Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Hagsmunasamtök heim- ilanna (HH) hafa verið starf- andi í rúm þrjú ár. Krefjandi og gefandi starf samtakanna hefur mestmegnis verið bor- ið uppi af félagsmönnum í sjálfboðavinnu. Gott er að geta orðið að liði í baráttu gegn svíðandi óréttlæti. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum sam- takanna um leiðréttingu lána og af- nám verðtryggingar njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoð- anakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings. Það er ekki hvað síst í við- horfi almennings til málstaðar sam- takanna sem við upplifum árangur. Betur má þó ef duga skal. Þversögn verkalýðshreyfingarinnar Á síðasta áratug var séreignarlíf- eyrir innleiddur, iðgjöld í lífeyrissjóði hækkuð og lögum um fjárfesting- arheimildir lífeyrissjóða breytt. Stærð sjóðanna fjórfaldaðist ásamt skuldum heimilanna. Ítrekað kom Al- þýðusamband Íslands (ASÍ) þó fram og sagðist hafa varið kaupmátt, þrátt fyrir aukna atvinnuþátttöku frá liðn- um áratug. ASÍ hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ólýðræðislegt. Forseti ASÍ er ekki kjörinn í allsherjarkosn- ingu heldur hafa fulltrúar, hand- gengnir forystunni, atkvæðisrétt. Þá hefur ASÍ lagst gegn því að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar beint af sjóðsfélögum. Eins hefur ASÍ viljað halda fulltrúum samtaka atvinnurek- enda í stjórnum sjóðanna. Afstaða ASÍ er óskiljanleg. Þangað til við komum að þversögn verkalýðshreyf- ingarinnar. Herdís Dröfn Baldvins- dóttir hefur gert doktorsverkefni um tengsl og samgróna innviði íslenska fjármálageirans og verkalýðs- samtaka. Í viðtali við Morgunblaðið 31. janúar 1999 sagði Herdís: „Almenn niðurstaða mín er sú að fjármálaleg og raunverulega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameiginlega hafa þessi samtök verið ríkjandi í hag- stjórn Íslands síðastliðinn áratug á meðan áhrif stjórnmálaflokkanna hafa minnkað að sama skapi. Að- alleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa at- vinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. …Til þess að fá sem mestan arð af fyrirtækjum sem lífeyrissjóðir hafa fjárfest í þá er algeng leið að halda kaupgjaldi niðri. Eignarhald hinna almennu lífeyr- issjóða í fyrirtækjum gæti því leitt óbeint til þess að ASÍ væri tilleið- anlegra til þess að halda launum niðri til þess að sjóðir geti vaxið þeim mun meira. Þetta er hin eiginlega þver- sögn. Félögin eru stofnuð til þess að vinna að sem bestum hag fé- lagsmanna en eiga vegna fjármála- tengsla við atvinnurekendur erfitt um vik.“ Barátta HH hefur snúist um kjara- baráttu sem verkalýðshreyfingin hef- ur ekki viljað taka þátt í, nema með örfáum undantekningum. Sjálfsagt hefðu samtökin aldrei orðið til ef for- seti ASÍ hefði ekki lagst gegn fryst- ingu vísitölunnar haustið 2008. Að hluta til má mögulega leita skýringa á afstöðu forseta ASÍ til hinnar hlið- arinnar á þversögn verkalýðshreyf- ingarinnar; þeirrar stöðu sem við blasir þegar búið er að yfirfæra nið- urstöðu dr. Herdísar á lánakjör. Hinar nýju stéttir Ingólfur H. Ingólfsson fé- lagsfræðingur skrifaði grein í apríl 2009 sem kallast „Hinar nýju stéttir – lánardrottnar og skuldunautar“ og kemur inn á að um áttunda áratug tuttugustu aldar stórjókst aðgangur launamanna að lánsfé. Þannig hafi al- menningur í fyrsta skipti í sögunni getað margfaldað neyslu sína um- fram tekjur af launavinnu. Afleið- ingin hafi verið mikill hagvöxtur, drif- inn áfram af skuldsetningu en ekki kauphækkunum. Í greininni segir: „Það tók innan við þrjátíu ár að breyta aldagamalli stéttaskiptingu þjóðfélagsins úr því að vera á milli launþega og atvinnurekenda í það að vera á milli lánardrottna og skuldu- nauta. Hver einasti vinnandi maður skuldar lánastofnun sinni að með- altali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar. Vaxtakjör skipta orðið meira máli en launakjör. Samningstaða gangvart lánardrottni skiptir meira máli en við vinnuveitanda og það sem gerir stöðuna sérstaklega erfiða er að það eru engin stéttarsamtök skuldara til, aðeins stéttarsamtök launþega.