Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jón Sigurðs-son, for-stjóri Öss- urar, ræddi íslensk efnahags- mál og sérstöðu Íslands í erindi sínu á viðskiptaþingi Við- skiptaráðs í vikunni og nefndi þar áhugaverða hluti, svo sem að umræðan hér á landi hefði snúist um of um skiptingu kökunnar en ekki um stækkun henn- ar. Skýrði Jón þessa áherslu með fámenni þjóð- arinnar. Nú er áhuginn á skipt- ingu kökunnar að vísu ekki séríslenskt fyrirbæri. Í Bandaríkjunum, þaðan sem Jón stýrir nú farsællega hinu alþjóðlega fyrirtæki, er til að mynda mikil um- ræða um skiptingu kök- unnar og þar treystir Obama forseti nú á að hug- myndir hans um hærri skatta á þá sem mest eiga verði nægilega vinsælar til að tryggja honum síðara kjörtímabilið. Skipting kökunnar er áhugamál stjórnmálamanna og annarra þátttakenda í þjóðmálaumræðunni um all- an heim en áhuginn á að stækka hana er því miður oft og tíðum minni. En þrátt fyrir að þessi áhugi á skiptingunni sé fyr- ir hendi hér eins og annars staðar hefur tekist ótrúlega vel að stækka kökuna hér á landi. Og það sem meira er, kakan hefur stækkað mun hraðar hér en í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Raunar ættum við ekkert erindi í samanburðinn ef kakan hefði ekki stækkað svo mjög hér á landi sem raun ber vitni, því að ef við horf- um rúma öld aftur í tímann var Ísland mun aftar á mer- inni í efnahagslegu tilliti en þau ríki sem nú eru sam- bærileg eða sem við höfum skotið aftur fyrir okkur. Okkur hefur með öðrum orðum tekist að vaxa hraðar en öðrum vestrænum ríkj- um, sem ætti að gefa vís- bendingu um að hér hafi verið ágætar forsendur til vaxtar og verðmætasköp- unar og að þær hafi verið nýttar. Þess vegna var sér- kennilegt hve mikla áherslu Jón lagði á þá skoðun sína að íslenska krónan væri ómögulegur gjaldmiðill. Við höfum búið við krónuna á þess- um mikla efnahagslega upp- gangstíma í sögu þjóð- arinnar og þrátt fyrir þær sveiflur sem Jón og fleiri hafa bent á er niðurstaðan engu að síður þessi mikli vöxtur og velsæld þrátt fyr- ir þá niðursveiflu sem ríkt hefur á nýliðnum misserum. Þá mega menn ekki held- ur gleyma því, sérstaklega ekki rétt á meðan atburð- irnir eiga sér stað, að stærri myntir og myntkerfi fara einnig í gegnum sveiflur. Á evrusvæðinu er ástandið til að mynda víða þannig að at- vinnuleysi er upp á tugi prósenta og sum hagkerfin eru rjúkandi rústir eftir þá tilraunastarfsemi sem evr- an er. Væri hún sú töfra- lausn á hagsveiflum sem sumir halda fram má gefa sér að ástandið á evrusvæð- inu væri annað en raun ber vitni. Hér hefur með því að nýta krónuna tekist að byggja upp fjölda öflugra fyrirtækja sem mynda efna- hagslíf sem tryggir ein bestu lífskjör sem þekkjast. Eitt þessara fyrirtækja er Össur, sem óx úr grasi hér á landi, var í góðum rekstri þegar Jón Sigurðsson tók við því en hefur eflst enn frekar undir hans stjórn. Þetta fyrirtæki eins og ýmis önnur er vaxið langt út fyrir strendur Íslands og hefur verið Íslendingum ánægjuefni að fylgjast með þroskasögu þess. Engin leið er að halda því fram að krónan sé ónothæfur gjald- miðill þegar fyrirtæki hafa getað vaxið og dafnað eins og þetta dæmi sannar. Á hinn bóginn má taka undir að langvarandi gjaldeyris- höft valda fyrirtækjum í al- þjóðlegum viðskiptum erfið- leikum. Gjaldeyrishöftin eru hins vegar sjálfstætt vandamál sem ríkisstjórnin ætti að vera löngu búin að leysa. Íslenskt atvinnulíf þarf að losna við höftin, en það getur mjög vel haldið áfram að vaxa og dafna með íslensku