Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 92
1. október 2011 LAUGARDAGUR60 Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins. Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Ökum undir bleikum merkjum enn á n‡ í október og nóvember Chris Cornell, söngvari rokk- sveitarinnar Soundgarden, segist hvorki kunna að lesa né skrifa nótur. Hann sér eftir því að hafa ekki haldið áfram með píanónám sitt þegar hann var lítill. „Ég lærði að lesa nótur þegar ég var tíu ára og var í píanónámi. Því miður var ég týndur í náminu. Mér leið eins og ég væri í skóla. Þetta var bara enn eitt fagið fyrir mér. Ég átti líka frekar grimm- an píanókennara,“ sagði Cornell. Hann reyndi að byrja að læra nótur aftur þegar hann var kom- inn á þrítugsaldur en fannst það mjög erfitt og hætti. Erfitt að læra nóturnar ENGINN NÓTNAMAÐUR Söngvari Soundgarden kann hvorki að lesa né skrifa nótur. Tvöföld plata með tónlist Bítlanna og enska söngvarans Tony Sher- idan verður gefin út í nóvember. Útgáfan nefnist The Beatles with Tony Sheridan: First Recordings. Bítlarnir spiluðu með Sheridan eftir að tónlistar mógúllinn Bert Kaempfert uppgötvaði hljóm- sveitina á tónleikum á nætur- klúbbi í Hamborg árið 1961. Pete Best spilar á trommur á plötunni og á meðal laga eru Ain´t It Sweet sem John Lennon syngur og Cry for a Shadow sem er ósungið og er eftir gítar leikarann George Harrison. Tvöföld plata frá Bítlunum BÍTLARNIR Tvöföld plata með Bítlunum og Tony Sheridan er væntanleg. Leikkonan Eva Longoria deilir fyrsta sæti lista tímaritsins Forbes yfir best launuðu leikkonurnar í sjónvarpi, með gamanleikkonunni Tinu Fey úr 30 Rock þáttunum. Longoria, sem leikur hina fögru Gabrielle í Aðþrengdum eiginkon- um, vann sér inn um einn og hálf- an milljarð á síðasta ári. Þess bera að geta að allar fjór- ar aðalleikkonur þáttanna sitja í fyrstu tíu sætum listans en þætt- irnir njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim og er áttunda serí- an nýfarin í loftið í Bandaríkjun- um. Leikkonan Marcia Cross sem leikur hina snyrtilegu Bree í þáttunum er í þriðja sæti listans en Teri Hatcher og Felicity Huff- man sitja saman í sjötta sæti. Vellaunaðar leikkonur Á TOPP TÍU Eva Longoria, Teri Hatcher, Marcia Cross og Felicity Huffman eru allar meðal tíu launahæstu leikkvenna í sjónvarpsgeiranum. Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur valdið ákveðnum usla í heimalandi sínu, Brasilíu, með nýj- ustu auglýsingaherferð nærfata- merki síns, Hope. Auglýsingarnar þykja ýta undir kynjamisrétti og sýna konur í röngu ljósi. Í auglýsingunum má sjá konu á nærfötunum reyna að fá eiginmann sinn til að fyrirgefa henni fyrir að hafa eytt of miklu á kredit kortinu, klesst bílinn og leyft tengdamóður- inni að búa hjá þeim. Einkunnarorð auglýsinganna eru svo „Þú ert bras- ilísk kona – notaðu sjarmann“. „Herferðin hlutgerir konur kyn- ferðislega fyrir karlmönnum og sýnir kynin sem gamaldags stað- almyndir. Hún hjálpar líka til við að rífa niður alla þá jafnréttis- vinnu sem við höfum gert síðustu ár,“ segir talsmaður aðalskrifstofu samtaka kvenna í Brasilíu, en henni hafa borist fjölmörg símtöl og bréf frá reiðum konum í Brasilíu. Gisele Bündchen tekur þessu hins vegar létt og segir herferð- ina vera saklaust grín en íhugar að draga hana til baka þar sem hún vill ekki styggja viðskiptavini sína, konur í Brasilíu. Gisele reitir samlanda sína til reiði STYGGIR VIÐSKIPTAVININA Auglýsinga- herferð Gisele Bündchen er í uppnámi en hún þykir hlutgera konur og sýna þær í röngu ljósi. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.