Morgunblaðið - 03.02.2012, Page 4

Morgunblaðið - 03.02.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Viðtal Kastljóss við Eirík Inga Jó- hannsson, sjómanninn sem bjargað var þegar togarinn Hallgrímur SI sökk undan strönd Noregs í síðustu viku, hefur vakið mikla athygli. Bráðabrigðaáhorfstölur RÚV sýna að meðaláhorf á viðtalið var um 33% en viðtalið var það lengsta í sögu þáttarins. Þá hrundi vefþjónn vegna mikils álags þegar 30 þúsund manns reyndu að horfa á viðtalið á netinu. Sláandi reynsla „Það rann nokkrum sinnum kalt vatn á milli skinns og hörunds þegar maður hlustaði á þessa lýsingu,“ seg- ir Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, en sjálfur var hann sjómaður í 30 ár. Hann lof- ar Slysavarnaskóla sjómanna og segir meiri líkur til að menn bjargist á sjó hafi þeir fengið kennslu þar. Það hafi líklega verið Eiríki Inga af- skaplega hjálplegt. „Þetta er nátt- úrulega bara sláandi reynsla. Sem betur fer þurfa fáir að ganga í gegn- um þetta. Mér sýnist að pilturinn hafi brugðist rétt við á allan máta og tekið afskaplega vel á málum við ólýsanlegar aðstæður,“ segir Sævar. Eiríkur Ingi lýsti því í viðtalinu að aðeins hann og skipstjórinn, Magnús Þórarinn Daníelsson, hefðu komist í björgunarbúning áður en þeir lentu í sjónum. „Það er engin regla til um hvenær menn eigi að fara í björg- unarbúninga, það eru aðstæður sem segja til um það. Í okkar kennslu er mönnum kennt að bregðast við eins fljótt og nokkur kostur er,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysa- varnaskóla sjómanna, spurður hvort einhver viðmið séu um það hvenær menn eigi að koma sér í björgunar- búning. Hlutirnir hafi gerst afar hratt og það sé almennt raunin í sjóslysum. Því æfi sjómenn sig í að klæða sig í björgunarbúninga til þess að það taki sem stystan tíma. Þá sé reynt í lengstu lög að halda skipinu á floti því það sé alltaf öruggasta björgun- artækið. Hilmar segir að hægt sé að draga mikinn lærdóm af slysinu um hvern- ig menn bera sig að í björgunarbún- ingi og þann mikla vilja til að lifa af og hið jákvæða hugarfar sem Eirík- ur Ingi lýsti í viðtalinu. „Við munum sannarlega nota þann lærdóm til þess að fræða aðra sjómenn. Við er- um alltaf að læra eitthvað nýtt þegar slys verða og þá gerum við breyt- ingar í kennslu okkar í ljósi nýrrar þekkingar.“ Rann kalt vatn milli skinns og hörunds  Vefþjónn hrundi þegar þúsundir reyndu að horfa á viðtalið Morgunblaðið/Heiddi Flotgallar Björgunarbúningur sem þessir urðu Eiríki Inga til lífs er hann velktist um í köldum sjónum í rúma þrjá tíma eftir að skipið sökk. Sjómönnum er kennt í Slysavarnaskóla sjómanna hvernig á að nota gallana. Kastljós Í rúmlega 80 mínútna löngu viðtali lýsti Eiríkur Ingi Jóhannsson atburðum þegar Hallgrímur SI sökk og þrír skipverjar létust. Ómar Friðriksson Hólmfríður Gísladóttir Stjórn VR hefur þegar brugðist við og skipað þriggja manna ráðgjafa- nefnd sem ætlað er að leggja mat á niðurstöður skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða um fjárfestingar sjóð- anna í aðdraganda hrunsins, en skýrslan verður kynnt í dag. Í frétt frá VR í gær kemur fram að ráðgjafanefnd VR er einkum ætlað að fjalla um þær niðurstöður sem varða starfsemi Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna. Skýrslan um lífeyrissjóðina sem kynnt verður í dag er mjög viðamikil en þar eru birtar niðurstöður rann- sóknar á starfsemi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins. Hún nær til starfsemi og fjárfestinga allra 32 aðildarsjóða Landssamtaka lífeyrissjóða á árunum 2006-2009. Það var að beiðni Landssamtaka lífeyrissjóða sem ríkissáttasemjari skipaði þriggja manna úttektar- nefnd til að gera úttekt á fjárfesting- arstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdrag- anda hrunsins. Í frétt frá VR kemur fram að allir íslensku lífeyrissjóðirnir eru til um- fjöllunar á vettvangi úttektarnefnd- arinnar, þar á meðal Lífeyrissjóður verzlunarmanna en VR