“ En hvað ef til væri stéttarfélag sem beitti sér fyrir bættum lána- og launakjörum? Stéttabarátta 21. aldarinnar HH eru vísir að „stéttarsamtökum skuldara“ þó að þau hafi ekki enn haft formlega aðkomu að kjaraviðræðum. En er ástæða til að huga að slíkri út- víkkun á starfi samtakanna? Sú hug- mynd hefur kviknað hjá stjórn HH að bjóða verkalýðsfélögum að ganga til liðs við HH og mynda saman ný heildarsamtök launafólks. Nýja fjöldahreyfingu, ný regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga sem ekki myndi skilja lánakjör útundan í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna held- ur samþætta lánskjarabaráttuna inn í starf verkalýðshreyfingarinnar. Á næstunni mun stjórn HH leggja könnun fyrir félagsmenn þar sem m.a. verður spurt út í afstöðu fé- lagsmanna til framtíðar samtakanna. Um leið og við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í könnuninni segjum við umræðuna um stétta- og kjara- baráttu 21. aldarinnar hafna. Stéttabarátta 21. aldar- innar og framtíð Hagsmuna- samtaka heimilanna Eftir Andreu J. Ólafsdóttur, Friðrik Ó. Friðriksson og Þórð Björn Sigurðsson »Nú er spurningin hvort hér séu að verða straumhvörf í sögunni ef til verða ný regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga við hlið ASÍ? Andrea J. Ólafsdóttir Höfundar eru núverandi formaður og fyrrverandi formenn Hagsmuna- samtaka heimilanna. Þórður Björn Sigurðsson Friðrik Ó. Friðriksson Í júní 2010 var Sig- urður Kári Krist- jánsson, þáverandi al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins, framsögumaður að lagafrumvarpi á Al- þingi sem var þess efn- is að gerð yrði breyt- ing á lögum um meðferð einkamála, svo mál sem varða gengistryggingu lána og um skilmála slíkra skuldbindinga fengju flýtimeðferð fyrir dómstólum. Það frumvarp fékkst ekki samþykkt og stóðu stjórnarþingmenn í vegi fyrir samþykkt frumvarpsins. Með frum- varpinu var ætlun flutningsmanna að flýta úrlausn dómstóla um rétt- arágreining er varðar gengistrygg- ingu lána, vexti af þeim lánum o.fl., en mikil réttaróvissa ríkti á þeim tíma og ríkir enn um ýmis álitaefni er varða þá samninga. Ef frumvarpið hefði verið sam- þykkt, hefði mátt vænta dóma Hæstaréttar um flest álitamál tengd gengistryggðum lánum fyrir árslok 2010. Í þess stað búa einstaklingar og fyrirtæki enn við réttaróvissu, sem hefur mikil og slæm áhrif á ís- lenskt samfélag. Má nefna sem dæmi að fyrirtæki í landinu búa enn við óvissu um gildi gengistryggðra fjármögnunarleigusamninga og þá svarar dómur Hæstaréttar er gekk síðastliðinn miðvikudag ekki öllum spurningum er varða vexti af ólög- mætum gengistryggðum lánum. Mikið tjón hefur þegar hlotist af drætti á úrlausn þessara mála og hefur fjöldi einstaklinga og fyr- irtækja m.a. lent í greiðsluþroti af þeim sökum. Þá er ómældur kostn- aður hins opinbera og fjármálakerf- isins vegna þessa. Ýmis skaðleg hliðaráhrif er síðan ómögulegt að meta til fjár. Má fullyrða að þessi dráttur hefur valdið því að hægar hefur gengið að reisa við íslenskt efnahagslíf en ella hefði verið. Í júlí 2010 rituðu undirritaðir grein í Morgunblaðið í tilefni af af- greiðslu frumvarpsins, en þar sagði m.a.: „Um er að ræða gríðarlegt hags- munamál fyrir íslensku þjóðina, sem á að vera hafið yfir pólitíska flokka- drætti. Ef frumvarpið hefði komist á dagskrá og verið samþykkt hefðum við getað vænst dóma Hæstaréttar um alla flækjuna í október eða nóv- ember nk. Í staðinn getum við þurft að búa við réttaróvissuna í óratíma og jafnvel mörg ár ef ekkert verður að gert. Við undirritaðir fáum ekki séð hvaða rök standa til þess að taka málið ekki á dagskrá Alþingis. Við skorum hér með á ríkisstjórnina að veita þessu brýna þjóðþrifamáli brautargengi sem allra fyrst með því að kalla Alþingi saman til að af- greiða lagafrumvarp af þessu tagi.