Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Reykjavíkurborg hefur ákveðið að kveikja á Friðarsúlunni, Imagine Peace Tower, á afmælisdegi Yoko Ono á morgun, laugardaginn 18. febrúar nk. Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey kl. 19 og mun hún lýsa til klukkan 9 morguninn eftir. Friðarsúluna má sjá í beinni út- sendingu á vefsíðunni imag- inepeacetower.com. Listaverkið var afhjúpað á afmælisdegi Johns Lennons 9. október 2007. Jafnan logar ljós á henni ár hvert frá 9. október til 8. desember en það er dánardagur Lennons. Kveikt á friðarsúlu Farþegum Strætó bs. hefur fjölgað undanfarin misseri, samkvæmt ný- legri könnun Capacent Gallup, sem gerð var um mánaðamótin nóv- ember-desember 2011. Í febrúar 2010 sögðust 7,5% að- spurðra nota vagnana reglulega en nú er sú tala komin upp í 8,8%, sam- kvæmt upplýsingum frá fyrirtæk- inu. Þeir sem notuðu strætó sjaldan í febrúar 2010 voru 31% en í nýjustu könnuninni eru þeir 36,9%. Í könnuninni sögðust 54,2% aldr- ei nota strætisvagna en í febrúar 2010 var þetta hlutfall 61,6%. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó, segir í tilkynningu, að þessar niðurstöður gefi sterkar vís- bendingar um að viðhorfið til stræt- isvagnsins sem ferðamáta hafi að einhverju leyti breyst. Gefi mælingar sem þessar starfs- fólki fyrirtækisins fulla ástæðu til að líta björtum augum fram á veg- inn. Morgunblaðið/Sverrir Farþegum hefur fjölgað hjá Strætó Sparnaður ehf. hefur birt reiknivél á heimasíðu sinni þar sem hægt er að reikna út áhrif dóma og laga á afborganir gengistryggrða lána. Reiknivélin hefur verið uppfærð með tilliti til áhrifa nýs dóms Hæstaréttar á gengistryggð bíla- og fasteignalán. Reiknivélin ber saman þá vexti sem settir voru í samninginn og lægstu óverðtryggða vexti Seðla- banka sem ákveðið var með lögum að ættu að vera á gengislánum. Sparnaður segir í tilkynningu að reiknivélin sé fyrst og fremst hugs- uð til upplýsinga fyrir lántakendur um hversu mikið þeir kunni að eiga inni hjá lánastofnunum vegna dóms Hæstaréttar um réttan vaxta- útreikning gengistryggðra lána. Fyrirtækið geti eðlilega ekki borið ábyrgð á því ef lánastofnanir fái aðra niðurstöðu í sínum útreikn- ingum. Útreikningarnir eigi ein- göngu að gefa mynd af hugsanlegri niðurstöðu miðað við þær for- sendur sem rætt hafi verið um. Hægt er að skoða reiknivélina á vefsíðunni sparnadur.is. Sparnaður birtir gengislánareiknivél Umhverfisstofnun vekur athygli á því, að strang- ar reglur gilda um andlitsmálningu sem eiga að tryggja að vörurnar valdi ekki heilsutjóni við eðli- lega notkun. Kemur ábendingin vegna þess að öskudagur er á næsta leiti en mörgum börnum finnst andlits- málun ómissandi hluti af öskudagsskemmtuninni. Vanda þurfi valið og nota eingöngu málningu sem ætluð er börnum. Umhverfisstofnun segir, að rétt sé að lesa vel innihaldslýsinguna fyrir andlitsmálninguna, en hún eigi að vera á umbúð- unum. Málningin eigi að uppfylla kröfur sem gerðar eru til bæði snyrtivara og leikfanga. Slík málning geti innihaldið varasöm efni eins og t.d. litar- efni, rotvarnarefni og/eða ilmefni. Ýmis litar- og ilmefni geti valdið of- næmi og rotvarnarefni eins og t.d. paraben hafi sýnt hormónaraskandi áhrif. Hægt er að slá upp efnaheitum og fá upplýsingar um verkun efnanna á netinu, t.d. hjá Environmental Working Group og Forbrugerkemi. Varað við efnum í andlitsmálningu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun um helgina fylgjast sér- staklega