Morgunblaðið - 03.02.2012, Síða 15

Morgunblaðið - 03.02.2012, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Störfum við fiskvinnslu í Vest- mannaeyjum hefur fjölgað á síðustu árum. Mestu munar að hjá Vinnslu- stöðinni störfuðu á síðasta ári að meðaltali 238 manns við vinnslu á fiski í landi. Fyrir aðeins fjórum ár- um voru starfsmennirnir 100 færri, eða 138 að meðaltali árið 2008. Fyr- irtækið Godthaab í Nöf hefur fest sig í sessi og þar starfa nú um 80 manns að staðaldri. Fyrr í vikunni var því fagnað að áratugur er liðinn síðan vinnsla á fiski hófst hjá fyr- irtækinu með 20 starfsmönnum. Þegar mest er umleikis yfir há- sumarið er starfs- mannafjöldi fyr- irtækjanna enn meiri en að fram- an greinir. Ýmsar orsakir liggja að baki fjölgun starfa í fiskvinnslu í Eyjum og víðar, en fyrst og fremst hefur hagstæð gengisþróun fyrir útflutn- ingsgreinar stuðlað að þessari þró- un. Fyrirtækin eru samkeppnishæf- ari en áður með fisk, sem fluttur var óunninn úr landi. Aflamark í ýsu hef- ur dregist saman og einnig hafa stjórnvöld viljað hamla gegn útflutn- ingi á óunnum fiski og var m.a. sett á 5% útflutningsálag á fisk, sem vigt- aður var í höfnum erlendis. Síðast en ekki síst skiptir vinnsla makríls miklu máli í þessu sambandi. „Í hnotskurn er ástæða meiri vinnslu í landi sú að það er einfald- lega hagkvæmt og fiskvinnslan er samkeppnisfærari en áður,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar. „Árin 2003 til 2005 talaði ég jafnvel um að leggja landvinnsluna af, þar sem hlutfallslegur launa- kostnaður hér gerði okkur ósam- keppnisfær við markaði í Evrópu. Nú er þessu öfugt farið og fisk- vinnslan hefur eflst á nýjan leik á sama tíma og útgerðin stendur nokkurn veginn í stað.“ Aðspurður hvort kreppan ytra hafi ekki áhrif á fisksölu héðan segir Sigurgeir að enn sem komið er hafi útflytjendur lítið fundið fyrir slíku. „Við flytjum reyndar ekkert út á Grikkland svo ég veit ekki hvernig staðan er þar. Annars staðar í Evr- ópu er fullt af fólki sem vill kaupa og borða fisk, auk þess sem heilsubylgj- ur hjálpa til í þeim efnum. Ef við vöndum okkur og framleiðum góða vöru eigum við að geta staðið okkur. Áhyggjuefnið er hins vegar íslensk stjórnvöld, því það er sannarlega pólitísk áhætta í sjávarútvegi,“ segir Sigurgeir. Hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum starfa að staðaldri 40-50 manns í landi við vinnslu á bolfiski. Þessi fjöldi er nokkuð stöðugur og ekki miklar breytingar á starfs- mannafjölda eftir árstímum. Íslendingar í meirihluta Því var fagnað í Godthaab í Nöf á á miðvikudag að áratugur var þá lið- inn frá því að fiskvinnsla hófst hjá fyrirtækinu. Fimm hjón í Eyjum stóðu að stofnun þess og höfðu sex þeirra verið starfsmenn Ísfélags Vestmannaeyja þegar frystihús þess varð eldi að bráð í desember árið 2000. Þau ákváðu í kjölfarið að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur og hefur starfsemin styrkst með hverju árinu sem síðan er liðið. „Landvinnsla hefur aukist mikið í Eyjum síðustu ár,“ segir Einar Bjarnason, skrifstofustjóri og einn eigenda fyrirtækisins. Starfsmenn- irnir eru nú 80 talsins, Íslendingar að langstærstum hluta en 10-15 út- lendingar sem