“ Ef það er vilji ríkisstjórnarinnar að íslensk heimili og fyrirtæki búi áfram við þá réttaróvissu sem enn ríkir í þessum málaflokki gefur það augaleið að mörgum einstaklingum og flestum fyrirtækjum verður enn um ókomna tíð ókleift að skipu- leggja til framtíðar fjármál sín og starfsemi á þann hátt sem nauðsyn- legt er til að hér verði hafin raun- veruleg og skipuleg uppbygging fjárhags heimilanna og atvinnulífs- ins alls. Sá skaði sem óvissan hefur nú þegar valdið nemur háum fjár- hæðum. Það má því með sanni segja að í þessum efnum sé seint betra en aldrei og því ítrekum við áskorun okkar frá júlí 2010. Enn ríkir réttaróvissa Eftir Stefán Geir Þórisson og Þor- stein Einarsson » Sá skaði sem óvissan hefur nú þegar valdið nemur háum fjárhæðum. Stefán Geir Þórisson Höfundar eru hæstaréttarlögmenn. Þorsteinn Einarsson - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Bréf til ritstjóra Mbl. Samtök aldraðra þakka þér inni- lega fyrir að vekja útvarpsstjóra til meðvitundar um að Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna, líka þeirra sem eldri eru. Í síðustu viku hafa málefni okkar verið rædd í hverjum fréttatíma og í Kastljósi og kunnum við RÚV þakkir fyrir að ná að vakna og ná meðvitund. Yfirleitt hefur ekki verið mikið rætt um okkar flóknu hagsmunamál í rafrænum fjölmiðlum. Fyrr í vikunni sendi félagi minn mér svo- hljóðandi skeyti: Svolítið til umhugsunar fyrir heldri menn. Sjónvarpið var með viðtal við eldri borgara á vistheimili (Grund) í gærkvöldi eins og þið líklega vitið. Vistmennirnir virtust ekki vita hvað þeir fengu mánaðarlega í krónum, sömuleiðis ekki fréttamennirnir. Ef þið vitið það ekki þá fá allir sömu vasapeningana, 60 þús. kr. á mánuði. Það skiptir ekki máli hvort þeir hafa greitt í lífeyr- issjóð eða ekki. Ekta ráðstjórn- arríkja- fyrirkomulag, sem sagt allir verða að hafa það sama, enginn má skara fram úr og allir verða að hafa það jafn skítt. (Með því þrífast kommar, samanber Rík- isútgáfu námsbóka hér áður fyrr, þegar allt átti að vera á sömu bók- ina lært fyrir Íslendinga). Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð greiða sem sagt fyrir „skussana“ eða samborgarana, sem ekki hafa gert það. Ríkið er ekki að greiða neitt. Hvernig er þá hægt að kalla okkur lífeyrisþega, er ekki nær að kalla okkur „lífeyrisgjafa“? Hvað segja menn um þetta? Bara svona við tækifæri væri gaman að fá smá álit frá ykkur, sömuleiðis um sextíuþúsundkall-fyrirkomulagið (verðum við ánægðir með það þegar að því kemur) og þá einnig um hvernig hægri stjórnmálaflokkarnir hafa getað stjórnað eftir einhverju kommaskipulagi í öll þessi ár!! Hverslags er þetta eiginlega? Kveðja IPS. Svona eru orrustur háðar með orðum hjá vinstrimönnum sem hafa náð fullum þroska. Auðvitað minni ég á að stjórn S og D gerði leiðrétt- ingar samkvæmt tillögum Jóhönnu félagsmálaráðherra sem allar hafa verið afturkallaðar af Jóhönnu for- sætisráðherra. Kveðja og þakkir. ERLING GARÐAR JÓNASSON, formaður Samtaka aldraðra. Góðan daginn, RÚV Frá Erlingi Garðari Jónassyni Erling Garðar Jónasson Bréf til blaðsins Hæðasmára 4 Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Sími 555 7355 • www.selena.is Herrar! Nýtt kortatímabil Munið konudaginn Undirfata sett kr. 11.100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.