með dvöl ungmenna á veit- inga- og skemmtistöðum. Hvetur lögreglan rekstraraðila til að fara að lögum því annars geta þeir búist við viðurlögum, t.d. svipt- ingu eða afturköllun rekstrarleyfis. Lögreglan fylgist með dvöl ung- menna á skemmtistöðum og grípur inn í þegar ástæða þykir til. Ung- lingar yngri en 18 ára mega ekki vera inni á vínveitingastöðum eftir kl. 22 nema í fylgd með foreldrum eða öðrum ættingjum. Fylgst með skemmtistöðum STUTT Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ég hafði virkilega gaman af og naut þess að vera í þessu hófi og að hafa lokið við þetta viðamikla og merkilega verkefni, að skrifa sögu þessa félags sem er það félag sem hefur haft mest áhrif af öllum fé- lögum í Íslandssögunni á atvinnulíf og afkomu íslenskrar þjóðar,“ segir Hjörtur Gíslason, blaðamaður og annar tveggja höfunda bókarinnar „Undir straumhvörfum“ sem fjallar um 100 ára sögu Fiskifélags Íslands, spurður út í útgáfuhóf bókarinnar sem haldið var í Víkinni Sjóminja- safni í gær. Bókina skrifaði Hjörtur ásamt Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi en þeir skiptu sögunni nokkurn veginn jafnt á milli sín. Að sögn Hjartar sá hann sjálfur um síðari 50 árin og Jón um þau fyrri. Bókin var rúm tvö ár í vinnslu og var unnin í samstarfi við Fiskifélagið. „Fyrri hlutinn byggist eðli sínu samkvæmt á sagn- fræði, en seinni hlutinn er blanda af sagnfræði og blaðamennsku, en blaðamennskan er náttúrlega sagn- fræði samtímans,“ segir Hjörtur, spurður um uppbyggingu bók- arinnar. „Það var fyllilega tímabært að gefa bókina út akkúrat núna því að félagið er náttúrlega ekki orðið neitt á við það sem það var, hefur ekki nema einn starfsmann og það er óvíst um framtíð þess, þannig að þetta mátti ekki tæpara standa,“ segir Jón um útgáfu bókarinnar, en hann sá sjálfur um útgáfu hennar. Spurður út í það hvað hafi að hans mati staðið upp úr í sögu félagsins svarar Jón: „Það er fyrst og fremst þetta hvernig félagið kom nálægt öllum hlutum með beinum eða óbeinum hætti, það var alveg sama hvað var að gerast í sjávarútvegi, þar var félagið með einum eða öðr- um hætti.“ Skýrir margt í Íslandssögunni Í bókinni er m.a. fjallað um að- komu Fiskifélagsins að upptöku kvótakerfisins. Að sögn Hjartar var upptaka kerfisins hér á landi fyrst rædd á vettvangi Fiskifélagsins árið 1981 en það hafi síðan verið sam- þykkt á Fiskiþingi félagsins haustið 1983 að prófa kvótakerfið í eitt ár. „Það er staðfest sannfæring mín að ef Fiskiþing hefði ekki samþykkt að fara þessa leið í fiskveiðistjórnun, m.a. að frumkvæði Kristjáns Ragn- arssonar, þáverandi formanns og framkvæmdastjóra LÍÚ, þá hefði því ekki verið komið á á þessum tíma og kannski aldrei,“ segir Hjört- ur. Jón segir bókina skýra margt í Íslandssögunni og þá einkum um kvótakerfið og hvernig landhelgis- og slysavarnamál hafa þróast. Morgunblaðiði/hag Útgáfuhóf Höfundar bókarinnar, Hjörtur Gíslason blaðamaður og Jón Hjaltason sagnfræðingur, skoðuðu verkið í útgáfuhófinu í Víkinni Sjóminjasafni í gær ásamt Kristjáni Loftssyni, formanni stjórnar Fiskifélags Íslands. Aldarlangri sögu Fiski- félags Íslands gerð skil  Segja félagið hafa verið hið áhrifamesta í Íslandssögunni Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Bolludagurinn hefst hjá Reyni bakara Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Karamellubollur með Royal búðingi Gómsætur biti á bolludaginn Góð brauð – betri heilsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.