Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 20
RÁÐSTEFNA UM D-VÍTAMÍN Föstudaginn 21. október, kl. 08.30-13.00, á Reykjavík Natura Nánari upplýsingar á www.heillheimur.is Skráning á heillheimur@heillheimur.is eða í síma 864-0981 VERTU SÓLARMEGIN Í LÍFINU 8.30 Setning Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu 8.40 Stutt og laggott í D dúr 8.45 D-vítamínbúskapur fullorðinna Íslendinga Prófessor Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir innkirtlasjúkdómad. LSH 9.15 ABC en ekkert D! Kolbeinn Guðmundsson, sérfr. í efnaskipta- og innkirtlasjúkd. barna 9.45 Vitundarvakning á norðurslóðum Anna Þóra Ísfold, meistaranemi í Lýðheilsuvísindum við HÍ 10.05 Morgunverður 10.30 Þarf að D-vítamínbæta íslensk matvæli? Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við matvæla- og næringarfr.deild HÍ 11.00 Er ég D í fortíð sé Haraldur Magnússon, osteópati, B.Sc. (hons) 11.30 The D-lightful Vitamin D For Your Health Dr. Michael F. Holick, Ph.D., M.D., Professor of Medicine, Physiology and Biophysics at Boston University 12.30 Pallborðsumræður 13.00 Ráðstefnuslit Fundarstjóri: Friðfinnur Hermannsson, EMPH og ráðgjafi hjá Capacent Dr. Holick er margverðlaunaður fyrir rannsóknir sínar á D-vítamíni og þykir einkar líflegur fyrirlesari. The Vitamin D Solution - Dr. Holick VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. KOMIN Í BÍÓ! SENDU SMS SKEYTIÐ ESL ABD Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! BOÐSM IÐI BOÐSMIÐI VILTU VINNA MIÐA? FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR GOS OG FLEIRA! 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA 1. október 2011 LAUGARDAGUR Hugurinn reikar mörg ár aftur í tímann þegar ég var lítil stelpa og pabbi starfaði sem lögreglumaður. Minningarnar streyma fram. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar hann var keyrður heim af vinnufélögum sínum, hann skalf svo mikið að mamma þurfti að klæða hann úr fötunum með hjálp þeirra. Þau hjálpuðust svo að við að koma honum ofan í heitt baðið því hend- ur hans létu ekki að stjórn sökum kulda. Ég varð hrædd en á sama tíma stolt af pabba mínum því hann hafði bjargað manni frá drukknun. Maðurinn hafði ætlað að svipta sig lífi og pabbi minn lagði sig í hættu með því að stinga sér á eftir honum út í sjó. Ég man daginn sem pabbi kom heim eftir nokkurra daga vinnu við að bjarga fólki í Vestmannaeyja gosinu. Ég man þegar við fjölskyldan þurft- um að yfirgefa heimili okkar vegna þess að okkur var hótað lífláti, þá vann pabbi í fíkniefna- deildinni. Ég var nýkomin með bílpróf þegar ég sótti litla bróður minn í bíó. Þegar við komum að heimili okkar hafði bíl verið ekið í gegnum garðinn og á húsið okkar. Þarna var veikur einstaklingur að verki, hann var vopnaður hnífi og reyndi að drepa pabba minn. Til allrar hamingju var pabbi stór og sterk- ur, náði að yfirbuga manneskjuna og slapp með smá skurði. Ég var í heimavistarskóla á þessum tíma og dreymdi lengi á eftir að þessi manneskja myndi elta mig uppi. Á svipuðum tíma fengu foreldrar mínir hótun um að yngri bróður minn yrði drepinn, hann var þá sjö ára. Ég man að mamma þurfti að hætta að vinna því það mátti ekki líta af honum. Ég gekk með mitt fyrsta barn þegar annar veikur einstakling- ur bankaði upp á á heimili okkar. Þegar ég kom til dyra var hurðinni þrykkt upp og mátti minnstu muna að ég fengi hurðina í magann en þá var ég gengin með barnið á níunda mánuð. Pabbi hafði reynt að hjálpa þessum einstaklingi og þetta voru fylgikvillarnir. Pabbi hætti að starfa sem lög- reglumaður þegar hann varð sex- tugur (kannski sem betur fer því mér er annt um heilsu hans) og var þá kominn í yfirmannsstöðu. Mánaðarlaun hans verða ekki gefin upp hér en það var bæði hægt að hlæja og gráta yfir þeim. Systir mín útskrifaðist seinna sem lögreglumaður. Ég man þegar við ætluðum að kíkja út á lífið saman fyrst eftir að hún útskrifaðist. Við vorum ekki komnar á dansgólfið þegar dauða- drukkinn einstaklingur vatt sér að henni og hellti yfir hana blóts- yrðunum því að hún hafði stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Ég man líka þegar hún þurfti að bíða lengi eftir niður stöðum úr blóð- mælingu því að hún hafði verið bitin af einstaklingi sem var með lifrarbólgu. Það er vafalaust mjög margt gefandi við það að starfa sem lögreglumaður en ég held að við þurfum ekki að efast um það að álagið er mikið hjá þessari stétt og ekki aðeins á lögreglumönnum sjálfum heldur fjölskyldum þeirra líka. Ég lít upp til lögreglumanna og styð þá af fullum hug í baráttu sinni fyrir betri launakjörum. Dóttir og systir lögreglumanna Kjaramál Sandra Jónasdóttir íþrótta- og heilsufræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.