Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 11
Menningarfylgd Birna við Andlit Sólar, verk Ásmundar Sveinssonar frá árinu 1961 sem stendur við MR. kassar. Mér finnst miðborg Reykja- víkur mjög sæt, hún er svolítið hall- ærisleg en það er líka hennar sjarmi. Þetta er lítil dama sem mað- ur á að „digga“, “ segir Birna og er á köflum ósátt við þá framkomu sem dömunni hefur verið sýnd. Slömmlordavæðing Í kringum 2007 segir Birna að hafi orðið það sem hún kallar „slömmlordavæðing“ í miðborginni. Þá hafi stefnan virst vera sú að „slömmlordarnir“ svokölluðu hafi keypt hús og jafnvel heilu húsarað- irnar sem þeir hafi síðan ekkert gert við og látið drabbast niður. Þetta hafi verið gert í þeim tilgangi að knýja fram leyfi til þess að byggja annað og stærra og meira en skipulag gerði ráð fyrir. Að því er virðist til þess eins að geta grætt. Birna nefnir Hverfisgötuna sem hrikalegasta dæmið um þetta en dæmin megi sjá víðar í miðbænum. „Mér finnst rangt í þessu að ég lít á miðborgina sem borg allra íbúa landsins. Því finnst mér að borg- aryfirvöld, hverju nafni sem þau nefnast og hvernig sem því er hátt- að, eigi að sjá til þess að komið sé fram af virðingu við miðborgina. Í öðrum löndum hefur verið brugðið á það ráð að einstaklingar sem ekki hugsa um eigur sínar í miðbænum fá tækifæri til að lagfæra þær. Ann- ars er eignin tekin af þeim og seld þeim sem skrifar undir staðfestingu þess að það verði bætt úr,“ segir Birna. Skólavörðustígur sætastur Á ferðum sínum síðastliðin tíu ár hefur Birna uppgötvað ýmsa leynda staði í miðbænum. „Ég hef fundið fullt af bakgörð- um og svo veit ég hvar g-bletturinn er í miðbænum. Það er alveg nauð- synlegt að finna hann en það verður að upplifa hann. Því ætla ég ekki að segja frá því hvar hann er að finna. Annars stendur Skólavörðu- stígurinn alltaf fyrir sínu og er sæt- astur finnst mér. Þá kemur stund- um eitthvað nýtt frá gestunum og ég bið fólk líka að leiðrétta mig fari ég með einhverja staðlausa stafi. Eitt er líka að ég lít þannig á að hver miðborg hafi sinn karakter. Karakter miðborgarinar hér er lág- reistur. Þegar menn ætla að reyna að breyta því og flytja inn einhverja ímynd af Manhattan verður útkom- an því í besta falli fáránleg og í versta falli hjákátleg og sorgleg. Eitt sinn var ég t.d. með menning- arblaðamann frá Kanada í göngu með mér sem spurði hver leyfði að byggja þessi háhýsi við Skúlagöt- una, hvernig þetta væri hægt? Það tengist minnimáttarkennd landans að hafa tilhneigingu til þess að telja allt sem komi utan frá betra. Þannig hefur oft og tíðum átt að sópa undir stórt teppi allri vitneskju um það að við höfum verið fátæk, með lús og endalausa blöðrubólgu. Í Róm eru rústir á bestu byggingarreitunum en hér er búið að valta yfir elsta kirkjugarðinn sem var í Fóg- etagarðinum. Annað dæmi má nefna að upp úr 1960 átti að rífa öll hús í Tjarn- argötunni. Þetta er svo mikil skammsýni og ekkert hugsað til þess að varðveita sögu og vita hvað- an maður kemur. Ef maður veit ekki hvaðan maður kemur hefur maður enga möguleika á því að vita hvert maður er megnugur að fara,“ segir Birna. Niðurníðsla Svokölluð, „slömmlordavæðing“ gerir borginni ekki gott. „Ég hef fundið fullt af bakgörðum og svo veit ég hvar g-bletturinn er í miðbænum. Það er al- veg nauðsynlegt að finna hann“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Háskóladagurinn er í dag, 18. febrúar. Þá mun almenningur geta kynnt sér starfsemi háskólanna. Í Háskólabíói verður kynning á námi frá Háskóla Ís- lands, Háskólanum á Akureyri, Há- skólanum á Hólum, Landbúnaðarhá- skóla Íslands, Keili og Listaháskóla Íslands. Einnig verður þar kynning á háskólanámi í Danmörku og Svíþjóð. Háskólinn á Bifröst kynnir náms- framboð í Norræna húsinu. Háskól- inn í Reykjavík og Listaháskóli Ís- lands kynna námsframboð sitt í húsakynnum HR í Nauthólsvík. Fríar rútuferðir verða milli staða á tuttugu mínútna fresti. Meðal þess sem kynnt verður er Rannsóknarbíll sál- fræðinnar frá sálfræðideild Háskól- ans í Reykjavík. Um er að ræða sér- útbúna rannsóknarstofu á hjólum sem notuð verður við rannsókn á streitu í íslenskum unglingum. Rann- sóknin er ein sú fyrsta sinnar teg- undar en fyrir rannsóknarhópnum fer Jack James, prófessor við sál- fræðisvið skólans. Í dag getur fólk kynnt sér þá tækni sem notuð verður við rannsóknina. Verður rannsókn- arbíllinn fyrir utan Háskólann í Reykjavík frá kl. 12-16. Háskóladagurinn Morgunblaðið/Kristinn Mælingar Í rannsóknarbílnum er sérútbúin rannsóknarstofa. Rannsóknarbíll til sýnis Það er orðin hefð fyrir því í febr- úarmánuði að feitur og fallegur snjókarl komi sér makindalega fyrir á Ráðhústorgi á Akureyri og gleðji þar jafnt unga sem aldna. Snjókarl- inn Frosti vill gjarnan skarta sínu fegursta fyrir þá sem koma að sjá hann en nú ber svo við að nefinu hans hefur verið stolið. Er þetta í annað sinn í þessari viku sem ein- hver eða einhverjir sjá sig knúna til að ræna hann þessum líkamshluta. Þeir sem hafa einhverjar upplýs- ingar um nefin eru beðnir um að hafa samband á netfangið Akureyr- arstofa@akureyri.is. Tapað/fundið Myndarlegur Frosti saknar nefsins síns góða og vill gjarnan fá það aftur. Frosti vill fá nefið sitt aftur Opið: laugardag frá kl. 10-16 – sunnudag frá kl. 13-18 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Útsölulok Vertu vinur okkar á Facebook Opið virka daga frá kl. 10-18 Stakir jakkar Litir: Rautt og orange Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið í dag kl. 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Lokað í dag www.rita.isLaugavegi 63 • S: 551 4422 www.laxdal.is Útsölulok Verðhrun 50-70% afsláttur VETRARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI Sparidress - Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir Laugavegi 84 • sími 551 0756 VERÐHRUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.