Morgunblaðið - 03.02.2012, Page 27

Morgunblaðið - 03.02.2012, Page 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yð- ar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. (Esk. 20, 20.) Ný sænsk rannsókn sýnir að 20%minni líkur eru á banaslysum í umferðinni séu bílar á nagladekkjum. Þetta kom fram hjá Sumarliða Guð- björnssyni, sérfræðingi á tjónasviði Sjóvár, í morgunþætti Bylgjunnar í vikunni. Hann benti jafnframt á að í hálkunni að undanförnu hefðu engin dekk virkað eins vel og nagladekk. x x x Þessar upplýsingar koma Víkverjaekki á óvart því hann var eins og belja á svelli í bíl sínum í höfuðborg- inni þegar hálkan var sem mest. Vík- verji reynir að fara að lögum og reglum og þó hann sé ekki alltaf sam- mála ákvörðunum stjórnenda borgar- innar fékk hann sér vetrardekk án nagla þegar yfirvöld lögðust gegn notkun nagladekkja. Þessi breyting hefur leitt til þess að aðeins snarræði Víkverja hefur í tvígang forðað hon- um frá því að lenda í árekstri á ný- liðnum vikum. x x x Þessi boð og bönn fara annars ekkivel í Víkverja. Svo virðist sem kjörnir stjórnendur haldi að Ísland sé milljónaþjóð en ekki land með íbúa- fjölda á við úthverfi í miðlungsborg úti í heimi. Vissulega er mikil mengun vegna bíla í Aþenu og þar þarf stund- um að takmarka umferð, en þessi gegndarlausi áróður á móti notkun nagladekkja í Reykjavík virkar á Vík- verja eins og sameining skóla víðs vegar í borginni virkar á foreldra barna sem hlut eiga að máli. x x x Íumferðinni er aðalatriðið að öku-tækið sé vel og rétt búið til akst- urs, að öll öryggistæki séu í lagi, og ökumenn hagi akstri í samræmi við aðstæður hverju sinni. Sumarliði sagði að könnun, sem Sjóvá hefði gert á dekkjabúnaði óökufærra bifreiða eftir að hafa lent í árekstri í desember sl., hefði sýnt að ein af hverjum fjórum bifreiðum hefði verið með óviðunandi dekkjabúnað. Þessu mætti líkja við það að fara út í umferðina með bilað stýri. Víkverji veltir því fyrir sér hvort auknir skatt- ar hindri að fólk hugi að öryggi bíls- ins. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 tónverkið, 8 lífga, 9 fyrirgefning, 10 gyðja, 11 tákn, 13 samsafn, 15 dæld, 18 sanka saman, 21 rödd, 22 úthluti, 23 útlit yfirborðs, 24 málvenju. Lóðrétt | 2 truflun, 3 sorp, 4 lands, 5 vondur, 6 misgán- ingur, 7 hræðslu, 12 ílát, 14 hita, 15 slæpast, 16 ham- ingju, 17 ásynja, 18 lítið, 19 smánarblett, 20 nabbi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlúir, 4 hanki, 7 tafls, 8 gengi, 9 púl, 11 arra, 13 bann, 14 gubba, 15 hífa, 17 klár, 20 fat, 22 nefna, 23 urtum, 24 ilina, 25 trauð. Lóðrétt: 1 hátta, 2 útför, 3 rasp, 4 hagl, 5 nenna, 6 iðinn, 10 út- búa, 12 aga, 13 bak, 15 hendi, 16 fífli, 18 litla, 19 rómuð, 20 fala, 21 tukt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 3. febrúar 1937 Í Eyjafirði sáust sérstök norð- urljós „sem stöfuðu í allar átt- ir út frá einum depli, sem þó var dimmur,“ eins og sjónar- vottur lýsti þessu fyrirbæri sem mun vera nefnt norður- ljósahjálmur. 3. febrúar 1944 Hótel Ísland, stærsta timbur- hús í Reykjavík, brann. Einn maður fórst en meira en fjöru- tíu var bjargað. „Slökkviliðið vinnur þrekvirki í björgun nærliggjandi húsa,“ sagði Vís- ir. Þetta var mesti eldsvoði í borginni í tæp þrjátíu ár. 3. febrúar 1975 Gunnar Þórðarson hlaut lista- mannalaun, fyrstur popp- tónlistarmanna. Þá höfðu átta- tíu lög eftir hann verið gefin út á plötum. 