Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Kristján Jónsson Andri Karl Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að staðfesta bæri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um tveggja ára fangelsi yfir Baldri Guð- laugssyni, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu, vegna innherjasvika og brota í opinberu starfi. Einnig eru gerðar upptækar til ríkissjóðs 192 milljónir króna sem eru söluandvirði hlutabréfa Baldurs í Landsbankanum. Fram kom að brotið hefði verið stórfellt og Baldur hefði „misnotað stöðu sína sem op- inber starfsmaður“. Baldur var ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi þegar hann seldi hlutabréf í Lands- bankanum 17. og 18. september 2008. Hann var þá ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat í sam- ráðshópi íslenskra stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Héraðsdómur Reykjavíkur komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að Baldur hefði því verið innherji í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og brotið gegn þeim lögum. Ólafur Börkur Þorvaldsson, einn hæstaréttardómara, skilaði séráliti þar sem hann segir að vísa beri mál- inu frá dómi. Hann tók einnig efn- islega afstöðu til sakarefnisins og komst þá að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri Baldur af ákæruatriðum. Fjármálaeftirlitið hefði ekki litið á upplýsingar þær sem Baldur hafði aðgang að vegna setu í samráðs- hópnum sem innherjaupplýsingar, það kæmi fram í bréfi FME til ákærða 7. maí 2009. Hefði stofnunin þó verið búin að athuga alla fundi samráðshópsins í september 2008. Brot á mannréttinda- sáttmála Evrópu? Fjármálaeftirlitið rannsakaði mál Baldurs þegar í nóvember 2008 en greip þá ekki til neinna aðgerða, hins vegar gerði stofnunin það í júlí 2009 og sendi málið til embættis sérstaks saksóknara. Hæstiréttur segir að FME hafi strax í upphafi sett fyr- irvara um að málið kynni að verða tekið upp aftur ef ný gögn bærust. Og það hafi gerst, m.a. þegar skýrslur voru teknar af öðrum ráðu- neytisstjórum. Ólafur Börkur sagði hins vegar að engin ný gögn hefðu verið í málinu þegar ákveðið var að hefja rannsókn að nýju, eftir að Fjármálaeftirlitið felldi málið fyrst niður. Því væri um að ræða endur- tekna málsmeðferð sem væri í and- stöðu við ákvæði mannréttindasátt- mála Evrópu. Sigríður J. Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari vildi að refsing yrði þyngd og benti á að refsiramminn leyfði allt að níu ára fangelsi. Staðfestu fangelsis- dóm yfir Baldri  Einn hæstaréttardómari vildi sýkna ráðuneytisstjórann Morgunblaðið/Eggert Dómur Hæstaréttardómarar taka sér sæti í gær í húsakynnum réttarins þegar skýrt var frá niðurstöðunni í máli ríkissaksóknara gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. skert um 35%. Fyrir árið 2012 hefðu þau samkvæmt samkomulagi frá 2005 átt að vera 1,2 milljarðar króna en eru 888 milljónir króna. Þórsteinn segir þá breytingu hafa orðið á útfarahefðum und- anfarið að svokölluð kistulagning- arbæn sé farin að renna saman við útförina. „Þetta er að hætt að vera sérstök athöfn,“ segir hann. „Við skulum segja að útförin sé klukkan eitt. Þá er kistulagningarbænin gjarnan klukkan hálfeitt, henni lokið vel fyr- ir eitt og þá tekur útförin við í beinu framhaldi,“ segir Þórsteinn. Hann segist halda að fólk vilji með þessu auðvelda sér hlutina en einnig sé verið að hugsa um nána ættingja sem koma utan af landi eða frá útlöndum. „En ég held nú að margir prestar vilji gjarnan að þetta sé sérathöfn. Það sé mik- ilvægt fyrir nánustu aðstandendur að vera í ró og næði með hana,“ segir hann. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Af þeim 1.012 einstaklingum sem voru jarðsettir í Reykjavík- urprófastsdæmum árið 2011 voru 348 brenndir og jarðaðir í duftkeri en 664 í kistu. Þetta nemur því að 34% útfara í prófastsdæmunum voru bálfarir en á landinu öllu voru bálfarir 22,7% allra útfara. Bálförum hefur fjölgað mjög um- fram það sem menn sáu fyrir sér fyrir 15 árum, segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma en árið 1990 samsvaraði fjöldi bálfara 7,4% af útförum á landinu öllu, eða 126 af 1.704. Árið 2000 námu þær 11,6% og árið 2010 22,5%. „Þetta hefur verið mjög hröð þróun, miklu hraðari en við sáum fyrir,“ segir Þórsteinn. Duftgarð- urinn í Fossvogi sé til að mynda fullsettur en nýi garðurinn í Sól- landi í Öskjuhlíð sé stór og mikill og muni endast út öldina og lengur. Mengunarvarnir Líkbrennslur fara fram í tveimur ofnum í bálstofunni í Fossvogs- kirkju en báðir ofnarnir voru keypt- ir til landsins frá Svíþjóð árið 1948 og eru