Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 ✝ Þuríður Sig-urðardóttir fæddist 17. mars 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Jóna Jónsdóttir, f. 1905, d. 1959 og Sigurður Jónsson, f. 1905, d. 1947. Þuríður á eina systur, Bryn- dísi Sigurðardóttur, f. 16. júlí 1929. Þyrí (alltaf kölluð Þyrí), gift- ist Kristjáni Jónssyni, f. 24. mars 1931. Þeirra börn eru 1) Hildur, f. 5. júní 1951, maki Árni Ibsen, f. 17. maí 1948, d. 21. ágúst 2007. Synir þeirra eru Kári, f. 4. nóv- ember 1973, Flóki, f. 1. maí 1976, og Teitur, f. 28. september 1983. 2) Sigurjón, f. 19. október 1953, kvæntist Dóru Rut Kristinsdóttur. Þeirra synir eru Logi f. 29. mars 1979, Ómar, f. 19. júní 1981 og Andri, f. 9. apríl 1987. Þau skildu. Sambýlis- kona Sigurjóns er Kristín Hjaltadótt- ir. 3) Ómar, f. 24. ágúst 1960, d. 31. júlí 1982. Þyrí lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla og fór í Hús- mæðraskóla að Varmalandi í Borgarfirði. Hún vann í Stálvík sem matráður í nokkur ár með- an börnin voru yngri, á skrif- stofu í Rafha og síðustu 20 starfsárin í Sparisjóði Hafn- arfjarðar. Þyrí var jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju 2. febrúar 2012. Vertu blessuð, elsku amma, okkur verður minning þín á vegi lífsins, ævi alla, eins og fagurt ljós, er skín. Vertu blessuð, kristna kona, kærleikanum gafstu mál, vertu blessuð, guð þig geymi, góða amma, hreina sál. (Guðrún Jóhannsdóttir) Takk fyrir allt, elsku amma litla. Þú sýndir öllum sem þekktu þig að lífsvilji og ástin á þeim sem standa manni næst geta komið manni langt. Nú ertu laus við höft líkamans sem hafa haldið aftur af þér síðustu ár. Ég hugsa að þú sért komin á flug núna. Hugurinn var alltaf á fullri ferð og bar þig miklu lengra en hálfa leið. Við sem eftir stöndum hlýjum okkur við góðar minningar um þig, lífs- glaðan húmorista sem fylgdist svo vel með þínu fólki hvar sem það var statt. Sendandi SMS út í heim komin langt á áttræðisaldur er ágætis dæmi um það hvernig þú tileinkaðir þér nýjustu tækni til að eiga auðveldara með að „vera með“. Ég kveð þig með söknuði í hjarta mínu, elsku amma mín. Logi Sigurjónsson. Langaði að kveðja yndislega konu sem ég kynntist í smátíma. Kaffibrún eftir utanlandsferð eða langa legu á pallinum í vel snyrta garðinum þínum og alltaf brosandi út að eyrum. Og alltaf svo fín. Það var notalegt að koma í heimsókn til ykkar í Hafnafjörð- inn og ég gleymi seint gamla flotta ísskápnum ykkar, hann er eða var æðislegur. Núna í seinni tíð hittirðu móð- ur mína oftar þegar þú kíktir í Fjörðinn og alltaf baðstu hana að skila til mín kveðju. Þótti veru- lega vænt um það. Hugsaði stundum um að kíkja í heimsókn er þorið var ekki meira en þetta. Þykir það miður. Hlakka til að sjá þig seinna jafn flotta, brúna og brosandi og áður, setjast niður og spjalla. Kveðja Ágústa Nellý. Þuríður Sigurðardóttir ✝ Þóra Jóns-dóttir Thorla- cius frá Moldhaug- um fæddist í Öxnafelli í Eyja- firði 18. janúar 1920. