Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 ✝ Árni Guð-mundsson fæddist á Efri- Völlum, Gaulverja- bæjarhreppi, 13. mars 1926. Hann lést 10. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Ingibjörg Árnadóttir, f. 6.6. 1895, d. 22.12. 1971 og Guðmundur Jó- hannesson, f. 9.9. 1900, d. 20.2. 1968. Bræður Árna eru Jóhann- es, f. 13.3. 1926, og Bjarni Þórir, f. 11.1. 1929, d. 2.11. 2005. 16. maí 1953 kvæntist Árni Guðrúnu Bárðardóttur frá Ísafirði, f. 8.1. 1927, d. 19.2. 2010. Foreldrar hennar voru Emilía Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 15.4. 1890, d. 23.9. 1933, og Bárður Guð- all flutti Árni með foreldrum sín- um að Arnarhóli í Gaulverjabæj- arhreppi. Árni ver mikið í íþróttum og keppti í frjálsum íþróttum, fyrst fyrir Samhygð og síðar Umf. Selfoss. Gekk í far- skóla í Gaulverjabæjarhreppi og var þrjá vetur í Flensborg- araskóla og tók gagnfræðapróf þaðan árið 1945. Vann í Breta- vinnu í Kaldaðarnesi og við byggingu Gaulverjabæjarskóla og Félagslundar. Settist að á Sel- fossi árið 1949 og hóf störf hjá Kaupfélagi Árnesinga. Starfaði þar til 1968 en þá fór hann að vinna sem deildarstjóri almanna- trygginga hjá Sýslumanni Ár- nessýslu og starfaði þar til starfsloka. Hann starfaði með Kirkjukór Selfoss, Lúðrasveit Selfoss, Golfklúbbi Selfoss, Lionsklúbbi Selfoss og Ung- mennafélagi Selfoss. Útför Árna fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 18. febrúar 2012 kl. 11. mundsson, f. 27.9. 1871, d. 12.7. 1952. Synir Árna og Guð- rúnar eru 1) Guð- mundur, f. 27. mars 1955, börn hans eru: a) Helga, f. 1982, í sambúð með Jóni Bjarna, f. 1980, dótt- ir þeirra er Rósa, f. 2011. b) William Thomas, f. 1987. 2) Bárður, f. 17. maí 1965, kvæntur Aðalbjörgu Skúladóttur, f. 4. apríl 1971, syn- ir þeirra eru a) Árni, f. 2002, og b) Skúli, f. 2003. Árni flutti 6 ára gamall með foreldrum sínum að Útverkum í Skeiðahreppi til uppeldisfor- eldra föður síns. Þar bjuggu þau í 2 ár þar til þau fluttu að Brú í Stokkseyrarhreppi. 18 ára gam- Elsku Árni afi, mér þykir mjög leitt að þú sért dáinn og að ég hafi misst þig, svona góðan afa. Ég hitti þig oft þegar þú varst í göngutúrum og þá gengum við saman. Svo var ég oft hjá þér og við fórum saman út í Bónus og keyptum okkur kex og ís. Mér fannst karamelluísinn bestur og þér fannst það líka. Mig langaði að koma með krakkana úr bekknum mínum til þín og spyrja þig spurn- inga um gamla daga og þú ætlaðir að taka á móti okkur en svo ertu bara farinn frá okkur. Þá verð ég bara að hugsa góðu minningarnar um þig og hvað við áttum góðar stundir saman. Nú ertu farinn til Guðrúnar ömmu. Ég ætla alltaf að muna eftir þér. Þinn afastrákur, Árni Bárðarson. Þegar ég var lítil stelpa lá leið okkar afa oft út á golfvöll og það fannst mér afar spennandi. Við keyrðum úteftir á hvíta fína bens- anum, tókum nokkrar holur og stoppuðum svo í dágóða stund í golfskálanum og fengum okkur súkkulaði og spjölluðum við aðra golfara. Þótt ég hafi ekki erft mik- ið af golfhæfileikunum hans afa finnst mér alltaf gaman að æfa sveifluna og taka nokkrar holur við og við. Hver veit nema þetta komi einn daginn hjá mér! Afi hafði einstakt lag á því að mála alls kyns myndir og voru landslagsmyndirnar langvinsæl- astar hjá honum. Ótalmargar myndir liggja eftir hann og sýna þær mjög vel hversu einstaklega vel hann var að sér í staðháttum. Öll kennileiti og umhverfi eru mál- uð af það mikilli nákvæmni að stundum mætti halda að hann hefði verið á staðnum meðan hann málaði. Afi var mjög hreinskiptinn og mikill húmoristi. Ég gleymi aldrei svipnum hans og viðbrögðum þeg- ar við Bjarni sögðum honum frá því að brátt yrði hann langafi. Stoltur var hann, og svo sagði hann glottandi að hann hefði nú verið farinn að bíða svolítið eftir þessum fréttum. Rósa litla kom svo í heiminn aðeins örfáum dög- um eftir afmælið hans í fyrra og er ég afar þakklát fyrir þann tíma sem þau fengu saman. Afa þótti reglulega gaman að fylgjast með litlu stúlkunni stækka og dafna og naut sín vel í langafahlutverkinu. Elsku afi, núna ert þú kominn til ömmu og getið þið nú hafið nýtt líf saman. Ég veit að þið munuð bæði vaka yfir okkur og blessa. Ég varðveiti góða minningu um þig í hjarta mínu um ókomna tíð. