Morgunblaðið - 03.02.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 03.02.2012, Síða 36
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ég ætla ekki að gefast upp 2. Íslenskur kynfæraþvottur ... 3. Segjast ekki hafa áreitt Leoncie 4. Komið að sársaukamörkum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gamla skólahljómsveitin leikur fyr- ir dansi á hinu árlega febrúarballi á Hótel Sögu annað kvöld. Heiðurs- gestur kvöldsins verður Sveinn Guð- jónsson, sem stofnaði fyrstu skóla- hljómsveitina í Hagaskóla árið 1962. Gamla skólahljóm- sveitin í Sunnusalnum  Tilraunatón- listarmanninn Drekka frá Indi- ana í Bandaríkj- unum ættu ýmsir að kannast við enda hefur hann spilað margoft hér á landi sl. ár. Hann er á tónleikaferðalagi um Evr- ópu og lýkur því í Reykjavík um helgina. Á laugardag verður hann í Artíma galleríi en á sunnudag á Bakk- usi ásamt Þóri Georg. Drekka lýkur tón- leikaferð í Reykjavík  Hljómsveitin The Vaccines með bassaleikaranum Árna Hjörvari Árna- syni er tilnefnd til NME-tónlistarverð- launanna sem besta nýja hljóm- sveitin og er plata þeirra What Did You Expect From The Vacc- ines? tilnefnd í flokkn- um besta platan. Þá er sveitin einnig til- nefnd til BRIT- verðlaunanna sem besti breski nýlið- inn. The Vaccines tilnefnd til NME-verðlaunanna Á laugardag Gengur í suðvestan 10-18 með skúrum eða éljum, en úrkomulítið norðaustantil. Hvassast sunnantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag Lægir, léttir víða til og frost 0 til 5 stig. Gengur í suð- austan 10-15 með slyddu eða rigningu suðvestanlands síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlægari og léttir til norðan- og aust- anlands, en dálítil él sunnan- og vestanlands. Hiti 1 til 5 stig. VEÐUR Eiður Smári Guðjohnsen getur byrjað að æfa á ný með gríska liðinu AEK eftir 4-6 vikur en hann er á bata- vegi eftir að hafa fót- brotnað í október. Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK, segir að ekki hafi verið sett óþarfa pressa á Eið um að spila á þessu tímabili en vonast sé til að hann geti eitthvað hjálpað liðinu á lokasprettinum. »1 Setja ekki óþarfa pressu á Eið „Ég ætla að sjálfsögðu að reyna að halda þessum körlum fyrir utan liðið. Ég reikna ekki með því að þeir hafi verið keyptir til að sitja á bekkn- um. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið í svona stöðu áður. Við þurftum að styrkja og stækka leik- mannahópinn,“ segir Heiðar Helguson hjá QPR, en liðið keypti tvo öfluga framherja fyrr í vik- unni. »1 Heiðar hvergi smeykur við samkeppnina Valsmenn fóru illa með topplið Hauka þegar keppni á Íslandsmóti karla í handbolta hófst á ný í gærkvöldi eftir langt hlé. Þeir unnu sjö marka sigur og geta vel blandað sér í baráttuna um fjórða sætið. HK knúði fram sigur í baráttuleik á Akureyri, Fram lenti í miklu basli með botnlið Gróttu en vann að lokum og FH þurfti að hafa mikið fyrir sigri á Aftureldingu. »2-3 Topplið Hauka steinlá á Hlíðarenda ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján Jónsson kjon@mbl.is Anna Birna Björnsdóttir er 24 ára nemandi í innanhússarkitektúr og húsgagnahönnun við Listaháskólann í Bergen í Noregi og lýkur BA-prófi í vor. Nemendurnir í hönnunardeild- inni eru 