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 23. janúar 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þur- íður Jónsdóttir f. 1875, d. 1934, frá Arnarstöðum og Jón Rósinbert Þorsteinsson Thorlacius f. 1863, d. 1945, frá Öxnafelli í Eyjafirði. Jón og Þuríður bjuggu alla sína bú- skapartíð í Öxnafelli og varð þeim 13 barna auðið, en 10 kom- ust upp. Þóra var yngst af systk- inunum, sem auk hennar voru: Þorsteinn, f. 1898; Rósa, f. 1900; Ester f. 1949, hún á tvö börn, Þorstein Sigfús Hreinsson og Þóru Björk Sigurðardóttir; 3) Þröstur f. 1952, kvæntur Söru Saard, þau eiga tvo syni, Ágúst Þór og Alex Jón; 4) Rósa Þur- íður f. 1954 gift Bjarna Rafni Ingvasyni, börn þeirra Vil- hjálmur Þór, Selma Björg og Jakob Bergvin; 5) Eygló Helga f. 1956 gift Baldri Jóni Helgasyni, börn þeirra Dagný Þóra, Hauk- ur Snær og Silja Dögg; 6) Mar- grét Harpa f. 1958, gift Oddi Helga Halldórsyni, börn þeirra Helga Mjöll, Halldór og Júlía Þóra; 7) Ása Björk f. 1959, gift Kristþóri Halldórsyni, börn þeirra Sigríður Kristín, Elmar Freyr og Agnes Þóra. Lang- ömmubörnin eru 16 talsins og stutt í tvö í viðbót. Þóra var hús- mæðraskólagengin frá Lauga- landi í Eyjafirði. Hún var bónda- kona og starfaði sem húsmóðir þar til hún flutti á Dvalarheim- ilið Hlíð. Útför Þóru fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 3. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13.30. Álfheiður, f. 1902; Ester, f. 1903; Hall- grímur, f. 1905; Margrét, f. 1908; Jón, f. 1910; Einar, f. 1913 og Þórunn, f. 1917. Þau eru öll látin. Þóra giftist 1947 Þorsteini Jónssyni, f. 10.10. 1924 frá Syðri- Tjörnum í Eyja- firði, og hófu þau búskap á Moldhaugum í Eyja- firði og bjuggu þar til ársins 2001, en þá fluttu þau til Ak- ureyrar í Núpasíðu 4. Þorsteinn lést í janúar árið 2009. Þóra hef- ur búið á Dvalarheimilinu Hlíð síðastliðið eitt og hálft ár. Þóra og Þorsteinn eignuðust 7 börn. Þau eru 1) Arnþór Jón, f. 1948, maki Guðlaug H. Jónsdóttir; 2) Elsku mamma mín. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega mamma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum mamma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu þína. Ása Björk Þorsteinsdóttir. Elsku mamma. Við eigum eft- ir að sakna þín, en gleðjumst einnig yfir því að þú ert komin til pabba, afa og ömmu og svo allra systkina þinna. Við vitum að það er tekið vel á móti þér og að þér líður vel núna. Þú undirbjóst för þína vel, þú varst sú heiðarleg- asta og besta kona sem við vitum um og talaðir aldrei styggð- aryrði um nokkurn mann. Þú varst líka róleg, falleg og nær- vera þín var svo góð. Þú varst svo næm að þú vissir ýmislegt án þess að það væri rætt. Það var gott að koma til ykkar pabba og það var alltaf svo gam- an að rétta ykkur hjálparhönd, þið voruð svo þakklát. Þú varst alltaf nægjusöm og veraldlegir hlutir voru ekki það sem skipti þig máli, þú varst ánægð með það sem þú hafðir. Þú vildir hafa börnin þín hjá þér og smá fjör og hávaði fannst þér hluti af lífinu. Þú eldaðir góðan mat og varst mikil húsmóðir og dýravinur og vildir alltaf hafa heimilið hreint og snyrtilegt. Þið pabbi unnuð mikið og komuð miklu í verk og m.a. byggðuð upp öll húsin á Moldhaugum og ræktuðuð túnin. Pabbi í útivinnunni, en þú mest inni að elda matinn eða að mjólka kýrnar. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Elsku mamma, bestu þakkir fyrir allt, það var svo dýmætt að hafa þig svona lengi hjá okkur, minning þín lifir með okkur. F.h. barna þinna, Rósa Þuríður Þorsteinsdóttir. Elskulega og yndislega amma mín. Amma mín var kjarnakona, heiðarleg, traust og hafði góða nærveru. Mínar fyrstu minning- ar um ömmu tengjast efri Mold- haugum, ég man eftir dúklögðu borði og veglegum kræsingum. Amma með svuntu að skera ofan í okkur epli, ég að skottast á eftir ömmu niður í kjallara að sækja einhverjar kræsingar ofan í búr. Sem unglingsstelpa var ég svo lánsöm að fara í sveit til ömmu og afa (fannst ég ekki svo lánsöm þá), en í sveitinni var gott að vera. Amma eldaði dýrindis góð- an mat og mér er minnisstætt grænkálssalatið hennar, svo ekki sé nú minnst á kvöldkaffið sem mér fannst einstaklega skemmti- legt fyrirkomulag. Amma var líka bóndakona og hún fór í fjósið á morgnana og sinnti þeim störf- um af mikilli natni; mikill fannst mér heiðurinn þegar ég fór í bláa fjósagallann hennar ömmu og setti upp húfuna hennar og tölti niður í fjós, mér fannst ég vera bæði gagnleg og hokin af reynslu. Gula gullið elti mig og hélt ég væri amma og þá varð ég enn roggnari. Í Núpasíðunni áttum við einn- ig margar ljúfar stundir og amma hafði einstakt lag á að láta manni finnast maður vera ávallt velkominn. Alltaf heitt á könn- unni og góðgæti í hænunni góðu. Amma var natin í höndunum og prjónaði vettlinga, ullarsokka og mér er minnisstætt þegar hún prjónaði Harry Potter-trefil fyr- ir öskudaginn handa Snædísi Söru sem lukkaðist fullkomlega. Eftir að afi dó og meðan ég var í fæðingaorlofi með Ísabellu Eygló var gott að eiga ömmu að og á þeim tíma kynntist ég henni enn betur. Samverustundirnar sem við áttum saman voru dýr- mætar og þær geymi ég hjá mér alla tíð. Setið var inni og úti í sól- inni og spjallað um lífið og til- veruna og ef vel lá á okkur lestur góðra bóka. Bækurnar um Kar- ítas munu ávallt minna mig á þig og fjörlegar umræður okkar, um hlutverk og stöðu kvenna í tím- anna rás. Amma var mikil félagsvera og mér fannst ómetanlegt hvað hún var dugleg að koma í afmæli, veislur og þá viðburði sem henni var boðið í. Og ávallt var haft orð á því hvílík dugnaðarkona hún var og glæsileg. Þegar upp á Hlíð var komið var áfram sama viðmótið, ætíð fékk ég bros og ósvikna gleði yfir innliti mínu og hún tók alltaf vel á móti stelpunum mínum. Já- kvæðni ömmu og rólegt yfir- bragð hafði góð áhrif á mig og alltaf fór ég endurnærð frá henni. Það var sárt að kveðja þig, amma mín, en í hjarta mínu veit ég að þú varst tilbúin að kveðja þennan heim og trúi ég því að þið afi hafið fundið hvort annað og svífið nú um í sveitinni ykkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Dagný Þóra og fjölskylda. Þóra Jónsdóttir Thorlacius ✝ Þorsteinn Sig-urður Ólafsson húsasmíðameistari fæddist í Hvamms- gerði, Selárdal, í Vopnafirði 2. jan- úar 1919. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 20. janúar 2012. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Þorsteinsdóttir og Ólafur Grímsson bóndi, en Ólaf- ur fórst í snjóflóði í Viðvík þeg- ar Þorsteinn var einungis á öðru ári. Systkini Þorsteins eru Mar- grét Ólafsdóttir, f. 1916, Oddný Ólafsdóttir, f. 1917, d. 1919, Ólöf Ólafsdóttir, f. 1920 og Ólafur Grímsson, f. 1931, d. 2010. Árið 1960 kvæntist Þorsteinn Ragnheiði Jónu Jónasdóttur, f. 25. október 1930, d. 26. ágúst 2011, og bjuggu þau í allan sinn búskap í Reykjavík, fyrst í Fossvogi og síðar í Árbæjarhverfi. Þau eignuðust tvo syni; Ólaf Jónas Þor- steinsson, f. 1960, kvæntur Hönnu Dröfn Gunn- arsdóttur, börn þeirra Kristján Jens, Heiðdís Rúna, Ragnheiður og Stella Maria, og Þorstein Þor- steinsson, f. 1965, kvæntur Guð- rúnu Guðmundsdóttur, börn þeirra Ingibjörg Ásta og Þór- unn. Útför Þorsteins fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 3. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Þá skilur leiðir. Í raun skildi leiðir fyrir nokkru þegar sóma- maðurinn tengdafaðir minn hvarf á eigin brautir gleymsku og heila- bilunar. Hann var veill heilsu síð- ustu misserin og þegar tengda- móðir mín lést í lok síðasta sumars fjaraði hægt undan lífs- löngun og lífi. Tengdapabbi minn var Aust- firðingur, næstyngstur fjögurra systkina sem fædd voru í hnapp við nokkuð kröpp kjör. Þrjú kom- ust á legg, Oddný dó barn að aldri eins og gerðist nú stundum í þá daga. Og líkt og nú bætast hálf- systkini í hópinn og eignaðist Þor- steinn bróður þegar hann var kominn að fermingaraldri og voru þeir bræður, þó býsna ólíkir væru, miklir vinir. Faðir tengdapabba lést í snjóflóði er hann var um eins árs gamall og varla hefur það ver- ið auðvelt verk fyrir tengdaömmu mína, Þórunni Þorsteinsdóttur, að ala upp ungan systkinahóp á þeim árum. Tel ég þessa konu slíkan kvenskörung, að mér fannst ég knúin að gefa yngri dóttur minni nafn hennar og eru þær alnöfnur. Tengdapabbi minn vann við „dyttin og dattinn“ eins og ungir menn gerðu þá á millistríðsárun- um og eftir stríð. En hann gerði líka nokkuð sem var í hæsta máta óvenjulegt á þeim tima, en samt svo í anda hans. Þrátt fyrir að vera af litlum efnum kominn, strákur að austan, var hann alltaf ferðamaður. Hann var alltaf spenntur að sjá nýja staði og þó að hann talaði nú ekki stakt orð á er- lendri tungu aftraði það honum aldrei. Hann spjallaði bara við kunnuga sem ókunnuga á sinni ís- lensku, afabörnunum síðar til ómældrar skemmtunar. En sem ungur maður sigldi hann á vit æv- intýaranna með farþegaskipi. Hann ferðaðist með félaga sínum um Evrópu eftirstríðsáranna og hitti meðal annarra Sólon Ísland- us. Hann menntaði sig til smíða og vann bróðupartinn af starfsævi sinni sem húsasmíðameistari, en síðustu starfsárin sem húsvörður í Hafnarhúsinu. Hann var alllengi piparsveinn, örugglega að eigin ósk enda myndarkarl og stundaði böllin á Borginni. Þar kynnist hann tengdamóður minni, Ragnheiði. Hann var yfir fertugt þegar Ólaf- ur, fyrri af tveimur strákum þeirra hjóna, leit dagsins ljós – og fimm árum síðar karlinn minn og nafni hans Þorsteinn. Þorsteinn eldri byggði sjálfur blokkina í Ár- bænum þar sem þau áttu heima í meira en fjörutíu ár og voru