3. febrúar 1981 Síðasti torfbærinn í Reykjavík var rifinn. Þetta var Litla- Brekka við Suðurgötu. 3. febrúar 1991 Eitt mesta fárviðri í manna minnum gekk yfir landið. Eignatjón var á annan milljarð króna en engin alvarleg slys. Langbylgjumastur sem staðið hafði í sextíu ár á Vatns- endahæð fauk um koll. Í Vest- mannaeyjum mældist ein mesta vindhviða sem vitað er um hér á landi, um 237 kíló- metrar á klukkustund (66 metrar á sekúndu). Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Það er bara skemmtileg tilhugsun að verða þrí- tug. Maður er orðinn svolítið fullorðinn en á ennþá næga orku eftir og ég held að það verði bara skemmtileg ár framundan,“. segir Sigrún Helga Lund stærðfræðingur, sem fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. Hún ætlar að halda upp á daginn með afmælispartíi í Mjölniskastalanum. Sigrún Helga æfir í bardagaíþróttaklúbbinum Mjölni, brasilískt Jiu-jitsu og aðrar bardagalistir og lætur vel af því. „Ég byrjaði í haust en féll al- veg fyrir þessu og æfi í öllum frítíma mínum. Ég fæ margt út úr þessu, bæði mjög góða hreyfingu og svo ótrúlega góða útrás. Þetta er líka góð andleg þjálfun því þetta snýst mikið um að láta tækni vinna með sér og láta skynsemina yfir- vinna styrk. Þetta er gott bæði fyrir líkama og sál.“ Sigrún Helga er stærðfræðingur að mennt og kennir tölfræði við Verk- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og leggur jafnframt stund á doktorsnám í tölfræði við HÍ. Hún hefur sannarlega í nógu að snúast því auk þessa syngur hún í Söngsveitinni Fílharmóníu en kór- inn er þessa dagana að æfa Hringadróttinssinfóníuna fyrir stór- tónleika í Hörpu 17. febrúar. omfr@mbl.is Sigrún Helga Lund stærðfræðingur er 30 ára Tölur, söngur og Jiu- jitsu (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Samstarfsmenn ykkar eru algerlega óútreiknanlegir í dag og gætu átt það til að hella sér yfir ykkur. Reyndu að finna tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hugdirfska þín leiðir þig á framandi slóðir og þú munt upplifa mikil ævintýr. Prófaðu að viðurkenna að þú gætir haft rangt fyrir þér í staðinn fyrir að rökræða. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú byrjar alltaf á því að vera al- mennilegur, því það virkar oftast vel fyrir þig – en ekki alltaf. Dagurinn í dag mun reynast þér erfiður í þeim efnum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú munt sjá að samvinna skilar betri árangri en að hver sé í sínu horni. Hvort þú vilt tjá þig um það er undir þér komið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert uppreisnargjarn, órólegur og óþolinmóður í dag og átt að gæta þess að leiðast ekki út í rifrildi og þras. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú þarf að veita sköpunargáfunni út- rás. Reynsla þín ætti að fleyta þér í höfn. Farðu yfir stöðuna, þá finnurðu hvað vantar (23. sept. - 22. okt.)  Vog Besta leiðin til þess að nýta orku dags- ins er að vinna af kappi. Flýttu þér samt hægt og gefðu öðrum möguleikum gaum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er nauðsynlegt að eiga ein- hvern til þess að deila með gleði og sorg því það er engum hollt að byrgja allt inni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það gæti verið freistandi að beygja reglurnar svona einu sinni, en þú skalt hugsa þig tvisvar um áður en þú geng- ur gegn farsælu lífsmóttói þínu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Erfið verkefni munu útheimta mikið hugrekki af þinni hálfu. Reyndu að láta þetta hafa sem minnst áhrif á þig því þú ert með þitt á hreinu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú munt sjá að misjafn sauður er í mörgu fé. Vertu rólegur; ástæðanna er ekki hjá þér, þú getur ekki leyst þeirra vandamál. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Leggðu áherslu á jákvæða styrkingu á vinnustað, þannig fer sem minnstur tími til spillist. Reyndu að slaka á og minna sjálfa/n þig á að þú þurfir ekki að taka end- anlega ákvörðun í málinu. Stjörnuspá Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Sudoku Frumstig 8 2 1 7 4 9 3 4 2 7 5 8 1 2 5 3 9 7 9 1 8 7 5 2 1 5 9 8 1 7 4 3 1 3 7 4 6 5 3 4 9 8 4 1 9 8 9 7 3 6 6 8 1 2 4 5 5 1 2 6 4 4 5 8 2 2 1 5 4 5 7 8 6 3 7 6 1 5 9 6 3 4 8 7 2 8 7 6 2 9 1 5 4 3 2 3 4 5 7 8 6 1 9 4 1 7 9 5 6 3 2 8 6 2 5 4 8 3 1 9 7 9 8 3 7 1 2 4 6 5 3 4 1 8 2 9 7 5 6 7 6 2 3 4 5 9 8 1 5 9 8 1 6 7 2 3 4 9 5 4 2 7 8 3 1 6 1 3 7 4 6 9 8 2 5 8 2 6 1 5 3 4 9 7 7 4 5 8 2 6 9 3 1 2 6 8 3 9 1 5 7 4 3 1 9 5 4 7 2 6 8 6 7 2 9 8 5 1 4 3 4 8 3 7 1 2 6 5 9 5 9 1 6 3 4 7 8 2 1 9 6 7 3 2 5 8 4 4 7 5 9 6 8 2 3 1 3 2 8 1 5 4 9 6 7 5 6 9 3 4 1 7 2 8 2 3 7 5 8 6 4 1 9 8 1 4 2 9 7 6 5 3 9 5 1 6 7 3 8 4 2 6 8 2 4 1 9 3 7 5 7 4 3 8 2 5 1 9 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 3. febrúar, 34. dagur ársins 2012 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Útspilsraunir. S-Allir. Norður ♠G7 ♥DG32 ♦G973 ♣DG9 Vestur Austur ♠D10965 ♠K2 ♥94 ♥Á10875 ♦652 ♦104 ♣ÁK5 ♣10643 Suður ♠Á843 ♥K6 ♦ÁKD8 ♣872 Suður spilar 1G. Sagnir eru fábrotnar: suður opnar á 15-17 punkta grandi og allir passa. Vestur á útspilið og það virðist nokkuð rakið að byrja á spaðanum, en hvort skyldi vera betra að spila út tíunni eða smáspili? Bæði útspilin voru prófuð í sveita- keppni Bridshátíðar. Tían gaf ekki góða raun. Sagnhafi setti upp gosa blinds og ýmist drap eða dúkkaði kóng austurs. Það breytti þó engu um fram- haldið, því nú er átta suðurs orðin stór- veldi. Hér heppnast vel að spila út „fjórða hæsta“. Liturinn er brotinn í einu höggi og vörnin nær í sjö slagi. Er þá málið afgreitt – á að spila út smáu frá slíkum lit? Augnablik. Í mörgum stöðum vinnur tían betur, til dæmis ef blindur á ♠G73 og sagnhafi ♠Á84. Hvað segja reikni- meistarar? Flóðogfjara 3. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.02 3,0 9.34 1,6 15.37 2,8 21.47 1,4 10.04 17.20 Ísafjörður 5.13 1,6 11.43 0,8 17.43 1,4 23.51 0,6 10.24 17.10 Siglufjörður 1.04 0,5 7.31 1,1 14.03 0,4 20.23 1,0 10.08 16.52 Djúpivogur 6.35 0,7 12.30 1,2 18.40 0,6 9.37 16.46 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Staðan kom upp í A-flokki Corus skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Tékkneski stórmeistarinn David Nav- ara (2712) hafði svart gegn armenska kollega sínum Levon Aronjan (2805). 57… g5+! 58. fxg5 hxg5+ 59. Kh5 De4! 60. Kxg5 Re6+ og hvítur gafst upp enda taflið tapað eftir 61. Kh5 Rg7+ 62. Kh4 De1+ 63. Kg5 De5+. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Levon Aronjan (2805) 9 vinninga af 13 mögulegum. 2.-4. Magnus Carlsen (2835), Teimour Radjabov (2773) og Fabiano Caruana (2736) 8 v. 5.-6. Vas- sily Ivansjúk (2766) og Hikaru Nakam- ura (2759) 7 1/2 v. 7. Gata Kamsky (2732) 7 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.