búsettir eru í Eyjum starfa þar einnig. Yfir hásumarið síðustu ár þegar unnið er að heil- frystingu makríls fer starfs- mannafjöldinn yfir 120. Einar segir að starfsmönnum hafi fjölgað um 10 frá 2008. Hagstætt að fullvinna „Við erum ekki með útgerð á okk- ar vegum og treystum að mestu á Eyjabáta sem við erum með í föstum viðskiptum og kaupum fisk af öðrum fyrirtækjum hérna. Við erum í sam- keppni við fyrirtæki sem flytja út óunninn fisk og bjóðum í hverri viku í fisk á móti þeim, stundum fáum við hann, stundum ekki. Umhverfið er hagstætt um þessar mundir fyrir þá sem standa í útflutningi og við telj- um gengið vera rétt skráð, en það er ekki víst að allir séu sammála því. Núna er hagstætt að fullvinna fiskinn hér heima,“ segir Einar. Godthaab í Nöf býður upp á sendi- þjónustu á fiski um allt land. Fólk pantar vöruna þá á netinu og hún er síðan flutt með Flytjanda og af- greidd frá stöðvum þess fyrirtækis víða um land. Einar segir þessa þjónustu hafa vaxið ár frá ári og skipti vissulega máli í rekstrinum, þó svo að útflutningurinn sé burðar- ásinn í starfseminni. Vinnslunni vex fiskur um hrygg  Vinnslustöðin í Eyjum hefur fjölgað starfsmönnum í fiskvinnslu í landi um 100 frá því fyrir hrun  Godthaab í Nöf með 80 starfsmenn, en voru 20 þegar fyrirtækið tók til starfa fyrir áratug Ljósmynd/Óskar Pétur Kökur og kertaljós Starfsfólk og eigendur Godthaab í Nöf gerðu sér dagamun þegar tíu ára vinnsluafmæli var fagnað, frá vinstri: Einar Bjarnason, Jón Ólafur Svansson, Sigurjón Óskarsson, Björn Þorgrímsson og Daði Pálsson. Þegar kom að því að velja nafn á nýtt fisk- vinnslufyrirtæki í Eyjum komu upp ýmsar hugmyndir og þar á meðal nafnið Godtha- ab en á bakvið það var nokkuð sérstök saga. Í kaffistofu Ísfélagsins var gamalt tré- skilti til skrauts en skilti þetta var af gamla Godthaabhúsinu í Vestmanna- eyjum sem var í eigu Einars Sigurðssonar. Áletrunin á skiltinu var Godthaab 1830. Þegar slökkvistarfi var lokið í brunanum mikla í frystihúsi Ísfélagsins ár- ið 2000 og farið var að huga að skemmdum kom í ljós að nánast allt var brunnið sem brunnið gat, vinnslusalir voru rústir einar, flökunarvélar og frystiskápar voru nánast járnhaugar, eldurinn hafði engu eirt, ekki fremur í kaffistofunni en annars staðar. Eitt var það þó sem uppi stóð nánast óskemmt eins og haldið hefði verið yfir því verndarhendi í öllum hremming- unum, nefnilega gamla skiltið af Godthaabhúsinu. Út frá þessu kom hug- myndin að nafni á fyrirtækið og ekki skemmdi fyrir merking orðsins þ.e. Godthaab-Góðvon. Þar sem húsnæði félagsins á Garðavegi heitir Nöf, varð nafnið Godthaab í Nöf fyrir valinu. Skilti af gömlu húsi VERNDARHENDI Í ÖLLUM HREMMINGUNUM Bruninn í Ísfélaginu árið 2000. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ákveðið var að fresta heimkomu leiguþyrl- unnar Sýnar, þegar í ljós kom leki í vökva- kerfi á aðalgírboxi við reglubundið eftirlit í Færeyjum í gær. Landhelgisgæslan hefur tekið þyrluna á leigu til þess að sinna leitar-, björgunar- og eftirlitsstörfum og lagði hún af stað frá Noregi í gærmorgun en millilenti í Færeyjum um hádegisbil. „Flugið frá Noregi gekk afar vel og þetta var ekkert sem varð vart við í