Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 32
1. október 2011 LAUGARDAGUR32 SMÁRATORGI 1 FAGNAR 1. ÁRS AFMÆLI ALLIR SEM VERSLA YFIR HELGINA FYRIR 10.000 - FÁ AÐ AUKI EINA VÖRU AÐ EIGIN VALI GEFINS! OPNUNARTÍMAR: MÁN - FÖS 11-18 LAU 10-18 SUN 13-18 SMÁRA TOGI 1 • KÓP AVOGI WWW. DOMTI .IS FJÖLDI ANNARRA TILBOÐA! E inu sinni las ég viðtal við Mads Mikkelsen, þú veist, danska leik- arann. Þegar blaða- maðurinn ætlaði að fara að spyrja hann einhverra persónulegra spurninga svaraði hann: Ég held alltaf fjöl- skyldunni utan við vinnuna. Ég er ekki Mads Mikkelsen en er samt að spá í að taka hann mér til fyrir- myndar. Mér finnst mjög óþægi- legt að tala um sjálfan mig og mér finnst mitt persónulega líf ekki koma neinum við. Aumingja konan mín er gift mér og greyið dóttir mín á mig fyrir pabba. Það er ekki þeim að kenna að ég er í þessari vinnu.“ Þetta verður að virða. Í þessu við- tali fáum við þess vegna ekkert að heyra um hvað Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri elskar kon- una sína mikið og hvað hann lang- ar til að eignast mörg börn í viðbót. Höldum okkur við bíósögur, svona að mestu leyti. Fullur frumsýningarskjálfta Ef eitthvað er að marka viðtökurn- ar sem Eldfjall fékk á forsýningunni þurfa Rúnar og aðrir aðstandendur myndarinnar ekki að örvænta um framhaldið. Fagnaðarlætin komu engum á óvart. Reyndar eru bíó- gestir á forsýningum íslenskra bíó- mynda alla jafna svo kurteisir og meðvirkir að þeir brosa, klappa og blístra, óháð gæðum myndarinnar. Líkast til var það þó ekki ástæðan fyrir öllu klappinu núna. Eldfjall hefur fengið feiknagóðar viðtökur í útlöndum. Hún hefur fengið lof í helstu bíóbransablöðunum, henni var vel tekið í Cannes, hún verð- ur framlag Íslands til Óskarsverð- launanna og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir meðbyrinn var Rúnar fullur kvíða daginn fyrir forsýn- inguna, þar sem hann sat úti fyrir á Hressó, þar sem reykingamenn geta enn sest niður og fengið sér sígar- ettu í skjóli frá haustrigningunni. „Maður hefði haldið að maður væri búinn að fá frumsýningarskjálft- ann úr kerfinu. En þetta er íslensk mynd um Íslendinga og íslenskan samtíma. Síðasta vika hefur verið mikil uppskeruhátíð fyrir allt það fólk sem stendur að myndinni. Við erum öll mjög spennt.“ Vill helst búa á Íslandi Rúnar og fjölskylda hans fluttu til Íslands fyrir um ári, eftir nokk- urra ára dvöl í Danmörku. Hér vilja þau allra helst búa, svona ef krepp- unni fer eitthvað að létta hjá kvik- myndagerðarmönnum. „Mig langar til að halda áfram að gera myndir á Íslandi, með mínu samstarfsfólki hér, sem er svo gott að vinna með. En fyrst verð ég að átta mig á því hvar mínir möguleikar liggja. Hvort það eigi eftir að taka mig fimm ár að fjármagna næstu íslensku mynd, eða hálft ár í Danmörku. Þótt ég líti á mig sem ungan mann, 34 ára gamlan, eru takmarkað margar myndir sem ég get gert um ævina. Ég er ekki tilbúinn að bíða í fimm ár eftir næstu mynd, þó að ég elski land mitt og þjóð og vilji allra helst vera hér.“ Theodór mesti töffarinn Síminn hringir, einmitt þegar Rúnar ætlar að fara að brjótast út í mikilli ræðu um hvað ein mynd eins og Eldfjall skilar miklu fé í þjóðar- búið. Enda ekki vitlaust að halda því til haga. Eldfjall hefur þegar skil- að nokkur hundruð milljónum til Íslands í formi styrkja frá erlendum sjóðum. Og svo eru það allir útlend- ingarnir sem sjá myndina, heillast af Íslandi og koma hingað í förmun á næstu árum. En nóg um það, og aftur að því að hlera símtalið: „Sæll Teddi minn! Ég er í miðju viðtali og var einmitt að fara að tala vel um þig. Má ég ekki hringja í þig eftir smá stund þegar ég er búinn?“ Rúnari þykir greinilega vænt um manninn á hinni línunni. „Ég var rosalega ánægður með leikar- ana í myndinni. Theodór Júlíusson er einn besti leikari sem við eigum. Hann er einn harðasti nagli sem ég þekki, en á sama tíma eitt viðkvæm- asta blómið. Hans mannlegu eigin- leikar og í ofanálag hans leikhæfi- leikar gera það að verkum að hann er mjög sérstök týpa.