Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Sælir á beit Þeir undu sér vel í snjónum, hestarnir í Árbæjarhverfi á Suðurlandi, er þeir söddu hungrið undir bláhimni, með Heklu tignarlega í bakgrunninum. RAX Hjúkrunarheimili landsins eiga í vand- ræðum með að láta enda ná saman. Fjár- framlög til þeirra frá ríki hafa verið skorin niður þrjú ár í röð. Stjórnendur heim- ilanna hafa leitað allra leiða til að skera niður kostnað og nota naumt skammtaða fjármuni á sem skynsamlegastan hátt. Þriðji dýrasti rekstrarliður hjúkrunarheimila er lyf og hefur hlutfall lyfjakostnaðar heldur hækkað á undanförnum árum. Þegar nýir heimilismenn eru teknir inn á hjúkrunarheimili þá fá stjórnendur þeirra að velja einn af þremur einstaklingum sem sendar eru upplýsingar um. Þó það hljómi ef til vill kaldranalega þá hefur það færst í vöxt á undanförnum árum að lyfjanotkun þessara væntanlegu heimilismanna er skoðuð sérstaklega og ef einhver þessara þriggja notar mjög dýr lyf þá kemur hann ekki til greina sem nýr heimilismaður. Lyfjakostnaður einstaklings sem nemur nokkur hundruð þús- und krónum á mánuði veldur því að daggjaldið sem TR greiðir vegna viðkomandi, dugar alls ekki fyrir launum vegna umönnunar, fæðis, lyfja og annarra hluta sem innifaldir eru í daggjaldinu. Það er staðreynd að þeir öldruðu einstaklingar sem eru svo „óheppn- ir“ að þurfa á dýrum lyfjum að halda eiga miklu síður möguleika á að komast á hjúkr- unarheimili en hinir. Kaldhæðnin er svo sú að þessir sömu ein- staklingar eru nánast undantekningarlaust á sjúkrahúsi þannig að lyfjakostnaður þeirra er hvort sem er greiddur af ríkinu. Þessi mál hafa verið til skoð- unar í velferðarráðuneytinu í all- nokkurn tíma án þess að lausn hafi fundist. Á meðan bíða þeir sem nota dýr lyf á sjúkrahúsum og verða þar væntanlega þangað til búið er að leysa þetta vanda- mál. Vona að sú bið taki fljótlega enda. Eftir Gísla Pál Pálsson » Þeir öldruðu ein- staklingar sem eru svo „óheppnir“ að þurfa á dýrum lyfjum að halda eiga miklu síður mögu- leika á að komast á hjúkrunarheimili … Gísli Páll Pálsson Höfundur er forstjóri og formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Of dýr fyrir mig? Þann 15. febrúar sl. dæmdi Hæstiréttur að lög nr. 151/2010 færu gegn stjórnarskrá. Ríkisstjórnin hefur enn á ný verið dæmd af verkum sínum af æðsta dómstóli landsins – sjálfum Hæstarétti. Áður hafði Hæstiréttur úrskurðað stjórnlaga- þingskosninguna ólög- lega og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var fundin sek fyrir réttinum um afglöp í starfi í málefnum Flóahrepps. Meira að segja heilög Jóhanna tapaði máli fyr- ir kærunefnd jafnréttismála vegna ráðningarmála er hún tók karlmann fram fyrir konu í starfi. Hver hefði trúað þessu að fullreyndu? Þrátt fyrir brotaferil ríkisstjórn- arinnar frá því hún tók við – lætur sí- brotastjórnin sér ekki segjast. Nú hefur meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ákveðið að kalla eigi ólöglega kjörið stjórnlagaráð saman á ný. Hvenær ætlar þetta fólk að læra að þrígreining ríkisvaldsins er virk hér á landi og að dómum dóm- stóla skuli lúta? Hvernig getur sí- brotaríkisstjórnin ætlast til þess af borgurum þessa lands að þeir fari að lögum og lúti dómum ef hún gerir það ekki sjálf? Nú er allt kapp lagt á að „eitthvað“ úr skýrslu stjórnlagaráðs fari í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosn- ingum í sumar og er það röksemdin fyrir því að kalla stjórnlagaráðið saman á ný. Ferill þessa hörmungarmáls er þessi: 16. júní 2010 samþykkti Alþingi lög um stjórnlagaþing, nr. 90/2010. Samkvæmt þeim skyldi kosið til ráðgefandi stjórnlagaþings er hefði það verkefni að endurskoða stjórn- arskrá Íslands. Kosningar til stjórn- lagaþings fóru fram 27. nóvember 2010. Framkvæmd kosninganna var kærð til Hæstaréttar Íslands og 25. janúar 2011 úrskurðaði Hæstiréttur kosningar til stjórnlagaþings ógildar sem frægt er. Í stað þess að boða til nýrra kosninga eða fella málið niður ákvað ríkisstjórnin að þræla í gegn- um Alþingi að skipa „stjórnlagaráð“ þeirra 25 einstaklinga sem voru ólög- lega kjörnir á stjórnlagaþing. Stjórn- lagaráð hefur nú lokið störfum og skilað skýrslu til Alþingis og er því ekki til lengur samkvæmt lögum. Ég hef ekki hugmyndaflug í að finna út á hvaða lagagrunni ríkisstjórnin ætlar að boða ráðið til starfa á ný. Ég minni á að þetta „stjórnarskrár- brölt“ Jóhönnu Sigurðardóttir hefur nú þegar kostað skattgreiðendur um 1.000 milljónir og enn skal bætt í. Ekki er búið að kostnaðargreina þessa nýju ákvörðun. Þessi gjörn- ingur er svo dæmalaus – en sýnir – að ríkisstjórninni er ekkert heilagt. Ef lög, reglur og stjórnarskrá þvæl- ast fyrir þá er hiklaust framið lög- brot. Daginn eftir áfellisdóm Hæsta- réttar yfir ríkisstjórninni er þessi ákvörðun tekin. Ég er orðlaus yfir valdníðslu meirihlutans. Ég lýsi fullri ábyrgð þessarar ákvörðunar á hendur rík- isstjórninni. Um hvað skal kjósa samhliða forsetakosningum er mér hulin ráðgáta og meirihlutinn veit það ekki heldur. Hér er spólað í þrjóskuhjólförum forsætisráðherra með fullum stuðningi þingmanna Hreyfingarinnar sem er gjaldið fyrir lífi ríkisstjórnarinnar. Hvernig væri að síbrotaríkisstjórnin færi eftir nú- gildandi stjórnarskrá áður en litið er við að skrifa nýja? Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Hvenær ætlar þetta fólk að læra að þrígreining rík- isvaldsins er virk hér á landi og að dómum dómstóla skuli lúta? Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og alþing- ismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Síbrotaferill ríkisstjórnar- innar og stjórnarskráin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.