fluginu,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Vanda- málið hafi komið í ljós þegar leggja átti aftur af stað í loftið frá Færeyjum. „Þeir millilentu til að taka eldsneyti en við skoðun fyrir flug- tak sá flugvirkinn, sem er alltaf með í vélinni, olíusmit,“ segir Hrafnhildur. Öryggisins vegna hafi verið ákveðið að kanna málið nán- ar. Hrafnhildur segir lekann ekki stórvægi- legan en hugsanlega þurfi að fá varahlut til að gera við hann. Þó sé von á þyrlunni heim í dag og verði þær þá orðnar tvær; Sýn og Gná. „Líf er í stórri skoðun í Noregi en þegar hún kemur aftur þá verða þyrlurnar þrjár, að minnsta kosti út árið, þar sem leiguþyrlan var leigð til tólf mánaða,“ segir Hrafnhildur. Líf sé væntanleg úr skoðuninni í lok mars eða byrjun apríl. Á ferð og flugi Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hélt til Ítalíu á miðvikudagsmorgun en hún verður við landamæraeftirlit fyrir Landa- mærastofnun Evrópusambandsins á Miðjarð- arhafi næsta mánuð. Stendur til að vélin fari í annað slíkt verkefni seinna á árinu. Þá er verið að undirbúa brottför nýja varð- skipsins Þórs, en það mun á næstu dögum sigla til Noregs til viðgerða. Er áætlað að þær muni taka einhverjar vikur en Hrafn- hildur segir ómögulegt að áætla viðgerðar- tímann. Á meðan muni varðskipið Ægir sjá um eftirlit á hafsvæðinu við Ísland en varð- skipið Týr lagði á þriðjudag af stað til Ný- fundnalands, þar sem það mun sinna eftirliti út mars fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evr- ópsambandsins. Gert við leiguþyrluna í Færeyjum  Leka vart í vökvakerfi á aðalgírboxi Sýnar  Þyrlan væntanleg til landsins í dag  Varðskipið Þór siglir til Noregs á næstu dögum  TF-SIF við eftirlit á Miðjarðarhafi og Týr við Nýfundnaland Flug Eftir að þyrlan Líf kemur úr skoðun verða þyrlur Gæslunnar þrjár til áramóta. TF-SYN » Vélin á að leysa af TF-LIF sem er í stórri skoðun í Noregi. » Ekki varð vart við lekann á flugi en hann sást við reglubundið eftirlit fyrir flugtak í Færeyjum. » Þegar TF-LIF kemur úr skoðun í lok mars eða byrjun apríl verða þyrlurnar þrjár til ársloka, en TF-SYN var tekin á leigu til tólf mánaða. Á fiskveiði- árinu 2010- 2011, sem lauk í lok ágúst, voru flutt út um 27.276 tonn af óunn- um ísuðum fiski á erlenda markaði, samtals að verðmæti um 10 milljarðar króna. Þetta var þriðja árið í röð sem útflutn- ingur á óunnum fiski dróst sam- an á milli fiskveiðiára. Til sam- anburðar voru flutt út 39.138 tonn á fiskveiðiárinu 2009/10 að verðmæti 13,4 milljarðar. Af einstökum tegundum var mest flutt út af gullkarfa á síð- asta fiskveiðiári eða 6.244 tonn, það er þónokkru minna en undangengin ár. Áfram var sam- dráttur í útflutningi á ýsu sem árin á undan hafði verið sú teg- und sem mest var flutt út af en á síðasta fiskveiðiári voru flutt út 6.070 tonn. Þess má geta til samanburðar að fiskveiðiárið 2008/09, voru flutt út 21.994 tonn af ýsu. Nokkru minna var flutt út af þorski eða 3.552 tonn saman- borið við 4.925 tonn fiskveiði- árið 2009/10 en samdrátturinn er hlutfallslega ekki jafn mikill og í ýsunni. Minna flutt út óunnið GULLKARFI FÓR UPP FYRIR ÝSUNA Sigurgeir B. Kristgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.