Morgunblaðið - 03.02.2012, Side 8

Morgunblaðið - 03.02.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 mánudaginn 6. febrúar, kl. 18, í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Karólína Lárusdóttir Karólína Lárusdóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Þau eru að hrannast upp merkinum að almenningur lætur ekki skjaldborgarliðið blekkja sig leng- ur.    Þannig skrifar Halldór Úlf-arsson, Mosfellsbæ: „Ég spyr mig stundum, hvort það sé jafnmikið að marka Samfylk- inguna í ESB og skjaldborgina um heimilin. Þá er örugglega óhætt að sleppa ESB.    Mér er nokksama hvaða ríkisstjórn er við völd, bara ef hún skilar góðu verki. og þó ekki væri nema smá heið- arleika, en hjá þessari ríkisstjórn er allur trúverðugleiki löngu, löngu, löngu horfinn.    Fyrstu daga þessa árs fór allurfréttaflutningur „fjölskyldu- fyrirtækisins“ RÚV bæði í Kastljósi og fréttum í að ræða um einhvern áburð fyrir bændurna og íslenska pressan fór bókstaflega á hliðina, þó er þessi áburður ekki verri en það að hann fær vottun í Evrópu.    Nú er ég ekki að mæla meðþessum áburði, en ég vildi gjarnan að RÚV kynnti sér jafn rækilega málefni heimilanna og tæki þau jafn föstum tökum og áburðinn.    Svo verður að krefjast þess aðþegar búið er að dæma Geir Haarde verði hver einasti þingmað- ur og ráðherra VG og Samfylk- ingar tekinn fyrir næst vegna ótrú- legs dómgreindarleysis í málefnum heimilanna.“    Sjónarmið eins og þessi heyrastsífellt víðar og er ekki að undra. Halldór Úlfarsson Mosfellsbæ. Fjölskyldufyrir- tæki og fréttir STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.2., kl. 18.00 Reykjavík 8 rigning Bolungarvík 4 rigning Akureyri 2 alskýjað Kirkjubæjarkl. 3 rigning Vestmannaeyjar 7 rigning Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 4 alskýjað Ósló -10 snjókoma Kaupmannahöfn -6 skýjað Stokkhólmur -10 snjókoma Helsinki -18 snjóél Lúxemborg -5 heiðskírt Brussel -3 heiðskírt Dublin 2 léttskýjað Glasgow 2 alskýjað London 1 heiðskírt París -2 heiðskírt Amsterdam -3 heiðskírt Hamborg -5 skýjað Berlín -7 skýjað Vín -7 skýjað Moskva -17 alskýjað Algarve 13 heiðskírt Madríd 2 léttskýjað Barcelona 5 skýjað Mallorca 7 skýjað Róm 6 súld Aþena 7 alskýjað Winnipeg -11 þoka Montreal -7 skýjað New York 5 heiðskírt Chicago 2 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:04 17:20 ÍSAFJÖRÐUR 10:24 17:10 SIGLUFJÖRÐUR 10:08 16:52 DJÚPIVOGUR 9:37 16:46 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það er mikið af loðnu, aðallega norðaustur og austur af Grímseynni. Ég held að það þurfi að grafa upp andskoti gamla menn sem muna eftir loðnuveiði á þessu svæði,“ segir Gylfi Gunn- arsson, skipstjóri og útgerðamaður netabátsins Þorleifs EA-88 frá Grímsey. Það var hann sem fann miklar loðnutorfur í Grímseyjarsundi fyrir um tíu dögum. Mikið hefur veiðst af stórri og fallegri loðnu á svæðinu og leituðu nokkur skip loðnunnar á mið- vikudag. Þá landaði Víkingur AK fullfermi af loðnu úr Grímseyjarsundi á Vopnafirði á mið- vikudagskvöld, alls um 1.400 tonnum. Stærðar torfur af loðnu Í samtali við Morgunblaðið um hádegisbilið í gær sagði Gylfi að um fimm loðnubátar væru við veiðar á svæðinu, þar á meðal færeyskt og græn- lenskt skip. „Ég hef aldrei séð loðnuna í svona miklu magni, þéttum og miklum torfum. Yfirleitt er þetta einhver slæðingur. Þetta voru alveg hreint stærðarinnar torfur. Við vorum alveg korter að keyra í gegnum þetta,“ segir hann. Allt að koma norður Sjálfur fæst Gylfi við þorskveiðar en gang- urinn í þeim hefur ekki verið eins góður og í loðnunni síðustu daga. „Það er svo sem enginn kraftur í þessu en þó ekki alveg dautt. Við erum að vona að það fari að koma kraftur upp í þetta fyrst loðnan er farin að koma svona mikið. Ég held að kvikindið sé ein- hvers staðar á eftir loðnunni ennþá að éta sig satt,“ segir hann. „Þetta er allt að koma hingað norðurfyrir. Við erum að fá loðnuna, stóra fiskinn, skötuselinn og allan svartfuglinn. Það er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn hérna í logninu og sólinni, Þetta er eins og á besta sumardegi,“ segir Gylfi og hlær. Tók korter að sigla yfir mikla loðnutorfu í Grímseyjarsundi  Aldrei séð svo mikið af loðnu á þessu svæði, segir skipstjóri á Þorleifi Morgunblaðið/RAX Á sjó Gylfi Gunnarsson, skipstjóri Þorleifs, segist aldrei hafa séð slíkt magn af loðnu á svæðinu. Kirkjuþing hefur verið kallað sam- an á laugardag- inn kemur, 4. febrúar klukkan 13.00, til að end- urskoða reglur um kjör biskups. Ástæðan er sú að kjörstjórn telur vandkvæði vera á rafrænum kosn- ingum. Fyrir aukakirkjuþingið verður lögð tillaga að breytingu á starfs- reglum sem felur í sér að horfið verði frá rafrænni kosningu við væntanlegt biskupskjör og tekin upp póstkosning eins og áður tíðk- aðist. Þá verður lögð fram tillaga um kjör nefndar sem endurskoða á starfsreglur um kjör biskupa og kjör til kirkjuþings. gudni@mbl.is Aukakirkju- þing haldið Biskup Á kirkju- þingi 2011.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.