krónunni. Hagsaga Íslands sýnir að krónan hefur reynst Íslendingum vel} Íslenska krónan og lífskjarabatinn A nddyri hótels í Reykjavík fyrir tæpum áratug. Andspænis mér situr maður sem Íslendingum er þá mörgum afar illa við. En þetta er skemmtilegur maður; glaður í bragði, glettnin skín úr augunum og þegar hann hlær – sem gerist hvað eftir annað – er eins og hann sæki hláturinn alveg niður í tær. Það ískrar í honum en gleðin er sannarlega ekta. Viktor Kortsnoj, sá gamli refur, var til um- fjöllunar í Sunnudagsmogganum fyrir skömmu, þegar eftirminnilegt einvígi hans og Jóhanns Hjartarsonar var rifjað upp. Jóhann sigraði með glæsibrag en einvígið er ekki síður fast Ís- lendingum í minni vegna andstæðingsins, sem reykti af miklum móð við skákborðið og spúði eitrinu yfir ungu, íslensku hetjuna. Hann var ekta skúrkur í okkar augum; hann og tóbakið nánast eitt. Augu Kortsnojs eru djúp og brún. Það vinstra virkar minna; hann dregur það stundum hálfpartinn í pung þeg- ar hann hugsar. Kortsnoj er af mörgum talinn bestur þeirra skákmanna sem ekki náðu heimsmeistaratign. Enda afburðagóður. Mér flaug þessi gamli kappi í hug þegar við dóttir mín ræddum hvaða svið hún ætti að velja sér í mennta- skólanum! Hann átti sér nefnilega fleiri áhugamál en skákina og úr vöndu var að ráða. Eins og hjá henni. Í fyrsta lagi langaði Kortsnoj að spila á píanó en svo átt- aði hann sig á því að til að verða góður á þeim vettvangi yrði að vera til hljóðfæri á heimilinu og til þess voru hvorki til peningar né pláss. Í öðru lagi gat Kortsnoj vel hugsað sér að verða leikari en framburður hans var ekki nógu góður. „Þeir reyndu að bæta mig en ég hafði ekki nægilega þolinmæði og hætti því þess vegna líka.“ Þar með varð skákin fyrir valinu! Stundum er eins og einhver annar taki mikilvægar ákvarðarnir fyrir fólk; ég þekki það. Eitt það athyglisverðasta sem Kortsnoj nefndi, ekki síst í ljósi sögunnar, var hvernig hann lagði sígarettupakkann á hilluna. „Ég hætti nú bara að reykja einn daginn! Það var ekki sérstaklega á dagskrá hjá mér og gerðist í raun nánast eins og af sjálfu sér.“ Hann sagðist gjarnan lesa bækur um sálfræði og eftir að hafa rýnt í eina slíka komst hann að því hvernig hægt er að tala við eigin undirmeðvitund. Hann sagði mörg áhugaverð dæmi í bókinni. „Ef maður hugðist hætta að reykja var til dæmis ákveðinn texti sem þurfti að lesa. Þennan texta las ég upphátt, hann var satt að segja mjög athyglisverður en ég var ekkert á þeim bux- unum að hætta að reykja. Um það bil mánuði síðar gerðist það svo; ég fékk eitthvert hland fyrir hjartað og hætti þá að reykja í eitt skipti fyrir öll!“ Ég talaði töluvert við sjálfan mig í nokkra daga um dag- inn og dóttirin valdi rétt. Nú ætla ég bráðum að vinna í Víkingalottóinu. Ég ætla að vinna í Víkingalottóinu. Ég ætla að vinna í Víkingalottóinu. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Úr óskrifaðri dagbók – X STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Himin og haf ber á milli íviðræðum Íslendinga ogannarra strandþjóða umstjórnun makrílveiða í NA-Atlantshafi. Íslendingar veiddu í fyrra um 16% af heildarmakrílafla ársins og var kvóti Íslendinga tæp- lega 147 þúsund tonn. Ef Íslendingar hefðu veitt 7% heildaraflans, eins og ESB og Noregur leggja nú til, hefðu um 64 þúsund tonn komið í hlut Ís- lands. Gífurleg verðmæti eru í húfi í makrílveiðum og vinnslu og var út- flutningsverðmæti makrílafurða á síðasta ári um 25 milljarðar króna. Hvert prósentustig skiptir því miklu máli. Svo haldið sé