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Steingrímur Thorsteinsson) Hvíl í friði elsku afi. Þín Helga. Árna Guðmundsson hefi ég þekkt síðan ég var barn að aldri þá er hans góða fjölskylda flutti að Arnarhóli í Gaulverjabæjarhreppi í þann mund sem Ísland varð lýð- veldi. Árni var hæfileikaríkur, hagmæltur, söngvinn og teiknaði og málaði fallegar myndir sem víða prýða veggi auk þess sem margar þeirra eru minnismerki um húsakynni fyrri daga. Við Fanney erum svo lánsöm að eiga þannig myndir af gömlum bæjum sem nú eru ekki til nema í minn- ingum. Fyrir nú utan þessa ríku hæfi- leika þá var Árni mjög hlýlegur og umfram allt ákaflega skemmtileg- ur maður. Einstaklega minnugur á vísur og kvæði og svo margt skemmtilegt sem hann hafði frá að segja frá fyrri tímum. Mörg síðustu ár höfum við hist oft til að spjalla og hlæja. Fátt er jafn heilsubætandi og hláturinn og af honum höfðum við mikið á þessum gleðistundum. Þau hjónin, Guðrún og Árni, voru einstaklega gestrisin og átt- um við Fanney margar hamingju- stundir með þeim síðustu árin. Eftir að Guðrún dó hefur Árni verið mikill aufúsugestur hjá okk- ur Fanneyju og hefur mér jafnan þótt að þeim degi væri borgið er hann birtist í dyrunum, en hann sagði að sér þætti svo vænt um að geta komið til að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Við gátum alltaf rifjað upp liðna tíma og sí- fellt hlegið að sömu skemmtisög- unum. Nú eru þessar stundir allar að baki og við sjáum á eftir þess- um yndislegu hjónum. Auðvitað hlaut að koma að því að leiðir skildi, a.m.k. um sinn og nú yljum við okkur við fjölmargar skemmti- legar minningar frá samveru- stundunum. Kæru vinir, Guðrún og Árni: Innilegar þakkir fyrir samveruna. Samúðarkveðjur til aðstandenda. Fanney og Hergeir. Árni fæddist í blautum Flóan- um árið áður en Flóaáveitan var tekin í gagnið. Eftir það gátu menn stjórnað bleytunni, aukið við eða dregið úr eftir þörfum. Þá fóru menn að hefja sig upp úr mýrunum, efnahagslega og and- lega. Það tók auðvitað sinn tíma, Árni þurfti að sveifla orfinu lengi, í bleytunni, í rigningunni, við lítinn regngalla, en hann hóf sig með íþróttunum eins og jafnaldrar hans margir. Hann var jafnaldri Kolbeins Kristinssonar íþrótta- frömuðar, Jóhannesar bróður síns og Elísabetar Englandsdrottning- ar. Allt varð þetta afreksfólk. Árni vann fyrstu afrekin í hástökki á Þjórsártúnsmótum, þá keppti hann fyrir Samhygð, síðan fluttist hann að Selfossi og keppti síðan með okkur, liðinu þar. Aðallega var hann í langstökki og sprett- hlaupum, þar mætti ég honum, hann vann mig lengi vel fyrst. En aldrei bar skugga á vináttu okkar, keppnisandinn varð vináttunni aldrei yfirsterkari í því góða liði. Oftast var keppt á túnblettum sem þóttu sæmilega sléttir, mikill varð fögnuður þegar fyrsti völlur- inn með reglulegri hringbraut var tekinn í notkun á Selfossi, það var árið 1950. Brautin var 224 metra löng en þótti æði þótt hún væri dá- lítið grýtt. Aðalvandinn var sá að okkur hætti til að fljúga út úr brautinni á beygjunum þegar sæmilegum hraða var náð. Þetta voru dásamlegir tímar, hafðu heila þökk fyrir samvistirnar. Blessuð sé minning Árna Guð- mundssonar. Þór Vigfússon. Árni Guðmundsson ✝ Stefán GunnarBragason fæddist 4. júlí 1955. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 10. febrúar 2012. Foreldrar hans eru Sigrún Sigurð- ardóttir sjúkraliði, f. 28.8. 1929, og Bragi Sigurðsson lögfr. og blaðamað- ur. Foreldrar hennar Sigurður Stefánsson vígslubiskp á Möðru- völlum í Hörgárdal og frú María Ágústsdóttir. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Arn- grímsson ritstjóri og verzl- unarmaður á Seyðisfirði og kona hans Ólöf Kristjánsdóttir ljósmóðir. Bræður Stefáns Gunnars; Sigurður Sigfússon, f. 1.5. 1948, Einar Sigfússon, f. 8.4. 1951, d. 23.12. 1989, Ólafur Bragi Bragason, f. 4.9. 1957, og Kristján Ingi Bragason, f. 19.1. 1962, d. 21.5. 2008. Kona hans var Svanhvít Tóm- asdóttir, þau gift- ust 7.2. 1976 en skildu 1992. Synir þeirra eru Daníel Ingi, f. 28. okt. 1979, Sigurður, f. 16.3. 1984, og Stef- án Brynjar, f. 22.7. 1986. Stefán lauk námi við Iðnskólann 1979, meistaraprófi 7.1. 1984, eftir það lauk hann m.a. námi við tæknideildina í markaðs- og fasteignamati, svo fátt eitt sé talið. Hann stofnaði eigið fyr- irtæki, „Fagafl“, sjálfstæðan rekstur, undir því nafni tók hann að sér ógrynni af verk- efnum, m.a. hjá Reykjavík- urborg. Synir hans einn eða allir störfuðu við hlið hans allt til enda. Útför Stefáns Gunnars fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey. Kveðja til sonar „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson.) Elskulegi sonur minn og besti vinur. Það er erfitt að kveðja þig með fáum orðum. Við vorum búin að vera samferða í 56 ár. Ég fékk að sjá þig opna fallegu bláu augun þín, í fyrsta sinn og fékk líka, að sjá þig loka þeim í síðasta sinn. Eini sonur minn sem fæddist fyrir norðan, á Möðruvöllum hjá ástríkum afa og ömmu, þar fékkst þú að dafna fyrstu mánuðina þína. Und- ir sigurkufli með eina tönn svo fagur og fullkominn. Við komum vor hvert, til sumardvalar, eins og vorfuglarnir. Þú varst lánsamur eins og Siggi og Einar að eiga öll þín æskusumur í faðmi þeirra inn milli fjallanna í öryggi, ást og hlýju. Þar fenguð þið það vega- nesti sem mestu máli skipti fyrir ævina ykkar alla. Frá fyrstu ein- kenndist gangan þín um lífsins veg öllum þeim góðu eiginleikum sem þú fékkst í vöggugjöf. Að vita hvað þú vildir, heiðarleiki, rétt- lætiskennd, dugnaður og sam- viskusemi, það er ekki svo lítil gjöf að hafa að leiðarljósi. Allt þitt starf ævina út varst þú svo stað- fastur í trúnni á það góða. Þú stóðst með þér og þínum. Þú skil- ur eftir fagurt líf. Synirnir þínir bera því vitni. Þú varst þeim fað- irinn, fyrirmyndin, lærimeistar- inn og besti vinurinn sem aldrei brást. Gæfan mín er mikil að hafa fengið að fylgja ykkur alla leið. Þetta sl. ár var mikið þroskaár. Fylgja þér í gegnum það gerði okkur að betri manneskjum. Æðruleysi þitt, viljinn þinn, sterka réttlætiskenndin, aldrei að gefast upp. Öllu sem þér var trúað fyrir gerði samfylgdina með þér svo lærdómsríka. Þú skilur eftir mikinn mannauð, synina þína sem munu reyna að bregðast ekki, heldur feta í fótsporin þín. Verkin tala. Ómetanlegan auð skilur þú eftir handa þeim. Þeir fengu að njóta þess besta sem hægt er að skilja eftir og mun styðja þá og styrkja allt þeirra líf. Þeir eru fjársjóðurinn sem þú skildir eftir, þeirra er framtíðin. Í veikindun- um þínum, sást það best hvern mann þeir hafa að geyma. Þú varst að hverfa, og þeir báru þig á höndum sér. Daga og nætur varst þú umvafinn ást þeirra og um- hyggju, öll stóðu þau vaktina til, að gera lífið, eins gott og hægt var. Það tókst þeim. Ógleyman- legar stundir hlaðast upp. Þú varst umvafinn elsku þeirra og umhyggju. Þú