þau Árbæingar og Fylkisfólk í húð og hár. En sína bestu tíma áttu þau hjónin samt í bústaðnum í Gríms- nesi. Okkur hinum þótti nú vanta ýmis nútímaþægindi eins og heitt vatn og rafmagn, en ekki Þor- steini, hann var þess tíma græn- ingi. Setti upp litla vindmyllu, þurrkaði þara til áburðar í skóg- ræktina. Hann var nýtinn en aldr- ei nískur, alltaf gleðimaður og svo- lítið stríðinn en fylginn sér. Fyrsta barnabarnið, Heiðdísi, fékk hann í sjötugsafmælisgjöf og geri aðrir betur. Alls urðu barna- börnin 6, fimm stelpur og einn strákur. Hann var mikill safnari, okkur hinum fannst aðallega að drasli, en allt skipti þetta hann máli og bíða okkar nú margar góð- ar geymslur og hirslur. En mest geymum við nú minningar um góðan föður, tengdaföður og afa og þær minningar fara í hirslur sem ekki verða tæmdar. Ég þakka samfylgdina. Guðrún Guðmundsdóttir. Þorsteinn Sigurður Ólafsson Það er sagt að stutt sé á milli hláturs og gráts. Þannig hafa síð- ustu vikur verið við fráfall föð- urbróður míns Ingólfs Árnason- ar. Þrettán dögum eftir að við Sogamýrarfjölskyldan fögnuðum 80 ára afmæli Ingólfs kvaddi hann þessa jarðvist. Við áttum góðan dag 31.desember, Ingólfur var uppá sitt besta og fjölskyldan mætt til að samfagna honum. Tölurnar 3 og 1 komu víða við í lífi frænda míns, hann var fædd- ur 31. desember, hann bjó lengi í Sogamýri 13 (síðar Rauðagerði 32) og hann andaðist 13. janúar. Ingólfur var okkur systkinabörn- unum afar kær, hann var frænd- inn sem nennti að snúast í kring- um okkur og sýndi áhugamálum okkar áhuga. Hann stundaði skíðaíþróttina og fór iðulega með systkinabörnin á skíði, fyrst í Jósefsdalinn og síðar í Bláfjöll. Ég stundaði ekki skíði eins og margir úr fjölskyldunni heldur hestamennsku og alltaf sýndi hann áhugamáli mínu áhuga, Ingólfur Árnason ✝ Ingólfur Árna-son fæddist að Sogabletti 13 (nú Rauðagerði) í Reykjavík 31. des- ember 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykjavík 13. janúar 2012. Útför Ingólfs fór fram frá Fella- og Hólakirkju 30. jan- úar 2012. spurði hvað væri að frétta, hvað ég ætti núna marga hesta og hvort þetta væru ekki allt gæðingar! Ingólfi varð ekki barna auðið en hann fylgdist vel með systkinabörnum sínum sem þau væru hans eigin. Á uppvaxtarárunum var alltaf gott að koma í Sogamýrina til afa, Ingós og Dóru þegar þau héldu þar heimili. Reglulegar heimsóknir þangað voru góð tenging við æskuheimili þeirra Sogamýrar- systkina. Ævintýraheimur lítilla barna með stórum trjám sem hægt var að príla í, stórri lóð sem bauð upp á ýmis skemmtileg æv- intýri og skúrnum sem var fullur af verkfærum og alls konar dóti. Þangað kom stórfjölskyldan sam- an við hin ýmsu tækifæri og heimsókn á gamlársdag til af- mælisbarnsins var partur af ára- mótagleðinni. Að leiðarlokum þakka ég frænda mínum samfylgdina og er afar þakklát fyrir að hafa fengið að vera við hlið hans á lokastund- um lífs hans. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti honum. Far vel, elsku frændi minn. Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Helga Björg Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.