áfram með reikn- ingsdæmið og Íslendingar fengju 7% af 639 þúsund tonnum, sem er í sam- ræmi við veiðiráðgjöf, kæmu um 45 þúsund tonn í hlut Íslands eða um 100 þúsund tonnum minna en ráðgert er að Íslendingar veiði í ár. Þá yrði út- flutningsverðmæti makríls verulega minna en þeir 25 milljarðar sem mak- ríllinn skilaði í fyrra. Á móti afla- samdrætti mætti reikna með auknu verðmæti vegna nokkurs aðgangs að veiðum í lögsögu Noregs og ESB þegar makríllinn er sem verðmæt- astur. Veiðar að ráðgjöfinni Á fundi í Írlandi í desember lögðu Norðmenn og ESB til að hlut- deild Íslands yrði 6,5% í heildarkvóta með nokkrum aðgangi að veiðum í lögsögum þeirra á móti. Íslendingar töluðu að fundi loknum um afturför í viðræðunum. Á fundi í Bergen í jan- úar kom tillaga frá ESB og Noregi um 7% hlutdeild og svöruðu Íslend- ingar því með tillögu um 15% hlut. Þeirri tillögu hefur verið hafnað. Íslendingar miða því við veiðar á um 145 þúsund tonnum af makríl í sumar í samræmi við reglugerð sjáv- arútvegsráðherra frá 30. desember. Alþjóða hafrannsóknaráðið, ICES, hefur varað við miklum mak- rílveiðum og er ráðgjöf ráðsins fyrir þetta ár um 639 þúsund tonn. Í fyrra veiddu ESB, Norðmenn, Færey- ingar, Íslendingar og Rússar alls um 930 þúsund tonn. Í viðræðum strand- ríkjanna mun hafa verið rætt um að veiðar yrðu færðar að ráðgjöfinni í áföngum, en forsenda þess er sam- komulag þjóðanna. Afli allra myndi dragast mikið saman ef farið væri að ráðgjöfinni eða um nálægt 30%. Það var vilji Íslendinga á fundinum í Reykjavík í vikunni að þetta yrði gert strax, en því var hafnað. Sterk staða stofnsins Staða makrílstofnins er þrátt fyrir allt sterk samkvæmt gögnum frá ICES og vel fyrir ofan hættu- mörk. Hrygningarstofninn fór hæst í 3,1 milljón tonna árið 2009, en hefur aðeins gefið eftir á tveimur síðustu árum og er nú talinn vera 2,9 millj- ónir tonna. Nýliðun hefur verið mjög góð síðustu ár og árgangarnir frá 2002, 2005 og 2006 meðal þeirra stærstu sem mældir hafa verið frá því á áttunda áratugnum. Athygli vekur að veiðidánartala er verulega lægri en var fyrir tíu árum. Landaður afli hefur aukist á síð- ustu árum og nálgast það sem mest hefur verið. Til að tryggja hámarks- afrakstur af stofninum til lengri tíma hefur verið varað við svo mikilli veiði. Það kann að skekkja upplýsingar um landaðan afla og stærð stofnsins að talsvert hefur verið veitt af makríl án þess að það hafi verið skráð. Nýverið gengu t.d. dómar í Skot- landi vegna svokall- aðra svartra landana. Hvert prósentustig skiptir miklu máli Makríll í Norðaustur-Atlantshafi Afli (tonn) Nýliðun (í milljónum) 900.000 700.000 500.000 300.000 100.000 0 1972 2011 1972 2011 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 (Heimild ICES) Göngur makríls inn í íslenska lögsögu hafa aukist verulega frá árinu 2006 og eru þær tald- ar tengjast hlýnun sjávar. Árið 2006 fór makríll að sjást sem meðafli í sumarsíldveiðum í flotvörpu fyrir Austurlandi og veiddust þá rúm fjögur þúsund tonn. Sumarið eftir jókst þessi afli í rúm 36 þúsund tonn. Sumrin 2008, 2009 og 2010 var aflinn um 112, 116 og 130 þús- und tonn. Í fyrra veiddust alls um 155 þúsund tonn, að með- töldum um 8 þús. tonnum sem flutt voru frá árinu á undan. Í leiðangri vísindamanna í fyrrasumar mældist 1,1 milljón tonna innan íslenskrar efna- hagslögsögu eða um 42% af makríl á rannsóknasvæðinu í NA-Atlantshafi. Það var svipað magn og árið 2010. Vaxandi makrílafli GÖNGUR FRÁ 2006 Makríll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.