“ Heilsteyptasta verkið hingað til Fólk á tímamótum í lífinu er oftar en ekki umfjöllunarefni Rúnars. Þetta á vissulega við um Eldfjall, sem Rúnari sjálfum þykir sitt heil- steyptasta verk hingað til. Myndin fjallar um Hannes, 67 ára gamlan húsvörð sem er að stíga yfir á síð- asta skeið lífs síns. Hannes hefur lifað undir því oki að það sé veik- leikamerki að sýna tilfinningar. Það hljóta margir að geta speglað sig í þeim manni. „Það gefur tímamótum Hannesar aukaþyngd að hann hefur lítinn tíma til stefnu til að breyta lífi sínu. Þar af leiðandi er ástandið grafalvarlegt. Kannski sýnir þessi mynd að það er aldrei of seint að líta til baka og reyna að átta þig á því hvort þú hefðir viljað hafa líf þitt öðruvísi á einhvern hátt.“ Sjálfur finnur Rúnar samhljóm með Hannesi. „Ég man eftir því að hafa verið að díla við þessar spurn- ingar um karlmennsku þegar ég var unglingur. Það er gamli skólinn og svo er það nútímamaðurinn. Ég er af þeirri kynslóð sem er föst þarna á milli. Nútímamaðurinn er eiginlega ekki enn þá orðinn til. Mjúki maður- inn er ekki til.“ Frá hjara veraldar til allra átta Stuttmyndirnar hans Rúnars, og nú Eldfjall, hafa leitt hann á ótrúlegustu staði jarðarkringlunn- ar. Hann hefur sótt kvikmyndahá- tíðir allt frá Abu Dhabi og Tókýó til smábæjar á Suður-Ítalíu, þar sem bæjarbúar snæddu saman kvöld- verð á torginu og horfðu á myndina hans á stórum skjávarpa. Nú síðast var það Kasakstan. „Þetta er auð- vitað mikið ævintýri fyrir mig, sem er héðan af hjara veraldar. Ég hefði til dæmis ábyggilega aldrei farið til Kasakstan af sjálfsdáðum. Ég mun aldrei gleyma því.“ Fram undan er meira af því sama, ferðalög á framandi kvikmynda hátíðir með Eldfjall í farteskinu. Hún er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og það eitt og sér gæti opnað Rúnari nýjar og ókunnar gáttir. „Ef við komumst í gegnum næsta sigti að Óskars- verðlaununum erum við komin í einhvern samkvæmisleik sem ég er allt of lítill strákur til að átta mig á. Þá þarf ég að fara að lesa bækur og tala við fróða menn!“ VILL VERA Á ÍSLANDI Rúnar og fjölskylda hans vilja helst vera áfram á Íslandi. Hann segist þó ætla að láta það ráðast af því hversu lengi kreppan ætlar að vara hjá kvikmynda- gerðarmönnum. Ef það taki hann fimm ár að fjármagna eina mynd hér en hálft ár í Danmörku, eigi hann engra kosta völ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mjúki maðurinn er ekki til Bíómyndinni Eldfjalli hefur verið hampað í útlöndum. Þrátt fyrir það var leikstjórinn Rúnar Rúnarsson svo fullur frumsýningar- skjálfta fyrir forsýninguna hér að hann mátti varla við tvöföldum espressó á Hressó með Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur. Hann lét sig samt hafa það, vafði sér sígarettu, kveikti í og gerði það sem honum finnst óþægilegast í heimi – að tala um sjálfan sig. Ef við komumst í gegnum næsta sigti að Óskars- verðlaununumá erum við komin í einhvern sam- kvæmisleik sem ég er allt of lítill strákur til að átta mig á. Í bíósalnum á frumsýningunni mátti heyra áhorfendur hér og þar um salinn snökta yfir tilfinningaþrungnustu atriðunum. Rúnar myndi seint teljast til gamanmyndaleikstjóra, þó að honum finnist sjálfum myndirnar sínar oft frekar fyndnar. „Ég er stund- um að pissa í mig af hlátri yfir einhverju sem aðrir brosa kannski út í annað yfir. Ég reyni að ná inn í myndirnar mínar þessum litlu augnablikum, þessum litlu skondnu hlutum sem eru allt í kringum okkur dagsdaglega. En nei, nei, ég bý ekki til gamanmyndir.“ Hann vill samt ekkert frekar láta flokka sig sem listrænan leikstjóra. „Ég er ekki að gera myndirnar mínar fyrir menn- ingarskríbenta. Ég hef gaman af fallegum hlutum og ég reyni að leysa myndirnar mínar á fagurkeralegan hátt. Fyrir vikið fellur maður í listrænan flokk. En sjálfur myndi ég frekar halda að ég væri í Hollywood-áttina en í þá listrænu. Hingað til hefur ekkert sem ég hef gert endað í mesta svartnætti, þótt það sé kannski ekki í einhverju kandífloss-ljósi. Þetta er allt einhvers staðar á gráskalanum.“ Flokkun yfirleitt fer í taugarnar á Rúnari. „Ég er stundum spurður: „Hver er markhópurinn fyrir þessa mynd. Er þetta eitthvað sem ungt fólk getur séð?“ Mér finnst erfitt að svara því. Ég reyni að gera myndir um venjulegt fólk. Það er alveg sama hvort aðalsöguhetjan er stelpa úr einhverju fiskiþorpi í Danmörku eða gamall maður frá Vestmannaeyjunum. Ef maður fjallar af virðingu um venjulegt fólk er ákveðinn sam- hljómur í okkur öllum. Það skiptir engu máli hvort þú ert 18 ára eða 67 ára. Um leið og við byrjum að gera hluti fyrir mark- hópa erum við að tala niður til fólks.“ ■ FREKAR Í HOLLYWOOD-ÁTTINA EN ÞÁ LISTRÆNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.