Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Góðir vinir Ástrós og Matthias eyða miklum tíma saman í dansinum. Hér eru þau heima á Íslandi í janúar. beitum við okkur alfarið að því,“ segir Ástrós sem býr í Suður- Frakklandi, heima hjá Matthiasi. Verð að læra tungumálið „Ég leigi herbergi á heimili hans og við erum í raun eins og systkini. En það tekur tíma að að- lagast nýjum dansherra, við þurfum að kynnast sem persónur og líka að læra hvort á annað sem dansfélagar. Við æfum alla virka daga og kepp- um nánast allar helgar,“ segir Ást- rós sem neitar því ekki að það reyni á að vera ein úti í Frakklandi, hún er þar án fjölskyldu sinnar og vina og auk þess talar fjölskylda Matt- hiasar mjög litla ensku. „Ég er að læra frönsku og Matthias er líka að bæta sig í enskunni. Þetta gerir mér vissulega erfitt fyrir við að kynnast fólki, en ég geri allt fyrir dansinn. Ég vil dansa og geri það sem þarf að gera. Ég er svo heppin að íslensk vinkona mín sem er að gera það sama og ég, að dansa við franskan strák, býr í klukkutíma fjarlægð frá mér og við hittumst mikið. Það er rosa gott að hafa hana.“ Ákvað að gefa allt í dansinn Ástrós segist vera frekar óvenjuleg í dansheiminum af því hún byrjaði svo seint að dansa. „Það var ekki fyrr en ég var fimmtán ára eða fyrir rúmum tveimur árum. Ég hafði vissulega verið í djassballett í mörg ár hjá Báru og ég var líka að- eins í fimleikum til að byggja upp líkamlegan styrk. En þegar ég próf- aði samkvæmisdansa hjá Dansskóla Ragnars Sverrissonar þá fann ég strax að þetta var eitthvað fyrir mig. Ég dansaði fyrst með strák sem er í Dansíþróttafélagi Hafnar- fjarðar og ég er enn skráð þar, þó svo að ég keppi núna fyrir Frakk- land. Aðalþjálfarinn okkar hér heima var Rússinn Maxim Petrof, en ég þurfti líka að taka marga aukatíma hjá Helgu Dögg því þetta var allt svo nýtt fyrir mér. Ég dans- aði fjóra til sjö tíma á dag sem varð til þess að ég náði ekki að sinna náminu mínu í Fjölbraut í Garðabæ. Ég þurfti því að velja og hafna. Og ég valdi dansinn. Ég hætti í skól- anum þegar ég fékk þetta tækifæri til að fara út til Frakklands. Ég ákvað að gefa allt í dansinn,“ segir Ástrós sem hitti Matthias í fyrsta sinn í ágúst úti í Nice. „Við tókum prufu til að sjá hvort við pössuðum saman sem danspar og það gekk svona rosalega vel. Við höfum verið að dansa síðan.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Velkomin í Litlatún í Garðabæ Opið virka daga frá kl. 7 - 18 og um helgar frá kl. 8 - 17. er í Litlatúni. Verið velkomin. Það verður að viðurkennastað ég er klaufi. Fyrir ekkisvo löngu síðan kveikti ég íhrærivélinni, hellti yfir mig hálfum brúsa af olíu, setti hvítvíns- edik í stað sýróps í kökuna mína og tæmdi úr kryddstauk yfir steikar- pönnu. Allt þetta afrekaði ég að gera á sama sólarhringnum. Að því sögðu geta flestir kinkað kolli og verið sam- mála mér þegar ég segist vera klaufi. Eitt vandræðalegasta atvik í lífi mínu er líka tengt klaufaskap mínum. Það gerðist fyrir fjórtán árum síðan en er mér enn í fersku minni og það er ekki langt síðan mér hætti að líða illa við að hugsa aftur til baka. Ég var að vinna á pítsastað, hvar ég hafði starfað nær alla mína menntaskólagöngu. Ég var með tölu- verða reynslu af því að þjóna þó að ég væri rétt komin yfir tvítugt. Á þess- um stað var hvítlauksolía borin fram í lítilli könnu og í könnunni teskeið. Ég var samviskusamur starfsmaður og byrjaði vaktirnar mínar á því að yfir- fara salinn og fylla á hvítlauksolíu- könnurnar. Ég var rétt mætt á vakt- ina þegar tvenn hjón komu inn og pöntuðu borð fyrir fjóra. Þau ítrekuðu að þau þyrftu skjóta þjónustu, nýkomin heiman frá sér í Keflavík á leið í leikhús að pítsaátinu loknu. Þjónustan gekk hratt og vel fyrir sig og þegar ég sá að þau voru að ljúka við máltíðina fór ég til að tæma borðið hjá þeim. Um leið og ég greip í pönnu sem var á borðinu sá ég hvernig hvítlauks- olíukannan tókst á flug. Líkt og í bíó- mynd hægðist á tímanum, olíu- kannan snerist á hvolf og úr henni tæmdist á allra heilagasta svæði ann- ars eiginmannsins. Ég, í fáti mínu, varð alveg miður mín, henti frá mér pönnu og diskum á næsta borð, greip í pappírsservíettu og byrjaði að þurrka olíuna úr buxum hans. Svo vandasöm við verk mitt og með hjart- að á yfirsnúningi var ég að mér láðist að horfa á svip gestanna við borðið, sem ku hafa verið eftirminnilegur. Það eina sem ég sá var að servíett- an tættist öll upp og bréftægjur sátu eftir í buxum mannsins, og svo ég rifji það upp, á hans heilagasta svæði. Nú ég var hvergi nærri hætt. Hljóp inn í eldhús, náði mér í blauta tusku, bleytti hana upp úr sódavatni (hafði heyrt að það virkaði vel), þaut aftur til baka að manninum, lagðist á hnén og hóf að strjúka olíuna burt úr buxum hans, aftur. Það var svo ekki fyrr en konan hans sagði í léttum tóni: Oohh, hún gerði þetta bara til að fá að strjúka þér, sem ég áttaði mig á hversu af- káralegri aðstöðu ég var í. Öllum þessum árum seinna nota ég því tæki- færið núna og segi: Kæri ókunni maður úr Keflavík, sem fórst í olíulegnum pappírs- tægju-buxum í leik- hús, mér þykir þetta svo leiðinlegt. Fyrir- gefðu. »...olíukannan snerist áhvolf og úr henni tæmd- ist á allra heilagasta svæði annars eiginmannsins. HeimurSignýjar Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.