11, allt Norðmenn fyrir utan Önnu Birnu. Þau duttu nýlega í lukkupottinn: þeim var boðið að sýna frumgerð af húsgagni eftir sig á einni stærstu húsgagna- og hönnunar- ráðstefnu í Norður-Evrópu í febrúar, Stockholm Furniture&Light Fair, nánar tiltekið í sal er nefnist Green House þar sem ungt fólk fær að spreyta sig. „Við vorum mjög heppin, stand- urinn okkar er við innganginn, hann er það fyrsta sem fólkið sér þegar það kemur inn í salinn,“ segir Anna Birna. „Broti er húsgagn sem getur virkað á marga vegu og gerir lífið notalegra. Hægt er að nota hann sem sæti, borð, blaðastand og fótskemil, jafnvel allt samtímis. Hann er einföld sessa með tveim rifum sem liggja þvert hvor yfir aðra og mynda þann- ig kross. Með honum fylgja tvö L- laga borð sem hægt er að setja inn í sessuna á marga vegu eftir þörfum.“ Hugmynd Önnu Birnu er að Broti verði framleiddur í þremur stærðum, hægt sé að leggja sig á dýnuna í stærstu gerðinni. Hún segist hafa fylgst með því hvernig fólk á það til að setja fæturna upp á sófaborðið og teygja sig síðan í poppið eða annað á borðinu, með Brota sé m.a. hægt að sitja án þess að þurfa alltaf að teygja sig! Anna Birna segir að mikil áhersla sé lögð á að nemendur hafi í huga að hlutirnir séu hagnýtir ekki síður en fallegir. Þurfa að kunna að selja Anna Birna ólst upp í Hveragerði en fluttist 13 ára til Reykjavíkur, lauk námi á viðskiptabraut í Versl- unarskólanum en fór síðan í hönn- unarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði. „Ég fór í Versló af því að það er mik- ilvægt fyrir hönnuði að hafa eitthvert vit á markaðsfræði, hvernig á selja og þess háttar,“ segir hún. „Ég er búin að fá mjög góð viðbrögð við Brota hjá fólki hér, það eru allir voða spenntir að sjá hvernig þetta gengur á sýningunni í Stokkhólmi. Þarna hittir maður framleiðendur, þeir eru að skoða hvað er í boði.“ -En er dýrt að stunda þetta nám? „Ég bjóst við því, þar sem þetta er víða dýrt, til dæmis í Bandaríkj- unum. En í þessum skóla borgar maður aðallega fyrir efnið sem mað- ur notar en ekki mikið fyrir að vera hérna. Annars kom kærastinn með mér út og hann er í vinnu og heldur okkur eiginlega uppi meðan ég er í náminu. Og mig langar í masters- nám.“ Broti er notalegt ólíkindatól  Íslenskur nemi í hönnun sýnir eigið fjölnota húsgagn Sófi og fleira Anna Birna Björnsdóttir á fjölnota húsgagninu sem hún hannaði sjálf og nefnist Broti. Hún fær nú tækifæri til að kynna Brota á alþjóðlegu hönnunarráðstefnunni í Stokkhólmi 7.-11. febrúar. Við Listaháskólann eða Kunst- høgskolen í Bergen er hægt að ljúka háskólanámi í sjónlistum og hönnun. BA-námið í listum eða hönnun tekur þrjú ár og mast- ersnám tvö ár að auki. Nemendur eru um 300. Á heimasíðu skólans er mynd af Önnu Birnu og Brota auk mynda af tveim öðrum hönn- unarnemendum með sín húsgögn. Skandinavísk húsgögn hafa lengi verið heimsfræg fyrir góða hönnun, Anna Birna segir Dani og Svía vera fremsta en Norðmenn séu líka ofarlega á blaði. „Oft hef- ur maður lengi þekkt húsgögn án þess að vita að þau væru hönnuð í Noregi,“ segir hún. Norðmenn ofarlega á blaði SKANDINAVÍSK HÚSGAGNAHÖNNUN ER HEIMSFRÆG Húsakynni Listaháskólans í Bergen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.