skipar fjóra af átta stjórnarmönnum sjóðsins. „VR telur mikilvægt að leggja óháð mat á niðurstöðu skýrslunnar og ákvarða hvort grípa þurfi til að- gerða vegna hennar. Stjórn VR hef- ur því afráðið að kalla til nefnd sér- fræðinga til að fara yfir efni skýrslunnar, einkum er varðar starf- semi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, og vera stjórn félagsins til ráðgjaf- ar,“ segir þar. Allt gert til að viðhalda trausti Stjórn VR samþykkti í desember sl. yfirlýsingu vegna úttektarinnar á lífeyrissjóðunum og væntanlegrar skýrslu. Þar segir m.a.: „Komið hef- ur fram í yfirlýsingum formanns nefndarinnar, Hrafns Bragasonar, að allir íslensku lífeyrissjóðirnir séu til umfjöllunar á vettvangi nefndar- innar og að sérstakri niðurstöðu verði skilað um hvern og einn þeirra. VR, sem skipar helming stjórnar- manna Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, lítur á það sem hlutverk sitt að leggja mat á niðurstöðu nefndar- innar og hvort grípa þurfi til sér- stakra aðgerða vegna þess. Af þeim sökum mun stjórn VR kalla þrjá sér- fræðinga til ráðgjafar við félagið um efni skýrslunnar og hvaða ályktanir beri að draga af henni. Mun stjórn félagsins taka afstöðu til þeirrar ráð- gjafar innan fjögurra vikna frá út- gáfu skýrslunnar.“ Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er formaður ráðgjafanefndarinnar sem VR hefur skipað. Auk hans sitja í nefndinni Kristján Torfason, fyrr- um dómstjóri Héraðsdóms Suður- lands, og dr. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Stefán Einar Stefánsson, formað- ur VR, segir nefndinni m.a. ætlað að draga lærdóm af skýrslunni, t.d. varðandi lagalegt umhverfi lífeyris- sjóðanna, enda vilji VR hafa mótandi áhrif á framtíð kerfisins. Skýrslan muni leiða ýmislegt í ljós. „Við eigum eftir að fá betri sýn á það tap sem sjóðirnir hafa almennt orðið fyrir í hruninu,“ segir Stefán. „Og menn verða að axla ábyrgð, það er krafa okkar. Ef það eru þarna hlutir sem eru óþægilegir, eða benda til þess að það hefði átt að gera hlut- ina með öðrum hætti en gert var, þá munum við tala mjög skýrt um það,“ segir hann. Allt verði gert til að við- halda trausti félagsmanna. VR lætur meta úttekt á líf- eyrissjóðunum  Gera kröfu um að menn axli ábyrgð Morgunblaðið/Ómar Tap Lífeyrissjóðirnir þurftu flestir að færa niður réttindi eftir hrun. Guðni Einarsson Una Sighvatsdóttir Fjórir fulltrúar embættis sérstaks saksóknara sóttu í gær gögn í höfuð- stöðvar endurskoðunarfyrirtækisins KPMG við Borgartún í Reykjavík. Þrír starfsmenn fyrirtækisins voru boðaðir til skýrslutöku en enginn var handtekinn í aðgerðunum. „Við höfum verið í aðgerð í dag sem tengist Sjóvá Milestone- rannsókninni, sem er búin að vera í gangi í nokkurn tíma,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksókn- ari, í gær. Lagt var hald á ýmis gögn sem tengjast rannsókn á Milestone og Sjóvá en samskipti félaganna hafa verið til rannsóknar síðan 2009. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri KPMG, sagði að embætti sér- staks saksóknara hefði áður fengið gögn í tengslum við rannsóknina á Milestone. Nú hafi þeir óskað eftir viðbótargögnum. „Þeir vita að við afhendum ekki gögn nema fyrir liggi úrskurður þar um. Þeir óskuðu eftir gögnum og fengu þau,“ sagði Sigurður. Fulltrú- ar embættis sérstaks saksóknara voru í um klukkustund hjá KPMG og afritun tölvugagna stóð eitthvað lengur. Þeir tóku einungis með sér tölvugögn en engin prentuð, að sögn Sigurðar. Hann sagði að töku skýrslna af þremur starfsmönnum KPMG hefði lokið í gær. „Við leggjum ríka áherslu á að vinna með þessum sem og öðrum rannsóknaraðilum. Það eru skýr fyr- irmæli til allra að bregðast þannig við. Þetta gekk vel og vandræða- laust fyrir sig,“ sagði Sigurður. Sóttu meiri gögn um Milestone til KPMG Morgunblaðið/Sverrir Húsleit Fulltrúar sérstaks saksókn- ara sóttu gögn til KPMG.  Húsleit sérstaks saksóknara í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.