Morgunblaðið - 03.02.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 03.02.2012, Síða 10
Dans Ástrós og Matthias í góðri sveiflu á Reykjavík- urleikunum fyrir skemmstu. Þau eru aðeins 17 ára en á mikilli siglingu í dansheiminum. Ástrós og Matthias dansa alla virka daga og keppa flestar helgar fyrir Frakkland úti í heimi. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Tilfinningin sem fylgir því að dansaer ólýsanleg. Ég hverf inn í minn eig-in heim þar sem ekkert er nema ég,dansfélagi minn og dansinn. Þetta snýst líka um hvernig ég tjái mínar tilfinn- ingar. Og að vilja ná árangri. Þetta er það sem ég er góð í og ég vil komast langt í því. Keppnisskapið þarf vissulega að vera til staðar. Og það er nauðsynlegt að hafa sjálfs- aga,“ segir Ástrós Traustadóttir sem er aðeins 17 ára en hún og dansherrann hennar og jafn- aldri, hinn franski Matthias Allain, sigruðu í latino-dönsum í sínum aldursflokki á Reykja- víkurleikunum (Reykjavik International Gam- es) sem nýlega voru haldnir hér. Er ég sjálfur í dansinum Matthias hefur dansað lengur en Ást- rós, eða frá því hann var ellefu ára. „Mér líst rosalega vel á Ástrós sem dansfélaga en reynsla okkar saman er enn svo stutt, við þurfum að dansa saman lengur til að ná enn betri árangri. Við höfum verið að keppa und- anfarna mánuði um alla Evrópu með góðum árangri, við unnum til dæmis bikarmót Frakklands í okkar flokki sem heitir Youth, en elstu keppendur þar eru 17 ára eins og við. Það er stíft prógramm framundan hjá okkur, við munum keppa úti fyrir Frakkland hverja einustu helgi fram til 18. mars. Evr- ópumeistaramótið er í mars og svo komum við til Íslands í sumar til að æfa og vinna. Síðan förum við til Kína á heimsmeistaramótið í nóv- ember. Dansinn er líf mitt, framtíð mín og ástríða mín. Þegar ég dansa þá er ég full- komlega ég sjálfur,“ segir Matthias sem er mikill listamaður og málar olíumálverk í frí- stundum sínum. Meiri möguleikar í útlöndum Ástrós flutti út til Frakklands snemma síðastliðið haust til þess að geta dansað með Matthiasi. „Ég vildi eitthvað meira en það sem hægt er að gera hér heima, því það eru miklu meiri möguleikar úti. Það er stutt og ódýrt að ferðast til annarra Evrópulanda frá Frakk- landi og fyrir vikið keppum við á miklu fleiri mótum en íslensk pör hafa tækifæri til sem búa hér heima. Það er líka mjög áríðandi að vera sem mest sýnilegur í þessum heimi ef maður ætlar að ná árangri. Og reynslan er ómetanleg. Þetta síðasta ár okkar í Youth er rosalega mikilvægt fyrir okkur, og núna ein- Dansinn er líf okkar og ástríða 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Care Collection þvottaefni, sérstaklega framleitt fyrir Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar Fer betur með þvottinn Þvottavél, verð frá kr. 184.500 Þurrkari, verð frá kr. 158.400 Farðu alla leið með Miele Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í Þýskalandi í 108 ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast. Sparaðu með Miele Það er fínt að geta gert hlutina al- mennt frekar auðveldlega. Eins og t.d. að taka til í fataskápnum eða raða saman fatnaði þannig að heild- arútkoman verði góð. Á vefsíðunni realsimple.com undir beauty & fas- hion er að finna góð og einföld tísku- ráð. Þar er meðal annars hægt að lesa góð ráð um hvað helst sé ráðleg- ast að eyða litlu eða miklu í í fata- skápnum. Mælt er með því að kaupa sér boli og annað sem maður er í næst sér fremur ódýrt. Enda þvær maður slíkar flíkur oftar en aðrar og þær endast því ekki endilega lengi. Gallabuxur er mælt með því að eyða meira aðeins í. Enda er endalaust hægt að raða saman við gallabuxur skyrtum og bolum. Þær eru klassísk eign í fataskápinn og ágætt að eiga nokkrar til skiptanna. Mælt er með að vanda sig við kaup á nærfötum en eyða minna í „skemmtistaðaskó“. Vefsíðan www.realsimple.com Morgunblaðið/Kristján Skótau Það er auðvelt að sanka að sér fallegum fatnaði og skóm. Góð ráð við fatakaup Í verkinu Skrímslið litla systir mín fá börn að taka þátt og upplifa í miklu návígi töfra leikhúss, tón- listar og myndlistar. Sagan segir af myrkfælnum strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið út á heimsenda og lærir í leiðinni að elska litlu systur sína. Í verkinu býður höfundur þess og flytjandi, Helga Arnalds, börn- unum inn í hvítan pappírsheim þar sem . pappírinn lifnar smám sam- an við og verður að persónum sögunnar. Eftir sýninguna fá börn- in svo tækifæri til að skapa úr pappírnum sem notaður var í sýn- ingunni undir handleiðslu Helgu og Evu Signýjar Berger, sem báðar eru myndlistamenn. Charlotte Bö- ving er leikstjóri og Eivör Páls- dóttir er stjóri er höfundur og flytjandi tónlistar en Páll Guð- mundsson er hljóðfærasmiður og Jóhann Birgir Bjarnason ljósa- hönnuður. Endilega… …sjáið lítið skrímsli Skrímsli Fígúrur á pappír lifna við. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ljósmynd/ Örvar Moller

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.