Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  28. tölublað  100. árgangur  BINGÓ- KÚLURNAR HAFA VINNINGINN NÝTT ÍSLENSKT LEIKRIT DANSINN GENGUR FYRIR Í LÍFI OKKAR SÁ GLATAÐI 30 ÁSTRÓS OG MATTHIAS 10ANNA SVAFA AÐALSMAÐUR 33 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aðeins einn af hverjum átta Pólverj- um sem tóku þátt í könnun Eflingar meðal atvinnuleitenda kvaðst geta haldið uppi almennum samræðum á íslensku. Er hlutfallið aðeins 13%. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir þetta áhyggjuefni. „Það er ljóst að sveigjanleiki fólks til að leita sér nýrra atvinnutæki- færa skerðist verulega ef viðkom- andi hefur ekki tök á málinu. Könn- unin leiddi einmitt í ljós að Íslendingar sóttu um mun fleiri störf en Pólverjar,“ sagði Harpa. Straumur til landsins Nýjar tölur yfir búferlaflutninga erlendra ríkisborgara til og frá land- inu á síðasta ári sýna að þeir eru að ná jafnvægi og að með sama áfram- haldi flytjist fleiri hingað en í burtu. Alls fluttust hingað 2.754 erlendir ríkisborgarar í fyrra eða nærri átta dag hvern, allt árið um kring. Inn- flytjendur af erlendum uppruna eru nú um 25.700 og fjölgar börnum þeirra hratt ár frá ári. Þróunin kem- ur Ómari Harðarsyni, deildarstjóra á Hagstofunni, ekki á óvart. „Sú þróun er þekkt í öðrum lönd- um að önnur kynslóð innflytjenda verði jafn fjölmenn og skráðir inn- flytjendur í viðkomandi landi, til dæmis í Hollandi,“ segir Ómar. Utangátta á Íslandi  Könnun Eflingar bendir til að skortur á málafærni hamli Pólverjum í atvinnuleit  Átta erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins á degi hverjum í fyrra MÞúsundir fluttust hingað »13 Fjölgar um 300 á ári » Hagstofu Íslands telst til að börnum innflytjenda sem fæð- ast á Íslandi hafi fjölgað úr 1.560 1. janúar 2008 í 2.582 á sama degi ársins 2011. » Fjölgunin er ríflega 300 á ári hin síðari ár og ætti heildar- talan að vera nærri 3.000 nú. Borgaryfirvöld samþykktu síðast- liðið haust að láta 6,5 milljónir í ör- yggismyndavélar í miðborginni en viðræður hafa staðið milli borgar- innar og lögreglu um málið frá því í byrjun árs 2011. Af þeim 8 vélum sem settar voru upp árið 1997 eru aðeins 2-3 virkar í dag. Ekki hefur náðst sátt um hvernig standa eigi að rekstri vélanna, sem ku vera nokkuð kostnaðarsamur. „Við eigum eftir að setjast niður og fara yfir t.d. eignarhaldið á vél- unum,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavík- urborgar, sem fer með málið fyrir hönd borgarinnar. Beðið sé eftir við- brögðum frá lögreglu við sam- komulagi sem lagt var fram í fyrra. Samkvæmt því stendur m.a. til að kaupa 6 nýjar vélar og segir Anna mikinn vilja til að klára málið sem fyrst og auka þannig öryggi íbúa borgarinnar. holmfridur@mbl.is 6,5 milljónir til í öryggismyndavélar Morgunblaðið/Golli Brostu Aðeins 2-3 öryggismynda- vélar eru virkar í miðborginni.  Beðið eftir viðbrögðum frá lögreglu Sannarlega er gott að eiga skjól hjá góðum vini þegar vindar blása grimmt á ísaköldu landi. Rigning og rok barði á fólki víða í gær og svo var um þess- ar stúlkur sem voru á ferðinni í borginni og létu veðrið ekki ræna sig bros- inu, enda getur eitt bros dimmu í dagsljós breytt eins og skáldið sagði. Vin- átta er dýrmætari en allt heimsins gull og mörg eru þau máltækin sem til eru um þetta fyrirbæri sem enginn getur pantað eða krafist. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Morgunblaðið/Eggert  Samkeppnis- eftirlitið mun á næstu dögum funda með Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda, FÍB, um álagn- ingu og verð- samkeppni olíu- félaganna. FÍB hefur bent á að nær enginn verð- munur sé lengur á milli félaganna og að þau hafi verið að auka álagn- ingu sína til að mæta minnkandi sölu. Spár um eldsneytisverð benda til áframhaldandi hækkana, en þær hafa gríðarleg áhrif á bæði almenn- ing og fyrirtæki. »6 Samkeppnisyfirvöld funda um bensínið  Framkvæmdir hófust eftir ára- mót við byggingu verksmiðju sem sérhæfir sig í endurvinnslu á stáli á Grundar- tanga. „Und- irbúningur er í fullum gangi og er verið að smíða búnað og byggingu. Starfs- manna- aðstaða er komin upp, það er búið að grafa og er byrjað á að slá upp fyrir sökklum svo hægt verði að byrja að steypa,“ segir Arthur Garðar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri GMR Endurvinnsl- unnar ehf., sem stendur að verkefn- inu. Er fyrst og fremst um að ræða endurvinnslu á stáli sem fellur til við rekstur álvera hér á landi. Hrá- efnið nýtist áliðnaðinum, auk þess sem markaður er fyrir það erlend- is. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður 30 þúsund tonn á ári en unnt verður að þrefalda afköstin ef tekst að tryggja nægt hráefni. Heildar- fjárfestingarkostnaður er 1.640 milljónir kr. Samningar um fjár- mögnun og búnað eru frágengnir. 20 menn verða í fullu starfi í verk- smiðjunni, um 40 manns koma að uppbyggingunni á árinu. »13 Bygging verksmiðju komin í fullan gang Ógilding samkeppnisyfirvalda á samruna Euro Refund Group North á Íslandi ehf. (Tax Free) (ERGN) og Valitors ehf. frá því árið 2009 stend- ur. Hæstiréttur dæmdi í gær að mál- inu væri vísað frá héraðsdómi. Samkeppniseftirlitið ógilti kaup Valitors ehf. á öllu hlutafé í ERGN í janúar 2009. Það taldi að markaðir þeir sem fyrirtækin störfuðu á væru nátengdir. ERGN kærði ákvörðun Sam- keppnisyfirvalda til áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Áfrýj- unarnefndin staðfesti ógildingu sam- runans í maí 2009. ERGN og Valitor skutu úrskurðinum þá til dómstóla. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr- skurðinn úr gildi í febrúar 2011 og áfrýjaði Samkeppniseftirlitið dóm- inum til Hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði m.a. til þess að ERGN hefði verið slitið og höfðu að- ilar því enga hagsmuni af því að fá hnekkt banni við samruna félagsins og Valitors. Þá hafði Valitor ekki kært ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins til áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála. gudni@mbl.is Ógilding samkeppnis- yfirvalda stendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.