því komnir til ára sinna. „Ofnarnir eru reglulega gerðir upp, yfirfarnir og það endurnýjað sem þarf. En það liggur fyrir að það þurfi að endurnýja þá innan næstu 15-20 ára,“ segir Þórsteinn. Þá sé einnig tímabært að huga að mengunarmálum. „Okkar brennslu- fjöldi er nú undir því lágmarki sem sett hafa verið viðmið um í ná- grannalöndum okkar en það fer að líða að því að fjöldinn fari upp fyrir það og þá er spurning hversu lengi við getum notað þessa gömlu ofna á án þessara mengunarvarna,“ segir hann. Renna saman í eina athöfn Til stóð að byggja nýja bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð eftir árið 2020. Þar hefur þegar verið reist starfsmannahús, sem er fyrsti áfangi byggingasamstæðu þar sem einnig verður grafarkirkja, líkhús og bálstofa. Áformum um uppbyggingu á Hallsholti hefur þó verið slegið á frest í kjölfar hruns- ins 2008, en framlög ríkisins til kirkjugarða landsins hafa verið Brennslufjöldi þokast upp fyrir mengunarviðmið  Líkbrennsluofnar komnir til ára sinna Niðurstaða Hæstaréttar er í takti við það sem ákæruvaldið lagði upp með, segir rík- issaksóknari, Sigríður J. Frið- jónsdóttir. „Dómurinn er skýr hvað varð- ar skilgreiningu á inn- herjasvikabrotinu og því mik- ilvægt fordæmi á þessu sviði, auk þess að vera fyrsti sakfell- ingardómurinn hér á landi fyrir innherjasvik,“ segir rík- issaksóknari í tilkynningu til fjölmiðla. Karl Axelsson hæstarétt- arlögmaður var verjandi Bald- urs Guðlaugssonar í málinu gegn honum og segir hann niðurstöðuna mikil vonbrigði, ekki síst þar sem dóm- urinn klofnaði og skilað var séráliti. Næstu skref hafi ekki verið ákveðin, fyrst verði dóm- urinn skoðaður gaumgæfilega. Mikilvægt fordæmi RÍKISSAKSÓKNARI Karl Axelsson 34% útfara í Reykjavíkurprófastsdæmum árið 2011 voru bálfarir. 126 var fjöldi bálfara á landinu öllu 1990. Þær voru 437 í fyrra. 3 einstaklingar hafa verið jarðsettir í óvígða mold, einn í duftkeri og tveir í kistum. 67 leyfi hafa verið gefin fyrir ösku- dreifingu frá árinu 2002. ‹ ÚTFARIR › » Þyrla Landhelgisgæslunnar bjarg- aði í gærkvöldi þremur mönnum sem voru í sjálfheldu vestur af Eyja- fjallajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni voru mennirnir staddir vestur af Grýtutindum og voru þeir allir ómeiddir. Á svæðinu gekk á með skafrenn- ingi og voru mennirnir taldir vera nokkuð kaldir þegar fyrstu fréttir bárust af þeim í gærkvöldi. Þá var símasamband slæmt á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru menn- irnir, einn Íslendingur og tveir út- lendingar, vel búnir en fjölmennt lið björgunarsveita var sent á staðinn. Þær sveitir eru meðal annars úr Rangárvallasýslu en einnig munu undanfarar af höfuðborgarsvæðinu hafa verið sendir á staðinn til að- stoðar. Þremur bjargað úr sjálfheldu Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Ástandið er skelfilegt. Það er bara hræðilegt. Götufólkið kemur hingað eftir að vera búið að vera úti alla nóttina, kalt og hrakið og leggur sig jafnvel við borðið hjá mér,“ segir Kolbrún Pálína Hafþórsdóttir, mat- ráður hjá Kaffistofu Samhjálpar. Aldrei hefur verið meira að gera á Kaffistofunni en í janúar. Tíðarfarið hefur reynst útigangs- fólki og öðrum sem eiga í fá hús að venda erfitt. Kolbrún segir að róð- urinn hafi jafnt og þétt verið að þyngjast hjá Kaffistofunni, álagið sé jafnan mest í lok mánaðar en aldrei meira en nú í janúar. „Ég er búin að vera hérna með 150 manneskjur í mat dag eftir dag. Um 150 manns hafa sótt mat og skjól á Kaffistofunni daglega síðustu vikur. Seinni hlutinn í janúar var rosalegur. Það var eiginlega það versta sem ég hef séð og ég hef ekki heyrt það verra frá fólkinu heldur. Því við töl- um saman hérna.“ Kaffistofan er op- in milli 10 og 16. Kolbrún segir að þegar svona kalt sé í veðri sitji marg- ir inni allan tímann til að fá hita í kroppinn. Ekki fólk í neyslu Aðspurð segir Kolbrún þó að það sé fleira en bara vetrarhörkurnar sem valdi aukinni aðsókn. „Tíðarfar- ið er auðvitað slæmt en svo er bara ofboðslega mikið um það að fólk er að missa húsnæði. Það sefur á göt- unni eða í bílnum sínum. Það er eiginlega stærsta breyting- in sem ég sé, þetta er fólk sem er ekki í neyslu eða neinu svoleiðis. Það eru atvinnulausir, fatlaðir og svo er talsvert af vegalausum útlendingum sem hafa ekki atvinnuleyfi eða neitt slíkt.“ „Ástandið er skelfilegt“  Aldrei hafa fleiri sótt í skjól kaffistofu Samhjálpar en í janúarmánuði  Matráður segir að nú komi fólk sem ekki sé í neinni neyslu en sé heimilislaust Hjálp Beðið eftir mat hjá Samhjálp en þar er opið á milli kl. 10 og 16. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.