varst sæll að hafa ástvinina þína alla hjá þér daga og nætur þar til yfir lauk. Elskulegi sonurinn minn, nú er skarð fyrir skildi, minninginn um þig er svo björt og fögur. Við meg- um syrgja þig. Minnismerkið í Skorradal „Vinastaðir“ mun standa, þar er andi þinn og sál. Þangað munu afkomendur þínir sækja orku og styrk eins og þú gerðir og minnast allra stundanna með þér. Ég fæ að vera með, halda áfram að fylgja strákunum þínum og bestu vinunum í leik og starfi. Gleði og sorg fylgjast allaf að, til skiptis vaka þær og sofa. Sonur minn sofðu í ró, svefninn þér sígur á brá, þú veist – ég vaki þér hjá. Mamma þín. Elsku pabbi minn. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Takk fyrir allt pabbi minn, ég sakna þín sárt. Stefán Brynjar Stefánsson. Hetjan mín. Það voru erfiðir mánuðir hjá þér þeir síðustu, en viljastyrkur þinn að klára það mikilvæga áður en kallið kæmi rak þig áfram á hverjum degi, þú vildir tryggja að synir þínir þyrftu ekki að kvíða framtíðinni, og ganga frá öllum þínum málum og skilja við sáttur. Orðið vinur heyrði ég oft á dag þar sem þú heilsaðir ávallt sonum þínum á því orði, og kvaddir þá. Við áttum óteljandi yndislegar stundir þau 40 ár sem við áttum og langar mig að þakka þér fyrir þær. Við töluðum um að fara að veiða í vor ef Guð leyfði, en ég bað þig um að senda mér regnbogann ef þú kæmir ekki með, og eftir að þú kvaddir okkur í faðmi mínum, sona þinna og móður og ég gekk út í nóttina og leit upp til himins sá ég sterkan regnbogahring í kringum fullt tungl sem leystist upp í rauðan bjarma sem sann- færði mig um að þér liði vel og þú værir að láta mig vita. Eftir að þú fórst á líknardeild höfðum við þann háttinn á að þú værir aldrei einn og tókum við á það ráð að skiptast á um að vera hjá þér. Mig langar að minnast á það elskulega starfsfólk sem vinnur á líknar- deild, þar er valin kona í hverju rúmi og hlýjan og kærleikurinn sem frá því starfsfólki kemur er með eindæmum. Þú óskaðir eftir að verða jarðsettur í kyrrþey en vildir samt taka það fram við þá sem vildu minnast þín að öll fram- lög til líknardeildar í Kópavogi væru vel þegin. Elsku Stefán minn takk fyrir allt, „sjáumst síðar“. Þín Svanhvít. Stefán Gunnar Bragason ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og langalangafi, HAUKUR PÁLSSON húsasmíðameistari, Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Guðrún Helga Hauksdóttir, Jóhann Örn Guðmundsson, Gunnar Haraldur Hauksson, Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Sigurjón Páll Hauksson, Sigríður Valdís Karlsdóttir, Kristín Hulda Hauksdóttir, Gylfi Jónasson, Haukur Hauksson, Dögg Jónsdóttir, Unnur Erna Hauksdóttir, Ólafur Örn Valdimarsson, Jónas Guðgeir Hauksson, Sigrún Guðmundsdóttir, Júlíana Hauksdóttir, Loftur Ólafur Leifsson, Guðfinna Hauksdóttir, Hafliði Halldórsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RÓSA LILJA JÓHANNESDÓTTIR frá Flögu Þistilfirði, Langanesvegi 23, Þórshöfn, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Nausti Þórshöfn, þriðjudaginn 14. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Reynir Þórisson, Björn Jóhannes Þórisson, Guðmundur Gestur Þórisson, Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR MAGNÚSSON fv. bóndi, Skörðum, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni Búðardal miðvikudaginn 15. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Pálína Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Jóna Svavarsdóttir, Jóhann Eysteinn Pálmason, Gunnar Örn Svavarsson, Guðgeir Svavarsson, Kristín Ármannsdóttir, Sigmar Svavarsson, Valborg Reisenhus, Margrét Svavarsdóttir, Sigurður Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.