Morgunblaðið - 03.02.2012, Side 9

Morgunblaðið - 03.02.2012, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Glæsilegir bolir Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ný sending af bolum. Margir litir. Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2870 | www.friendtex.is LAGERSALA AÐEINS FÖSTUDAG OG LAUGARDAG V e rð s e m þ ú h e fu r e k k i s é ð á ð u r 3 stk. buxur kr. 5.000,- eða velur 3 flottar flíkur og greiðir kr. 6.000,- t.d. peysu, skyrtu, pils, jakka. Vetrarjakkar kr. 5.900,- Jakkar frá kr. 2.900,- Opnunartími LAGERSÖLU föstud. – laugard. 12-18 Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræð- ingur lést á Landspítal- anum við Hringbraut, fimmtudaginn 2. febr- úar s.l., 75 ára að aldri. Bjarni fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1936. Hann var sonur hjónanna Valgerðar Jó- hannesdóttur og Þórð- ar Bjarnasonar bókara. Bjarni lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1956, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1960 og cand. act. prófi í tryggingastærðfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1964. Hann rak eigin ráðgjafastofu frá 1966- 1973 og var jafnframt fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga 1967-1973. Bjarni hóf störf sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri Íslenskrar endur- tryggingar 1974 og var fram- kvæmdastjóri þar 1979-2008. Starfaði sem ráðgef- andi tryggingastærð- fræðingur frá árinu 2000 fyrir lífeyrissjóði og tryggingafélög. Bjarni tók mjög virkan þátt í ýmsum hagsmunasamtökum tryggingafélaga, líf- eyrissjóða og annarra félaga. Var m.a. for- maður Landsambands lífeyrissjóða frá 1969 til 1984. Sat í stjórn Sambands íslenskra tryggingafélaga 1985- 2000, þar af sem for- maður 1986-1988. Hann sat einnig í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar um árabil. Bjarni var virkur félagi í Rótarý- klúbbi Hafnarfjarðar, og var um- dæmisstjóri Rótarý-hreyfingarinnar á Íslandi 2003-2004. Bjarni lætur eftir sig eiginkonu, Kristínu Guðmundsdóttur lífeinda- fræðing, og þrjár dætur, Þórdísi, Hildi og Valgerði. Andlát Bjarni Þórðarson Svarta stálkeilan á granítsteininum, minnisvarði um borgaralega óhlýðni, er skúlptúr eftir spænska listamanninn Santiago Sierra. Hún er enn á sínum stað á Austurvelli, framan við Alþingishúsið. Steinninn var settur upp á þriggja ára afmæli búsá- haldabyltingarinnar svonefndu í janúar og var hluti af gjörningi listamannsins í boði Listasafns Reykja- víkur. Sierra er þekktur fyrir ádeilu á kapítalískt markaðshagkerfi. Soffía Karlsdóttir, kynningar- stjóri hjá Listasafninu, segir að verkið muni standa fram til 15. apríl þegar vetrardagskrá safnsins lýk- ur en ekki hafi verið tekin ákvörðun um næstu skref. kjon@mbl.is Svarta keilan stendur á Austurvelli fram í apríl  Minnisvarði um borgaralega óhlýðni Morgunblaðið/Ómar Svarta keilan Minnisvarði um borgaralega óhlýðni sem mun standa á Austurvelli fram í apríl. Áletrun Sierra deilir á kapítalískt markaðshagkerfi. Ögmundur Jón- asson innanríkis- ráðherra hefur ákveðið að Ísland innleiði ekki þjónustu- tilskipun um póstinn. Norð- menn tóku í haust sömu ákvörðun. Þetta felur í sér að tekn- ar verða upp viðræður við ESB um að þjónustutilskipun varðandi póst- inn heyri ekki undir EES- samninginn. Ögmundur sagði í umræðum á Alþingi í gær um fjarskiptaáætlun að hann hefði alltaf verið mjög á móti einkavæðingu póstsins. Í áætl- uninni segir að „innleidd verði eftir þörfum tilskipun ESB varðandi opnun póstmarkaða“. Nokkrir þingmenn spurðu hvað þetta fæli í sér. „Þetta er talið vera loðið orðalag og ég er sammála því,“ sagði Ög- mundur. „Það hefur verið vísað til þess að Íslendingar ættu að fara að dæmi Norðmanna sem telja að þjónustutilskipun varðandi póstinn eigi ekki að heyra undir EES- samninginn. Norðmenn hafa tekið upp viðræður og óskað eftir frekari viðræðum við Evrópusambandið um þetta efni. Ég get skýrt frá því að þetta hafa Íslendingar líka ákveðið að gera. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins, sem kemur að þessum samningum, fór með þau skilaboð í utanríkis- ráðuneytið í (gærmorgun) að við vildum fylgja dæmi Norðmanna hvað þetta snertir og kanna hvort við getum komið tilskipuninni um póstmál undan EES-samningnum. Við munum hafa hliðsjón af því sem Norðmenn gera í þessum efnum. Þetta tel ég vera afar mikilvægt mál og er algerlega sammála þeim þingmönnum sem hafa gagnrýnt innleiðingu á þjónustutilskipunni um póstinn. Við erum að reisa hér varnir á þessu sviði.“ Hafnar EES-tilskip- un um póst  Íslendingar fylgja dæmi Norðmanna Strætó bs. hlaut í gær Forvarnar- verðlaun VÍS 2012 á ráðstefnunni Forvarnir í fyrirrúmi. Einnig voru Íslensk Ameríska - ISAM og Norð- urþingi veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur. Forvarnarverðlaun- in eru veitt fyrir framúrskarandi og fyrirmyndar-forvarnir. Í tilkynningu segir að um 300 tjón hafi verið á ári hjá Strætó bs. áður en farið var í markvissar aðgerðir til að fækka þeim. Á síðasta ári urðu 82 tjón eða um 73% færri en áður var algengt. Hin fyrirtækin sem fengu viður- kenningu stóðu sig líka vel. Hjá Ís- lensk Ameríska - ISAM vinnur öflug liðsheild stöðugt að því að bæta hvers kyns öryggi og eldvarnir. Heildarforvarnareinkunn Norður- þings hefur hækkað hratt, ekki síst vegna aukinnar öryggisvitundar starfsmanna, betri brunavarna og bættrar umgengni. Tjónum hefur fækkað um meira en 70% Morgunblaðið/Heiddi Strætó Sannarlega til fyrirmyndar. Karlar sem ætla að taka þátt í árveknis- og fjáröflunar- átaki Krabbameinsfélagsins vegna karlmanna og krabbameina ættu að fara að huga að skeggsöfnun því Mottumars verður hleypt af stokkunum 1. mars. Átakið er tvíþætt, árveknisátak og fjáröflunarátak. Kepp- endur skrá sig til leiks á vefsíðunni karlmennog- krabbamein.is. Opnað verður fyrir skráningu í lok febrúar og þar er einnig safnað áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Hægt er að taka þátt bæði sem einstaklingar og lið. Einn af hverjum þremur karl- mönnum fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Róbert Gunnarsson Mánuður í að Mottumars hefjist - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.