtudagskvöld segir að Birgir hafi komið fram með hugmyndir sem falið hafi í sér að „hreinsa út hluta af yfirstjórn félagsins, og ráða í hans stað fólk sér nákomið“, en á það hafi stjórn félagsins ekki fallist. Þar segir enn fremur að samið hafi verið um að Birgir sinnti rekstri félags- ins eins og almennt gildi um forstjóra. „Í samkomu- lagi við Birgi fólst ekki að honum yrði afhent eigenda- vald yfir félaginu.“ Að sögn Birgis er með þessu ráðist á hann með „ómaklegum, ódýrum og ósönnum hætti“. Hann þurfi því að „verja heiður sinn og sinna“. Í tövupósti sem Birgir segir vera frá Pálma lýsir eigandi Iceland Express sig samþykkan ráðningu sambýliskonu Birgis. Forstjórinn fyrrverandi bætir svo við að Pálmi hafi þess utan sagt á stjórnarfundi félagsins að það fyndist „ekki frambærilegri kona á landinu til að gegna þessar stöðu“. Birgir kveðst ekki vera hræddur við Pálma og hans fólk og hafa langa reynslu af því að starfa með þeim. „Því eru öll atriðin sem við deilum um til með skriflegu samþykki hans og ég mun ekki hika við að verja hendur mínar og birta þau ef það reynist nauðsynlegt,“ segir í yfirlýsingu hans. Skarphéðinn Berg Steinarsson hefur verið ráðinn forstjóri Iceland Express tímabundið. Hann á sæti í stjórn félagsins ásamt Pálma Haraldssyni og Sigurði G. Guðjónssyni. - gar, bj Nýráðinn forstjóri Iceland Express hættir vegna ágreinings við eiganda félagsins eftir tíu daga á forstjórastóli: Deila um ráðningu sambýliskonu Birgis BIRGIR JÓNSSON ATVINNUMÁL Yfir þrjátíu starfs- menn hafa hætt hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá því í júní. Fimm var sagt upp á fimmtudag. Starfs- lokasamningar hafa verið gerðir við 25 eldri starfsmenn. Að því er segir í tilkynningu frá OR er verið að fækka starfs- fólki í hagræðingarskyni. „Skipu- lagið er einfaldað og stjórnendum fækkað. Þá er lögð af starfsemi sem ekki er þörf fyrir með minnk- andi umsvifum. Átta störf eru lögð niður í breytingunum, á skrifstofu og verkstæðum,“ segir OR. Þá þiggja 25 starfsmenn tilboð um flýtt starfslok. Tilboðið er gert 67 starfsmönnum sem verða 63 ára eða eldri á árinu 2011. Það gildir fyrir þennan hóp út árið 2014 en ekki þá sem verða 63 ára eftir næstu áramót. Eigendur OR veita fyrir tækinu víkjandi lán á árunum 2011 og 2013. Það er hluti aðgerða- áætlunar sem í heild er upp á lið- lega 50 milljarða króna á fram til 2016. Um 30 milljarðar af því eiga að koma úr rekstri OR með hag- ræðingu og eignasölu. Breytingarnar á skipulagi OR beinast að veitustarfsemi fyrir- tækisins. Um áramótin verður OR síðan skipt í tvö félög um næstu áramót í samræmi við lög sem þá taka gildi. Rekstur virkjana og sala á rafmagni verður þá í sjálf- stæðu félagi. - gar OR hagræðir með starfslokasamningum við eldri starfsmenn og uppsögnum: Eldri en 62 ára hætta og fá árslaun ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Vinna á bug á fjárhagsvanda Orkuveitunnar með aðgerðaáætlun út árið 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEYTENDUR Margrét Kristmanns- dóttir, formaður Samtaka verslun- ar og þjónustu, harmar að bænd- um finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að inn- flutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðar- vörum. Þá hafa samtökin gagn- rýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur geng- ur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverj- um mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjón- um okkar í þessa átt,“ segir Mar- grét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verð- hækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækk- unum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað tals- vert minna í verði en aðrar neyslu- vörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum mál- flutning samtakanna alls ekki vera Vilja fjölga auka- krónum fjölskyldna Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að standa vörð um hefðbundinn landbúnað. Það sé hins vegar óeðlilegt að ríkisvaldið standi í vegi fyrir innflutningi á svína- og kjúklingakjöti sem sé of dýrt í verslunum. Verð á svína- og fuglakjöti hefur hækkað töluvert síðustu mánuði. Frá 2008 hefur almennt verðlag hins vegar hækkað meira. 140 130 120 110 100 90 80 70 jan. ‘08 jan. ‘11 ■ Vísitala neysluverðs ■ Svínakjöt ■ Fuglakjöt jan. ‘09 jan. ‘10 Vísitala hefur hækkað meira en kjötið Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) saka Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að koma í veg fyrir svo gott sem alla erlenda samkeppni við íslenskar landbúnaðarvörur og þar með þverbrjóta gildandi alþjóðasamninga. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi sem gæti lækkað verð til neytenda. Þetta er eitthvað sem verslun á Íslandi á ekki að sætta sig við,“ segir í frétt á vef samtakanna. Þar segir að sjálfsagt sé að gagnrýna kerfi sem hafi valdið því að íslenskir neytendur búi við eitt hæsta landbúnaðarverð í heimi á sama tíma og bændur séu láglaunastétt í samanburði við flestar aðrar atvinnugreinar. Saka ráðherra um að brjóta samninga KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.